Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 2
2 Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 Rækjuveiðar — slysavarnir. Síðastliðinn föstudag hófust rækju- veiðar að nýju hér í ísafjarðardjúpi. Alls munu um 35 bátar stunda veiðarnar að þessu sinni, misjafnir að stærð og bún- aði, eins og gengur. Á undanförnum árum hefur þróunin orðið mjög í þá átt að stærri bátar hafa bæst við flotann, eða endurnýjast fyrir smærri og eldri skip. Nú munu fimm bátar yfir 30 lestir að stærð hafa fengið leyfi til veiða, en fyrir tveimur árum var það skilyrði að bátur væri undir því stærðarmarki, til þess að fá leyfi. öllum eru enn í fersku minni þau hörmulegu slys sem urðu þann 25. febr- úar s.l., er fjórir dugandi sjómenn á besta aldri fórust með bátum sínum. Atburðir sem þessir leiða hugi manna að því, hvernig best megi tryggja öryggi sæfar- enda, jafnvel þó um innfirði og flóa sé farið. Það er alkunna að veður hér á Djúpinu geta orðið með afbrigðum slæm, og sjóalög hættuleg. Kannske er besta slysavörnin, hvað viðvíkur bátum hér á Djúpinu sú, að stærri en um leið færri bátar stunduðu þessar veiðar, og skapa þeim um leið betri rekstrargrundvöll, sem er þessu að vísu óskylt mál. Á stundum sem þeim, þegar Ijóst er að slys hefur orðið, ríður á mestu að sam- starf og skipulag þeirra aðila sem að slysavarnamálum starfa sé sem best. Það hefur oftlega komið í Ijós, að stjórn á þessum málum væri best komið á einni hendi, jafnvel þó deildirnar, í viðkomandi plássi, væru fleiri. Enginn efast um góðan vilja þeirra sem fórna tíma sínum og leggja sig oft á tíðum í hættu til að bjarga öðrum. Það ætti að jafnaði að vera þeirra kappsmál að vel til takist þannig að starfið gangi sem farsæl- legast fyrir sig. Sameiginlegir hagsmunir Kaupstaðirnir tveir við utanvert ísa- fjarðardjúp, ísafjörður og Bolungarvík, eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta á mörgum sviðum, Samgöngulega séð, á sviði heilbrigðisþjónustu og viðskipta. Sem dæmi um það má nefna að leið Bolvíkinga á flugvöll liggur um ísafjarðar- kaupstað. Sama leið liggur frá báðum til aðalakvegakerfis landsins. Fjórðungs- sjúkrahúsið, sem staðsett er á ísafirði þjónar kaupstöðunum báðum, ásamt öðrum sveitarfélögum á norðanverðum VEStíirska rRETTAELABIS Vestfjörðum. Verslunarþjónustu sækja í- búar kaupstaðanna jöfnum höndum í hvorn þeirra sem er og allskyns viðgerða- og viðhaldsþjónusta er nýtt af íbúum beggja á hvorum staðnum sem er. Þegar þetta er talið, og um leið hugsað um hin miklu samskipti íbúa kaupstað- anna á sviði mennta, lista, íþrótta og allskyns félagsmála þá má augljóst vera að greiðar og hættulitlar samgöngur eru íbúum kaupstaðanna tveggja algjör nauðsyn. Hér á síðum blaðsins hefur að undan- förnu verið iðkað heldur undarlegt hnútu- kast milli formanns bæjarráðs Bolungar- víkur og vegamálastjóra vegna vegarins um Óshlíð. Hugmyndir hafa verið uppi um byggingu vegsvala á ýmsum stöðum við veginn til þess að auka öryggi vegfar- enda. Formaður bæjarráðs Bolungarvík- ur heldur því fram að Vegagerð ríkisins hafi gefið ákveðin fyrirheit um að hefja framkvæmdir við vegsvalir í haust, en vegamálastjóri segir að engin slík fyrir- heit hafi verið gefin. Stendur þar fullyrð- ing gegn fullyrðingu í samtölum blaðsins við þessa menn. I Hér verður ekki um það fjallað, hvers- vegna þetta stendur svo, en á hitt skal bent, að framkvæmdir sem verða mættu til þess að tryggja öryggi vegfarenda um Óshlíð eru mun alvarlegra mál en svo, að þær megi dragast á langinn, eða verða að þrætuepli sveitarstjórnarmanna og embættismanna. Þingmenn kjördæmis- ins ættu sem fyrst að beita sér fyrir því að farsæl lausn finnist og að unnið verði af heilindum að þessu öryggis- og hags- munamáli íbúa kaupstaðanna. Smáauglýsingar TIL SÖLU Sarner ace skíðl, 205 cm. með Hope bindingum og Caper skóm, form 350 nr. 11 ásamt stöfum. Sem nýtt. Gott verð. Upplýsingar í síma 4039 TIL SÖLU Eldhúsborð, kringlótt, 110 cm. og fimm kollar. Upplýsingar í síma 4090 TIL SÖLU er ný sambyggð lítil trésmíða- vél „Scheppach.