Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 6
Minningarguðsþjónusta um sr. Sigurð Kristjánsson 4 i " Binni, vinsælasta sjónvarps- stjarnan um þessar mundir. Bfldudalur Gott Sóknarnefnd ísafjarðar og Sunnukórinn hafa áformað að mlnnast sr. Sigurðar Kristjáns- sonar í guðsþjónustu í fsa- fjarðarkirkju á Allraheilagra messu, sunnudaginn 2. nó- vember n.k. f guðsþjónustunni mun Sunnu- kórinn flytja nokkra sálma undir stjórn Jónasar Tómassonar, tón- skálds og tónlistarkennara, org- anisti kirkjunnar Kjartan Sigur- jónsson leikur á orgel kirkjunnar og sr. Gunnar Björnsson leikur á selló. Sr. Sigurður hafði ekki setið lengi í helgum steini eftir hálfs fjórða áratugar þjónustu í fsa- fjarðarprestakalli, þegar hann Sr. Sigurður Kristjánsson Sjónyarossending rofnaði enn s.l. föstudagskvöld — Mikill urgur í sjónvarpsnotendum Margur Vestfirðingurinn bölvaði hressilega, þegar hörkuspennandi föstudags- mynd sjóvarpsins datt skyndi- lega út skömmu eftir miðnætti nú fyrir helgina, meðan spenn- an var í hámarki. Það var kannske ekki að ófyrirsynju að menn tóku upp í sig, því að þetta er í þriðja sinn á tiltölu- lega skömmum tíma, að föstu- dagsmyndir sjónvarpsins detta út með þessum hætti, en það hefur kannske sjaldan verið eins átakanlegt og núna, því myndin mun hafa verið með þeim skástu, sem sjónvarpið hefur sýnt um langa hríð. Vestfirska hafði samband við tæknimenn Landssímans á fsa- firði, í Reykjavík og á Stykkis- hólmi og í ljós kom að ástæðan var rafmagnsbilun í hólminum. Þegar rafmagnið fer í Stykkis- hólmi sitja ekki aðeins Vestfirð- ingar uppi með sárt enni, heldur einnig sjónvarpsneytendur í Döl- unum og á Snæfellsnesi. Ingvar Breiðfjörð, umdæmis- stjóri Landssímans í Stykkis- hólmi, sagði tíðindamanni Vest- firska, að sér væri ekki kunnugt um hvað hefði valdið því að sjón- varpssending rofnaði á föstudegi 26. sept., því að þá hefði sending- in ekki rofnað í Hólminum. Ing- var þvertók fyrir að það hefði verið klukkan fræga í Stykkis- hólmi, sem slekkur sjálfkrafa á sendingu skömmu eftir miðnætti. —Þið eruð gjarnir á það Vest- firðingar, sagði hann, að kenna klukkunni hérna um þetta, en því var ekki til að dreifa í það sinn. Að vísu sló hún út einu sinni, einhverntíma i byrjun september, þegar nokkrar mínútur voru eftir af myndinni. Nú í langan tíma hefur sá háttur verið hafður á, að klukkan slær ekki út sendingu fyrr en kl. 1.30 eftir miðnætti föstudaga, laugardaga og sunnu- daga. Leó Ijósmyndastofa Skuttogari Bílddælinga, Sölvi Bjarnason, hefur verið í slipp og klössun að undan- förnu og var frá veiðum í fimm vikur. Um síðustu helgi kom hann úr róðri með dágóðan afla. Nóg hefur verið að gera í fiski á Bíldudal og unnið hefur vinna hvortveggja. Hjá Rækjuveri vinna nú að staðaldri 12-15 manns. Miklar byggingarframkvæmdir standa yfir á Bíldudal. Byrjað er að byggja 4 íbúðir við fjölbýlis- húsið þar og er kjallari og fyrsta hæð þessarar álmu þegar risin. atvinnuástand á Bíldudal andaðist 26. júlí sl. Sóknarnefnd- in og sunnukórinn vilja með þessu móti minnast og þakka samstarf og þjónustu hins dygga kennimanns og góða söngfélaga og stjórnarmanns Sunnukórsins. Við guðsþjónustu á Allraheilagra- messu hefur síðast liðin ár verið minnst þeirra, sem látist hafa á árinu og verður minning sr. Sig- urðar þannig tengd minningu þeirra fyrrverandi sóknarbarna hans, sem kvatt hafa síðan um síðustu Allraheilagra messu. Ekkju sr. Sigurðar, frú Margrét Hagalínsdóttur hefur verið boðið að vera við þessa athöfn með börnum sínum og hefur hún þekkst boðið. —Er ekki hægt að knýja stöð- ina með rafhlöðum eða einhverju slíku, þegar rafmagnsbilanir verða eins og núna á föstudaginn? —Það er útilokað. Hún þarf það mikið afl, allt að 10 kílówött. Hins vegar erum við, og þið sjálf- sagt líka, dálítið óhressir yfir því hvað rafveitan er sein á sér að útvega okkur straum aftur. Hún getur það á miklu skemmri tíma en það hefur tekið hana hingað til. Hér eru díselstöðvar sem hægt er að ræsa og keyra fyrir allan bæinn og sjónvarpið líka, en það er hreinlega ekki gert eða tekur allt of langan tíma. Þeir