Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 6
Umferðarfræðsla forskóladeilda í fyrradag fóru 6 ára börn úr forskólanum á ísafirði í göngu- ferð um bæinn í fylgd með kennurum sfnum, þeim Hlíf Guðmundsdóttur, Aðalbjörgu Sigurðardóttur og Sigríði St. Axelsdóttur. 1 forskólanum eru tvær deildir og 26-27 börn f hvorri deiid. Það vakti athygli, að börnin voru í „umferðar- vestum,“ en það eru vesti með umferðarmerkinu, sem er við skóla og leikvelli, og endur- skinsmerki. Þessi vesti voru gefin af kvennadeild Slysa- varnarfélagsins í fyrravor. Til- gangurinn með gönguferðinni var m.a. að kenna börnunum að ganga rétt yfir götu, stansa fyrir umferð o.s.frv. F gær töl- uðu kennararnir við börnin um endurskinsmerkin og notkun þeirra og í samtali við Vest- firska sagði Hlíf Guðmunds- dóttir, að kennararnir vonuðust til að öll börnin væru komin með endurskinsmerki eftir 2-3 daga. Blaðið tekur eindregið undir þessa ósk kennaranna og hvetur alla foreldra að brýna fyrir börnum sínum mikilvægi þess að bera endurskinsmerki nú þegar degi tekur óðum að halla. Ernir mun kaupa Éf ’ a 15% af kaupverðinu. Bæjarráð fl t I I 9 I ■ I hefur lagt til að orðið verði við % y 9 9 £M. _fl__ 9 MvflL ■ 9 þessu erindi. enda verði Framhald á bls. 5 vestfirska FRETTABLADIS Kennarar þinga að Nupi Kennarasamband Vestfjarða hélt árlegt haustþing sitt að Núpi dagana 25.-27. sept. sl. Dagskrá þingsins var tvíþætt: annarsvegar almennur fræðslufundur sambandsins og hinsvegar aðalfundur þess. Níu námsstjórar mættu á þing- ið á föstudag. Hallur Páll Jóns- son, annar ritari þingsins, sagði í samtali við Vestfirska, að fundarsókn hefði verið mjög góð og voru um 90 manns á þinginu þegar flest var. Þingið var sett kl. 2 e.h. á fimmtudag og þvínæst hófust um- ræður um samþættingu og þema- nám og hafði Hörður Bemann. námssjóri, framsögu. Þá fjallaði Jón Baldvin Hannesson um sam- þættingu í gagnfræðaskólanum á ísafirði, en síðan unnu kennarar í vinnuhópum og ræddu um sam- þættinguna. Um kvöldið flutti Óskar Halldórsson, lektor. fyrir- lestur um framsögn og Ijóða- lestur. 9 NÁMSSTJÓRAR Til þessa haustþings kennara- sambandsins komu námstjórar í eftirtöldum greinum: erlendum tungumálum, íslensku, kristin- fræði, heimilisfræði, mynd- og handmennt, samfélagsfræði, stærðfræði, líffræði og eðlis- og Framhald á bls. 5 Frá kennaraþinginu Pétur áfram forseti Nú mun nokkurnveginn af- ráðið, að Flugfélagið Ernir h.f. á ísafirði festi kaup á nýrri flugvél af gerðinni Cessna Tit- an. Hörður Guðmundsson sagði í viðtali við Vestfirska sl. þriðjudag, að enn væri verið að ganga frá formsatriðum varð- andi kaupin á vélinni og ef þau yrðu ekki að ásteytingarsteini mætti reikna með þvf að flug- vélin kæmi hingað í byrjun desember frá framleiðendum í Bandaríkjunum. Kaupverð vélarinnar er um 250 milljón kr. og óskaði Ernir h.f. eftir bæjarábyrgð, sem nemi 10- Alþýðusamband Vestfjarða hélt 24. þing sitt í Flókalundi fyrir skömmu. Pétur Sigurðs- son, sem endurkjörinn var for- seti ASV, sagði í viðtali við Vestfirska, að