Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 9
9 ZJléltawuoiii Halldór Jón- munds- son Framhald a( 10. aíðu sækja um stöður hjá ríkinu hvar sem er á landinu. Ég sá þessa stöðu auglýsta og á- kvað að sækja um. Nú ég fékk stöðuna og er settur hér til starfa í eitt ár eins og venja er.“ ,,Nú hefur þú litið í kring- um þig og kynnt þér aðstöð- una hér. Er mikill munur á aðstöðunni hér og í Kefla- vík?" „Aðstaðan í Keflavík er lé- leg, en hér er hún öllu lélegri og nánast illviðundandi. Vinnuaðstaðan er erfið, því hér eru tvö herbergi ætl- uð fyrir störf lögreglunnar og er húsnæðið bæði lítið og óhentugt. Aðstaða til geymslu per- sónulegra muna er engin. Lögregluþjónarnir verða að geyma yfirhafnir sinar frammi í afgreiðslu eða þá hér inni. Það hefur komið fyrir að menn hafa gengið héðan út í einkennisbúning- um, sem þeir hafa tekið af snögum í afgreiðslunni. Eins er það ef yfirlög- regluþjónn vill tala við menn einslega, þá verður hann að fara með þá inn í þetta innra herbergi. Á því eru fjórar dyr eins og þú sérð; dyr inn í bifreiðageymslu; dyr inn í fangageymslur; og tvær fram í afgreiðslu. Þaö gefur auga leið að næði getur aldrei orðið mikið." Þá var blaðamanni boðið að skoða fangaklefa, sem voru vægast sagt hrörlegir á að líta. Munu klefarnir lítið sem ekkert hafa breyst frá því á krepþuárunum. Hurðir klefanna eru úr þykkum plönkum, eins og maður sér í kastalabygging- um frá miðöldum. Gólfin eru úr tré einnig og á þau er lagður dúkur. Bekkir sem föngum er ætlað að sofa á eru negldir saman úr fjölum og á þeim er dýna úr eldfimu plastefni. Af þessu má sjá að föng- um er bráð hætta búin ef eldur kemur upp í klefunum, eins og best kom í Ijós nú um áramótin. Þá tókst einum fanga að kveikja í dýnu sem hann hafði áður stillt upp við dyrnar. Við brunan bráðnaöi dýnan og límdi aftur hurðina og var það fyrir snarræði lögregluþjónsins, sem var á vakt, að ekki hlaust stórslys af. Þá er það ekki til að draga úr eldhættu þarna, að mið- stöövarkynding fyrir lög- regluvarðstofuna og slökkvi- stöðina er innan um fanga- klefana. Hreinlætisaðstaðan er heldur ekki til að hrópa húrra fyrir, því föngum og lögregluþjónum eru ætluð sameiginleg afnot af heldur óvistlegu salerni. Skarphéðinn gat þess þó, að bifreiðageymsla (safjarð- arlögreglunnar væri góð miðað við það sem gerðist annars staðar. „Eru einhverjar breytingar á döfinni varöandi húsnæð- ismál lögreglunnar?" „Við erum búnir að fá heimild til breytinga og höf- um fengið mjög jákvæðar undirtektir hjá yfirmönnum embættisins hér, en það er við fleiri aðila að fást. Á- standið er víða svona. Það er margt lögregluliðið sem býr við slæman húsakost." „Hvernig er með tækja- búnað lögreglunnar?" „Tækjabúnaður er allur ónógur og þau mál þarf að taka til gagngerar endur- skoðunar. Bifreiðar lögreglunnar eru tvær: framdrifin Chevro- let árgerð '75 og Cortina ár- gerð '73. Þessi Cortinu- bifreið er úr sér gengin auk þess sem hún hentar engan veginn fyrir lögregluna. Sem stendur er stærri bifreiðin eina sjúkrabifreiðin í sýslun- um, en mér er tjáð að ný sjúkrabifreið sé