Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 2
2 I vestfirska ~1 FRETTABLAÐIÐ Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. '18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 Það er sannast mála, að lífæð atvinnulífs á Vestfjörðum liggur um hraðfrystiiðnaðinn. Til marks um mikilvægi hins vestfirska frystiiðnaðar fyrir þjóðarbúið er rétt að geta þess, að héðan úr fjórðungnum kemur um 25% framleiðsluverð- mætis allra frystra sjávarafurða, sem framleiddar eru á landinu í heild. Þegar litið er til þess, að Vestfirðingar eru aðeins um 6% af íbúum lands- ins, má glöggt sjá hvert kapp er lagt á þennan atvinnurekstur hér um slóðir. Svo sem kunnugt er safnaðist fyrir í birgða- geymslum verulegt magn af framleiðslu frysti- húsanna á fyrri hluta þessa árs. Mikil fram- leibsla, ásamt sölutregðu á mörkuðum í Banda- ríkjunum og á Bretlandi urðu þessa valdandi. Að undanförnu hafa freðfiskbirgðir minnkað. Stöðv- un húsanna í júlímánuði og örar afskipanir hafa lagað birgðastöðuna. Sala hefur gengið þokka- lega síðustu vikur. Þrátt fyrir þetta er staða frystiiðnaðarins nú mjög erfið. Verðhækkanir hafa ekki orðið á mörkuðunum nú um nokkuð langt skeið og það sem verra er, að nokkur verðlækkun varð á fiskblokk á Bandaríkjamarkaði um síðustu ára- mót. Sú staðreynd blasir við nú, að velgengnin í rekstri frystihúsanna, sem undanfarin ár hefur að verulegu leyti byggst á hækkandi söluverði af- urðanna er um þessar mundir ekki fyrir hendi. Það er augljóst, að kostnaðarhækkanir inn- lendar, svo sem launahækkun í september, fisk- verðshækkun, sem koma átti til framkvæmda 1. október og launahækkanir, sem vafalaust verður samið um í yfirstandandi samningalotu, olíu- verðhækkanir og síaukin vaxtabyrði hlýtur að auka á vanda frystiiðnaðarins. Enda er nú svo komið að á næstu vikum eða mánuðum mun koma til greiðsluþrots hjá þeim, að óbreyttu. Hvernig ráðum við bótá vanda frystihúsanna? Algengasta aðferð stjórnvalda, þegar svona stendur á er að grípa til gengisfellingar. Sú leið ber venjulega árangur um nokkurn tíma, en með hinu sjálfvirka víxlhækkanakerfi, sem komið hef- ur verið á er sýnt að það hlýtur að vera skammgóður vermir. Verði sú leið valin mun sama ástand vafalaust skapast aftur að fáum mánuðum liðnum. vestíirska FRETTABLAÐIfl Sífellt er unnið að því að auka framlegð í þessum iðnaði, en það virðist ekki gerast nógu hratt til þess að vega upp á móti vaxandi vanda við reksturinn. Enginn efast um hæfni þeirra manna, sem standa fyrir fiskiðnaði, a.m.k. hér um slóðir. Það gengur kraftaverki næst, að sjávarútvegur og fiskiðnaður, sem flestar aðrar þjóðir reka með stórfelldum styrkjum af al- mannafé, skuli hér á landi standa undir rekstri þjóðarbúsins að langmenstu leyti. Hitt er annað mál, að svo sem nú horfir, þá er vafasamt að slíkt geti gengið öllu lengur. Eftir því sem útgerðarkostnaður eykst, og fiskverð og framleiðslukostnaður hækkkar, því meiri verður vandi fyrirtækja í fiskiðnaði og sjávarútvegi. Gengissig og gengisfellingar duga skammt til að mæta þeirri þróun. Harðnandi samkeppni um sölu afurðanna gefur engar vonir um hækkandi verðlag. Vöruvöndun verður að vera þeirra svar við samkeppninni og vaxandi framleiðsla við lágmarkskostnaði hlýtur að verða þeirra bitrasta vopn í sókninni til betri afkomu. Til þess að árangur megi nást í þessari baráttu verða að koma til aðrar og varanlegri aðgerðir af hálfu stjórnvalda, en hingað til hefur verið beitt. Mér er nær að halda að við Vestfirðingar eigum ekki í önnur hús að venda ef illa fer fyrir fiskiðnaðinum. Sama gildir um þjóðina í heild. Áratugurinn 1970 — 1980 hefur verið gjöfull. Ýmsum mikilvægum markmiðum hefur verið náð og ber þar langhæst að íslendingar- náðu yfirráðum yfir fiskimiðunum