Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 2
vestfirska rRETTABLADID f vestfirska 1 FRETTABLAÐIÐ Vikublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Sigurjón Valdimarsson, sími 4212 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 -— Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Afram með sjúkra- hússbygginguna Það eru ekki mörg dæmi um álíka seinagang í fram- kvæmdum við opinberar byggingar sem hér á ísafirði. Hálfunnar byggingar menntaskóla og sjúkrahúss vitna um það. Sú mikla bjartsýni sem ríkti þegar ákveðið hafði verið að á ísafirði skyldi rísa nýtt og fullkomið deildaskipt sjúkrahús hefur dofnað verulega í athafnaleysi undanfar- inna ára. Byggingasaga sjúkrahússins er glöggt dæmi um hversu áhrifalítill samstilltur vilji heimamanna er, þegar ofurveldi skilningslítilla embættismanna ríkisvaldsins er annars vegar. Gildandi heilbrigðislöggjöf kveður svo á að sjúkrahúsið á ísafirði skuli vera mikilvægasti hlekkurinn í heilbrigðis- þjónustu fjórðungsins. Á þeim grundvelli náðist samstaða milli sveitarstjórna á norðanverðum Vestfjörðum um aðild að byggingu þess. Öllum var ljóst hversu heillavænleg þau áhrif yrðu ef sú mikilvæga þjónusta sem gott sjúkrahús veitir væri hér til staðar. Ætla mátti að heilbrigðisyfirvöld væru sama sinnis, og legðu því áherslu á að byggingafram- kvæmdir færu sem næst eftir upphaflegum áætlunum. Svo hefur þó ekki verið. Starfandi heilbrigðisráðherrar hafa komið, litið yfir og gefið fyrirheit sem ekki hefur verið staðið við. Kröfu heimamanna um meiri framkvæmda- hraða hefur framkvæmdadeild innkaupastofnunar ríkisins tekist að kæfa hvað eftir annað. Framkvæmdir hafa legið niðri mánuðum og miss.erum saman, og stöðugir árekstrar milli byggingamefndar og framkvæmdadeildarinnar tafið. framgang byggingarinnar. Þessi andstæðu viðhorf ráða- manna ríkisvaldsins í garð Vestfirðinga eru að verða okkur dýr. Næsta lítil breyting hefur fengist fram í bættri heilbrigðisþjónustu, nema að því leyti er snýr að læknaliði. Ungir vel menntaðir og áhugasamir læknar réðust til ísafjarðar í trausti þess að þar fengju þeir í hendur nýtt og velbúið sjúkrahús, þar sem starfshæfni þeirra fengi notið sín til fulls. Vonir þessara manna hafa brugðist, þeir standa enn frammi fyrir þeim sömu vandamálum og þeir komu að, aðstöðuleysinu. Það er því ekki að furða þó bjartsýnin í þessum málum hafi rénað. En hvað er framundan? Hversu lengi á þetta ástand að vara enn? Hvað er til ráða? Samkvæmt nýjustu upplýsingum um fjármögnun fram- kvæmda má ætla að byggingu sjúkrahúss á ísafirði ljúki ekki á næstu 2 til 3 árum. Til þess mun þurfa lengri tíma. Byggingamefndin og að baki henni sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem að byggingunni standa verða nú að gera eitthvað raunhæft í málinu, ef ekki á svo illa að fara að við missum þá ágætu menn sem komu hingað til starfa í trausti þess að þeir hefðu hér viðunandi starfsaðstöðu. Hollt er að minnast þess að í upphafi byggingarsögu sjúkrahússins komu fram fleiri en eitt sjónarmið um staðarval. Endirinn varð sá að sjúkrahúsinu var valinn staður á lóð sem ekki var til, en er á besta stað innan bæjarmarka Isafjarðarkaupstaðar. Þetta staðarval bauð uppá mestu hagkvæmni og þar með ódýrasta lausn bæði í hönnun og byggingu. Þetta hefur verið lítils metið. ísfirð- ingar lögðu lóðina til, og greiddu svo til allan kostnað við gerð hennar. Sá kostnaður var mikill á þeim tíma. Framlag Isafjarðarbæjar vegna þeirra framkvæmda hefur enginn sameignaraðila viljað viðurkenna sem hluta af byggingar- kostnaði, hvorki ríki né sveitarfélög. Þetta voru og eru harðir kostir, en miklu skyldi fórnað til að framkvæmdir gætu hafist á sem hagkvæmastan máta, og sú mikilvæga þjónusta sem þarna á að vera kæmist í not hið fyrsta. ísfirskir skattgreiðendur lögðu því sitt til þessa máls í upphafi, og urðu að fórna öðrum þýðingarmiklum verk- efnum fyrir þessa framkvæmd. Ávinningnum af ódýrri og hagkvæmri staðsetningu hússins hefur verið kastað á glæ. í óðaverðbólgu liðinna ára hefur framkvæmdaféð brunnið Orðiö er laust --Lesendadálkur- Ormagarður bómisþrælaiuia Má lesast orð fyrir orð og milli línanna ef vill. Sagt er að hið frumstæða kastvopn Ástralíunegra, ,,bumerang“ sé þeirrar náttúru að hæfi það ekki skotmarkið, sem oftast er eitthvert veióidýr, snúi það til baka í átt til þess er því varpaði frá sér, og má þá sá hinn sami undan víkja, vilji hann ekki af því skaða hljóta. Virðist mér álíka fara fyrir höfundi greinarinnar í Vest- firska fréttablaðinu hinn 24. nóv. sl., sem ber yfirskriftina: „Erfiðar deilur og yfirgangur verkstjórans." Fyrrum spurðu þeir sem heima gættu bæjarins: „Hvern- ig sagðist prestinum?" Eftir lestur nefndrar greinar mætti spyrja: ,,Hver leitast við að yfir- ganga hvern?