Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 8
SÓL EG SÁ síðara bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Út er komin hjá Erni og Ör- lygi síðara bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar, náttúrufræðings og fyrrverandi skóiameistara frá Hlöðum. Nefnist bókin SÓL ÉG SÁ sem hin fyrri. Þetta bindi fjallar um þaö sem kalla má tómstundastörf hans og hliöarhopp frá hinni troönu braut embættismanna, eins og hann kallar þaö sjálfur. Hér segir Steindór frá afskipt- um sínum af pólitík, bæöi bæjar- pólitíkinni á Akureyri og lands- málapólitík og baráttu fyrir Al- þingiskosningarnar bæöi á Ak- ureyri og ísafirði. Steindór segir einnig frá stuttri setu sinni á Alþingi og segir frá hinum um- deildu Laxármálum sem hann haföi töluverð afskipti af á sín- um tíma. í bókinni segir Steindór einn- ig frá ferðalögum sínum, rit- störfum og rannsóknum heima og erlendis. Loks segir Stein- dór frá því hvernig hann hefur eytt síðustu árunum, eftir að landslög skipuðu honum í rusla- kompuna þegar náö var eftir- launaaldri, en þarna í „rusla- kompunni“ hefur hann unað sér viö skrifborðió í samfélagi viö innlenda og erlenda fræði- menn og ferðalanga. Eins og í fyrri hluta æviminn- inga sinna fjallar Steindór hisp- urslaust um menn og málefni og dregur ekkert undan þegar hann segir skoðun sína og kynnir viðhorf sín. Að bókarlok- um Iftur hann til baka, áttræður, eftir langa og merkilega veg- ferð og gerir upp reikningana með orðunum ,,Sól ég sá“ og eru þau kjarninn úr lífsskoðun- um hans. Bókin SÓL ÉG SÁ er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápu hannaði Sigur- þór Jakobsson. Spilabækur Arnar og Öríygs BLÝANTA-, BLAÐA- OG ORÐALEIKIR í bókaflokknum “Spilabækur Arnar og Örlygs." Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Blýanta,- I vestfirska I FRETTABLASID blaða- og orðaleikir í bóka- flokknum Spilabækur Arnar og Örlygs. Áður voru komnar út bækurnar Tveggja manna spil og Hvernig á að leggja kapla. Höfundur bókarinnar er Svend Novrup, ritstjóri Politiken um skák og bridge og höfundur margra bóka um skák og spil, en þýðandi er Trausti Björns- son. í þessari bók kynnumst við nokkrum leikjum sem geta veitt okkur mikla ánægju. Það eina sem til þarf er blað og blýantur og okkar eigin snilli til að lífga upp á tilveruna. Til eru margir leikir með strik- um, reitum og orðum sem eru bráðskemmtilegir og oft veita leikirnir hugmyndaauðgi okkar ríkulega umbun. f þessari bók er nokkrum nýj- um leikjum lýst, aðra könnumst við við en sumum þeirra hefur verið breytt annað hvort spila- reglunni eða stigagjöfinni. Eins og í tveim fyrri bókunum kapp- kostar höfundurinn að skýra allt í sambandi við leikina sem best og oft með dæmum. Bókin Blýanta- blaða- og orðaleikir er filmusett og prent- uð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápugerð annaðist Sigurþór Jakobsson. fram til 1962, auk þess sem ein bókanna var helguð brautryðj- endum á sviði slysavarna á Is- landi. í bókinni er getið margra sögulegra atburða er urðu á árunum sem bókin fjallar um. Þar er m.a. fjallað um það er togarinn Elliði frá Siglufirði fórst út af Öndverðarnesi í febr- úar 1962, strandi vélbátsins Helga Hjálmarssonar við Reykjanes, mannskaðaveðrinu í apríl 1963, björgun þýska tog- arans Trave við Vestmannaeyj- ar, en káputeikning bókarinnar er unnin út frá þeim atburði. Allmargar Ijósmyndir eru í bók- inni, m.a. af skipum og bátum sem koma við sögu. „Þrautgóðir á raunastund“ er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði Sig- urþór Jakobsson. Jólagjöfina færðu hjá okkur rrm?|gi VINNUVER Mjallargötu 5 — Sími 3520 ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNA- STUND —15. BINDI BJÖRG- UNAR- OG SJÓSLYSASLÖGU ÍSLANDS Bókaútfáfan Örn og Öriygur hf hefur gefið út bókina „Þraut- góðir á raunastund" eftir Stein- ar J. Lúðvíksson. Bókin er 15. bindið í þessum mikla bóka- flokki um björgunar- og sjó- slysasögu íslands og fjallar hún um atburði áranna 1962 og 1963, en í fyrri bókum bóka- flokksins hefur verið fjallað um atburði frá aldamótum 1900 Sólhf. Þverholti 19, sími 91 -26300 Gjöfin sem gefur arð Sodastream tækið er tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskylduna Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Nú er einfalt að tvöfalda Meö SIGNA-aöferöinni er nú mögulegt aö framleiöa tvöfalt eöa margfalt einangrunargler á notkunarstaönum • SIGNA-aöferöin stenst samanburö viö verksmiðjugler • SIGNA-aöferöin er ódýr, einföld og örugg • Gamla glerið nýtist áfram sem ysta byröi A tímum orkusparnaðar er tímabært að kynna SIGNA-kerfið. Það samanstendur af állista, fylltum rakadrægu efni og sérhönnuðu SIGNA-þéttiefni, sem tryggir fullkomna samlímingu milli áls og glers með rafhituðum koparþræði. Vinnan fer fram innan dyra og því óháð árstíma og veðri. Þriggja ára reynsla er á SIGNA-aðferðinni hérlendis. Við veitum 5 ára ábyrgð á efni og vinnu. gamalt gler — nýtt gler „þetta er SIGNA állisti... Með SIGNA-aðferðinni sparast: • Notkun verkpalla og stigabíla. • Úrtaka gömlu rúð- unnar. • Dýpkun á gluggafölsum og smíði nýrra pósta. • Óþægindi af opnu gaphúsi. efni“ ... með rakadrægu efni NANARI UPPLYSINGAR VEITIR: JAKOB ÓLASON Hlíðarvegi 20, ísafirði Símar: 3273 og 4306

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.