Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 5
t5 VEStfirska TTABLAÐIÐ 5 Læknir og lögreglumenn ræða málin. Myndin er tekin á „slysa- æfingu“ lögreglunnar sem sagt var frá í síðasta tbl. Vestflrska. er hérmeð komið á framfæri við önnur byggðarlög á Vestfjörðum. Það er lítið um að vera fyrir utan Félagsheimilið í Hnífsdal og allt útlit fyrir átakalausan dans- leik. Skyndilega vindur ungur maður sér að bílnum og biður um áheyrn. Hann er aðeins við skál. Torfi Einarsson skrúfar niður rúðuna. bílinn og veifar. Nú er eitthvað mikið á seyði, hugsar blaðamað- urinn, best að hafa myndavélina tilbúna. En það kemur í Ijós, að stúlkan á í einhverjum útistöðum við piltinn sinn, sem stendur af- síðis, reykir sígarettu og horfir á okkur fálátur. Bílinn er stöðvaður og Torfi tekur að sér sáttasemj- arahlutverkið. Til allrar hamingju kórinn. Þeir syngja ,,Haf. blikandi haf.“ með miklum tilþrifum'. MA- kvartettinn tekur undir í útvarp- inu. Síðan er rætt um Don Kósakkakórinn. Torfi lýsir því hvernig tenórarnir í þeim kór geta farið allt upp í sópran. Þeir dæsa af öfund yfir Don Kósakkakórn- um. „Ætlið þið að taka mig?“ —Vestfirska á kvöld- og næturgöltri með ísafjarðarlögreglunni. —Heyrðu, segir ungi maður- inn. Ég er undir tvítugu og ég er undir áhrifum. Ætlið þið að taka mig? —Ætlum við að taka þig? spyr Torfi hissa. —Má ég ekki allavega fljóta með inn á ísafjörð? —Alveg sjálfsagt góði. Snakaðu þér hinsvegar inn í bílinn. Ungi maðurinn kemur inn. Honum er kalt og það er farið að renna ískyggilega af honum. Þeg- ar blaðamaður reynir að brydda upp á unglingavandamálinu við hann, svarar hann út í hött og spyr hvort blaðamaðurinn sé ein- hver Serpico. —Ég er hættur við að fara á ballið, segir hann eftir nokkra þögn. Það eru svo fáir þarna og hrútleiðinlegt. virðist þetta ekki hafa verið mjög alvarlegt, því eftir að Torfi hefur rætt við fólkið stundarkorn eru þau aftur orðin sátt og leiðast á brott. Svona eru veðrabrigðin snögg í mannlífinu. Stefnan er tekin niður á bryggju. Báturinn Hvilvtenni ligg- ur þar við festar. Nokkrir Færey- ingar standa á bryggjunni og glotta til okkar. Kaggi einn mikill brunar fram hjá okkur með feikn- arlegum drunum. Bifreiðaeftir- litsmaðurinn kemur upp í Helga og bíllinn er stöðvaður og tekinn úr umferð hið snarasta. Síðan er ekið um hin ýmsu öngstræti kaupstaðarins og menn rabba saman í rólegheitum. Stundum taka þeir lagið. Það er greinilegt, að þetta eru mennirnir sem eru að búa sig úndir að endurreisa karla- AFVARÐHUNDUM OG VILLULJÓSUM Það er strjálingur af ..eineygð- um“ bílum á ferðinni í kvöld og lögreglan ræðir vinsamlega við ökumenn þeirra og sendir þá heim. Þeir taka þessu af miklum skilningi og fara heim vafninga- laust. Þegar við erum á leið um stofnbrautina, sér Torfi dularfull Ijós á flugvellinum. Hugsanlega eru þar bensínþjófar á ferð. Þeir hafa verið dálítið bíræfnir upp á síðkastið og sprengja upp læst bensínlok með járnum án þess að blikna eða blána. Við inn á flug- völl. Þar er leitað vandlega og lýst inn í alta bíla, en enginn maður er sjáanlegur neinstaðar. Þetta hafa verið einhver villuljós. En til við- vörunar öllum bensínþjófum vilj- um við segja. að það sést til þeirra úr bænum og þeim er hollast að halda sig heima við. því annars verður þeim velgt undir uggum. —Það þýðir ekkert að girða af vallarsvæðið. segir Torfi. Þeir fara bara yfir með brúsa. Það verður að vera eitthvað á svæð- inu. sem þeir óttast. f Reykjavík og víðar eru gamalmenni látin vakta svæðin og svo eru þau kannske barin til óbóta. Þegar ég var í lögregluskólanum spurðum við einn sérfræðinginn hvers- vegna þetta fólk fengi ekki að hafa með sér hunda á eftirlits- ferðum. eins