Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Side 11
vestlirska
rRETTABLADlD
11
Sterndrive
utanborösdrif
fást tilbúin
til ásetningar
á hvaöa vél
sem er.
Gallerí Oddi
Sjómannaverkfallið
Framhaldaf bls. 1
þaö. Það má kannske bæta því
viö. að menn eru að tala um að
þeir liafi unnið ..fyrstu lotuna í
fjölmiðlastríðinu". en við .teljum
ekki að fjölmiðlar séu réttur vett-
vangur til að leysa deilur af þessu
tagi. Þeir neita að ræða við okkur
en í staðinn ætla þeir að fara að
berjast við okkur í fjölmiðlum. Ef
þeir koma af stað einhverju fjöl-
miðlastríði. þá verður það ekki til
annars en að auka hörkuna og
minnka líkindin á samkomulagi.
VENJA AÐ SEMJA I HÉRAÐI
—Eru einhverjar líkur á að
samið verði í bráð?
—Það er erfitt að svara þessari
spurningu meðan engir sáttafund-
ir hafa verið haldnir. en ég er ekki
í nokkrum vafa um það. að sam-
komulag næst. ef mennirnir vilja
tala við okkur beint en ekki i
gegnum einhvern annan aðila
suður í Reykjavík. Það hefur ver-
iö venja hér fyrir vestan að semja
beint við útgerðarmenn og það
hefur aldrei komið til neinna á-
taka hér. stöðvana eða verkfalla í
mörg ár.
—Munuö þiö þá ekki ræða við
LÍÚ?
—Það hefur ekki veriö tekin
afstaða til þess ennþá. Við getum
nú kannske ekki beint neilað að
ræða við þá. en eins og ég segi.
teljum við það vænlegast til ár-
angurs að semja beint.
ÚTVEGSMENN EIGA NÆSTA
LEIK
— Lausn þessarar vinnudeilu
eru undir útvegsmönnum konin.
hélt Gunnar áfram. spurningin er
bara: hvenær vilja þeir koma og
tala við okkur. Þeir hljóta að eiga
næsta leik í þessari stöðu. því að
meðan þeir gefa þá skýru og skor-
iriorðu yfirlýsingu að þeir vilji
ekkert við okkur tala. þá eigum
við náttúrulega ekki neinn leik.
Og hvað á félag eins og Sjó-
mannafélag ísfirðinga að gera
þegar það fær andsvör eins og við
fengum á síðasta samningafundi?
Hvað getur það gert annað en
farið í verkfall? Við getum ekki
einfaldlega fellt niður allar kröfur
og hætt viö allt saman. Ég vil líka
að það komi skýrt fram. að það er
ekki Sjómannafélag ísafjarðar.
sem er að semja í þessu máli. það
er Alþýðusamband Vestfjarða.
Þetta eru sameiginlegar kröfur
sjómannafélaganna á Vestfjörð-
um. Það er haft eftir formanni
sjómannafélgsins á Súgandafirði í
Morgunblaðinu í dag (21 mars).
að Súgfirðingar hafi ekki vitað
um þetta verkfall fyrr en eftir á og
að ekki hafi verið leitað samstöðu
um aðgerðir. Súgfirðingar sátu
hér þrjá samningafundi. sem aðil-
ar að þessum kjarasamningum.
og einnig sátu þeir kjaramálaráð-
stefnu. þar sem þeim var öllum
lilkynnt að við værum búnir að
boða verkfall. Þeim var fullljóst
um það alltsaman.
Að lokum sagði Gunnar Þórð-
arson:
—Kjarni þessa máls er sá. að
það eru öll félög með lausa samn-
inga. Þaö eina sem við gerum er
að fara fyrstir af stað til að fá nýja
samninga. Þaö er ekkert eölilegra
en að menn vilji samninga og rói
ekki upp á eitthvaö. sem ekki er
einu sinni til.
BÍLAR
Audi 100 LS 75 3.800
Austin mini 77 2.400
Cortina 1600 L 77 3.500
Ch. Nova Cuslom 78 6.300
Dastun 220C Diesei 77 5.500
Datsun 200 L 74 3.300
Fiat 128 79 4.000
Fiat 132 GL 78 5.200
Fiat 131 78 4.200
Ford Escort 75 2.100
Ford Fairmont 78 6.000
Mercury Comet 74 3.100
Mercury Comet 73 2.000
Mazda 818 74 2.000
Mazda 616 73 1.900
Plymoth Volare 76
Plymouth Valiant 74 3.000
Peugot504 75 3.800
Subaru 4x4 78 4.500
Subaru 4x4 77 3.500
Saab 99 70 1.300
Toyota MK II 72 1.500
JEPPAR
Bronco 74 3.000
Bronco 73 3.800
Blazer 74 4.000
Blazer 74 5.000
bAtar
Sport Flsherman með Volvo Penta
vél, 4.500.000.
Laser seglbátur, nýr, 1.000.000.
Flugfiskur
18 feta
Bátarnir frá
Flugfiski eru seld-
ir á því byggingar-
stigi, sem kaupend-
ur óska eftir.
Snemma í janúar réð stjórn
íshúsfélags ísfirðinga tvo ís-
firska myndlistarmenn til að
vinna að myndskreytingum á
stigagang nýbyggingar fyrir-
tækisins við Eyrargötu á ísa-
firði. Myndlistarmennirnir eru
Pétur Guðmundsson en hann
lauk prófi frá Myndlista og
Handiðaskóla íslands, kenn-
aradeild, 1975 og hefur haldið
nokkur oámskeið við Kvöld-
skólann á Isafirði í teiknun og
málun og Hörður Kristjánsson
sem einnig hefur stundað nám
við Myndlista og handiðískól-
ann en er nú við nám í Ijós-
myndun.
