Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 5
Skammdegisþula Framhald af hls.3 tilverknað erlendra manna. Hún er í mestum háska stödd í munni þeirra manna sem hafa ekki manndóm og metnað til þess að standa vörð um móðurmálið og þar með íslenzkt þjóðerni. Það hefur löngum verið lenzka hér. að apa allt eftir útlendingum og fslendingar mjög gjarnir á að flaðra upp um útiendinga eins og seppar. og telja útlenzkt ..fínna" en það sem íslenzkt er. Heyra má fólk í útvarpi og sjónvarpi leggja • sig í framkróka við að bera erlend orð fram eftir því tilgerðarlegasta sem þekkist í framburði þeirrar tungu sem viðhöfð er hverju sinni. en sama fólk er furðulega hirðulaust um framburð og með- ferð sinnar eigin tungu. ..Fræðingarnir" margrómuðu virðast hugsa á erlendum málum og snúa sínum háleitu hugsunum og hugtökum á einhvers konar íslenzku sem almenningur fær með engu móti skilið. Þessum mönnum er íslenzkan svo fátæk- legt mál, að hugsanir þeirra kom- ast ekki til skila á því máli. Stjórnendur þáttarins um dag- legt mál í útvarpinu berjast hetju- legri baráttu, en fá ekki rönd við reist. Þeim er skammtaður naum- ur tími tvisvar í viku. og það er fvrst nú. áratugum eftir að þessi þáttur hófst í útvarpinu. að farið er að endurtaka þáttinn að morgni næsta dags. Þáttur Orða- bókarmanna er frábær. en er að vissu leyti utan við svið þessarar umræðu. Til er fyrirbæri sem heitir ís- lenzk málnefnd. Henni var ætlað mikið hlutverk. og enginn vafi leikur á því. að slík nefnd hefði ærin verkefni og verðug. En hvernig er búið að henni? Nefnd- armenn hafa lýst því í ræðu og riti. Nefndin hefur verið að heita má óstarfhæf vegna fjárskorts. í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1981 eru henni ætlaðar litlar 3.5 millj. króna, og er þó varið 76 milljörð- um til menntamála. eins og fyrr var ritað. íslenzk tunga á í vök að verjast og þar er fyrst og fremst við sjálf okkur að sakast. Hafi íslendingar ekki manndóm til þess að varð- veita þjóðtungu sína. geta þeir sjálfum sér um kennt. Þeir eru að fást við eigið innanmein. Við get- um ekki ætlazt til þess að útlend- ingar verji tunguna áföllum. Hollt es heima hvat. Vilji íslendingar vernda íslenzka tungu. menningu og þjóðerni, ber þeim frumskylda til að standa vörð um þessi verð- mæti. í þeim efnum er hver sjálf- um sér næstur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa JÓNASAR KARLS HELGASONAR Dalbraut 11, Hnífsdal Gunnjóna María Jóhannesdóttir, Kristjana Helga Jónasdóttir, Þorgeir Jónsson, Grétar Jó- hannes Jónasson, Víðir Jónasson, Kolbrún Kol- beinsdóttir, Sigurður Viðar Jónasson, Jónas Karl Jónasson, Jón Hálfdán Jónasson, ívar Bergmann Þorgeirsson. Þeir fiska sem róa Reynið bananabátana Hafnarstræti 7 — sími 3166 ------------------- - Steinar J. Lúöviksson Þrautgóðirá raunastund Þraut- góðir á raunastund Út er komið I2. bindi bóka- flokksins ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND eftir Steinar J. Lúðvíksson. Útgefandi er Hraun- drangi. Örn og Örlygur hf. Þetta bindi hefur að geyma sögu bjarg- ana og sjóslysa á árinu 1903-1906 að báðum