Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 2
2 Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Bladamaður: Ölafur Guðmundsson. Prentun: Prentstofan l'srún hf., (safirði Um þessar mundir heldur til veiöa fimmtugasta fiskiskipiö sem skipasmíöa- stöö Marsellíusar Bernharðssonar á ísa- firði hefur smíöaö. Skipiö, sem afhent var eigendum sínum sl. laugardag, er svo vel tækjum búiö og þannig úr garöi gert til fiskveiða, aö þaö er af ýmsum talið vera fullkomnasta fiskiskip íslenska fiskveiðiflotans. Frá því samningur var fyrst geröur um smíöi skipsins, eru nú liöin nær fjögur ár. Verður þaö að teljast fulllangur tími, og hætt er viö aö seint myndi ganga endurnýjun fiskiskipastóls okkar Vest- firðinga, ef hún ætti aö gerast innanhér- aös viö óbreyttar aöstæður. Ekki veröur dregiö í efa aö þeir sem aö smíðinni unnu eru hæfir menn og hafi lagt sig alla fram til þess aö verkið gengi sem best. Og vissulega má sjá aö til smíðinnar er vandaö. En nútímaaöstæöur krefjast meiri hraöa, betri skipulagningar, og meiri tæknivæöingar viö slík stórverk- efni. Aöstaöa skipasmíöastöövarinnar hér á ísafirði er slík, aö úrbætur mega ekki dragast á langinn. Þrátt fyrir þaö aö tækjabúnaður stöövarinnar er nokkuö góöur á íslenskan mælikvarða, eru aör- ar aðstæður langt frá því að vera nógu góöar. Viðlegukantur er enginn viöstöö- ina og veldur þaö margskonar óþæg- indum, bæöi viö frágang á nýsmíði og viö viðgerðarþjónustu. Dráttarbraut fyr- irtækisins er ekki nógu stór til þess aö Framfarir eru nauðsyn geta dregiö stærstu fiskiskip okkar á þurrt, auk þess, sem hún er nú ónothæf vegna bilunar. Það er vissulega kominn tími til aö opinberir aðilar komi myndar- lega til liðs viö þennan atvinnurekstur, sem hefur lykilhlutverki aö gegna í vest- firsku atvinnulífi. Sl. sumar var hér á ferö íslenskur maður, sem um árabil hefur gegnt á- byrgðarstöðu hjá einu stærsta skipa- smíöafyrirtæki veraldar. Hann var feng- inn til þess af íslenskum stjórnvöldum aö gera úttekt á skipasmíðaiðnaði landsmanna. Þessi sérfróöi maður sendi síðan frá sér tillögur um þaö hvernig hann teldi æskilegt aö haga uppbygg- ingu og eflingu innlends skipasmíðaiðn- aöar. Byggöust tillögur hans mikið á samvinnu stöðvanna um land allt, þann- ig, að ákveönar stöövar skyldu helga sig nýsmíöi fyrst og fremst. Aðrar hlutasmíði og viðgerðum og enn aðrar stöövar skyldu sinna svo til eingöngu viögerö- um. Skipasmíðastööin hér á ísafirði skyldi stækkuö verulega og byggð ný stór dráttarbraut. Aðallega skyldi stöðin fást viö hlutasmíði og viðgeröir, í sam- vinnu viö aðrar stöövar íslenskar. Nú skal ekki hér dómur á þaö lagður, hvort um er að ræöa hina einu réttu leið til eflingar þessari iðngrein, en vissulega lega hljóta athuganir og tillögur manns, sem er þaulkunnugur rekstri einnar stærstu skipasmíðasamsteypu heims að vera þess viröi aö þær séu rækilega metnar og skoöaöar ofan í kjölinn. Vel kann svo aö vera aö þaö þyki ekki í svipinn álitlegtað hugsa til svo róttækra breytinga, sem framkvæmd þeirra myndi hafa í för með sér, en viðbúið er, aö framþróun skipasmíöa á íslandi veröi samkvæmt heildaráætlun fyrir landiö allt, og því nauösynlegt forráðamönnum fyrirtækja í þeirri grein að vera opnir fyrir hugmyndum, sem koma upp og reiðu- búnir til þess aö meta þær og ræða. IP ísafjarðarkaopstaðnr Laust starf hjá ísafjarðarbæ Starf áhaldavarðar í Áhaldahúsi bæjarins er laust til umsóknar. Æskilegt er að um- sækjandi geti unnið að smærri viðgerðum á tré. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður tæknideildar. Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 20. janúar nk. ísafiröi, 29. des. 1977 Bæjarstjórinn á ísafiröi -*■ Samvinnuferðir hf til Gardenaá ítalfu BROTTFARARDAGAR: 15. JANÚAR 12. FEBRÚAR 26. FEBRÚAR Islenskur fararstjóri "gr Samvinnuferðir hf UMBOÐ Á ÍSAFIRÐI GUNNARJÓNSSON C/O KAUPFÉL. ÍSFIRÐINGA Framleiðum vandaða PANEL-miðstöðvarofna Teiknum miöstöövarkerfi STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR — FÖST VERÐTILBOÐ OFNASMIÐJA VESTFJARÐA SÍMI 3903, — ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.