Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 3
I vestíirska FRETTABLACID 3 VILL EINBEITA SÉR AÐ LEIKRITUN —Þú hefur sjálfur skrifað leik- rit og einþáttunga. Ertu með eitt- hvað slíkt á döfinni núna? —Þegar ég starfaði við leikhús- ið á Akureyri vannst enginn tími til að skrifa. Ég þurfti að vera með allan hugann við stjórnun og þessháttar. Það er ætíð nokkur aðdragandi að því að skrifa leikrit af fullri lengd, þótt það sé kannske ekki endilega verið lengi að skrifa það. En ég hef fullan hug á að fara að einbeita mér að leikritun og hef ákveðnar hug- myndir, sem mig langar til að vinna úr. —Er Jóðlíf ekki vinsælasti ein- þáttungurinn þinn? stofnanir, sem vilja hafa áhrif á hugsmiðina. En oftast nær ætti það að vera til góðs, því að höf- undurinn á að standa fyrir sínu og það ættu að vera skilyrði fyrir jákvæðum árangri. Sjálfur var ég svo heppinn að starfa við Þjóð- leikhúsið í 10 ár. Sú reynsla er ómetanleg, en það eru ekki allir leikritahöfundar sem fá slíkt tækifæri til að alast upp í leikhús- inu. GRÓSKA í LEIKRITAGERÐ —Eru þessi íslensku leikrit framværileg sviðsverk? —Þau eru meira eða minna furðu góð. Það hafa komið fram höfundar á seinni árum, sem eru mjög frambærilegir, menn eins og erfið að því leyti að grundvöllur fyrir rekstri leikhússins var raun- verulega ekki fyrir hendi. Það kostar jafn mikið að halda uppi atvinnuleikhúsi norður á landi og suður í Reykjavík. Við höfum kannske verið of metnaðarfull, en okkur fannst að við yrðum að sanna tilverurétt leikhússins og það varð líka að koma í ljós hvað það kostaði að reka atvinnuleik- hús. Það kom á daginn, að það er afar erfitt að reka svona fámennt leikhús eftir lögmálum atvinnu- mennskunnar, sérstaklega þegar allt þarf að borga samkvæmt töxt- um og samningum. SPENNANDI ÁHÆTTA Að lokum sagði Oddur Björns- son: Oddur Björnsson, leikstjóri og leikskáld, stjórnar nú æfingum á leikritinu „Á útleið“ hjá Litla leikklúbbnum á ísafirði Það er gaman að vinna með svona fdlki —Mér þykir ákaflega gaman að haf fengið að koma hingað í fyrsta sinn og vinna með Litla Leikklúbbnum. Andinn er góður og fólkið áhugasamt. Mér finnst ástæða til að standa vel við bakið á svona fyrirtæki, sem er ein - Leó Ijósmyndastofa þeirra menningarstofnana á Isafirði, sem haldið hefur uppi hróðri staðarins. Ég á von á því að það leikrit, sem við erum að vinna að núna, höfði til mjög margra, ekki síst þeirra sem sáu það í gamla daga. Það væri fróð- legt fyrir þá að gera samanburð. Það fylgir því ávallt viss áhætta að taka svona leikrit til meðferðar I stað hinna gömlu og sígildu íslensku leikrita, sem hafa örugga aðsókn, en sú áhætta er spenn- andi. etj- - Leó Ijósmyndastofa Nálægt miðjum nóvember hefjast sýningar á leikriti Sutt- on’s Vane, „A útleið“, hjá Litla Leikklúbbnum á Isafirði. Þetta leikrlt hefur tvlsvar verið svið- sett áður á Isafirði, fyrst árið 1929 og síðan aftur 1936. Ekki er að efa að margir af eldri kynslóðinni, sem sáu leikritið þá, hafa áhuga á að endurnýja kynni sín af þessu sviðsverki. Lelkstjóri er Oddur Björnsson, áður leikhússtjóri á Akureyrí. Blaðið tók hann tali á dögunum og lagði fyrlr hann nokkrar spurningar um þetta leikrit og lelkhúsmál almennt. Við báð- um Odd fyrst að segja okkur í stuttu máli frá því leikritf, sem LL tekur nú til meðferðar. DULARFULLT OG RÓMAN- TlSKT —Þetta er nokkuð gamalt leik- rit, sagði Oddur, líklega samið í kringum 1920. Það er dálítið dæmigert fyrir sinn tíma, og þá sérstaklega enska leikritagerð. Leikritið gerist um borð í skipi og farþegarnir eru dauðar sálir, sem eru að bera saman bækur sínar. Þetta er ekki þungt leikrit. Það er í því töluverð gamansemi og per- sónurnar eru skýrt dregnar. —Hver er staða LL miðað við leikhús almennt úti á landsbyggð- inni? —Ég þekki ekki mikið til leik- húsa úti á landsbyggðinni nema Leikfélags Akureyrar, sem til skamms tíma var atvinnuleikhús. Ég var búinn að heyra töluvert mikið látið af Litla Leikklúbbn- um