hjá raf- veitunni virðast þurfa að fá ein- hverjar skipanir að sunnan til að mega setja vélarnar í gang. Sá sem er á bakvakt hverju sinni gæti farið strax og ræst vélarnar. Að vísu hafa þeir sínar ástæður. Þeir þurfa að vita hvar bilunin er til að hægt sé að taka ákvörðun um að setja straum á kerfið. Við gerum okkur grein fyrir því hve mikið óhagræði er að þessu fyrir sjónvarpsnotendur. Stöðin hérna í Hólminum matar allt Snæfells- nesið, Dalina og Vestfirði. etj- Tálknafjörður: Mannekla háir fiskvinnslunni Atvinnuástand á Tálknafirði hefur verið gott í sumar og haust, en mannekla háir nú mjög fiskvinnslunni á staðn- um, að því er Jón Bjarnason hjá Hraðfrystihúsi Tálknafjarð- ar hf. tjáði Vestfirska. Skut- togarinn Tálknfirðingur hefur verið á karfaveiðum að undan- förnu og lagt upp töluvert magn af karfa, en um síðustu helgi kom hann úr þorskróðri með um 100 tonn. Enginn línu- bátur er gerður út frá Tálkna- firði f haust og eini aflinn, sem þar berst að landi, er af togara heimamanna. Mikill skortur er á vinnuafli í frystihúsinu, og þá einkum kven- fólki í vinnslusal, en reynt hefur verið að leysa þetta vandamál með því að fá leyfi fyrir 16-18 Ástralíustúlkum til starfa þar í vetur. -Við erum að bíða eftir leyfinu frá þessum snillingi, sem kallar sig félagsmálaráðherra, sagði Jón Bjarnason í samtali við blaðið. f bréfinu fræga, sem hann sendi samninganefndum ASf og Vinnu- veitenda nýlega og dró síðan til baka, var gert ráð fyrir því að farandverkafólk fengi frítt fæði, og menn geta rétt ímyndað sér hvernig það hefði komið út, þegar þetta verkafólk fær frítt húsnæði og ferðir sínar frá London greidd- ar í ofanálag. Húsnæði hér fyrir farandverkafólk er viðunandi. Enginn rækjubátur er gerður út frá Tálknafirði, en rækjubáturinn Sæhrímnir hefur lagt upp á Bíidudal. Nokkrir erfiðleikar hafa verið með útgerðina á bátnum vegna endurtekinna vélarbilana. etj- Sr. Gunnar og Jdnas Ingimundar- son leika saman hér og syðra Gunnar Björnsson, sellóleik- ari, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, munu halda hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði 7. nóvember n.k., í Bol- ungarvík 9. nóvember og í Nor- ræna húsinu viku síðar, 15. nóvember. Þeir munu síðan halda hljómleika á Akranesi 16. nóvember. Á efnisskránni verður sónata nr. 5 í E-moll eftir A. Vivaldi, einleiks- svíta nr. I í G-dúr fyrir einsamalt selló eftir J.S. Bach, sjö tilbrigði eftir Beethoven um stef Mozarts úr Töfraflautunni „Bei Mannern welche Liebe fuhlen“. Eftir hlé verða leikin tvö lög eftir sviss- neska tónskáldið Ernst Bloch úr tónverki, sem hann nefnir „Gyð- ingalíf". Lögin heita Bæn og Á- kall. Tónleikunum lýkur með sónötu ópus 38 í E-moll fyrirselló og píanó eftir J. Brahms. Sr. Gunnar Bjömsson rRETTABLAÐIÐ PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 SIEMENS .. gæðanna vegna SIEMENS er V. þýsk gæðavara, með áratuga reynslu í framleiðslu raftækja SIEMENS — eldavélar m/blástursofni og sjálfvirkum steikarrofa SIEMENS — þvottavélar, margar nýjungar SIEMENS — uppþvottavélar, fyrir 10-12 m. SIEMENS — handþeytarar m/grænmetiskvörn SIEMENS — ryksugur, 1000 w mótor SIEMENS — blástursofnar 2000 w. Merkið tryggir gæðin: SIEMENS verið að pökkun á skreið og saltfiski, endurbótum á frysti- húsinu o.fl. Skelvinnsla er haf- in í nýju húsnæði Rækjuvers h.f. sem verið er að taka í notkun núna þessa dagana. Þrír bátar stunda skelfiskveið- arnar og fóru þeir í fyrstu veiði- ferð sína fyrir síðustu helgi. Skel- fiskurinn er notaður til að brúa bilið, meðan ekki er veidd rækja, en að sögn heimildarmanns blaðsins á Bíldudal mun það koma í ljós þegar fram í sækir hvort hægt verður að vinna jafn- hliða rækju og skel í hinu nýja húsnæði, en þar er aðstaða til að Góðar vonir standa til að þessi álma verði gerð fokheld fyrir næstu áramót. Fjögur íbúðarhús eru nú í byggingu á Bíldudal. VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ: Auglýsinga- og áskrlftarsími 4011. Opið frá kl. 1-5 alla virka daga að Hafnarstræti 2. veitfírski I rRSTTABLADIS

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.