Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Qupperneq 10

Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Qupperneq 10
10 Til þessa verkefnis duga ekki smápeningar Ég skrifa þessa litlu grein til að minna lesendur þessa blaðs á skuld sem við íslendingar eigum ógoldna. Hún er ekki bókfærð í Seðlabankanum eða Alþjóða- bankanum en þrátt fyrir það er þetta stærri skuld en aðrar skuldir okkar. Þessi stóra. vangoldna skuld er við þá kynslóð sem nú hefur lokið æfistarfi sínu. Þá kynslóð sem nú lifir æfikvöld sitt. Það hefur verið talinn mæli- kvarði á siðferðisástand þjóða. hvernig búið er að öldruðu fólki. Þegar við íslendingar tölum um aðbúnað aldraðra hér á íslandi. þá verðum við að miða við það efnahagsástand sem ríkir í þjóð- félaginu á hverjum tíma. Viðmið- un okkar er það ríkidæmi sem við búum við nú. Og við verðum líka að hafa hliðsjón af því. í hvað peningar okkar fara að öðru leyti. Ef þetta allt er haft í huga. kemur í Ijós að við höfum búið afar illa að öldruðu fólki. bæði hvað varðar almennan lífeyri og þó miklu fremur þegar um er að ræða hina félagslegu aðstöðu aldraðra á æfikvöldi sínu. Það kemur sem sagt í Ijós að málefni aldraðra hafa setið á hakanum. HINN ENDI ÆFINNAR Þessa fullyrðingu má rökstyðja á ýmsa lund. Við gætum tekið dæmi um það hvernig búið er að æskunni í landinu og svo hvernig er búið að öldruðu fólki. Við gerum nánast allt fyrir æskuna sem hægt er að kaupa fyrir pen- inga. Úr sameiginlegum sjóði okkar byggjum við skólahús fyrir börn og unglinga eftir þörfum og við höfum á launum nær ótak- markaðan fjölda starfsfólks til að troða í börning og veita þeim alla hugsanlega þjónustu. Þegar kem- ur hinsvegar að hinum enda æf- innar þá er allt skorð við nögl. að er ekki byggt nema brot af því húsnæði sam aldraðir þurfa á að halda og þær stéttir sem sjá um aðhlynningu aldraðra eru svo fá- mennar að mestöll orka þeirra fer í það að sjá um allra brýnustu frumþarfir þessa aldrshóps. Ég tek þetta dæmi vegna þess að það er svo einstaklega Ijóst. en ekki vegna þes að lagt sé til að við Hrafn Sæmundsson prentari, höfundur greinarinnar förum að skipta á aðbúnaði unga fólksins og þess aldraða. En við bárum. og berum. því miður ekki gæfu til að leggja þessi málefni að jöfnu og gera þeim jafnt undir höfði. eina uppsláttarritið Hver er hvar? Hver selur hvað. Hver framleiðir þetta og hver flytur inn hitt? Bókin „íslensk fyrirtæki", eina upp- sláttarrit sinnar tegundar hérlendis, er með rétta svarið á réttum stað. Þú finnur m.a.: • Starfssvið fyrirtækja • Umboð • Þjónustu • Framleiðanda • Innflytjanda • Útflytjanda • Smásala • Starfssvið ráðuneyta og embættismenn þeirra • Stjórnir félaga og samtaka • Sveitarstjórnarmenn • Sendiráð og ræðismenn hérlendis og erlendis Allar upplýsingar um íslenskt viðskipta- og athafnalíf. Fyrirtæki, stofnanir eða félög, viðskipta og þjónustuskrá, um- boðaskrá o.m.fl. er að finna í íslenskum * fyrirtækjum. Þú finnur líka: • Nafn • Heimilisfang • Simanúmer • Pósthólf • Nafnnúmer • Söluskattsnúmer • Símnefni • Telex • Stofnár • Stjórn • Starfsmenn/starfsmannafjölda • O.fl. Útgefandi: FRJALST FRAMTAK Ármúla 18 - Sfmi 82300 og 82302 TILFÆRSLA OG SKIPULAGSBREYTING Þeir sem hugsa um þessi mál. af raunsæi. gera sér grein fyrir því að ef haldið