Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 2
2 1 restfirska FRÉTTABLASIS Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 í ársskýrslu íþróttasambands íslands fyrir áriö 1979 er m.a. greint frá iðkenda- fjölda einstakra íþróttagreina, innan vé- banda íþróttahreyfingarinnar. Knatt- spyrnan hefur enn sem fyrr af að státa flestum iðkendum. Það sem þó vekur athygli, þegar þessar tölur eru skoðaðar er að skíðaíþróttin kemur næst knatt- spyrnunni hvað þetta varðar. Þetta er gífurleg breyting frá því sem var fyrir svo sem tíu árum, þegar aðeins örfáir sérvitr- ingar kunnu að meta útiveru til fjalla að vetrarlagi. Nú eru liðin þrettán ár síðan fyrsta skíðalyftan var byggð á Seljalandsdal við ísafjörð. Þar höfum við eitt besta skíða- svæði á landinu og er það nú orðið mjög mikið sótt af hinum almenna iðkanda skíðaíþróttarinnar. Með tilkomu hótel- byggingar á ísafirði og bættu vegasam- bandi við næstu nágrannabyggðir, sem hlýtur að verða lögð áhersla á næstu árin, þá má búast við að aðsókn að skíðasvæðinu aukist enn að mun. Hingað til hefur verið byggt á Dalnum, eftir nokk- urs konar happa og glappa aðferð. Menn hafa staðsett mannvirkin hvert fyrir sig, þegar þörf hefur kallað og síðan hefur verið byggt. Gífurlegt sjálfboðaliðs- starf hefur verið unnið við skíðasvæðið og standa skíðaáhugamenn í þakkar- skuld við fáa ötula menn fyrir það. Vinnum markvisst að uppbyggingu á Seljalandsdal Nú nýlega hefur verið samið um það milli íþróttabandalags ísfirðinga og ísa- fjarðarkaupstaðar, að rekstur mannvirkj- anna á Seljalandsdal skuli vera í höndum kaupstaðarins, en Í.B.Í. er eigandi þeirra. í sumar hefur verið unnið mikið starf á Dalnum, við viðgerðir og viðhald mann- virkjanna og eru þau þannig vel undir veturinn búin. Þegar litið er til hinnar miklu fjölgunar iðkenda skíðaíþróttarinnar, þá kemur upp í hugann, hversu aðkallandi það er að vestfirska ITTABLAÐIS láta nú þegar hefja undirbúningsvinnu að heildarskipulagi skíðasvæðisins á Selja- landsdal. Allir, sem um þetta fjalla eru sammála um þörfina, en ekki hefur enn orðið að framkvæmdum. Seljalandsdalur- inn er ákjósanlegt útivistarsvæði að sum- arlagi, engu síður en að vetrarlagi. Það verður að hafa í huga, þegar skipulag er unnið. Þá verður að hafa hugfast að skíða- svæðið verður ekki aðeins nýtt af ísfirð- ingum, heldur einnig af nágrönnum okk- ar við Djúp og vestan heiða. Dalurinn býður upp á nóga landkosti til þess að þar megi byggja upp íþrótta- og útivistar- aðstöðu fyrir þann fjölda. Blaðið vill að lokum taka undir orð Guðmundar H. Ingólfssonar, forseta bæjarstjórnar fsa- fjarðar, en við setningu Skíðamóts ís- lands á Seljalandsdal árið 1979, mælti hann m.a. á þessa leið: ,,Seljalandsdalur er fólkvangur okkar ísfirðinga og okkar nágranna. Ég er þess fullviss að landslagið, umhverfið og til- finningin fyrir þessu svæði hefur holl og bætandi áhrif á okkur öll. Hver sá sem hér kemur og vill njóta hollrar útivistar hlýtur að teyga þau sérstæðu áhrif, sem hér ríkja. Við ísfirðingar erum stoltir af þeirri Paradís, sem við eigum hér og við munum með samstilltu átaki Ijúka upp- byggingu mannvirkja hér á Seljalandsdal, þannig að full sæmd sé að.