Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 2
vestfirska nSTTMLjjD I vestfirslia ~1 FRETTABLADID Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Eðvarð T.Jónsson Prentun: Prentstofan fsrún hf.Jsafirði Skuggalega horfir nú í fisksölumálum lands- manna. Hér er ekki um að ræða tímabundnar verðsveiflur, eins og við höfum oft kynnst áður. Málið er miklu alvarlegra en svo. Hér er um það að ræða, að afurðir okkar seljast miklu tregar en áður og stórir markaðir, eins og t.a.m. Bretland, eru að lokast, eða hafa gjörsamlega lokast fyrir íslenskar afurðir. Orsakirnar eru, eins og Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans hf. bendir á í viðtali í Vestfirska fréttablaðinu í dag, ýmsir samverkandi þættir, harðnandi sam- keppni á helstu mörkuðum okkar og ekki síst minnkandi kaupgeta fólks í viðskiptalöndum okkar. Það má til sanns vegar færa, að efnahagslíf þjóðar, sem á allt sitt undir fiskinum í sjónum, standi á brauðfótum, og í víðara samhengi að efnahagur Vesturlanda, sem eiga gengi sitt undir olíu og geðþótta OPEC-ríkjanna, sé byggður á sandi. En með þessu er ekki nema hálf sagan sögð. Hinn beiski sannleikur er sá, að með vaxandi velmegun í hinum vestræna heimi, hafa menn misst sjónar á eðlilegum tilgangi auðsköpunar- innar. Það er augljóst og yfirlýst markmið sið- menntaðra þjóða, að aukna auðsæld skuli nota til að bæta mannlífið, gera það fegurra og um fram allt réttlátara. Syrtir r I álinn En auðlegðin hefur ekki gefið daglegu lífi Vesturlandamannsins neitt æðra gildi, né gert það á nokkurn hátt fegurra. Þvert á móti hefur efnishyggjan, sem æfinlega hefur siglt hraðbyri í kjölfar hennar, afskræmt líf manna, aukið byrðar þeirra og andlega áþján. I þeim frjálsu löndum, þar sem auðsældin er hvað mest, t.a.m. í okkar litla landi, logar af og til allt í sundrung og úlfúð. Markmið auðsins hefur einfaldlega orðið meiri auður. Slíkt markmið er framandi öllum gildum, sem Vesturlandabúinn í orði kveðnu heldur í heiðri. Það er ósamboðið mannlegri virðingu og stöðug ógnun við mannlegt frelsi. Eitt af því fáa, sem stjórnmálamenn hafa getað komið sér saman um, er að efnahagskerfi hins vestræna heims sé sjúkt. Sumir telja jafnvel að það liggi banaleguna. Augljósasta einkenni þessa sjúkdóms er verðbólgan. Annað er hið kaldranalega viðhorf efnishyggjunnar, að það sem maðurinn á, sé mikilvægara en það sem maðurinn er. Nútímamaðurinn lifir í tæknivæddri veröld og einhvernveginn gengur hann út frá því sem vísu, að hægt sé að lækna meinsemdina eftir tæknileg- um leiðum, með því að leggja á hana ýmiskonar bakstra — gengisfellingu, nýkrónu, meiri ríkisaf- skipti, minni ríkisafskipti, frjálsan markað o.s.frv. í það óendanlega. Hann lítur alltaf framhjá þeirri einföldu staðreynd, að meinsemdin liggur í hugarfari hans, viðhorfum og viðmiðunum. Hún stafar blátt áfram af hófleysi hans, gengdarlausri ásælni og óheiðarleika.. Engum blandast hugur um að við íslendingar og raunar heimurinn allur stendur andspænis miklum vanda og sá vandi stafar ekki eingöngu af óhagstæðum ytri skilyrðum. Engum blandast lengur hugur um að breyting hlýtur á að verða. Þó ekki væri nema vegna þess, að lengra verður ekki haldið í sömu átt. Það er fásinna að ætla, að sú breyting verði sársaukalaus eða að menn geti tekið til óspilltra málanna við nýtt lífsgæðakapphlaup, þegar hún er afstaðin. Von- andi bera þjóðir heims gæfu til að hefjast handa um það af alvöru að byggja upp réttlátan heim, þar sem menn geta lifað í sátt og samlyndi hverjir við aðra og við sjálfa sig. etj.