Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 9
vestfirska I
rp.ETTABLADID
Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður:
Búum betur að
björgunarsveitunum
Nokkrir rækjusjómenn
hafa komiö á máli viö Vest-
firska fréttablaðið og vakið at-
hygli á pistli Sigurdórs Sigur-
dórssonar, blaðamanns, sem
fluttur var í útvarpsþættinum í
vikulokin fyrir nokkru. Þykir
blaðinu full ástæða til að birta
þennan pistil í heild.
..Fyrir nokkrum vikum síðan
átti sér stað tvöfalt flugslys uppi á
Mosfellsheiði. Björgunarsveitir
brugðu við hart og framkvæmdu
á stuttum tíma við erfiðar aðstæð-
ur björgun fólksins. sem í slysinu
lenti. Næstu daga eftir slysið kom
fram hörð gagnrýni úr ýmsum
áttum á störf björgunarsveitanna
og kom þá í Ijós að tækjaskortur
hverskonar er þeirra aðalvanda-
mál og að björgunarsveitirnar eru
ekki þannig búnar tækjum að
sómasamlegt geti talist.
í síðasta mánuði átti sér stað
sjóslys á Vestfjörðum og Slysa-
varnarfelag íslands sendi björg-
unarsveitir á vettvang til leitar að
þremur bátum. Aftur kom fram
gagnrýni á störf björgunarsveit-
anna og byggðist hún fyrst og
fremst á skorti á viðunandi tækj-
um til leitar við erfið skilyrði og
eins á stjórn leitarinnar.
Því kemur það upp í hugann
hvernig á því stendur að björgun-
arsveitir okkar eru svo illa búnar
tækjum sem raun ber vitni. Svör-
in. sem björgunarsveitirnar gefa
eru þau að fé skorti til tækja-
kaupa. Slysavarnarfélag tslands.
Hjálparsveit skáta og Flugbjörg-
unarsveitin eru allt sveitir áhuga-
manna. sem leggja það á sig í
frístundum að halda uppi ströng-
um æfingum til þess að vera við-
búnir þegar á þarf að halda. Sam-
fara því að halda sérr i æfingu til
þessara erfiðu starfa. þarf þetta
fólk að standa í fjáraflastarfsemi
svo hægt sé að reka sveitirnar. Og
þá vaknar sú spurning hvernig á
því stendur að skilningur ráða-
manna þessarar þjóðar. —þá á ég
við fjármálavaldið— er.svo lítill á
því að efla björgunarsveitirnar
sem frekast er kostur að jafnvel
blánauðsynlegustu tæki eins og
snjósleðar. svo dæmi séu nefnd.
eru í lúxustollflokki. í sjálfu sér er
það kannske aukaatriði hvort
þetta tæki eða hitt er í háum eða
lágum tollflokki. Aðalatriði máls-
ins er að ríkisvaldið á að sjá til
þess beinlínis að sveitirnar skorti
ekki fé til nauðsynlegra tækja-
kaupa og útbúnaðar þannig að
ekki vanti upp á að sveitirnar séu
eins vel búnar tækjum og tólum
og frekast er kostur. Þá segir
kannske einhver: ..Enn einn að
biðja um fé úr hinum snauða
ríkissjóði" Ég hygg að úr þeim
ágæta sjóði sé miklu fé ver varið
en ef það rynni til tækjakaupa
fyrir björgunarsveitir landsins.
Til gamans má nefna eitt lítið
dæmi um hvernig peningum er
eytt úr ríkissjóði. Fyrir nokkru var
skipt uni ríkisstjórn a Islandi. Frá
völdum fór starfsstjorn Alþýðu-
flokksins og við tók ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen. Ráðherr-
arnir úr starfssjórn Alþýðuflokks-
ins fá ráðherralaun í þrjá mánuði
Hópferðir
Hópferðabflar,
48 manna, 25 manna og 21
manns.
Leigubíll 5 farþega.
Sendibílaþjónusta.
Þórdís Guðmundsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Seljalandsvegi 76
Sími3666
eftir að þeir láta af störfum. sem
er fullkomlega samkvæmt regl-
um. og þetta fá ráðherrar allra
ríkisstjórna eftir að þeir fara frá
völdum. Þessir sex ráðherrar úr
starfsstjórn Alþýðuflokksins fá
Sigurdór Sigurdórsson, blaða-
maður.
eitthvað I kringum 25 milljónir
króna í laun þessa þrjá mánuði
eftir að þeir hætta í ríkisstjórn.