“ HEILSUVERNDARSTÖÐ ÍSAFJARÐAR Foreldrar athugið Bóluefni gegn mislingum er til núna í Heilsuverndarstöðinni. Pantið tíma fyrir tveggja ára börnin, sem fyrst. HEILSUVERNDARSTÖÐ ÍSAFJARÐAR SÍMI3811 Smáauglýsingar TIL SÖLU Bifreiðin [-4024, Daihatsu Charmant, station, árgerð 1979. Ekinn 14.000 km. Upplýsingar í síma 4252. TIL SÖLU Barnavagn, 100.000- eldhúsborð, 55.000 - hljómflutningstæki, 450.000 - kommóða, 80.000 - sjónvarp, svart/hvítt, 100.000 og sófasett, 160.000. Upplýsingar gefur Rósi í síma 3683. GLUGGA— OG HURÐAÞÉTTINGAR Þéttum gamla og nýja glugga og hurðir fyrir vatni og vindi með Slottlistum. Getum bætt við okkur verkefnum í smíðum. Upplýsingar í símum 3448 og 4113. TIL SÖLU Tækni-ketill, 3'A ferm., dæla, háþrýstibrennari og þrýstikútur. Ennfremur lítill kæliskápur. Upplýsingar í síma 3199. TIL SÖLU Bifreiðin [-4312, sem er Toyota Corolla, árgerð 1977. Upplýsingar í síma 3660. ÞÉTTINGAR Hurða- og gluggaþéttingar með slottlistum. Fast verð. Gestur Pálmason, sími 7325. TILSÖLU Nýuppgerð Ignis þvottavél. Selst fyrir viðgerðarkostn- aði. Upplýsingar í síma 3716. Jóla- sveinar! Ef ykkur vantar eitthvað lítilsháttar í jólasokkana þá lítið við hjá okkur. u HAMRABORG HF. KÆST SKATA FYRIR ÞORLÁKS- MESSUNA. HUBiMl SÉj FISKBÚÐ - SlMI 3497 Aldrei meira af loðnu til Bolungarvíkur Nú hafa borist um 25.000 tonn af loðnu til Bolungarvíkur og hefur aldrei borist meira magn af loðnu þangað á þess- um árstíma. Guðfinnur Einars- son, forstjóri í Bolungarvík, tjáði Vestfirska, að útlit væri fyrir að enn meira magn af loðnu bærist til Bolungarvíkur áður en loðnuvertíðinni lýkur í haust. Afli loðnubátanna var góður áður en bræluna gerði um síðustu helgi, en fáir bátar eru eftir á veiðum. Vel hefur gengið að selja loðnuafurðirnar og nú í vikunni er skip væntanlegt tii Bolungar- víkur, sem tekur 1000 tonn af mjöli. Einn bátur, Hafrún, hefur verið gerður út á loðnu frá Bol- ungarvík, en hann er nú hættur loðnuveiðum og veiðir nú síld út af Austurlandi. etj. Áhersla á gildi flugsamgangna Aðalfundur Læknafélags Vestfjarða var haldinn á fsafirði nýlega og var á fundinum m.a. rætt um samgöngur í fjórð- ungnum með tilliti til heilsu- gæslunnar. Var þar meginá- hersla lögð á flugsamgöngur. Jafnframt var rætt um upp- byggingu Fjóðrungssjúkra- hússins á ísafirði í framtíðinni og hvernig það gæti best þjón- að öllum fjórðungnum. Tómas Jónsson, læknir, sagði í samtali við Vestfirska, að læknar teldu sjúkraflugið hér vera í mjög góðu lagi og hefði á fundinum mest verið rætt um samgöngur innan fjarða á Vestfjörðum. Á aðalfundinum var eftirfar- andi ályktun gerð um samgöngu- málin: „Fundur í Læknafélagi Vest- fjarða, þ. 9.11. s.l., ályktar að bæta þurfi verulega samgöngur á Vestfjörðum og leggur mikla á- herslu á gildi góðra flugsam- gangna milli byggðarkjarnanna.“ etj.-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.