væntanleg. Við getum tekið dæmi sem sýnir hve bifreiðaskort- urinn er bagalegur. Ef stærri bifreiðin væri kölluð til sjúkraflutninga inn í Djúþ og meðan hún væri í þeim flutn- ingum bærist annað neyðar- útkall, þá gætum við lítið gert með Cortinu-ræfil. „Fjarskiptin eru einn þátt- urinn sem þarf að laga. Nú erum við með litlar talstöðv- ar í bílunum og eina á stöð- inni. Þegar við erum komnir út í Hnífsdal, út á Arnarnes eða upp á Breiðadalsheiði, þá erum við sambandslausir. Þegar haft er í huga, að lögreglan hefur meö hönd- um alla sjúkraflutninga, þá sér hvert mannsbarn að hér er brýnna úrbóta þörf. Það (---------------Wn THORNYCROFT BÁTAVÉLAR! sem lögreglan þyrfti að fá í bílana og hér á stöðina eru langdrægar stöðvar (Lands- símastöðvar) með öllum nauðsynlegum bylgjum." „Hvað eru lögregluþjónar ísafjarðarlögreglunnar margir sem stendur?" „1. Janúar '78 eru í lög- reglunni 6 skipaðir lögreglu- þjónar með yfirlögreglu- þjóni. Auk þess eru tveir lausráðnir. 10. janúar hættir einn varðstjóri, Kristján Kristjáns- son, og þá fækkar um einn. Annar fer á lögregluskóla mjög fljótlega og þá verða hér 6 starfandi lögregluþjón- ar, sem er a.m.k. tveimur of lítið. Stór hluti starfa lögregl- unnar fer í sjúkraflutninga, sem dregur mjög úr lög- gæslu og þaö kallar á aukinn mannafla." „Hvernig hafa svo störf lögreglunnar gengið það sem af er nýja árinu?" „Það sem af er af þessu ári hefur allt fariö hér vel fram og ég get ekki séð ann- að en það hafi verið prúð- mannlegt í alla staði." „Viltu segja eitthvað til bæjarbúa í lokin?" ,,Ég vil bara taka það fram, að við viljum auka tengsl okkar við almenning og þá aðila sem láta sig ör- yggisvörslu varða." pFasteignizi TIL SÖLU Hafnarstræti 8, 3 hæð, 108 fermetra 4 herb. íbúð á besta stað í bænum. Laust til afnota í vor. Túngata 13, kjallaraíbúð, 60 fermetra 2 herb. íbúð í góðu standi. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Laus til afnota fljótlega. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg íbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Miðstræti 10, efri hæð, Bol- ungarvík, 99 fermetra 3 herb. íbúð. Snotur íbúð. Rafmagnskynding. Ásgarður, Tálknafirði, efri og neðri hæð, þriggja og fimm herbergja íbúðir, hvor um sig með sérinngangi. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 og 3702 [safirði KRYDDSILDARFLOK i vinsosu Kryddsíld í sherrýsósu j t%£uu‘r«* /.rmk?ddedik maíaður pipar GJia, ediif mjög veJ sam5 tðmatpurr(S i, “»»- • k®<»» , tl! 1 Framleiðandi Kryddsíld í ‘ómatsósu , r kryddedik sykur 2 I.uka?ðandi vatn 2,'d‘wCaaiafð- P'Par “mgrZT -síírónusafi ýonnaise, j.g . “»« ‘ m°" te söJarhring. hájfan til hej,an Kryddsíld með karrýsósu \% dl kíddedíkdSntlarflök ‘aroJfa 1/2 -*•> 60 gr ‘^atsdsa - Jaguku7kur "egulnagíar P'Parkorn 'árvJöarIauf hms '•" ™ ‘«l»« Lagmetisiðjan Siglósíld .eynið þessar uppskriftir SíJdarsaíai sælkerans gr|ÓS "S,Slo" kryddsfl, 2-3 eplj ; »»„. p,Mr 'ilm, k pkorin ! smáa b " 08 rau P’Parröt, salt o‘a2Setts' g Pipar efti Siglufirði. Sími 96-71189 & 96-71634

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.