og gerist erlendis. Við fengum þau svör. að það væri svo hættulegt! ÓTRÚÁ KYLFUM Við. höldum aftur til bæjarins. Það er kallað í talstöðina og lög- reglan beðin að aðstoða ölvaðan mann við að komast heim til sín. Við förum á staðinn. Maðurinn er kófdrukkinn og heldur á poka- skjatta, þar sem hringlar í glerj- um. Hann hefur birgt sig vel upp fyrir nóttina. —Nú fer ég heim og geri allt vitlaust. segir hann. Ég er svo blóðheitur. þegar ég er orðinn fullur. —Ég ætla að biðja þig í guðs- bænum að fremja engin hervirki heima hjá þér. segir Torfi. —Ég ætla að henda út isskápn- um og hrærivélinni. segir maður- inn með miklum sannfæringa- þunga. —Þú færð þá ekki kalda mjólk á morgun. segir Helgi. Maðurinn fer út og talar við pokann sinn. Honum gengur erf- iðlega að finna lykilinn en loks tekst það. —Vertu stilltur. elsku vinur. segir Torfi og horfir áhyggjufullur á manninn. Við heyrum ekki meira frá honum um nóttina. svo væntanlega. hefur hann orðið við þessari bón. Ein helsta prýði lögreglumanna erlendis er hvít og löguleg kylfa. sem hangir við beltið. Hversvegna bera ísfirskir lögreglumenn ekki kylfur? —Ég hef megnustu ótrú á kylf- um og nota þær helst ekki. segir Torfi. Að/nota kylfu er eins og að hverfa 10.000 ár aftur í tímann. þegar steinaldarmennirnir voru að sveifla lurkum í kringum sig. Að vísu getur verið nauðsynlegt að hafa þær við hendina. svo að Torfi Einarsson og Bragi Beinteinsson á Lögregtuvarðstofunni. Ljósm. Leó Ijósmyndastofa Nú er kallað með miklum gauragangi í talstöðina. Þetta er eins og á síldinni í gamla daga, þegar kallarnir voru að spreyta á sér raddfærin. Galdurinn var að tala með svo miklum bægslagangi í stöðina, að enginn heyrði orða- skil. Lögreglumennirnir láta sér fátt um finnast. Vafalaust hefur þetta ekki verið neitt merkilegt. Menn stoppa bílinn til að biðja um far eða ræða málin. Það er bersýnilegt að á svona kvöldum er lögregfan í tengslum við kviku mannlífsins. Útvarpið glymur á fullu, létt lög af plötum. Ungi maðurinn er kominn í samræður við lögregluna og heldur því stíft fram, að þeir séu miklu skárri en Hafnafjarðarlögreglan. Loks er- um við komnir á Isafjörð og ungi maðurinn fer út. —Þakka þér fyrir, maður, segir hann að skilnaði. Súper, maður. Bæjó!. Við höldum áfram á rúntinum. Helgi talar um leiklist og lýsir nokkrum fyndnum atvikum úr leikför Patreksfirðinga til Sel- tjarnarness fyrir nokkrum árum. Allir skemmta sér konunglega. I mjóu húsasundi birtist skyndilega stúlka fyrir framan Furu- húsgögn ★ Húsbónda- stólar, leður ★ Sófaborð, massív eik. Dýnuhlífar - 4 stærðir Mjúk og hlý ullarfeppi. Húsgagnaverslun Isafjarðar. menn viti þó allavega að þær eru til staðar. POTTÞÉTTIR ÖKUMENN Kl. er tvö eftir miðnætti. Það er gerð smávegis ,,rassía“ á Hnífs- dalsveginum. Lögreglan stöðvar bíla á báða bóga og gerir úttekt á ástandi ökumanna. Veðrið er prýðisgott, lítilsháttar rigningar- suddi. Ökumennirnir glotta góð- látlega að þessu tilstandi og halda síðan áfram. Umferðin er eins og um sumardag í helgarfríi. Á ör- skömmum tíma stöðvar lögreglan milli 30-40 bíla. Nú er útkail í Félagsheimilið. það þarf að skilja áflogaseggi. Lögreglan aðgætir handjárnin. f ljós kemur að nokkrir unglingar hafa lent í minniháttar ryskingum en enginn hefur meitt sig. Þeir koma út með einn. Hann er dálít- ið æstur. „Þessir dyraverðir í Hnífsdal eru klikkaðir," segir hann. „Það má ekki einu sinni rífa kjaft við þá.“ Unga manninum er ekið inn á ísafjörð. Þar fer hann út og þakk- ar fyrir sig. Honum er að mestu runnin reiðin og tekur að svipast um eftir félagsskap. Nú er sá tími nætur þégar ölv- Framhald á bls. 6.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.