Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 6
6
Frá Menningarráði ísafjarðar:
Greinargerð um störf
og starfssvið ráðsins
( tilefni af samþykkt bæjar-
stjórnar og umræðum á bæjar-
stjórnarfundi 7. janúar s.l.
varöandi störf Menningarráðs
ísafjarðar vill Menninga rráð
taka fram eftirfarandi:
Þegar Menningarráð kom
saman til fundar 1971 var borin
fram ósk um að lögð yrði fram
greinargerð um hlutverk og
starfssvið þessarar nefndar,
sem kosin er af bæjarstjórn til
fjögurra ára í senn.
Þrátt fyrir leit starfsfólks
bæjarskrifstofunnar í skjölum
og fundargerðum bæjar-
stjórnar, fyrirfannst hvergi nein
reglugerð, er kvæði á um hlut-
verk og starfsemi ráðsins. Hafi
slík reglugerð fundist eða verið
samin síðar, hefur láðst að til
kynna ráðinu það.
Hins vegar báru þá fundar-
gerðir ráðsins um margra ára
skeið með sér, að störf þess
hefðu á liðnum árum einkum
verið í því fólgin að skiþta því
fé, er bæjarstjórn veitti til menn-
ingarmála milli þeirra áhuga-
mannafélaga bæjarins.er
störfuðu aö slíkum málum.
Það má segja að þetta sé enn
aðalstarf ráðsins og þarf tæpast
marga launaða fundi á ári, til að
inna það af hendi.
Þótt oft hafi verið rætt um
aukna og fjöþættari starfsemi
þá hefur stöðugur fjár-
skortur hamlað flestum þeim
áætlunum og bæjarstjórn ger-
samlega daufheyrst við öllum
stórátökum varðandi aukin
framlög til ráðssins, þrátt fyrir
margendurteknar áskoranir,.
Má fullyrða að hinar árlegu
hækkanir framlags bæjarins í
krónutölu hafi enaan veginn
vegið á móti minnkandi verð-
gildi krónunnar.
Oft hefur verið um það rætt
innan ráðsins, hvort breyta ætti
um stefnu og leggja meiri
áherslu á að fá á eigin vegum
utanbæjar listamenn til ýmiss
konar listkynningar, en jafnan
hefur sú skoðun orðið ofan á
að reyna heldur að lyfta undir
þá menningarviðleitni, sem
fram fer innan bæjarfélagsins.
Þó hefur a.m.k. um nokkur
undanfarin ár verið leitast við
að fá hingað árlega einhvers
konar kynningu á sviði mynd-
listar, þar sem enn starfa engin
félög í bænum að slíkum
málum. Sumarið 1973 var
haldin hér yfirgripsmikil og fjöl-
sótt sýning frá Myndhöggvara-
félagi íslands. Á þjóðhátíðar-
árinu gengust þjóðhátíða-
nefndir bæjarins fyrir sýningum
bæði í júní og september, en
seinna um haustið stóö Menn-
ingarráð ásamt Menntaskól-
anum á (safirði fyrir sýningu á
frönskum skopmyndum, sem
fengnar voru hingað fyrir milli-
göngu Alliance Francaise. í
byrjun maí 1975 fékk ráðið
Aðalstein Ingólfsson listfræðing
til að flytja fyrirlestur um mynd-
list með litskyggnum og kynna
ýmsa strauma og stefnur í er-
lendri og innlendri málaralist .
Þá stóð ráðið einnig að sýningu
á verkum Snorra Arinbjarnar
ásamt 1. maí-nefnd og Lista-
safni A.S.Í. S.l. vetur stóð
Menningarráð, ásamt Kvöld-
skólanum á ísafirði að 4 vikna
námskeiði í myndlist. Var það
mjög fjölsótt og stóð fjárhags-
lega undir sér og þurfti Menn-
ingarráð engan kostnað að
bera í því sambandi. Standa
vonir til, að framhald verði á
þeirri samvinnu nú aftur á
þessu ári.
Árið 1976 voru Menningar-
ráði veittar til ráðstöfunar kr.
500.000.0. Skuld frá fyrra ári
var kr. 42.000.- og var því á-
kveðið, skv. ósk bæjargjald-
kera, að úthluta aðeins kr.
400.000,- til þess að ekki yrði
um yfirdrátt á reikningi ráðsins
við bæjarsjóð að ræða.
Þessari upphæð var á fundi
ráðsins 28.des. s.l. skipt milli
þeirra fimm aðila, er um styrk
sóttu fyrir árið 1976, þannig aö
kr. 120.000,- féllu í hlut hvers
þeirra þriggja aðila, er aðallega
annast leiklistar- og tónlistar-
kynningu hér í bæ, Litla Leik-
kfúbbsins, Sunnukórsins og
Tónlistarfélagsins og kr.
20.000.- til hvors um sig,
Hljóðabungu og Kammersveit-
ar Vestfjarða.
Litli leikklúbburinn sendi sér-
staka greinargerð með umsókn
sinni fór fram á styrkupphæð til
móts við ríkisframlag er var kr.
230.000,- árið 1975 og væntan-
lega nokkru hærra fyrir árið
1976. Var mikið um þetta rætt
og harmað, hve lítið
fjármagn ráðið hefði til ráðstöf-
unar, þar sem auðséð var að ef
orðið yröi við þessari beiðni,
yrði að minnka að miklum mun
og jafnvel fella niður styrki til
hinna tveggja aðalstyrk-
þeganna og með því vanmeta
þeirra mikla starf á liðnum árum
og kippa fótum undan áfram-
haldandi starfi þeirra.
Var því ákveðið í samræmi
við greinargerð frá f.á. varðandi
störf þessara þriggja aðalstyrk-
þega að gera styrkupphæðir
þeirra jafnar.
