Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 1
4. tbl. 6. árg. 28. febrúar 1980 vestfirska FRETTABLAÐIS Farþega- og vöruafgreiðsla á ísafiarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. TÖKUM UPP í ÞESSARI VIKU: Boli og buxur Smiösbuxur Nýjar ullarbuxur Barnaullarbuxur og fermingarfötin eru alltaf aö koma Verslunin ísafirði sími 3103 Sex vestfirskir sjómenn farast — Mannskaðaveður gekk yfir á mánudag Nú eru mennirnir sex, sem saknað hefur verið síðan fár- viðri gekk yfir vestanvert landið s.l. mánudag taldir af. Fjórir þeirra eru frá ísafirði. Það eru þeir Ólafur Össurarson, Fjarðarstræti 57, fæddur 5. jan- úar 1932, kvæntur og þriggja barna faðir og Valdimar Öss- barna faðir og Hjálmar Einars- son, Dalbraut 26, fæddur 3. nóvember 1943, kvæntur. Hann átti 4 börn og stjúpbarn. Mikil leit hefur staðið yfir að rækjubátunum þremur undan- farna daga og hafa milli 30 og 40 skip tekið þátt í leitinni, ásamt flugvélum og leitarflokkum af M.b. Eiríkur Finnsson Náðu skipverjar að rétta hann af með því að setja á fulla ferð og gátu þannig keyrt hann upp. Sjómenn telja að vindhraði hafi komist upp í I4 — 16 vindstig þegar verst var veðrið. í þessu aftaka veðri valt mjólk- urbíll á fjallveginum yfir Hálfdán og einn maður beið bana.Gestur Gíslason, áður bóndi í Trostans- firði. Gestur var á áttræðisaldri og lætur eftir sig fósturdóttur og dótt- urdóttur, sem búið hafa hjá hon- um á Bíldudal. Bílstjóri mjólkur- bílsins slapp ómeiddur. Björgunarsveitarmenn, sem fóru á slysstaðinn sögðu að veðrið á fjallinu hefði verið það alversta, sem þeir myndu eftir. M.b. Gullfaxi V' Þau sigruðu urarson, bróðir hans, til heimil- is að Sundstræti 30. Hann var kvæntur og faðir fjögurra barna. Þeir fórust með m/b Gullfaxa. Með m.b. Eiríki Finnssyni fórust þeir Haukur Böðvarsson, Tún- götu 20, fæddur 18. október 1949, ókvæntur og Daníel Jó- hannsson, Grundargötu 2, fæddur 12. ágúst 1955, kvæntur og tveggja barna faðir. Með m.b. Vísi frá Bíldudal fórust þeir Pétur Valgarð Jó- hannsson, Dalbraut 18, fæddur 17. ágúst 1935, kvæntur, fimm landi. Björgunarsveitir hafa leitað í Djúpinu, í Jökulfjörðum og á Arnarfirði. Einnig hefur verið gengið á fjörur. Brak fannst úr Gullfaxa við Sandeyri, en björgunarbátur úr Ei- ríki Finnssyni fannst nærri Ytra - Skarði. Á Arnarfirði hefur fundist brak allt frá Auðkúlu að Gljúfurá. Rækjukassa hefur einnig rekið á þessum slóðum. M.b. Halldór Sigurðsson var mjög hætt kominn í veðrinu á mánudaginn, er hann lagðist á hliðina í einni stormhviðunni og sjór komst í stýrishús bátsins. Byggja 41 íbiíð — Leigu og söluíbúðir Framkvæmdanefnd leigu- íbúða á ísafirði hyggst á þessu ári og hinu næsta byggja 41 íbúð sem leigu- og söluíbúðir á ísafirði. Guðmundur H. Ingólfs- son, formaður framkvæmda- nefndarinnar hafði eftirfarandi um málið að segja í viðtali við Vestfirska fréttablaðið: Árið 1973, þegar lögin um 1000 leiguíbuðir sveitarfélaga voru sett, þá fór fram könnun meðal sveitar- félaga í landinu um hugsanlega þátttöku þeirra í byggingu slíkra íbúða. Könnunin leiddi í ljós. að sveitarfélögin álitu þörfina all- miklu meiri, þar sem 1452 um- sóknir bárust um þessar 1000 í- búðir. Vestfirðingar fengu í sinn hlut í fyrstu áætlun 211 íbúðir. Þar af voru ísafirði ætlaðar 64. Fram- kvæmdanefndin hefur þegar lokið við, eða hafið, byggingu 23ja í- búða og eru því eftir 41 íbúð af af hinni upphaflegu áaftlun. Teljið þið að markaður sé fyrir svo margar íbúðir, byggðar samkvæmt leiguíbúðalögunum hér á ísafirði? Já, það ætlum við. Sú könnun sem við höfum nú auglýst mun þó gefa endanlegt svar við þeirri spurningu. Samkvæmt áætlun, sem nefndin hefur þegar sam- þykkt, þá er hér um að ræða 16 íbúðir í tveggja hæða fjölbýlishús- um og 25 íbúðir í einnar og tveggja hæða raðhúsum. Við sækjum um að byggja 15 íbúðir í Holtahverfi, 7 íbúðir á Seljalandssvæði eða öðru hlið- stæðu og 19 íbúðir í Hnífsdal. Framhald á bls. 2 Það er óhætt að bregða fyrir sig málfari fþróttafréttamanna dagblaðanna og segja að landsliðsmennirnir Árni Þór Árnason og Ásdís Alfreðsdóttir hafi unnið „verðskuldaðan sigur” á Þorramótinu 16. og 17. febrúar s.l. Sjá frásögn á bls. 3.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.