Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 5
5 Slökkvilið ísafjarðar: 30 útköll á árinu 1977 — Óánægðir með ástand í útkallsmálinu Vestfirska Fréttablaðinu hefur borist skýrsla slökkviliðsstjórans á ísafirði fyrir árið 1977. í skýrslunni er þess m.a. getið, að engin breyting hafi orðið á útkallsmálinu, og að slökkviliðsmenn séu mjög óánægðir með það. Þá er greint frá því, að nú virðist heldur vera bjartara framundan í húsnæðismálum slökkvi- liðsins. Skýrsla slökkviliðsstjóra Hús.........................18 útköll Rusl ............... 3 útköll Skip ............... 1 útkall Bílar....................... 2 útköll Utanbæjar................... 1 útkall Göbb ............... 1 útkall Grunur um eld .......2 útköll Utanhúss vegna plastfisk- kassa 1 útkall Aðstoð við amoníakleka 1 útkall. Æfingar voru 9, eða ca 20 klst. Helgarvaktir voru 16 frá 28/5.-9/9. Enginn stórbruni varð á árinu og tóku flest útköllin umVá - 1 klst. Slökkviliðsstjóri sá um eldvarnareftirlit hleðslu og skoðun á handslökkvitækj- um fyrir heimili, fyrirtæki, skip og báta. Einnig sá hann um kennslu á handslökkvi- tæki fyrir þá sem þess ósk- uðu. Á árinu bættist einn bíll í tækjakost slökkviliðsins og er það vatnsbirgðarbíll sem tekur tæp 6 tonn af vatni, auk þess sem á hon- um er froðuslökkvibúnaður og ýmislegt fleira. Þá hafa verið settir upp þrír bruna- hanar á nýja vatnsleiðslu sem liggur í gegn um bæj- inn og fleiri eru væntanlegir. Hefur því aðstaða til vatns- öflunar á Eyrinni stórbatn- að. Á árinu voru keypt ýmis tæki og áhöld svo sem slöng- ur og stútar, úlpur, stígvél og ýmislegt fleira. Þá voru keyptar tvær talstöðvar, önnur á slökkvistöðina og hin i bíl nr. 1, hefur náðst samkomulag við lögregluna um að slökkviliðið hafi að- gang að þeirra rás. Engin breyting hefur orð- ið á út útkallsmálinu og eru Slökkviliðsmenn mjög óá- nægðir með það. Mikið hefur verið rætt um húsnæðismál slökkvi- liðsins, virðist nú vera held- ur bjartara framundan í þeim málum. Slökkviliðs- stjóraskipti urðu á árinu, 1. ágúst tók Jón Ólafur Sig- urðsson við af Guðmundi Helgasyni sem starfaði hjá slökkviliði ísafjarðar frá þ\ í janúar 1976. „Þegar símaverðir hættu að sjá um útkallið voru teknar upp vaktir hjá slökkviliðinu, en þær eru ekki lengur. Auglýstur brunakallsími er 3333 og er ég við á daginn oftast, en slökkviliðsstjóri verður að sinna ýmsu öðru er slökkvi- liðið varðar svo ég er ekki alltaf við. Kerfið er þannig að þegar enginn er á slökkvistöðinni, þá svarar sjálfvirkur sím- svari, sem bendir mönnum á brunakallasímanúmer 4112. Þegar það númer er valið, þá hringja 17 símar útí bæ, 15 heimasímar og 2 fyrirtækjasímar þar sem slökkviliðsmenn starfa. Þetta er í lagi ef brunaútkall verður ekki á vinnutíma og ef ég er við hér á stöðinni. Þegar útkallið virkar vel þá tekur það slökkviliðið 2-3 mínútur að komast á stað- Við slökkviliðsmenn við- urkennum ekki þennan út- búnað nema sem bráða- birgðaútbúnað. Það kemur ekkert í stað vaktar." „En hvað með húsnæðis- málin?“ „Það hafa verið gerðar samþykktir og tillögur um nÝbygg*ngu og viðbyggingu. Lengi hefur ekkert orðið úr framkvæmdum vegna á- greinings um staðsetningu. Nú hefur verið ákveðið að stöðin verði á sama stað. í framtíðinni verður fyllt upp norðanmegin við stöðina og fæst þá gott plan.Eins munu bílarnir geta ekið í báðar áttir úr stöðinni. Það er búið að gera teikn- ingar og kostnaðaráætlun verður lögð fyrir bruna- málanefnd í næstu viku.“ IfANARÍFYÍAR M\rkr%r%Æ\ÆÆJi x irux SÓLSKINSPARADÍS í VETRARSKAmMDEGINU NÚ EH TÆKIEEHIÐ... Þúsundir íslendinga hafa notið hvíldar og skemmtunar í sumarsól á Kanaríeyjum, meðan skammdegi og vetrarkuldi ríkir heima. Sunna býður bestu hótelin og íbúðirnar sem völ er á, svo sem KOKA, CORONA BLANCA, CORONA ROJA, RONDO, SUN CLUB, LOS SALMONES, EGUENIA VICTORIA o.fl. Skrifstofa Sunnu á Kanaríeyjum með þjálfuðu íslensku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu, sem margir kunna að meta. Vegna fyrirsjáanlegrar mikillar aðsóknar, biðjum við þá, hina fjölmörgu, sem árlega fara með okkur til Kanaríeyja, og líka þá sem vilja bætast í hópinn, að panta nú snemma, meðan enn er hægt að velja um brottfarardaga og gistictaði. Plássið er því miður takmarkað, og ekki hægt að fá aukarími á hinum eftirsóttu gististöðum. BROTTFARARDAGAR: 14., 28. janúar, 4., 11., 18., 25. febrúar, 4., 11., 18., 25. marz, 1., 8., 15., 29. apríl. HÆGT AÐ VELJA UM FERÐIR 11, 2, 3 eða 4 VIKUR. LOS SALMONES SUN CLUB CORONA BLANCA CORONA ROJA KOKA EGUENIA VICTORIA Látið draumínn rætast. Reykjavik: Lækjargötu 2, símar 16400 - 12070. Akureyri: Hafnarstræti 94, sími 21835. ísafjarðarumboð: Einar Árnason, sími 3472 Þorgeir Hjörleifsson, sími 3555 Bolungarvíkurumboð: Elías H. Guðmundsson, sími 7275

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.