Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 3
S5 vestfirska TTABLADID Bókasafn - Menningarmiðstöð Þegar komið er inn á hæjar og héraðsbókasafnið á ísafirði dettur manni helst í hug orðið menning- armiðstöð. Út um allt sitja börn niður- sokkin í lestur blaða eða bóka og virðast búin að gleyma stund og stað. Að sögn Elínar Magnfreðsdótt- ur starfsmanns safnsins mæta krakkarnir kl. 2 þegar safnið er opnað og sitja sum til kl. 4 en þá fer rúta inn í Fjörð. önnur sitja til 5. fara þá í laugina og koma svo aftur upp eftir það. Menntskæl- ingar vinna að ritgerðum. leita heimilda o.þ.h. og á fimmtudög um kl. 10:30-11:30 mæta svo yngstu börnin þau 3-6 ára í Sögu- stundina en hún er í umsjá Sig- rúnar Magnúsdóttur bókavarðar sem vinnur á safninu. Sigrún les sögur fyrir börnin og sýnir myndir og stundum eru spil- aðar plötur. Börnin teikna svo atriði úr sögunum eða það sem þeim dettur í hug og eru þessar myndir til sýnis í anddyri safns- ins. Að sögn Elínar eru þessar stundir mjög vel sóttar og fara vel fram. Aðsókn að safninu í heild er mjög mikil og hefur komið fyrir að þar eru staddir 50 manns í einu. þegar mest aðsókn er. Útlán síðasta árs samsvaraði því að hver bæjarbúi fengi 16.6 bækur lánað- ar yfir árið. (Landsmeðaltal). En það eru ekki bara bækur sem lánaðar eru út. Fyrir blinda og sjónskerta eru til svokallaðar hljóðbækur þ.e. kasettur með sög- um á og pantar safnið frá hljóð- bókasafni í Rvk.eftir óskum fólks. Grafíkmyndir eru einnig til út- láns á bókasafnsskírteinin. Eru það myndir sem fengnar eru frá Norræna húsinu og getur fólk hengt upp í stofum sínum myndir sem það skilar svo þegar það er orðið leitt á myndinni. í bígerð er að koma upp hljómplötu og ka- settusafni sem notað verður til útlána. Á bókasafninu er geymt myndaplötusafn Björns Pálsson- ar. M. Símsons og filmur Jóns A. Bjarnasonar. Ef fólk langar að fá gamlar myndir sem teknar voru af þessurn mönnum getur það fengið filmuna lánaða til koper- ingar. Er þarna um mikinn fjár- sjóð heimilda að ræða. Skjalasafn héraðsins er til húsa á bókasafninu. Þar er að finna kirkjubækur (míkrófilmur) alls landsins frá átjándu öld fram til 1950 svo og dónia og skiptabækur sýslunnar. Ef fólk langar að for- vitnast um ættir sínar er hægt að feltta upp í þessum bókum og forvitnast unt langalangafana og ömmurnar. Enn er ótalinn einn þáttur í starfsemi bókasafnsins. en það er starfræksla sýningarsalarins sem bókavörður við útlán bóka er inn af bókasalnum. Þar hafa hangið á veggjum sýningar eftir ýmsa listamenn. Þó salurinn sé ekki stór rúmast ágætlega í hon- um. Jóhann Hinrikssön bóka- vörður. forstöðumaður safnsins sagði að í lögum safnsins stæði að það skuli sjá um slíka starfsemi. Nokkrum sinnum hefur verið höfð samvinna við M.I. um að fá listamenn t.d. þegar Ólafur Kvar- an listfræðingur kom með sýn- ingu á verkum Gunnlaugs Sche- vings s.l. haust. Eftir áramót voru baháíarmeð kynningu á trú sinni í myndum og máli í salnum en nú stendur yfir sýning á verkum Sig- rúnar Eldjárn. Sigrún er 26 ára og lauk prófi frá Myndlistar og Handiðaskóla íslands. vorið 1977. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og hald- ið eina einkasýningu. Á sýning- unni eru 20 myndir og eru þær allar til sölu. Á eftir Sigrúnu er von á öðrurn grafíklistamanni. Ingiberg Magnússyni en hann er 36 ára gamall og útskrifaðist úr M.H.f. 1970. Hann hefur haldið 2 einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann starfar sem menntaskólakennari. í vor er svo væntaleg þriðji grafíklistamaðurinn. Ingunn Ey- dal 38 ára gömul. lauk prófi úr grafíkdeild MHÍ 1976 og stundar nú kennslu við santa skóla. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Aðsókn á sýningar hefur verið ágæt. Safngestir líta gjarnan þar við um leið og þeir fá sér bækur og ekki spillir það að oft er spiluð músík í salnum til að auka áhrif myndanna. Er það ekki eitthvað þessu líkt sem kalla má menningarmiðstöð? E.Þ. Jóhann Hinriksson, Styrktarfélag vangefinna: Hyggst hefja byggingu á þessu Bæjarstjórn ísafjarðar úthlutaði nýlega Styrktarfélagi vangefinna á Vestfjörðum byggingarlóð inn- an við Seljalandshverfi á ísafirði. Jafnframt var fallið frá úthlutun lóðar. sem áður hafði verið ætluð félaginu austan Ulfsárá ísafirði. Byrjað er að teikna mannvirki á lóðina og eru arkítektar bræð- urnir Vilhjálmur og Helgi Hjálm- arssynir. Reykjavík. Það er ætlun ári stjórnar. að framkvæmdir á lóð- inni verði hafnar á þessu ári og skakkar þá einu ári frá því. sem upphaflega var fyrirhugað að hefja framkvæmdir 1979. Hinn 1. janúar síðast liðinn tóku gildi ný lög um aðstoð við þroskahefta. Eru Vestfirðir eitt átta starfssvæða á íslandi með tilliti til aðstoðar við vangefna. Skal starfa hér fimm manna svæðisstjórn og er hún þannig skipuð: Magnús Reynir Guð- mundsson. bæjarritari á ísafirði og Guðmundur Kristjánsson. bæjarstjóri i Bolungarvík. til- nefndir af Fjórðungssambandi Vestfirðinga og skipaðir af ráð- herra félagsmála. frú Evalía Sig- urgeirsdóttir. húsfrú í Bolungar- vík. tilnefnd af Styrktarfélagi van- gefinna á Vestfjörðum. skipuð af ráðherra. auk fræðslustjóra. séra Sigurðar K.G. Sigurðssonar og héraðslæknis. Þar með er það komið i hendur ríksisins að koma AI^IF= SPORTBÁTAR Nýtt á íslenskum markaði — Þrautreynt merki á markaði í Evrópu og Ameríku Vélbátar og seglbátar í öllum stærðum . 3 FASTEIGNA VIÐSKIPTI Bakkavegur 23, glæsilegt, nýlegt einbýlishús úr timbri. 147 fm. ásamt bíl- skúr og frágenginni lóð. Vitastígur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Pólgata 4, falleg 2ja her- bergja íbúð á 3. hæð. Laus í lok maí. Mjallargata 6, norðurendi, 2x45-50 fm. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og bað. Niðri er eldhús ostofa. 56 fm. hlaöinn bílskúr fylg- ir. Eignin er laus um miðjan júní. Hafraholt 28, rúmlega fok- helt raðhús. Holtabrún 16, Bolungarvík, 4ra herbergja íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Traðarland 4, Bolungarvík, byggingarframkvæmdir að 143 fm. einbýlishúsi. Sökkl- ar eru steyptir og grunnur uppfylltur. Talsvert af timbri fylgir. Einnig geta allar teikningar fylgt. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 Sr. Gunnar Björnsson, for- maður Styrktarfél. vangefina. á fót þeim stofnunum. sem þroskaheftir þurfa á að halda. Af kostnaði vegna reksturs þeirra greiðir ríkissjóður 85'í. en sveitar- sjóðir 15'f. Framkvæmdir eru fjármagnaðar af sjóði. er nefnist Framkvæmdasjóður. Tekjur hans eru fyrst og fremst tillag ríkis- sjóðs. a.m.k. I000 milljónir ár- lega. og hækkar í hlutfalli við verðlagsvísitölu. Félaginu hafa borist margar rausnarlegar gjafir að undan- förnu. Á árinu I979 bárust þessar gjafir: Lionshreyfingin á Vest- fjörðum kr. ’ 3.659.721.00: Kvennadeild Slysavarnafélagsins Sæljóss á Flateyri kr. 100.000.00: Kvenfélag Mosvallahrepps kr. 10.000.00: Kvénfélagið Vonin á Þingeyri kr. 103.000.00: Ögur- hreppur kr. 20.000.00: Ónefndur kr. 100.000.00: Áheit kr. 15.000.00: Lionsklúbbur ísa- fjarðar kr. 500.000.00 og frá Vig- ursyskinum til minningar um for- eldra þeirra. Björgu Björnsdóttur og Bjarna Sigurðsson. skuldabréf að innlausnarverði l. janúar kr. 1.020.217.00. Það sem af er þessu ári hafa eftirtaldar gjafir borist félaginu: Kvenfélag ísafjarðarkirkju kr. Framlwld á bl.s. 9

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.