Blaðamaður hafði samband við
Pétur og spurði hann urn verkið
og framvindu þess. Pétur sagði að
þeir félagar hefðu unnið alla daga
frá því i janúar. frá kl. 8-5 á
daginn og hygðust Ijúka verkinu
einhvern tíma i apríl. Þeirn var
uppálagt að taka punkta úr sögu
fyrirtækisins og mála myndir
tengdar henni. Fyrst teiknuðu
þeir og lituðu litlar myndir sem
þeir stækka síðan og mála á stór
spjöld. Algengt er að myndirnar
séu 2x Wi ni að stærð. Myndirn-
ar eru hvorki meira né minna en
37 talsins allar tengdar sjávarút-
vegi og fiskvinnslu fyrr og nú. svo
og myndir af húsakosti Ishúsfé-
lagsins gegnum árin.
Pétur Guðmundsson. Ljósm. Jón Hermannsson.
ÍFflSTÉÍGNAS
j VIÐSKIPTI j
j Hafnargata 99 Bolungar- ■
I vík, 3 herb., gamalt einbýl- !
I ishús, mikið til uppgert að |
| innan. Rafmagnskynding. |
| Meðfylgjandi hjallur. Laust I
I strax.
| Traðarstígur 11, Bolungar- J
■ vík. Gamalt hús með stórri ■
| lóö. Hagstætt verð.
j Miðtún 27, 2 herb. ca. 53 J
I ferm. íbúð á jarðhæð. Mjög !
■ snotur íbúð. Afhendist ■
I strax.
I Sundstræti 14, 4 herb. ca. I
J 85 ferm. íbúð á 2. hæð, J
j norðurenda. Afhending í !
■ endaðan apríl.
I Skólastígur 22, Bolungar- I
I vík. 140 ferm. parhús. 5 I
j herb. og eldhús. 4 svefn- J
! herb. á efri hæð og bað. !
■ Neðri hæð stofa, eldhús, ■
I wc, hol, búr, þvottahús. Allt |
| sér. Stór bílskúr.
J Fjarðarstræti 57. 104 ferm. J
■ 3ja herbergja íbúð í fjölbýl- ■
I ishúsi. íbúðin er nýlega |
| standsett og hagkvæm í |
I rekstri.
| Urðarvegur 56, grunnur að |
I raðhúsi. Komnir eru sökkl- I
I ar, milliveggur og plata að I
J hluta.
j Hef fjársterkan kaupanda j
! að einbýlishúsi eða góðri j
■ sérhæö, helst nærri mið- g
I bænum.
J Tryggvi |
j Guðmundsson, J
| LÖGFRÆÐINGUR
I Hafnarstræti 1, sími 3940 I
I Isafirði I
I byggingarnefnd eiga sæti:
Guðmundur Kristjánsson.
Bolungarvík. Kristján J. Jónsson.
ísafirði og Kristinn Jón Jónsson.
ísafirði.
(Fréttatilkynning)
Bílasala Daöa
BÍLA- OG SPORTBÁTASALA
Sími 3806 — ísafirði
Styrktarfélag vangefinna
Framhald af bls. 3
100.000.00; Kvenfélagið lllíf á
ísafirði kr. 500.000.00: Frá þrenr-
ur ungum þiltum. Árna Marías-
syni. Birki Helgasyni og Rúnari
Karlssyni. ágóði af hlutaveltu kr.
7.120.00 og frá þremur öðrum
piltum. þeim Þóri. Óskari og
Daníel Jakobssonunr. ágóði af
hlutaveltu kr. 1.610.00.
Samtals nema ofantaldar gjafir
kr. 6.136.668.00.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn að hótel Flókalundi í
Vatnsfirði laugardaginn I4. júní
198 og eru áhugamenn um nrál-
efni félagsins hvattir til að sækja
hann.
í stjórn félagsins eru: Séra
Gunnar Björnsson í Bolungarvík.
fornr.. Ragnheiður Þóra Gríms-
dóttir. ísafirði. ritari. Ólafía Ara-
dóttir. ísafirði. gjaldkeri. Krist-
jana M. Ólafsdóttir. ísafirði og
Páll Jóhannesson. Bæjum.
{ varastjórn eiga sæti: Kristján
J. Jónsson. hafnsögumaður á ísa-
firði. Elías H. Guðmundsson.
stöðvarstjóri í Bol.vík og Eval-
lía Sigurgeirsdóttir. Bolungarvík.
SKEMMTIBÁTAR
Flugfiskur 22ja feta
Hörður Kristjánsson.
Ljósm. Jón Hermannsson
upp eftir að komin eru 37 mál-
verk á veggi hans og eiga þau
eflaust eftir að verða starfsfólki
hússins gleðiefni.
Listamennirnir hafa liaft
vinnuaðstöðu í herbergi á fjórðu
hæð Ishúsfélagsins og hefur það
fengið nafnið Gallerí Oddi en
eins og flestir vita stendur ný-
byggingin á sama stað og húsið
Oddi stóð áður.
EÞ
Pétur sagði að þeir félagar
reyndu að hafa myndirnar ein-
faldar í formi og kátar á að líta.
litirnir væru sterkir og hreinir.
Pétur og Hörður tóku að sér verk-
ið i heild, þeir smíðuðu sjálfir
flekana sem þeir niála myndirnar
á og þeir eiga sjálfir að koma
myndununi upp á veggina.
Ekki er að efa að stigagangur-
inn í íshúsfélaginu lítur mikið