Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 2
vestfirska 2 Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 Atvinnuleysi er sem betur fer nánast óþekktá voru landi íslandi. Allir sem geta unniö og vilja þaö, eiga kost á aö fá aö starfa viö arðgefandi iðju. Þótt atvinnulíf sé víöa fábreytt, þá tjóir ekki aö fást um þaö ef menn vilja hafa til síns framfæris og sinna. Svo er því aö minnsta kosti farið um flesta. Ekki fer þaö framhjá neinum, að hér á landi geisar hin hrikalegasta óðaverð- bólga og erum viö þar hvaö næst heims- meti, sem viö komumst í nokkurri grein. Þá er önnur meinsemd, sem grasserar hér sennilega gróflegar en í flestum öör- um löndum, en þaö er hiö gífurlega lífsgæöakapphlaup. Sú kynslóö, sem nú lifir sín þroska- og manndómsár, þekkir ekki annaö ástand í peninga- og fjárfest- ingarmálum en þaö sem hér hefur ríkt undanfarna áratugi, þ.e. kauptu í dag, verðbólgan greiöir fyrir þig á morgun. Þetta þekkja menn og eftir þessu lifa þeir. Þetta gildir um einstaklingana. En er eitthvað ööru máli aö gegna um heildar- fjármálastjórnina? Auðvitað ekki. Þaö er sama hvert litið er. Ástandiö er svipað á öllum sviöum opinberrar fjármálastjórnar. Þaö vantar ekki aö viö höfum á aö skipa færum sérfræðingum, sem eru ráögef- andi um fjármál og stjórnun, en sakir verðbólguhugsunarháttarins og linkindar stjórnmálamanna, sem sífellt láta undan þrýstihópum á öllum sviöum, þá fara áætlanir þessara ágætu starfsmanna meira og minna úrskeiöis og afleiðingin verður sífellt meiri skuldasöfnun erlendis og æ þyngri skattabyröi á þá þegna þjóðfélagsins, sem vinna að verðmæta- sköpun. Áöur var minnst á lífsgæðakapphlaup borgaranna. En hvaö um lífsgæðakapp- hlaup hins opinbera og allar hinar tilbúnu þarfir okkar margumtalaöa ,,Kerfis“? Þaö er þar, eins og meö fjármálastjórnina, vitleysan spannar alla breiddina, frá ein- staklingum, um fyrirtæki og stofnanir til efstu hæöa í stjórnkerfinu. Ekki minnast menn þess aö hafa nokkurntíma heyrt í viötali viö forystumenn stofnana og fyrir- tækja á vegum hins opinbera, annaö en aö viðkomandi sé í algeru fjársvelti og geti ekki annaö störfum vegna skorts á mannafla og fjármagni. Eltingarleikur viö erlendar fyrirmyndir og þá helst milljóna- þjóöa er lenska hjá okkur, og þá er ekki spurt aö því hvort efni og aðstæður leyfa. Milljóna skuldir í tannfé Venjulega hafa snillingarnir kynnst hug- myndum og aöferöum í skólum hjá Sví- um, Bretum, Þjóðverjum eöa Bandaríkja- mönnum, og þá jafnvel hlutum sem veriö er aö gera tilraunir meö. Svo þarf endi- lega aö færa upp sýninguna þegar heim kemur, burtséö frá þjóðfélagsaðstæöum, eða hvort efnahagur gefur tilefni til þess. Hversvegna ekki aö líta til hins aug- Ijósa? íslenska þjóöin lifir um efni fram. Svo einfalt er þaö. Þegar litiö er til þess að skuldasöfnun erlendis eykst ár frá ári og hver einstaklingur, fær í tannfé frá þjóðfélaginu skuldir upp á milljónir króna, þá þarf ekki frekar vitnanna viö. Auðvitaö er eðlilegt aö taka lán til fram- kvæmda ef þess gerist þörf. En að taka lán til þess aö bruðla meö, til þess aö uppfylla gerviþarfir lífsgæðakapphlaups- ins, þaö er ósvinna. Þetta vita þeir mætu rRETTABLAÐIfl menn, sem kjörnir eru til aö stjórna land- inu auðvitað ágæta vel. En kjarkur þeirra til þess aö taka á málunum af einurð er ekki meira en svo aö þeir loka augunum og þykjast ekki skilja. Þrýstihóparnir hafa fyrir löngu tekið völdin í sínar hendur. Eftir þeirra pípu dansar Alþingi, hvort sem mönnum líkar þaö betur eöa verr. Brauö og leikir. Þaö er lausnaroröiö gamalt og nýtt. Menningarsnobbarar vaöa uppi meö allskyns fáránlegheit, svo sem eins og Japana meö vafiö tippi, og lýsa svo yfir eftirá, þegar gera á vitleys- una upp fjárhagslega, aö þaö sé ógeös- legt aö leiöa hugann aö fjármálum, þegar um er aö ræöa list! Innflutningur á alls- konar glysvarningi og vitleysu er hömlu- laus í nafni frelsis og frjálsrar samkeppni. Ríkisstofnanir hlaöa utan á sig starfsliði, sem í vinnutímanum les dagblöðin, sem ríkiö kaupir handa þeim. Skólarnir úöa út allskonar gervimönnum, sem svo þarf aö