Fimm af þessurn sex hafa jafn-
framt full þingmannslaun. þar
sem þeir eru alþingismenn. Þarna
er semsagt um 25 milljónir að
ræða. en þær segja sjálfsagt ekki
stórt varðandi tækjakaup til
björgunarsveita. en kæmu þó
sennilega að miklu gagni fyrir
hinar vanbúnu björgunarsveitir.
Ég nefni þetta aðeins sem dæmi
um hvernig hægt væri að verja
peningum úr ríkissjóði betur en
gert er oft á tíðum.
Einnig mætti spyrja hversvegna
Slysavarnarfélag íslands. sem hef-
ur sérhæft sig í björgun á sjó. er
ekki hreinlega látið hafa ákveðna
prósentu af óskiptum afla fiski-
skipa ellegar þá af útflutnings-
verömæti sjávarafurða Þeir
menn. sem draga fisk úr sjó við
íslandsstrendur eiga ekki svo lítið
undir því að SVFI sé sem allra
best í stakka búið. og hvað ætli
þau séu orðin mörg mannslífin.
sem félagar í SVÍ hafa bjargað
um dagana?
Viö vitum öll hve íslendingar
eru háðir fluginu. Viö erum al-
gjörlega háð því ef við ætlum til
annarra landa og þáttur þess I
samgöngum innanlands er gífur-
lega mikill. Um eða yfir 90', af
útflutningi okkar er fiskur eða
fiskafurðir. Þetta sýnir okkur vel
hve háð við erum sjónum og
fiskveiðum. Hvernig getur þjóðin
þá látiö það viðgangast að þeir
aðilar. sem fórna bæði tíma og
peningum af áhuga einum saman
til að bjarga mannslífum úr sjáv-
arháska eða eftir flugslys. og
raunar í öllum tilfellum ef slys
ber að höndum. séu svo vanbúnir
tækjum. að þeir þurfi að sæta
gagnrýni fyrir störf sín hvenær
sem slys ber að höndum. Svari
þessu nú liver fyrir sig.
Starfsmenn
óskast í
eftirtalin störf
1. Tveir menn f rörasteypu
2. Tveir samhentir menn við steypustöð
3. Bílstjóri með meirapróf
4. Trésmiður, eða laghentur maður,
til afgreiðslustarfa o.fl.
]
Upplýsingar veitir
Þórður Jónsson,
sími 3472 og 3941
GRÆIMIGAROUIt HF.
GRÆNAGARÐI - ISAFIRDI - SÍMI 3472
Datsuri 180 B 1978.
Upplýsingar í síma 3557
Til sölu
Volkswagen Passat LS
árg. 1974. Ekinn 100 þús.
km.
GÓÐUR BlLL.
Upplýsingar gefur Óskar
Kárason
Fjarðarstræti 21, isafirði.
Til sölu
AR-14 hátalarar, 2x100 wött
Upplýsingar í síma 3203
Datsun diesel 220 C. Ár-
gerð 1979, ekinn 20 þús.
km.
Upplýsingar í síma 4213.
ATVINNA
Vélvirkinn s/f óskar að ráða skrifstofu-
mann. Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Viljum einnig ráða járniðnaðarmenn.
Upplýsingar gefur
Víðir í síma 7348
og 7272.
Vélvirkinn s/f
Bolungarvík
Einbýlishús
ásamt eignarlóð
að Sundstræti 37, ísafirði er til sölu.
Upplýsingar í síma 3726 og 3126.
Svanbjörn Tryggvason
Múrari
getur bætt við sig verkefnum.Föst verð-
tilboð — Vönduð vinna.
Upplýsingar í síma 3888
Tilboð óskast
í húseignina Seljalandsveg 30, ísafirði,
sem er einbýlishús á þremur hæðum.
Bílgeymsla er í húsinu.
Réttur er áskilinn til þess að taka hvaða
tilboði sem er, eða hafna öllum.
Allar upplýsingar
veitir Pétur Geir
Helgason, í síma
96-52153 eða 96-52154
TIL SÖLU
FORDBRONCO
árgerð 1974.
Topp klæddur,
upphækkaður
á breiðum
dekkjum.
GOTT VERÐ
IIPPI VSINGAR í SÍMA 3929
Til sölu
Moskwich árgerð 1972.
Einnig Yamaha rafmagns-
orgel með trommuheila og
fótbassa.
Upplýsingar gefur Samúel
Einarsson í síma 3035.
Til sölu
Notað sófasett á mjög
góðu verði.
Vil kaupa rafmagnshitakút,
200 til 400 lítra.
Upplýsingar í síma 3678