verður áfram á sömu braut og hingað til. verða málefni aldraðra aldrei leyst. Þrátt fyrirþá fjármuni sem nú fara til þessa málaflokks. gera þeir ekki meira en að halda í horfinu. Þetta þýðir að með sama áframhaldi verða þessi mál aldrei leyst. Með sama áframhaldi munu aldraðir búa við óbreytt ástand um aldur og æfi. Þessar staðreyndir eru ekki glæsilegur vitnisburður um eina ríkustu þjóð heims. Eins og áður sagði er um tvo aðalþætti í málefnum aldraðra að ræða. Annrsvegar er almennur lífeyrir. Hinsvegar félagslegur að- búnaður. Um lífeyrinn er það að segja. að sæmilega hugsandi stjórnvöld gætu auðveldlega hækkað hann að því marki að allt aldrað fólk byggi við góða af- komu. Þetta gæti auðveldlega gerst með tilfærslu á fjárlögum og skipulagsbreytingu lífeyrissjóð- anna. Þarna er ekki um neitt annað að ræða en vilja þeirra sem stjórna þjóðfélaginu og ýmsum stórum einingum innan þess. Þeg- ar kemur að hinni félagslegu hlið málsins. þá verður hinsvegar ann- að uppi á teningnum. Hin félags- lega hlið verður aldrei leyst með því að klípa af fjárlögum eða ganga með söfnunarbauka milli húsa. Þetta mál verður að leysa með nýrri skattlagningu á þjóðina alla. í ÖRSTUTTU MÁLI Þarna er um að ræða skattlagn- ingu til að gjalda þá skuld sem ég minntist á í upphafi. í flestum eða öllum sveitarfélögum er verið að vinna í þessum málum. Og mest af þeirri vinnu stefnir í rétta átt að meira eða minna leyti. Það eru þó stóru gamalmennaheimilin sem hvíla eins og dökkur skuggi á þjóðinni. Þessi gamalmenna- heimili eru staðset á þéttbýlis- kjörnunum. eða í nágrenni þeirra. og þangað er safnað öldruðu fólki hvaðanæfa að og það sett í geymslu. Þetta er gert samkvæmt fornum fyrirmyndum um munað- arleysingjahæli. Allar þjóðir sem eru að vinna að málefnum aldr- aðra af alvöru og á mannúðlegan hátt. eru að leggja elliheimili. sem geymslustofnanir. niður. Þess í stað eru smærri einingar að taka við. Talið er að jákvæðasta þró- unin fyrir aldrað fólk sé þessi í örstuttu máli: Aldrað fólk á að vera sem allra lengst I nágrenni ættingja sinna. Aldrað fólk á að fá ó- 'mælda heimilishjúkrun og aðra aðstoð í heimahúsum. Aldrað fólk á að fá ótakmark- aðan aðgang að dagvistun og lík- amsrækt eftir nýjustu tækni á því sviði. Aldrað fólk á skilyrðislaust að fá húsæði við hæfi inni í íbúðarhverfum. þegar aðstæður krefjast þess. Og aldrað fólk má aldrei fara á stofnun fyrr en allt um þrýtur og þá eingöngu á sjúkrastofnanir og þær stofnanir verður að manna miklu betur en nú er gert. hvað varðr félagslegan og andlegan aðbúnað dvalargesta. KRONURNAR OKKAR Þetta eru grundvallaratriði í sambandi við umönnun aldraðra. Þessu til viðbótar koma svo ótalmargir hlutir aðrir. aðallega viðvíkjandi viðhorfum og almennri umgengni aldrað fólk. Eins og hver maður getur séð. þá duga ekki smápeningar til þessa verkefnis. Hér er um að ræða verkefni sem tæki milljarðatugi af krónunum okkar. En þegar við fáum höfuðverkinn við að hugsa um þessa peninga. þá skulum við hafa það í huga aö við erum aðeins að greiða skuldir okkr. Og alveg sérstaklega á þetta við um það aldraða fólk sem nú er að Ijúka ferli sínum. Það er þetta fólk sem hefur byggt upp þjóðfélagið okkar nieð mikilli Frantlwld á bls. 4

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.