Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 3
yestlirska rRETTABLADiD ÞORRAMÓTIÐ 1980 Þrefaldur sigur — hjá Árna Þór og Ásdísi Það kenndi nokkurs taugaó- styrks við rásmarkið í stórsvigi Þorramótsins á ísafirði I6. febrúar s.l. Þar voru allir sterkustu skíða- menn landsins mættir til leiks. að Haukur Jóhannsson. sem hafði haft fimmta besta tíma í fyrri ferð:7l.80 sek. lagði nú nokkuð undir. Haukur keyrði vel og kom niður með tímann 68.19 sek. þrýsting. sem á honum var (aðeins tveir hunraðshlutar úr sek. skildu að hann og Karl Frímannsson). Hann kom niður með tímann 68,20 í seinni ferð. Einum hundr- aðasta lakari tími en tími Hauks Jóhannssonar. Mjög góð ferð hjá Árna og nægði honum til sigurs í stórsviginu. Einar Valur fékk rétt tæplega sekúndu lakari tíma og Karl Frímannsson vel rúmlega tveimur. Ásdís lagfærir skíðin fyrir seinni ferð undanskildum þeim Sigurði H. Jónssyni. Birni Olgeirssyni og Steinunni Sæmundsdóttur. en þau voru í Lake Placid. Einar Valur Kristjánsson. ísafirði var ræstur fyrstur keppenda. Ein- ari tókst vel upp. fór brautina hnökralaust og fékk tímann 71.54 sek.. þriðja besta tíma í fyrri ferð. Hafþór Júlíusson, sem nú keppir fyrir Reykjavík, fór næstur í braut- ina og fékk tímann 72.06 sek. nokkuð gott hjá Hafþóri. en hann hefði eflaust gert betur. ef æfingu væri ekki ábótavant. Fjórði maður í rás var Tómas Leifsson, Akureyri. Fyrir mistök náðist ekki tími Tómasar og varð hann að keyra tvær ferðir í braut- inni. Tími hans varð 71.69 sek. Fjórði.besti tími í fyrri ferð. Karl Frímannsson, Akureyri, gerði mjög góða fyrri ferð. Keyrði sterkt, en var kannske of þungur efst. Hann kom niður með annan besta tíma í fyrri ferð. 70.79 sek. Árni Þór Árnason. Reykjavík. fór greinilega léttar með braut Hafsteins Sigurðssonar. ofan til í fjallinu, heldur en hinir keppend- urnir. Virtist Árni fara með mun minni átökum en keppinautarnir og eiga auðveldara með að halda jöfnum hraða í erfiðum efri hluta brautarinnar. Neðar á flatari kafla, var ekki að sjá áberandi mun. Besti tíminn. 70.77. en þó aðeins tveimur hundraðshlutum úr sek- úndu betri en tími Karls Frí- Glæsileg ferð hjá Hauki og hefði nægt honum til sigurs. hefði hann haft tímann 70.77 (tími Árna Þórs) í fyrri ferð. Árni Þór gaf ekki eftir í seinni ferð. Hann þoldi vel þann mikla STÓRSVIG KVENNA Ásdís Alfreðsdóttir varð sigur- vegari i stórsvigi kvenna. Ásdís hafði bestan tíma í fyrri ferð. 50.74 sek. Þá hafði Hrefna Magnúsdóttir annan besta tímann. 51.50. þannig að 74 hundraðshlutar skildu þær Ásdísi að. Enginn stór munur. en Ásdís jók hann í síðari ferðinni. þannig að hún varð samtals 1.17 sek. fljótari en Hrefna. En það var Ásta Ásmundsdóttir, Akureyri, sem gerði best í síðari ferð kvenn- anna. Ásta fékk tímann 44.70 sek.. þremur hundruðustu betri en Ás- dís. sem fékk annan tíma í síðari ferð. SVIG KARLA I svigi karla sigraði Árni Þór með nokkrum yfirburð- um. f rauninni gerði Árni út um mannssonar. Seinni Karlabrautin var áþekk hinni fyrri. Lá sem næst á sama stað. úr Hrossaskál rétt norðan við efri skíðalyftuna. endamark