“ Það kemur fram að ekki sá aökomumaðurinn ástæðu til hinna stóru aðgerða, sem sett- ar voru á svið. í þeim sjónleik tóku þátt 10 — 20 manns, að sögn. Fjöldi leikenda virðist ekkert aðalatriði, því sviðssetn- ing getur farið fram með aðeins einum eða tveim á framsviði, en ekki sakar aö heill ættbálkur standi að baki verkinu og upp- færslu þess. Mætti þetta “skue- _ spil“ kannski kallast “Orma- garður bónusþrælanna," því ekki er annað skilja en bónus- kerfið sé það sem bölinu veld- ur. “Illt er að fást við óbilgjarn- an,“ og Ijótt er til þess að hugsa ef þeir sem af samvisku- semi, hröðum höndum og heil- um huga fjarlægja hvern orm úr sérhverju flaki, verða fyrir því að ,,bölvaður ormurinn" tekur sér bólfestu innra með þeim sjálfum, þessu annars heil- brigða fólki. Við hinn hvíti kynstofn, tölum stundum með lítilli virðingu um frumstæðar þjóðir og þá sem við köllum villimenn og skræl- ingja. Af þeim getum við þó ýmislegt lært. Til dæmis mundi engum ættarhöfðingja Afríku- negra, eða sjálfkjörnum for- ingja annarra náttúrubarna, láta sér detta það í hug að hafa á hælum sér “heila slektið“ ef hann þyrfti að semja við ná- granna sína um þeirra daglegu samskipti. Þetta á ekki að vera svar við “yfirgangsgreininni." Og grein- arhöfundi er ég sammála um að óánægja á vinnustað léttir eng- um störfin. Þess vegna er nauðsynlegt að gera allt, sem hægt er til að losa fólk við sálarflækjur og hefndarhug, sé slíkt til staðar. Takist það ekki þarf að losa vinnustaðinn, sér í lagi ef hann er stór, við slíkt fólk. Tómas Jónsson Jóla- kort Hlílár upp á meðan beðið hefur verið eftir því að geðþóttaá- kvarðanir ráðamanna framkvæmdadeildar I.R, væru á þann veg að hefjast mætti handa. Það skal endurtekið hér að við svo búið má ekki standa. Það er beðið eftir nýja sjúkrahúsinu. Hlutur Vestfirðinga er nógu rýr þó svo lát yrði á því að þurfa að sækja eðlilega heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur. Þetta mikilvæga mál er tekið hér til umræðu, og á þessa raunasögu minnt, ef það mætti verða til þess að heimamenn, bygginganefndin og sveitarstjórnarmenn, hristu nú af sér slenið og hefðust nokkuð að. Hér duga engin vettlingatök. Öflugur samstilltur þrýstihópur verður að myndast um þetta mál og knýja á um að framkvæmdir hefjist að nýju og að byggingaáætlun verði sett upp allt til verkloka. Þetta starf verður að vinna fyrir opnum tjöldum, þannig að öllum almenningi verði það ljóst í hvaða herbúðum tregðulögmálið er í gildi. Forráðamenn þessa máls hafa fullan stuðning alls almennings við að knýja þetta mál fram. Þetta verkefni er eins og nú háttar málum algjört forgangsverkefni. Um þetta mál allt mætti segja miklu meira, en það er vonandi að vestfirskir ráðamenn þessara mála séu ekki alveg búnir að gefast upp þó á móti hafi blásið, og sýni einhver viðbrögð við þeirri ábendingu sem hér er fram sett. Verði það ekki þarf að ræða það síðar. VESTRI Gefin hafa verið út jólakort af Hlíf, íbúðum aldraðra á Torfnesi ísafirði. Um er að ræða tvær gerðir af jólakortum með útimynd af Hlíf og innimyndum ásamt útimynd. Einnig hefur verið gefið út ein gerð af póstkorti með mynd af Hlíf. Kort þessi eru gefin út til styrktar Hlíf, og munu í framtíð- inni vera vísir af styrktarsjóði sem ætlunin er að nýttur verði íbúðum aldraðra og málefnum aldraðra til framdráttar. Þau eru til sölu í Bókaverslun Jónasar Tómassonar á ísafirði, og í Hlíf og verða væntanlega til sölu á þeim stöðum þar sem almenn jólakort fást. Verð á jólakortunum með umslagi er 16,00 en á póstkorti kr. 8,00. Fréttatilkynning frá Hlíf DÖMUSLOPPAR — HEIMADRESS í^^Sinarffutyiwssonkb MELKA ÚLPUR____________MYNDATEPPI suí»

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.