finna eöa búa til störf fyrir. Listamenn svo tugum skiptir eru á opinberu framfæri aö meira eöa minna leyti og kvitta flestir fyrir sig meö skömmum, eftir aö úthlutun öl- musunnar hefur fariö fram. Atkvæöiö er eldurinn sem heitast brennur, og frekjan er eldsneytiö, en nýju borgararnir halda áfram aö fá milljónaskuldir í tannfé, hver fyrir sig. Er nema von, aö sagt hafi verið á Alþingi fyrir fáum árum í frægri ræöu aö viö lifðum í fíflaþjóðfélagi? Skortur á hátt- vísi? Hreinskilni? Kannske hvortveggja. Þaö er vissulega tími til þess kominn aö menn geri sér grein fyrir því aö hafa verður hemil á kröfugeröarjDjóöfélaginu. Til þess aö fólk megi lifa „mannsæm- andi“ lífi á launatekjum sínum veröur aö draga úr hinum geigvænlega fjáraustri til einskisveröa hluta og nýta starfsorku borgaranna skynsamlega. En þaö gerist ekki nema meö alvöru stjórnun. Eilfft raus um þaö hvort ástandiö sé aö kenna kommúnistum eöa kapítalistum leiöir ekki til niöurstööu. Ef komast á hjá þjóöar- gjaldþroti, þá verður aö koma til gerbreytt hugarfar og öflug stjórnun. Þaö er liður í hinni ævarandi sjálfstæöisbaráttu. Smáauglýslngar Landsbyggðarverslunin þarfnast hagkvæmari lánafyrirgreiðslu HVOLPUR ÓSKAST Upplýsingar í síma 3993 ÓSKA AÐ KAUPA notaðan ísskáp. Upplýsingar í síma 3975 á kvöldin. HÚSNÆÐI ÓSKAST Ung stúlka óskar eftir að taka á leigu sem allra fyrst her- bergi með aðgangi að snyrt- ingu. Reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 3537 eftir kl. 7 á kvöldin og í hádeginu. A.A. FUNDIR Kl. 9 á þriðjudagskvöldum, safnaðarheimilinu, uppi í Gúttó. Opið á sama stað milli 2 og 4 á sunnudögum, sími 3171. A.A. deildin. TILSÖLU Volvo 244, árgerð 1978, ekinn 27.000 km. Sjálfskiptur. Upplýsingar í síma 3954 TIL SÖLU notað sófasett. Upptýsingar í síma 3703 VIL KAUPA notað svart/hvítt sjónvarps- tæki. Upplýsingar í síma'4121 á kvöldin. Við viljum benda á að smá- auglýsing er rétta aðferðin til þess að koma notuðum hlut- um í verð. Þá má oft gera góð kaup með aðstoð smáauglýs- ingar. Hringið í síma blaðsins, 4011 eftir hádegi. Á aðalfundi Kaupmannafé- lags Vestfjarða, sem haldinn var í Hnífsdal fyrir nokkru voru samþykktar ýmsar ályktanir til stjórnvalda og jafnframt vakin athygli þeirra á afar erfiðri stöðu smásöluverslunarinnar í strjálbýli. Fundurinn beindi þvf til stjórnvalda, að þau opnuðu strjálbýlisversluninni aðgang að hagkvæmri lánafyrir- greiðslu úr Byggðasjóði til reksturs og fjárfestingar, svo sem stjórn sjóðsins mun lög- um samkvæmt hafa heimild til að gera. Þá samþykkti aðalfundur K.V., að beina því til stjórnvalda, að smásöluversluninni yrði heimilað að hækka vörubirgðir til sam- ræmis við innkaup hverju sinni, sökum sífellt dýrari innkaupa. í ályktuninni segir, að þegar vara er seld á gömlu verði og síðar þegar endurnýja þarf vöru- birgðir, yrði jafnan að greiða fleiri krónur fyrir sama magn vöru. Slíkar aðstæður hljóta að leiða til rýrnunar á fjármagni og síðar vöruskorts, segir í ályktun- inni. Afleiðingar eru þegar að koma í Ijós, þar sem er skortur á ýmsum tegundum nauðsynjavara langtímum saman. í því sambandi benti fundurinn á, að hverjum og einum væri heimilt að selja eignir sínar, fast- eignir sem lausafé, á gangverði dagsins, en þeir væru ekki knúðir til að selja þessar eignir á því verði, sem þær voru í upphafi keyptar á og þykir sjálfsagður hlutur. Benda má og á, segir í þessari ályktun K.V.. að stjórn- völd hækka verð á tóbaki, áfengi o.fl. eftir geðþótta og fyrirvara- laust, án þess að hliðsjón sé höfð af innkaupum. Forstöðumenn ýmissa ríkisfyrirtækja, sem selja vörur á almennum markaði. halda vörum sínum í raungildi með árlegum verðhækkunum og skapa þannig stofnunum sínum eðlilegan rekstrargrundvöll, en þeir beita þar með aðferðum, sem öðrum eru taldar óheimilar. Þá kom fram á aðalfundi K.V., að brýnt væri að endurskoða nú þegar lög um verslunaratvinnu og einnig lög um samvinnufélög á sama hátt og lög um hlutafélög voru nú nýlega endurskoðuð. í ályktun K.V. um þetta mál segir Frá fundi kaupmannafélagsins

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.