árum meðtöldum. en á þessum árum urðu margir stórat- burðir á þessu sviði. sem greint er ítarlega frá í bókinni. Má þar nefna sem dæmi frásögn um mannskaðaveðrið mikla í apríl árið 1906. er kútter Ingvar fórst við Viðey með allri áhöfn. Vel- flestir Reykvíkingar sem komnir voru til vits og ára fylgdust með þeim harmleik. án þess að unnt væri að gera nokkuð mönnunum til bjargar. í þessu sama óveðri íórust tvö þilskip með allri áhöfn við Mýrar, voru það Sophie Wheatly og Emilie. Fórust alls 68 sjómenn í mannskaðveðri þessu. Þá er í bókinni ítarleg frásögn af einhverjum mestu hrakningum skipbrotsmanna er um getur hér á, landi. Urðu þeir árið 1903 en þá strandaði þýski togarinn Fried- rich Albert á Skeiðarársandi. Öll áhöfn skipsins komst heilu og höldnu í land. en I I sólarhringar liðu uns einn skipbrotsmanna komst til bæja. Fundust flestir skipbrotsmanna á lífi í sandinum en allir meira og minna kalnir. og var það fyrst og fremst einstök frammistaða læknanna Bjarna Jenssonar og Þorgríms Þórðar- sonar sem bjargaði lífi þeirra. Hrakningar skipbrotsmanna af Friedrich Albert urðu til þess að fyrstu skipbrotsmannaskýlin voru reist á söndunum. Fjölmargar myndir eru í bók- inni tengdar efni hennar. Bókin þrautgóðir á raunastund er filmusett. umbrotin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. en bundin í Arnarfelli hf. Kápu- teikning er eftir Pétur Halldórs- son. Þrjár nýjar bækur Nýlega komu út þrjár bækur á vegum Blaða- og bókaútgáf- unnar, Hátúni 2, Reykjavík, en útgáfa þessi er rekin á vegum Hvítasunnusafnaðarins. Bæk- urnar heita Joni eftir Joni Eareckson, Lækning lögreglu- mannsins eftir Kathryn Kuhl- man og Vegur frelsisins eftir Frank Mangs. f fréttatilkynningu frá Blaða- og bókaútgáfunni segir, að Joni fjalli um það ólán höfundarins. að hálsbrotna þegar hún var saut- ján ára gömul. Undir þessum erf- iðu kringumstæðum reyndi Joni hjálpandi mátt trúarinnar á Guð. segir í fréttatilkynningunni, og hún lýsir því hvernig trúin veitti henni nýjan lífsþrótt. Höfundur bókarinnar Lækning lögreglumannsins. Kathryn Kuhl- man. var mjög þekkt fyrir stór- kostlega þjónustu. sem hún átti fyrir Guðs náð. segir ennfremur í fréttatilkynningunni. og hún hélt stórsamkomur víða um lönd. f bókinni segir frá því hvernig lög- reglumaður einn. helsjúkur af krabbameini. læknaðist á sam- komu Kathrynar. í bók sænsk-finnska kenni- mannsins Frank Mangs er m.a. fjallað um friðþægingu syndanna og eilíft líf. Bók þessi er endurút- gefin. Umboðsmaður Blaða- og bóka- útgáfunnar á fsafirði er Indriði Kristjánsson. HILLUJARN HILLUKNEKTI Uppistöður, 1, Vh og 2 m. og knekti, 20, 25, 30, 35 og 40 cm. Fyrir hillur í búrið, geymsl- una, vinnuherbergið, barnaherbergið og bílskúr- inn. Sendum hvert sem er. Neisti hf. Sími3416 400 - ísafirði Frá Bóka- vörðunni f fréttatilkynningu frá Bóka- vörðunni. Skólavörðustíg 20. Reykjavík. segir að verslunin gefi reglulega út bóksöluskrár yfir notaðar bækur. íslenskar og er- lendar. Skrárnar eru flokkaðar eftir efni: Þjóðlegur fróðleikur. saga. íslenzk fræði, íslenzkar ævisögur. erlend- ar