Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 5
vestfirsKa "RÍIIABLAD.'D Skiðaskóli Oddvars Brá og Ivars Formo TEXTI: KRISTEN KVELLO - TEIKNINGAR: ROAR HORGEN - UMSJÓN OG ÞÝÐING: GUÐJÓN HÖSKULDSSON. Renniö ykkur til skiptis á hægra og vinstra skíöi. Halda skal þannig á stöfunum, aö handleggirnir hvíli vel í ólunum. Stingið stöfunum í snjóinn viö hliðina á bindingunum. Takiö í stafinn með olnbogann lítiö eitt boginn, samtímis því, sem efri hluti líkamans er beygð- ur lítið eitt fram á viö. Ljúkið staftakinu þannig að bein lína myndist milli axla og handa. Staða handleggjanna skal vera þannig að þeir séu færðir lítið eitt í átt að líkamsmiðjunni, þannig aö allar hreyfingar verði eins og hægt er meðfram brautinni endilangri. Varist að halda krampakenndu taki um stafina. f tvöföldu staftaki vinna báðir handleggir samtímis. Tvöfalt staftak er notað í aðlíðandi halla og á sléttlendi, þegar færið er gott. Skíðamennirnir nota tvöfalt staftak bæöi með og án spyrnu. Handleggirnir vinna eins og í víxlgangi á sléttlendi, en nú vinna báðir handleggirnir samtímis. Efri hluta líkam- ans skal færa fram og yfir stafina. Reisið síðan efri hluta líkamans alveg upp milli staf- taka. Um smurningu Hart vax, er oftast notað á þurran snjó og við hitastig undir frostmarki. Mikilvægt er að jafna vel úr vaxinu með korki. Mörg þunn lög gefa betri árangur en eitt þykkt. Mjúkt vax, klísturvax er notað viö 0° C og hærra hitastig. Það er sett í smá doppum á sólann og jafnaö úr því þannig að það myndi fullkomlega slétta húö. Ein lítil ójafna getur leitt til þess aö snjór klessist neðan á sólann. Klísturvax er notaö við 0° C og er oft erfitt að smyrja við þaö hitastig. Þaö er gott að bera harðari smurningu á sólann undir klísturvaxið, en alls ekki harða smurningu ofan á mjúka. Skíöi sem smurð eru með mjúkri smurningu veröa að vera á stööugri hreyfingu, annars er hætt við því að snjórinn nái að klessast neðan í sólann. Aður en skíöin eru smurö veröa þau að vera alveg þurr og hrein. Sólinn verður allur að vera hulinn meö smurningu því smurningin hefur einnig þaö hlutverk að verja sólann gegn sliti. Þegar hreinsa á skíöi eru smurningsleifarnar hitaðar og þerraðar burt með klút. Klístursmurning Klístursmurningu er skipt í tvær aðaltegundir: klístur fyrir rakan snjó, og klístur fyrir harðan snjó, (skara). Nöfnin benda til notagildis hvorrar tegundar fyrir sig. Skaraklístrið er harðara og gefur gott undirlag Nöfnin benda til notagildis hvorrar tegundar fyrir sig. Skaraklístrið er haröara og getur verið gott undirlag fyrir hina tegundina. Þegar skíöi eru smurð með klístri á helst að gera það innandyra, að öðrum kosti verður að reyna að hita túpuna. Síðan er jafnað vandlega úr með sköfu eða hendinni. Rákina meðan í sólanum verður að smyrja. Það ber að varast að hafa klístur marga daga samfleytt neðan á sólanum, Þar sem þaö getur leitt til þess aó viöurinn losni upp. Ef gengið er í snjókomu vill snjórinn oft festast ofan á skíðunum og á köntum þeirra. Getur þá verid vörn að smyrja þau meö paraffinvaxi eða glider (ekki sólann) til þess að hindra þetta. SMURNING OG UMHIRÐA SKÍÐA, SEM GERÐ ERU ÚR GERFIEFNUM Grunnsmurning. Yfirleitt eru skíði seld frá verksmiðjunum án þess að • sólinn sé fullunninn. Því þarf sólinn sérstaka meðferð áður en skíöin eru tekin í notkun. 1. Glider er bræddur á sólann. 2. Jafnaö úr vaxinu. 3. Sólinn skafinn með siklirigi. 4. Sólinn fægður (póleraður). Nánar fer þetta fram þannig: 1. Smurningsjárn er hitað í u.þ.b. 100° með gaslampa (gætið vel að því aö hita járnið ekki of mikið). Leggið áburðinn (glider) á járnið og færið þaö meðfram sólanum og látið dropa af áburðinum drjúpa á sólann. 2. Færið heitt smurningsjárnið eftir sólanum og jafniö vandlega úr vaxinu. Kæliö skíðin vel. 3. Síðan er vaxið skafið af með siklingi og á þá aðeins að vera eftir þunn himna, sem hefir smogið inn í allar glufur á sólanum. Notiö helst sikling úr plasti. Skafið einnig vel úr miðröndinni. 4. Miðhluti skíðanna, ca. 30-35 cm. sitt hvoru megin við bindingarnar þar sem festuáburðurinn á aö vera þarf sérstaka meðferö. Er hann skafinn sérstaklega vel með siklingi og síðan slípaður vel með fínum sand- pappir eða stálull (ekki sápu). Sumir vaxbera ekki miðhlutann, heldur slípa hann eingöngu með sand-j pappír eða stálull. Nú eru nýju skíðin tilbúin til notkunar. Smurt fyrir rakan snjó Fram og afturhluti skíðanna er smurður með rauðu gljávaxi (glider). Lagt á með sömu aðferð og grunn- smurning. Klístur fyrir rakan snjó er lagt á 70-80 cm. langan kafla á miðhluta skíðanna. Leggið tvær umferðir af smurn- ingu á sólann, fyrst eitt lag sem er hitað með lampa og því jafnað vandlega út. Hiti gerir það að verkum að smurningin bindur sig betur. Ytra lagið þarf ekki að hita. Smurt fyrir harðan snjó - ís. Fyrir færi sem á er notað blátt klístur þarf ekki að smyrja með gljávaxi. Eiginleiki skíðanna til að ná góðri festu er aukinn með því að smyrja allan sólann með klístri, án þess að rennslishæfni þeirra minnki að ráði og einnig er þessi smurning haldbetri en gljávax. Smurningin er lögð á sólann í tveim umferðum og fyrra lagið verður helst aö hita. Til að auka festuna er stundum sett silfur- eöa fjólublátt klístur undir miðhluta skíðanna. Ef frostið fer yfir + 5° C getur það leitt til þess að smurningin losni af á stykkjum. Til að koma í veg fyrir það, getur veriö heppilegt að smyrja undir- lagssmurningu (orange) undir klístrið. Smurt fyrir kaldan, þurran, nýjan snjó og fínkornóttan snjó. Við þessar aðstæður hefur festusmurning á miðju skíðanna og gljávax (glider) á endana ekki eins aug- Ijósa kosti og þegar smurt er fyrir rakan snjó.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.