þetta þing hefði að allra dómi verið mjög mál- efnalegt og mikil samstaða komið fram hjá fulltrúum. Væri þessi samstaða sérstaklega á- nægjuleg í Ijósi þeirra atburða sem gerðust snemma á þessu ári í sambandi við sjómanna- verkfallið og þá deilu alla. Sagði Pétur, að þingfulltrúar hefðu verið einhuga um að ekki bæri að ýfa upp frekari ófrið um þau mál, heldur ættu allir aðilar að læra af því sem þar gerðist og taka mið af því í næstu átökum. Auk Péturs Sigurðssonar skipa þessir aðilar stjórn ASV: Karvel A.S.V. Pálmason, varaforseti, Guð- mundur Friðgeir Magnússon, rit- ari, Anna Helgadóttir, gjaldkeri og Hörður Snorrason, meðstjórn- andi. Anna Helgadóttir er fyrsta konan, sem sæti á í stjórn ASV, og kemur hún í stað Bjarna Gestssonar, sem baðst eindregið undan endurkjöri. f varastjórn eru Jónas Helgason, Guðmundur Einarsson og Gunnar Þórðarson. KAUPA FÉLAGSMIÐSTÖÐINA I áliti orlofsnefndar er lýst á- nægju með þá þróun sem orðið hefur á orlofssvæðinu í Flóka- lundi, þar sem öll mannvirki á staðnum eru komin í eigu verka- lýðsfélaganna. Beindi þingið þeim eindregnu tilmælum til stjórnar orlofsbyggðarinnar að hraða undirbúningi og fram- kvæmdum við byggingu næsta áfanga á orlofshúsasvæðinu, svo enn fleiri félögum gæfist kostur á aðild að sameigninni í Flóka- lundi. Þá samþykkti þingið að festa kaup á „Félagsmiðstöðinni" í Flókalundi og gerast þar með eignaraðili að heildarsameign- inni. Fól þingið stjórn sambands- ins að semja um kaupverðið að undangengnu rækilegu verðmati á eigninni og lagði til að hraðað yrði endurskipulagningu hússins með það fyrir augum að það nýttist sem best til hverskonar fræðslustarfsemi og fundarhalda en til orlofsdvalarleigu á öðrum tíma. L.L. í útvarpi eftir viku Æfingar eru hafnar af fullum krafti á leikriti Shutton Vane’s „Á útleið" hjá Litla Leik- klúbbnum á ísafirði. Eins og áður hefur verið frá skýrt er Oddur Björnsson leikstjóri. Æfingar á leikritinu fara fram í Iðnskólanum vegna þess, að skemmdarvargar höfðu mölvað allar rúður í Selinu í Hnífsdal og þarf að glerja allt húsið aftur. Litli Leikklúbburinn vill vekja athygli Isfirðinga á því að út- varpsleikritið „Djöflakriki”, sem tekið var upp í Selinu með félög- um úr L.L. verður flutt í Ríkisút- varpinu fimmtudaginn 9. október næstkomandi. Landslags- arkitekt Á fundi Garðyrkjufélags Isa- fjarðar, sem haldinn var s.l. mánudagskvöld kom fram að ís- firðingar eiga kost á að fá hingað landlagsarkitekt, sem mun teikna upp og skipuleggja lóðir þeirra, sem áhuga hafa á þessari þjón- ustu. Fólk er beðið að snúa sér hið bráðasta til Rannveigar Hjaltadóttur, Seljalandsvegi 71, sími 3803, en hún mun veita allar nánari upplýsingar. ísfirðingar eru beðnir að athuga að þetta e£ ekki bundið við félaga í Garð- yrkjufélagi Isafjarðar. Flugvél af sömu gerð og Ernlr h.f. hyggst kaupa © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Þegar þið lóðið þá notið ELTO — lóðbyssur og lóðbolta MARGAR GERÐIR ERU NÚ TIL HJÁ OKKUR — það er lóðið —

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.