Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 6
I vestfirska I rRETTABLAOIS Frá Menntaskólanum á ísafirði Ellefta starfsár Menntaskólans á fsa- firði hefst með skólasetningu í sam- komusal skólans á Torfnesi, sunnudag- inn 7. september kl. 16:00 Þess er vænst að allir nemendur skói- ans komi á þá athöfn. Aðstandendur eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. SKÓLAMEISTARI Byggingarvinna Óskum að ráða menn tii byggingar- vinnu. Einnig vantar tvo samhenta menn í rörasteypu. Ákvæðisvinna — frjáls vinnutími. GRÆNIGARÐUR HF. ísafirði — Sími 3472 Kaupfélag ísfirðinga auglýsir eftir afgreiðslufólki 1. ÚTIBÚIÐ VIÐ HLÍÐARVEG 2. AÐALBÚÐIN VIÐ AUSTURVEG Upplýsingar hjá deildarstjórum á við- komandi stöðum og á skrifstofunni í síma 3266 ^ KAUPFÉLAG ÍSFIRÐIIGA Atvinna Óskum að ráða starfsfólk í saltfisk- og rækjuvinnslu. Upplýsingar í síma 3867 og 3603 RÆKJUVERKSMIÐJAN HF. HNÍFSDAL Aðalfundur V.N. í Reykjanesi Aðalfundur vestfirskra náttúru- verndarsamtaka 1980 verður haldinn að Héraðsskólanum f Reykjanesi við Fsafjarðardjúp nú um helgina og hefst á laug- ardag 30. ágúst kl. 14:00. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Páll Hersteinsson dýrafræðingur flytja erindi um íslenska refinn í máli og mynd- um. Einnig flytur Yngvi Þor- steinsson magister erindi um gróður og landgæði á Islandi og sýnir jafnframt litskyggnur. Sunnudaginn 31. ágúst kl. 10:00 verður efnt til ferðar um innanvert ísafjarðardjúp og gengið um Kaldalón. Kunnugir heimamenn verða með í förinni til leiðsagnar. I Héraðsskólanum í Reykja- nesi er hægt að fá mat og gistingu við sanngjörnu verði. Þar er einnig útisundlaug og því tilvalið að taka alla fjöl- skylduna með á fundinn. Rútuferð verður frá ísafirði um kl. 18:00 á föstudag en allar nánari upplýsingar eru að fá hjá stjórn V.N. Láru G. Odds- dóttir - sími 3580, Oddi Péturs- syni - sími 3398, Sigríði J. Ragnar - sími 3761, Asgeir Sig- ursðsyni - sími 3485. Stjórn V.N. hvetur alla fé- lagsmenn sína til að sækja að- alfund félagsins og kynnast um leið sérstæðri náttúrufegurð Isafjarðardjúps. Jafnframt vill hún taka fram að allir áhuga- menn um náttúruvernd eru vel- komnir á fundinn og til þátt- töku í ferðinni. IÐNSKÓLINN ÍSAFIRÐI auglýsir: Innritað verður til 2. sept. n.k. á eftir- taldar námsbrautir: 1. Iðnskóladeild 2. Vélskóladeild 3. Frumgreinadeildir tækniskóla 4. Stýrimannadeild 5. Tækniteiknaradeild Ath.: Skólinn verður settur í húsakynn- um skólans þriðjudaginn 9. sept. n.k. kl. 10. Frekari upplýsingar í síma 3815 og 3278 á kvöldin. SKÓLASTJÓRI. Dræm aðsókn aðMennta skólanum Aðsóknin að Menntaskólan- um á Isafirði er heldur í dræm- ara lagi, einkum frá sumum nágrannabyggðarlögunum, en hefur þó glæðst nokkuð seinnipart sumars, að sögn Björns Teitssonar, skólameist- ara. Milli 35-40 nemendur verða í 1. bekk M.í. í vetur. Tveir nýir kennarar koma að skólanum, Eiríkur Þorláksson sem kennir ensku í fullu starfi, og Geirfinnur Jónsson, sem kennir eðlisfræði og stærðfræði í hluta- starfi. Menntaskólinn verður sett- ur sunnudaginn 7. sept. kl. 16. í sal heimavistarinnar. 57 leigu og sölu- íbúðir í uppsiglingu I ítarlegu yfirliti, sem Sigurð- ur E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, flutti um lánveit- ingar Húsnæðismálastjórnar í Vestfirðingafjórðungi á síðasta ári og það sem af er þessu ári, kom m.a. fram, að 57 leigu- og söluíbúðir eru nú í uppsiglingu í byggðarlögunum í fjórðungn- um. Sigurður sagði, að byggingalán til Vestfjarða á tímabilinu l. jan. til l. sept. næmu alls 3ll,8 millj. kr., en G-lán til kaupa á eldri íbúðum nema 119.2 millj. kr., sem skiptast milli 45 íbúða. Alls eru þetta 431 millj. kr. og á sú upp- hæð eftir að hækka verulega. Á síðasta ári var alls lánað 976.2 millj. kr. til 14 byggðarlaga í fjórðungnum. Þar af námu lán til nýbygginga 879.3 millj., en G-lán 96.9 millj., sem skiptust á milli 62 eldri íbúða. í yfirlitinu kom einnig fram að Byggingarsjóður verkamanna lán- aði á síðasta ári aðeins til bygg- inga tveggja íbúða á Bíldudal, samtals 1.3 millj. kr. Til nýbygginga íbúða, sem koma í stað heilsuspillandi hús- næðis (C-lán), voru á síðasta ári lánaðar alls 6 millj., sem skiptust jafnt milli einnar íbúðar í Fells- hreppi í Strandasýslu og einnar í Súða vík. LEIGU— OG SÖLUlBÚÐIR Þá rakti Sigurður stöðuna í leigu- og söluíbúðarmálum á Vestfjörðum. Fram kom að nú er nær lokið byggingu 8 íbúða fjöl- býlishúss við Flnífsdalsbraut og lokið er byggingu 3 íbúða raðhúss við Garðaveg. Á Isafirði er hafinn undirbúningur að byggingu 16 í- búða í 2 fjölbýlishúsum og 11 íbúða í 2 raðhúsum. Samtals er hér um að ræða 858.156 millj. kr. lánveitingu. f Súðavík eru að hefjast undir- búningsframkvæmdir við bygg- ingu 8 íbúða fjölbýlishúss og und- irbúningur er þegar hafinn við byggingu 5 íbúða í raðhúsi í Bol- ungarvík. Á Suðureyri er langt komið byggingu 8 íbúða fjölbýlis- húss og á Flateyri er nær lokið byggingu 6 íbúða í fjölbýlishúsi við Hjallaveg 9. etj.- ísafjarðarkanpstaðor Leikskólinn ísafirði Óskar eftir starfsmanni í 1/2 starf, fyrir hádegi. Upplýsingar á Leikskólanum, Hlíðarvegi 13, og í síma 3185 fyrir hádegi. FORSTÖÐUMENN

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.