við Markhús. Brautin var hlið og eins og hin fyrri. lögð af Hafsteini Sigurðssyni. Árni Þór í seinni ferð svigkeppninnar Einar Valur Kristjánsson 3. sæti í svigi og stórsvigi 2. sæti í tvíkeppni keppnina þegar í fyrri ferð. en þá keyrði hann 64 hliða braut Haf- steins á 52.13 sek. og eftir þá ferð hafði hann 1,40 sek. til góða. Sá sem segja má að hafi komið á óvart í fyrri ferð svigkeppninnar var Guðmundur Jóhannsson. ísa- firði. Það var hann sem stóð næst- ur Árna Þór að henni lokinni með tímann 53.53 sek. Mannfall var mikið í svigkeppn- inni og féllu úr leik alls 16 kepp- endur af 23. Þar af 12 í fyrri ferð. Einn þeirra. Valdimar Birgisson. ísafirði. var dæmdur úr leik. Valdimar „krækti” um miðja braut. Nokkur vafi leikur á í slík- um tilvikum hvernig dæma ber. Svigstangirnar sem notaðar eru. eru svo veigalitlar að keppendur geta lagt þær með framhluta skíð- anna. en fætur keppanda þrátt fyrir það skorið hugsaða línu milli stanga í hliði. Næsta útilokað er fyrir hliðverði að skera úr í slíkum tilvikum. Hér er ekkert undanfæri. Við verðum að eignast „alvöru" svigstangir til notkunar í keppn- um, þótt dýrar séu. í seinni ferð sýndi Tómas Leifs- son að hann er beittur svigmaður. Tómas fór brautina á 53.93 sek.. besta brautartíma í þeirri ferð. Nægði það honum til annars sætis í svigkeppninni. Árni Þór. með Framhald á bls. 8 . TTaekn/þjónus/a WEsffjarda hf HÚSNÆÐI TIL LEIGU ÍBUÐIR ÓSKAST 1. hæð og kjallari í efri enda hússins Tækniþjónusta Vestfjarða óskar að taka 2ja til 3ja herbergja fbúð númer 11 við Silfurgötu (Félagsbakarí- ið) er til leigu. Laust til afnota nú þegar. Allar upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Kaupfélags fsfirðinga. á leigu nú þegar . ITae/cn/þjDnusfa ■ Mesffjarcfo hf H | SÍMI 3902 — fSAFIRÐI BÖKUNARFÉLAG ÍSFIRÐINGA FASTEIGNA VIÐSKIPTI Pólgata 6, 8 herbergja íbúð á 2. og 3. hæð. Á 2. hæð eru 4 svefnherbergi, sjón- varpshol, stofa, eldhús, þvottahús og bað. Á 3. hæð eru 3 herbergi. Bílskúr úrtimbri fylgir. Fjarðarstræti 47, múrhúð- aö einbýlishús. Á 1. hæð eru eldhús, stofa, eitt her- bergi, bað og búr. í risi eru 3 svefnherbergi. Stór bíl- skúr úr timbri fylgir. Eignar- lóð. Mjallargata 6, norðurendi, 2x45-50 fm. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og bað. Niðri er eldhús og stofa. 56 fm. hlaðinn bíl- skúr fylgir. Eignin er laus um miðjan júní. Hafraholt 28, rúmlega fok- helt raðhús. Túngata 18, falleg tveggja herbergja íbúð á jarðhæð. Holtabrún 16, Bolungarvík, 4ra herbergja íbúð í.nýlegu fjölbýlishúsi. Traðarland 4, Bolungarvík, byggingarframkvæmdir að 143 fm. einbýlishúsi. Sökkl- ar eru steyptir og grunnur uppfylltur. Talsvert af timbri fylgir. Einnig geta allar teikningar fylgt. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 höggþétt vatnsþétt pott- þétt Eftir að hafa gjörbylt áratuga gamalli fram- leiðslutækni armbands- úra hefur TIMEX nú sannað yfirburði sína um allan heim. Fram- leiðslan er ótrúlega ein- föld og hagkvæm, en ár- angurinn er níðsterkt og öruggt gangverk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.