og það var raunar eitt af því helsta sem ég vissi um Isafjörð. Mér skildist að félagar leik- klúbbsins hefðu mikinn metnað og væru öðru hvoru með mjög góðar sýningar. Við vitum að það eru tveir eða þrír staðir aðrir, sem hafa getið sér góðan orðstír og sýnt metnað í leikstarfsemi á und- anförnum árum, staðir eins og Húsavík og Sauðárkrókur. Ég hef ekki beinan samanburð, en mín reynsla af samstarfinu við LL kemur mjög heim og saman við það sem ég hafði heyrt. Það er gaman að vinna með svona fólki. Það. væri hins vegar ekki eins gaman, ef metnaður og áhugi væru ekki fyrir hendi og reyndar hæfileikar líka. —Hvernig er aðstaða LL? —Hún er slæm. Að vísu hafa þau Selið í Hnífsdal, sem bjargar miklu og er ómissandi. En það er afleitt að hafa ekki meiri aðgang að leiksviði og það er auðvitað óleyst vandamál ennþá. Frá æfingu f Selinu. —Það held ég hljóti að vera. Hann er meira segja orðinn vin- sæll í útlandinu. Hann virðist höfða til flestra og hefur verið færður upp víða hérlendis í skól- um og af allskonar fólki, meira að segja Bahá’íum. —Nú er sú þróun áberandi í seinni tíð að rithöfundar snúa sér frá skáldsagnaritun að leikhúsinu. Kannt þú nokkra skýringu á þessu? Á útleið. Æfing í Selinu. Jökull Jakobsson, Vésteinn Lúð- víksson, Kjartan Ragnarsson, sem þekkir leikhúsið út og inn, Guð- mundur Steinsson, Erjjngur E. Halldórsson og Birgir Sigurðsson, sem ásamt Vésteini er einn þeirra höfunda, sem byrjuðu á því að rita skáldsögur en sneru sér síðan að leikritun. Það er með öðrum orðum furðu mikil gróska í ísl- enskri leikritargerð. —Hvað geturðu sagt okkur um reynslu þína sem leikhússtjóri á Akureyri? —Það var góð reynsla. Hún var —Leikritsformið er mjög „aktúelt" form fyrir rithöfunda í dag að tjá sig á, þrátt fyrir sjón- varp og kvikmyndir. A tímabili voru menn að ræða um að skáld- sagan væri dauð. Að vísu hafa þessar raddir hljóðnað, en kannske helst þetta eitthvað í hendur. Auk þess má nefna að íslensku atvinnuleikhúsin og leik- félög úti á landi hafa sýnt ís- lenskri leikritun mikinn áhuga á seinni árum. Þau virðast njóta vinsælda og eru nokkuð örugg söluvara. Ef vel tekst til verður kannske meiri umræða um þessi leikrit. Höfundarnir fá þarna heilt „apparat" til að auglýsa sig og verk sín upp og fólk til að vinna að framgangi þess með sér. Á hinn bóginn má segja, að þetta sé kannske dálítið hættulegt fyrir rit- höfund, sem er annt um það sem hann er að skrifa og tilfinningu sína gagnvart úrvinnslu þess, því að leikhúsið eru dálítið harðar FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 11, glæsileg 4ra herb. íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr. Nú eru einungis 2 3ja herb. íbúðir óseldar í fjölbýlis- húsinu sem Eiríkur og Ein- ar Valur s/f eru að byggja við Stórholt. Ibúðirnar af- hendast tilbúnar undir tré- verk og málningu eigi síðar en 1.7. 1981. Húsið er nú fokhelt. Hafraholt 28, raðhús í smíðum. Mánagata 6, efri hæð í tví- býlishúsi ca. 140 fm. íbúðin er tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, hol, eld- hús, bað og þvottaherbergi ásamt kyndiklefa og geymslu í kjallara. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. í- búð á 3. hæð ásamt íbúð- arherbergi í risi og hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. Vitastfgur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Arnar G. Hinriksson hdl. Fjarðarstræti 15, Sími 4144 Vandarhögg Framhald af bla. 2 má sæta því að bregða sér í önnur gervi á bak við tjöldin og kannske er það athyglisvert, að það er þegar hann kemur inn á áhrifa- svið fjölskyldu og ættmenna sem hann má í rauninni þola grimmi- legasta meðferð. En ef til vill fjallar Vandarhögg fyrst og fremst um hið margbreytilega líf manns- ins í heiminum og kannske er það predikun sem á að minna okkur á að við erum öll börnin hans Guðs og eigum að elska og umbera hvert annað en ekki fella harða dóma. Reyniö nýju ísréttina

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.