umhverfis landið. Þá hefur með rannsóknum og skynsamlegum veiðitakmörkunum verið stigið stórt skref til verndunar og uppbyggingar fiskistofnanna. En ef við berum ekki gæfu til þess að búa svo að útveginum og fiskiðnaðinum að þessar greinar geti haldið áfram að dafna, þá hefur verið til lítils barist. Smáauglýsingar TIL SÖLU Austin Allegro árg. 1977. Ek- inn 36 þús. km. I góðu á- standi. Upplýsingar í síma 3632 TIL SÖLU Volkswagen microbus árgerð 1972. Upplýsingar í síma 3817 TIL SÖLU Ný Rafha rafmagnshitatúpa, 18 kW. Upplýsingar í síma 7280 eftir kl. 19:00 Einnig er til sölu kerra fyrir fólksbfl TIL SÖLU Er 4ra herbergja fbúð að Eyr- argötu 8. Upplýsingar í síma 4114 eftir kl. 19:00 TIL SÖLU 1-98 Volvo 244 GL árgerð 1975. Útvarp, kassettutæki, ný dekk. Baldur Ólafsson, sími 3710 A.A. FUNDIR Kl. 9 á þriðjudagskvöldum, safnaðarheimilinu, uppi í Gúttó. Opið á sama stað milli 2 og 4 á sunnudögum, sími 3171. A.A. deildin. TILSÖLU Til sölu er létt bifhjól (Puch Maxi) árgerð 1979. Lítur mjög vel út. Nánari upplýsingar í síma 94- 3630 milli kl. 7-8 á kvöldin. TIL SÖLU Bifreiðin f-2117, Toyota Cor- olla, árgerð 1973, skemmd eftir árekstur. Lágt verð. Upplýsingar í síma 3157 Hjálparbeiðni Oft vill það verða hlutverk okkar sóknarpresta að ganga f forbón fyrir þá, sem hafa orðið illa úti af einhverjum ástæðum. Nú stendur þannig á að kalla þarf til fjölmennt lið og því birtast þessar línur hér fyrir almennings augum. Fyrir þremur árum slasaðist ungur maður, Þorleifur K. Krist- mundsson í bílslysi hér inni í Djúpi. Afleiðingar þess slys binda Þorleif við hjólastól, því hann er lamaður neðan við hendur. Tryggingar sjá við margri þörf en ekki öllum. Nú er Þorleifur að brjótast í því að eignast faratæki og nokkrir vina hans vilja styðja hann í því og telja, að fleiri vildu Ijá þessu máli lið. Því heíur Hjálparsjóður Isafjarðarkirkju opnað gíróreikning í því skyni að taka á móti styrktarframlögum til Þorleifs. Allt það fé er safnast á þennan reikning í októbermánuði rennur til hans. Reikningsnúmer- ið er 70001-0 og áritunin: Hjálp- arsjóður Isafjarðarkirkju, v/ Þor- leifs K. Kristmundssonar, 400 Isa- fjörður. Hér með er skorað á alla velunnara Þorleifs að leggja hon- um lið með fjárframlagi, svo hann öðlist það frelsi að geta borið sig um borg og bý, sem flestum okkar hinna þykir svo sjálfsagður hlutur. Jakob Hjálmarsson, sóknarprestur. 11 ferðir vikulega Framhald af bls. 1 dögum, fimmtudögum, föstudög- um og sunnudögum. I október og fram í miðjan nóvember verður brottför úr Reykjavík kl. 16.30, en í svartasta skammdeginu flyst brottfarartíminn fram til kl. 13.15. Eins og fyrr segir er alls um að ræða 11 ferðir á viku. Flogið verður sex sinnum í viku til Akureyrar eins og í sumar, þ.e. alla daga nema sunnudaga. Brott- för frá Akureyri verður kl. 9.30 til að byrja með en flyst síðan fram til kl. 10.15 í skammdeginu. etj- Hvurskonar kartafla er þetta? Garðávextír geta stundum tekið upp á því að bregða sér í ýmissa kvikinda Ifki, eins og þessi mynd sýnir. Þetta er reyndar kartafla og hún í vænna lagi. Þetta undarlega jarðepli kom upp úr garðlnum hjá Kristjánl Frlðbjörnssyni f Hnífsdal, þegar hann var að huga að kartöfluuppskerunni hjá sér nú fyrir nokkru. UPPSALIR ísafirði DISKOTEK föstudagskvöld kl. 10-2 ★ BG — FLOKKURINN laugardagskvöld kl. 10-2 SPARIKLÆÐNAÐUR UPPSALIR hið f ullkomna tvöfalda einangrunargler helstu yfirburðirtvöfaldrar límingar 1) Margfalt meiri þétttelki gagnvart raka. 2) Minni kuklaleiðni, þar sam rúður og k>ttrumsli*ti (Allistinn) liggja ekki saman. 3) Meira þol gagnvart vindálagi. GLERBORG HF --------------------------------- ísafjarðarumboð — Jón M. Gunnarsson Hjallavegi 21 Sími 3939

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.