Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 2
2__________________________________ (TT' Otgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Stefán Jóhann Stefánsson Prentun: Prentstofan (srún hf., ísafirði þao má Ijóst vera eftir Alþingiskosn- ingarnar síöustu að þeir flokkar, sem mynduðu ríkisstjórn síöasta kjörtímabil hafa ekki meö stjórnarstefnu sinni unnið sér vinsældir eöa traust meðal kjósenda. Svo mikiö var atkvæðatap þeirra í kosn- ingunum. Þaö máog veraljóst.aöAlþýöuflokkurog Alþýðubandalag hafa aö sama skapi eflst aö vinsældum í stjórnarandstööu síöan á Vinstri-stjórnarárunum, en í kosningun- um aö þeim loknum munaöi minnstu aö Alþýðuflokkurinn þurrkaöist út af þingi. Er þetta mjög í samræmi viö það, sem venjulega gerist, þ.e. aö stjórnarflokkar veröi fyrir atkvæöatapi, en stjórnarand- stööuflokkar eflist aö fylgi. Alþýöuflokkur og Alþýðubandalag hafa nú fjórtán þingsæti hvor, eöa samtals 28 þingsæti. Þótt þeir vildu mynda ríkisstjórn saman tveir, þá myndi sú stjórn ekki hafa aö baki þingmeirihluta. Framsóknarflokk- urinn hefur boöiö stjórn sem þannig yröi mynduö hlutleysi að ákveönu marki, en flokkarnir telja ekki fýsilegt aö eiga undir því. Stjórn, sem þannig yröi mynduö yrði tæplega „sterk stjórn", þ.e. stjórn sem á raunhæfan hátt gæti tekist á viö efna- hagsvandann í landinu, en þaö er tví- mælalaust mest áríðandi og mest vanda- verk þeirrar ríkisstjórnar, sem næst verö- ur mynduð. Nú þegar slagoröavaöall og klisju- flaumur kosningabaráttunnar er þagnaö- ur, þá er runninn upp tími ábyrgöarinnar. Þjóöin þarfnast ríkisstjórnar, sem hefur sterk ítök bæöi hjá launþegasamtökum og vinnuveitendasamtökum. Þaö veröur Ábyrgð í stað atkvæðaveiða aö telja mikið ábyrgöarleysi, aö Alþýöu- bandalagiö skuli alfariö hafna stjórnar- myndunarviöræöum meö þáttöku Sjálf- stæðisflokksins. Auövitaö er um aö ræöa málefnaágreining milli þessara afla, lengst til hægri og lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum, en nú sem stend- ur hlýtur þaö aö vera höfuðskylda flokk- anna að ná sem víðtækastri samstööu um lausn efnahagsvandans, en leggja um stund til hliðar ágreining um önnur mál. Þriggja flokka stjórn Alþýðuflokks, Al- þýöubandalags og Sjálfstæðisflokks er að áliti flestra sú stjórn, sem langlíklegust er til þess aö ráöa viö lausn efnahags- málanna, sökum þess, hve mikil ítök flokkarnir hafa hjá aðilum vinnumarkaö- arins og hjá ýmsum þrýstihópum í þjóöfé- laginu. Ef fram næöist aö mynda slíka ríkisstjórn, sem starfaöi af heilindum og legði til hliðar atkvæöaveiöa ogvinsælda- sjónarmið þá yröi hún það afl, sem gæti náö tökum á stjórn efnahagsmála, svo dyggði. Stjórnmálamenn almennt, og þar meö taldir kjörnir fulltrúar á Alþingi íslend- inga, njóta ekki mikils trausts meöal al- mennings. Þaö er miöur aö svo skuli komiö, en kannske ekki óeðlilegt. Síöustu áratugi hefur fjármálaóstjórn og verö- bólga verið höfuöeinkenni íslensks efnahagslífs. Enginn veit í dag hvers viröi krónan verður á morgun. Ráödeild og sparnaður, sem áöur voru dyggðir og undirstaöa velmegunar, eru nú nánast gagnslaus hugtök. Kaupæói og keppni um að uppfylla gerfiþarfir hefur komiö í staö þeirra. Þaö er brýn nauðsyn aö nú komist á þjóöarsátt um skiptingu teknanna og eins þaö aö jafnvægi náist milli tekna og útgjalda þjóöarbúsins í heild. Ef forystu- menn flokkanna reynast þeir gæfumenn aö geta slíðrað sveröin og samið um ágreiningsefni sín, en tekiöi stjórn efna- hagsmála föstum tökum, þá er ekki vafi á því aö þjóöin mun gera slíkt hiö sama. Þá er heldur ekki vonlaust um endurheimt þeirrar viröingar og þess trausts, sem leiötogum þjóöarinnar er nauðsynlegt aö njóta, til þess aö ná árangri í störfum sínum. Framleiðsla hafin hjá Smjörlíkisgerðinni Smjörlíkisgerð ísafjarðar ustu viku, og að sögn Mag- Smjörlíkisgerðin, sem er hefur nú tekið til starfa á núsar Sigurðssonar, fram- eitt elsta iðnfyrirtæki á Isa- ný, eftir gagngerðar við- kvæmdastjóra, hefur einn- firði, selur framleiðslu sína gerðir og endurbætur á ig farið fram nokkur end- á markaði um land allt. húsnæði fyrirtækisins, en urnýjun á vélakosti Smjör- Auk Smjörlíkisins er einn- það stórskemmdist af eldi í líkisgerðarinnar. Hafa vél- ig á markaði frá Smjörlík- vor. arnar reynst vel, og nýja isgerðinni Stjörnu- Stjörnu-smjörlíkið líkar Matarolía. Framleiðsla hófst í síð- ekki síður en áður. TIL SÖLIJ Bifreiðin í-184 MERCEDES BENZ 230 árgerð 1972. Upplýsingar gefur Siguröur Th. Ingvarsson ísíma3388 Bifreiðin f-2816 MERCURY COMET árgerð 1973 Bifreiðin er ekin 40 þús. km. Upplýsingar í síma 7184 Bolungarvík PEUGEOT 504 bensín árgerð 1975. Góðir greiðsluskilmálar Upplýsingar í síma 3734 á kvöldin. Framleiðum vandaða PANEL-miðstöðvarofna Teiknum miöstöövarkerfi STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR — FÖST VERÐTILBOÐ OFNASMIÐJA VESTFJARÐA SÍMI 3903, — fSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.