“ Upplýsingar í síma 4113 TIL SÖLU: Mótatimbur, einnotað, ca 1500 m. 1x 6 tommu. Einnig rafmagnstafla fyrir vinnuskúr. Upplýsingar í síma 3139 á daginn TIL SÖLU: Isskápur, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 4026 eða 3574 TIL SÖLU Nýleg nagladekk, felgustærð 13 tommur. Upplýsingar í síma 7149 TIL SÖLU Oldsmobile Cutlass, árgerð 1974, sjálfskiptur, 8 cylindra. Verð ca. 3 millj. Fæst á góð- um greiðsluskilmálum. Upplýsingar í síma 7355 BARNAVAGN ÖSKAST til kaups. Einnig er til sölu sem nýr Roale kerruvagn og baðborð. Vinsamlegast hringið í síma 3889 fyrir hádegi eða eftir kl. 19:00 TILSÖLU: Phillips magnari og plötu- spilari, hvorttveggja lítið og nett. Selst ódýrt, saman eða sitt í hvoru lagi. Einnig 1 stk. 14 tommu sólað sumardekk og 1 vetrardekk af sömu stærð. Upplýsingar gefur Eggert í síma 3895 eða 3141. Vandar- högg Umsagnir fimm Vest- firðinga Sigríður Ragnar kennari: Mér fannst leikritið fáránlegt og lítið í því sem minnti á Jökul Jakobsson. Sumt þótti mér vel gert af leikenda hálfu og annað miður, en sem heild fannst mér sjónvarpsleikritið lítið áhugavert og heldur ómerkileg hrollvekja. Halla Sigurðardóttir, form. Litla Leikklúbbsins: Mér fannst leikritið gott. Það er sérstaks eðlis og gleymist ekki í bráð og það vekur ýmsar spurn- ingar. En satt að segja þótti mér Ijótleikinn í því vera dáiítið mik- ill. Leikritið var mjög vel unnið og leikstjórinn hefur þarna gert mjög góða hluti og leikararnir sömuleiðis. Hannes Friðriksson, form. Leik- félagsins Baldurs á Bíldudal: Leikritið olli mér geysilegum vonbrigðum. f fyrsta lagi finnst mér ég ekki kannast við Jökul Jakobsson í þessu verki. Leikar- arnir stóðu sig vel og ég vil taka það fram að mér finnst alltaf gaman að horfa á leikrit og það leikrit er ekki til, sem mér finnst leiðinlegt. En einhvernveginn komst ég aldrei inn í efnisþráð leiksins, skildi ekki hvað var verið að fara og svona leikrit eru ekki við mitt hæfi. Bjarni Pálsson, skólastjóri á Núpi: Ég sá obbann af þessu leikriti í sjónvarpinu og þótti það ómerki- legt. Mér virtist þetta vera hálf- gerð stæling á ýmsum erlendum óhugnaðarkvikmyndum, sem hér ganga. Ég hef séð önnur leikrit Jökuls Jakobssonar á sviði og þau eru gjörólík þessu. Sr. Gunnar Björnsson: Það sýnist fljótt á litið vera ákaflega rangsnúið og guðisvipt mannlíf, sem höfundur er að lýsa í Vandarhögg. En þar er talað í gátum og áhorfandinn kynnist í rauninni engri persónu leiksins að neinu ráði. Andrúmsloft Ibsens er þannig víðsfjarri í stofunni á bernskuheimili Lárusar Ijós- myndara. Ekkert er krufið til mergjar heldur aðeins tæpt á við- fangsefnunum. Kannske er ekki út í hött að ímynda sér, að hugs- anir um hlutverk og gerð kynj- anna, karls og konu, leiti á höf- und verks á borð við Vandarhögg einmitt nú á tímum þegar gömul skil á milli kynjanna eiga í vök að verjast og við erum um hríð kom- in óraveg í burtu frá afstöðu manna eins og Páls postula, sem hafði svo glöggar hugmyndir um þessi mál, að hann sagði m.a., að konan ,ætti að þegia í kirkjunni. Ég sá leikritið Rommí í Iðnó á dögunum og þar fannst mér koma í ljós glíma við þetta sí- stæða viðfangsefni, karl og konu, nema þar gerði höfundur karl- manninn mjög virkan og raunar skapandi en konuna aftur mikinn þolanda og andlag t verkinu. Það má segjá, að í Vandahöggi sé þessu að nokkru leyti snúið við og það er athyglisvert að Lárus Ijós- myndari er dagfarslega þessi prúði og góði drengur, en hann Framhald á bls. 3 Þurrkuð blóm í úrvali Blómabúðin ísafirði sími 4134

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.