skáldsögur. stjórnmál. náttúru- fræði og margt fleira. Hér er um að ræða kynningu á hluta af bókum okkar. sem til sölu eru og geta þeir sem óska fengið skrána senda heim. Verðin eru. eins og gefur að skilja. æði misjöfn. Algengar bækur. Ijóð og skáldsögur kosta þetta I - 4 þúsund kr. f þessari bóksöluskrá kennir margra grasa: Er t.d. til sölu Grútarbiblían svokallaða. sem þannig er nefnd vegna meinlegrar prentvillu í textanum. Þegar „harmagrátur" verður fyrir mis- tök „harmagrútur". Einnig eru hér greindar ýmsar mjög gamlar og fágætar bækur frá Hólum, Leirárgörðum og Kaupmanna- höfn. En langflestar bækurnar kosta þetta 1500 - 10000 kr. Trúarbragðaofsóknir í íran Eins og fram hefur komið í fréttum hefur staðið yfir útrým- ingarherferð á hendur BaháTum í fran atlt frá því bylt- ingarstjórn Khomeinis tók völdin í landinu í febrúar á síðasta ári. Á blaðamanna- fundi, sem íslenskir Bahá’íar héldu nýlega í Reykjavík, kom fram að hér er um skipulagðar ofsóknir að ræða af hálfu ríkis- valdsins og á síðustu mánuð- um hefur fjöldi Bahá’ía í land- inu verið tekinn af lífi án dóms og laga og jafnframt hafa margir Bahá’íar verið hnepptir í fangelsi, m.a. meðlimir æðstu stjórnstofnunar trúarinnar. Trúarleiðtegar í fran hafa lýst því yfir, að fylgismenn þessara trúarbragða. sem er stærsti minni- hlutahópur í landinu. séu rétt- dræpir og hver sá Muslim (Mú- hammeðstrúarmaður). sem vegur Bahá'ía, þurfi ekki að óttast að verða sóttur til saka fyrir verkn- aðinn. Öll helstu stórblöð heims. þ.á.m. The New York Times. Le Monde í Frakklandi og The Times of London. hafa mótmælt þessum hryðjuverkum í forystu- greinum eða skýrt frá þeim ítar- lega og þjóðþing Kanada hefur borið fram formleg mótmæli. sem send voru Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt hafa ýmis kristin samtök. m.a. Samband mótmælendakirknanna í Sviss, lýst andstyggð sinni á ofsóknum og gefið út ítarlegar skýrslur um þær. Þar er bent á. að Bahá’íar í íran hafa verið ofsóttir af öllum stjórnum í fran síðan á síðustu öld. ekki síst af stjórn Reza Pahlevis. hins nýlátna keis- ara. Þeir hafa engin afskipti af stjórnmálum. enda skyldar trú þeirra þá til að forðast alla íhlut- un í hverskyns stjórnmálastarf- semi. Meðal meginreglna Bhá’í trúarinnar er kenningin um jafn- rétti kynjanna og fyrsta konan í Múhammeðstrú. sem felldi blæj- una. var Bahá’i. Hún var líflátin í Teheran 1852. Megineinkenni þessara trúarbragða er eindregin alþjóðahyggja og trú á einingu þjóða heimsins og trúarbragða þeirra. Það er m.a. vegna þessarar alþjóðahyggju, sem Bahá’íar hafa orðið skotspónn íranska klerka- valdsins og einangrunarsinna í stjórn landsins. Bahá’íar um allan heim vinna nú að því að beina athygli stjórn- valda og almennings að hlutskipti Bahá’ia í samfélaginu í fran. ef vera mætti að írönsk stjórnvöld sæu sig tilneydd til að grípa í taumana. og níðingsverkum þeim. sem nú eru framin gegn varnarlausum trúarbragðaminni- hluta. linnti. etj- franskir hershöfðingjar við eyðileggingarstarf á bækistöðvum Bahála í Teheran.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.