Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 4
Undirskriftasöfnun hjá ESSO Sennilega er óvíða eins al- menn notkun bankaávís- ana og hér hjá okkur ís- lendingum, orsakir þar til eru vafalaust nokkuð marg- víslegar. Flestir eru að meira eða minna leyti í bankavið- skiptum bæði sem innleggj- endur og lántakar, og ávís- anareikningurinn í bankan- um er fastur liður í daglegu lífi æði margra. Hér er um að ræða handhægt form á varðveislu verðmæta, auk þess sem dýrtíð og verðbólga eykur seðlaflóðið ár frá ári, svo venjuleg peningameðferð verður óþægileg og svifasein. Þótt veruleg brögð hafi verið að misnotkun ávísana á undanförnum árum. „Keðjutékkafyrirtæki” hafa skotið upp kollinum og „gúmmítékkar“ hafi átt það til að hoppa á milli manna, þá held ég að úti á lands- byggðinni höfum við sloppið betur hvað þetta snertir, en á höfuðborgarsvæðinu, enda íllmögulegt fyrir menn að villa á sér heimildir í litlum bæjarsamfélögum þar sem allir þekkja alla. Bankar setja ákveðnar reglur um útgáfu og meðferð ávísana sem eru í senn á- kveðnar, en mjög einfaldar og ættu öllum að vera auð- lærðar. Þó virðist svo sem vissum persónum veitist erf- itt að skilja einfaldar reglur, eða gera sér ljósar barnalega einfaldar staðreyndir.Hefi ég rekið mig á svo furðulega vanþekkingu hvað þetta snertir að jaðrar við hreinan og beinan fíflahátt. Benzínstöðin, sem rekin er af ESSO hér í bænum hefur nú ráðið til sín nýjan „starfs- kraft“, sem benzínsölustjóra og hafa nú verið innleiddar þar merkilegar reglur um á- vísanaviðskipti, sem eru eitt- hvað á þá leið, að greiði viðskiftavinurinn með ávís- un, sem hann gefur út og undirritar sjálfur, skuli hann LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFIS Skrifstofa mín verður lokuð vegna sumarleyfis til 9. ágúst. Arnar Geir Hinriksson hdl. Aðalstræti 13, ísafirði sími 3214 einnig framselja plaggið á bakhlið. Ég lenti í þessari aðstöðu á öðrum eða fyrsta degi hins nýbakaða „benzínsölustarfs- krafts" og reyndi eðlilega að malda í móinn og koma frúnni í skilning um að þetta væri hringavitleysa sem gerði ávísunina ekki hótinu betri eða verri. Væri tékkinn innistæðulaus, væri hann jafn innistæðulaus þótt 'eg krotaði nafnið mitt nokkrum sinnum á ávísunina, væri hann hins vegar góður og gildur væri hann nákvæm- lega jafngildur með einni undirskrift og tveimur Ekki komst ég upp með moðreyk, því, eins og frúin sjálf orðaði það „Svona er það haft á pósthúsinu, og svona skal það vera hér“. Og þá höfum við það. Sé hringavitleysa viðhöfð á pósthúsi, skal hringavitleysa viðhöfð alstaðar, hvað sem hver segir. Reyndar sagði frúin mér að aðeins fáeinir gerðu röfl útaf þessu. Það er þó alltaf huggun að vita af því að til skuli menn á íslandi með óbrjálaða dómgreind, þó þeir séu ,,að- eins fáeinir“. Ég vil þó fastlega halda því fram að forráðamenn pósts og síma hafi ekki fyrir- skipað slíkar reglur, þar til annað sannara reynist. Hitt þykir mér trúlegt að fyrirmæli hafi verið gefin starfsfólki um að gæta þess að handahafaávísanir . séu framseldar og rétt framseld- ar, en það er eðlileg og sjálf- sögð regla þegar um er að ræða greiðslu til þriðju aðila. Hér hefur svo orðið allleiðin- legur miskilningur af ein- hverjum, með takmarkað vit á hlutunum, vitleysan gerð að reglu, sem síðan er tekin upp af öðrum með enn minni skilning. Nú er ég ekki það penna- latur maður að ég láti mig TIL SÖLU bifreiðin í-1308 Volkswagen sendibifreið árgerð 1971. Upplýsingar gefur Árni Sigurðsson í síma 3100, ísafirði. MALLÓ! Sendum í póstkröfu um land allt Vandað V íslenskt sófasett ** . á ótrúlega lágu verði aSv Staðgreiðsluverð aðeins HuS9a9n|d|jjá 222.300 kr. Jón Loftsson hf. Simi 10600 Hringbraut 121 muna um hvort ég skrifa nafnið mitt einu sinni eða tvisvar, en hitt sætti ég mig ekki við að láta frá mér fara plögg, sem gefa til kynna að ég sé á einn eða annan hátt vangefinn. Eins og áður er getið varð ég að bíta í grasið og láta í minni pokann í umrætt skifti, þar sem ég hafði ekki önnur tiltæk ráð og óhægt um vik að dæla aftur benzín- inu af bílnum, þetta mun ekki henda mig aftur á þess- um stað, enda aðrar benzín- sölur í bænum og önnur greiðsluform tiltæk. Ég vil benda hinum ný- bakaða „benzínsölustarfs- krafti“ á að ef hún er andvíg því að taka bankaávísun sem gildan gjaldmiðil hjá bæjar- búum, þá mun henni vafa- laust vera stætt á því að neita slíku, eins og t.d. á- fengisverslunin, sem ekki einu sinni tekur gildar ávís- anir gefnar út af ríkisféhirð- ir. Er þá sjálfsagt að auglýsa breytta viðskiftahætti og gefa viðskiftavinum kost á að firra sig vandræðum eða kaupa sitt benzin annars- staðar, en þessa flónshætti með undirskriftasöfnun ætti frúin að leggja niður hið fyrsta eða fá sér aftur vinnu á pósthúsinu. Grímur Jónsson Tvær nýjar lax- veiðiár á Vest- fjörð- um Árnar Laxá og Bæjar- á í Reykholasveit hafa fram að þessu verið lítt þekktar meðal laxveiði- manna, en nú í sumar gefst tækifæri til að reyna þessar ár. Veiðileyfi eru seld að Bæ í Reykhólasveit og þar er einnig hægt að verða sér úti um ódýra gistingu. Leigðar eru út tvær stangir á dag.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.