- STUÐNINGSMENN ALBERTS OG BRYNHILDAR leggja áherslu á eftirfarandi meginatriði í kosn- ingabaráttunni: Við kjósum Albert Guðmundsson vegna ár- angursríkrar baráttu fyrir velferð þeirra, er minna mega sín í þjóðfélagi okkar. Við kjósum Albert Guðmundsson vegna þess að hann er farsæll talsmaður atorku og framtaks, og mun því verða sérstakur talsmaður atvinnu- veganna í landinu. Við kjósum Albert Guðmundsson, vegna þess að þau hjónin eru traustir fulltrúar almennings í landinu hvar sem þau fara. Við kjósum Albert Guðmundsson vegna þess að hann er reyndur að því að fylgja sannfæringu sinni og sannfæringu fram í öllum málum. Við kjósum Albert Guðmundsson vegna þess að enginn áhrifamaður í íslensku þjóðlífi ber með meiri reisn sæmdarheitið maður fólksins \ land- inu. Áhrifamenn allra flokka og í flestum samtökum styðja kjör Alberts og Brynhildar. Kjör Alberts Guðmundssonar sem forseta og þar með seta þeirra hjóna að Bessastöðum er sómi íslands. FYLKJUM OKKUR UM ALBERT! STUÐNINGSMENN ALBERTS OG BRYNHILDAR Á VESTFJÖRÐUM Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við fráfall og útför Jónu Kristínar Guðjónsdóttur Hlíðarvegi 16, ísafirði Magnús Eiríksson Ásdís Magnúsdóttir, Halldór Sveinbjörnsson Helga Magnúsdóttir, Richard Wynveen Rósa Magnúsdóttir, Tryggvi Jónsson og barnabörn Frá Salemsöfnuðinum Áttu við vandamál að stríða. Við viljum hjálpa þér. Vertu velkomin(n) á samkomu í dag og á hverjum sunnudegi kl. 20.30. Eða hafðu samband við forstöðumann- inn Indriða Kristjánsson í síma 3461. HVÍTASUNNUMENN. Hárgreiðslan HILDUR auglýsir: Tek að mér klippingar, lagningar, blástur og litanir. Opið alla virka daga. Síma- pantanir í síma 3135 milli kl. 11-12 f.h. Margrét Gestsdóttir Sundstræti 26 Fram- kvæmda- hugur... Framhald af bls. 8 Tveir bátar hafa verið á hörpu- diskveiðum og komust þeir upp í átta tonn á dag samtals. Þrír bátar eru nú byrjaðir á úthafsrækju og einn þeirra landaði í síðustu viku, alls 20 tonnum. Unnið er að alhliða byggingar- framkvæmdum á Bíldudal. Rækjuverið er nú orðið fokhelt, en þar er um að ræða þreföldun á því húsnæði rækjuverksmiðjunn- ar sem fyrir var. Smíði þessa húss hófst í vetur, en nú er þar unnið að niðursetningu á tækjum og öðru. Nokkur íbúðarhús eru í smíð- um og byrjað hefur verið á 4ra íbúða bíokk á vegum fram- kvæmdanefndar um byggingu leiguíbúða. Þegar var búið að byggja 6 íbúða blokk á vegum nefndarinnar og gerður hefur ver- ið grunnur undir stækkun á því húsnæði upp í 10 íbúðir. Þá er unnið að því að skipta um jarðveg í götum, en í sumar á að undirbúa lagningu varanlegs slit- lags á göturnar. Jafnframt er unn- ið af fuilum krafti við höfnina, en þar er verið að steypa plan ofan á þá framlengingu hafnarinnar, sem gerð var á síðasta ári. etý- TILSÖLU Til sölu Ford Escord árg. 1973 í góðu standi. Segulband og snjódekk fylgja. Einnig til sölu Kenwood sterotæki. Upplýsingar í síma 4171 kl. 7-8 á kvöldin. TEIKNIBORÐ Óska eftir að kaupa teikniborð. Upplýsingar í síma 3526 BfLL TIL SÖLU Fiat 128, rally, er til sölu, selst í því ástandi sem hann er í. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 3062 TIL SÖLU Bifreiðin f-236, sem er Volvo 244 DL, árg. 1976, er til sölu strax. Skipti á minni og ódýrari bíl koma vel til greina. Upplýsingar í sfma 3119

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.