Hins vegar var einnig rætt
um að gera þyrfti sérstakar ráð-
stafanir til að fá framlag til
Menningarráðs stórhækkað á
næsta ári, svo að hægt væri að
veita umsóknum viðunandi úr-
lausn og leggja Litla leik-
klúbbnum fé til móts við ríkis-
framlag, skv. gildandi lögum.
Á bæjarstjórnarfundi 7. jan.
s.l. var veist mjög harðlega að
Menningarráð og störf þess
óvægilega gagnrýnd að sögn
heyrnarvotta, sbr. Vestfirska
fréttablaðið, 14. jan. s.l. en
umræður á bæjarstjórnarfundi
voru ekki bókaöar. Engum
meðlimi Menningarráðs var
gert viðvart, þannig að þeir
gætu svarað til saka, ef ein-
hverjar væru. í framhaldi
þessara umræðna var sam-
þykkt með - átta - atkvæðum
bæjarstjórnarmanna tillaga frá
Guðmundi H. Ingólfssyni þess
efnis að veita á næsta ári sér-
stakan beinan styrk til Litla leik-
klúbbsins, án milligöngu Menn-
ingarráös.
Viðvíkjandi afgreiðslu þessa
máls vill Menningarráð undir-
strika að eðlilegra hefði verið af
Við höfum fkira
engóöanmat
Notfærið ykkur okkar
hagstæðu vetrarverð og gistið
í hjarta borgarinnar. Sérstakt
afsláttarverð fyrir hópa.
A.A. samtökin
halda kynningarfund í Sjómannastofunni í Bolungarvík
laugardaginn 12. febrúar nk. kl. 16.oo
Ailir eru velkomnir á fundinn.
Kl. 21.00 sama dag verður fundur í A.A. deildinni á ísafirði
að Hafnarstræti 7, 4. hæð til hægri (yfir Hamraborg).
Allir sem telja sig eiga við áfengisvandamál að stríða
eru hvattir til að mæta á fundinum og kynnast starfseminni.
Reglulegir fundir í deildinni
eru á hverju þriðjudagskvöldi kl. 21.00 á sama stað.
FlS-svigkeppni í
Muggendorf- Pernits
Það hefur verið frekar erfitt að afla frétta af Sigurði H. Jónssynl
undanfarið, en í blöðum frá Sviss og Austurríki lásum við frásögn
af móti sem hann tók þátt i 23. og 24. janúar s.l.
Mót þetta var Fis-svigmót. Keppt var í Muggendorf-Pernits f
Austurríki.
Samanlagður árangur var síðan reiknaður úr keppnum þessum
og hlaut sigurvegarinn að verðlaunum svokallaðan Feh-bikar.
Á móti þessu kepptu mjög sterkir skíðamenn, og látum vlð hér
ifylgja nöfn ogFIS-punktastöðu (frá í desember) nokkurra þelrra.
Othmar Kirchmair Austurríki 13,47 punktar
Robert Schuchter usturriki 14,26 punktar
Alfred Steger Austurríki 15,31 punktar
Wolfram Ortner Austurríki 16,66 punktar
Sigurður Jónsson fsland 22,44 punktar
Boris Strehl Jugoslavia 23,39 punktar
Wörndl V-Þýskaland 29,50 punktar
ÚRSLIT
23. janúar:
1. Schuchter, Austurríki ...........................84,12 sek.
2. Kirchmair, Austurríki ........................... 84,34 sek.
3. Ortner, Austurríki ..............................84,44 sek.
4. Sig. Jónss. fsland .............................. 84,60 sek.
5. Wörndl V-Þýskal................................. 84,68 sek.
24. janúar:
1. Ortner, Austurrfki ............................ 87,88 sek.
2. Steger, Austurríki .............................. 88,07 sek.
3. Sig.Jónss.Jsland ................................ 88,54 sek.
4. Jakobss, Svfþjóð ................................ 88,85 sek.
5. Strehl Jugósl.................................... 89,23 sek.
Samanlögð stigakeppni:
1. Ortner, Austurríki
2. Sig.Jónsson, fsland
3. Wörndl, V-Þýskaland.
Við höfum áður hér í blaðinu getið umsagna þekktra erlendra
þjálfara um Sigurð. Til gamans má bæta því í safnið, að þjálfarl
B-landslið italíu lét þau orð falla við Hauk Jóhannsson, skfða
mann frá Akureyri, að á næsta ári væri líklegt að Sigurður gæti
unnið fullsterkt mót Þ.e.s. keppni í keppnarröðinni um Helms-
bikarinn. 45
bæjarstjórn að auka fjár-
veitingu til Menningarráðs, svo
að um munaði, eins og marg-
sinnis hefur verið skorað á
hana að gera, þannig að ráðið
hefði getað veitt verulegar fyrir-
greiðslur og gegnt því hlutverki
sem slíkar nefndir ættu að hafa
á hendi.
Með tilliti til áframhaldandi
setu þess óskar Menningarráð
eftir að bæjarstjórn skilgreini
hlutverk ráðsins nú þegar, svo
að það fari ekki milli mála,
hvernig því er ætlað að starfa.
ísafirði 31. janúar 1977.
Frá Menningarráði ísafjarðar.
HIN VINSÆLU
BRAUN- hdrgreiðslusett
ERU KOMIN AFTUR
\ I laiKlfant' l\ rir l'yIgihltiti
H Lnkkajárn
('. l>urrki)lásimslok
I) I lárlxisti
K (iróftfnnt gtriAa
F Fíntonnt mrióa
(í Hár|>tirrka
II Kakaúóari
MM
straumur hf
Silfurgötu 5, tími 3321 (ufirði