Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Side 12
10
vestfirska
Halldór Bemódusson, Suðureyri:
Botnfiskur sjúkur af hríngormi
— Er það ástæðan fyrir hægari vexti?
43. fjórðungsþing fiskideild-
anna á Vestfjörðum varar við
því vaxandl vandamáli sem
hringormur er orðinn í fiski-
stofnum hér við land.
1. Hringormur hefur aukist í
öllum tegundum fisks og ber
að gera allt sem hægt er til
þess að stöðva þessa þróun.
2. Skaðvaldurinn, sem er sel-
ur, hefur aukist mikið hér við
land á undanförnum árum.
Lagt er til að selur verði drep-
inn undir eftirliti og stjórn sjáv-
arútvegsráðuneytisins og verði
til þess ráðnir löggiltir veiði-
menn á svipaðan hátt og nú er
með eyðingu refa.
Greinargerð um þetta vanda-
mál fylgir hér með.
í þessari greinargerð er fjall-
að um fisk, sem veiddur er á
Vestfjarðamiðum allt frá norð-
anverðum Breiðafirði og austur
á Strandagrunn.
Tölur þær sem hér eru
nefndar, eru byggðar á sýna-
tökum sem teknar voru vegna
útreiknings á staðaltímum sem
notaðir eru við útreikning á
bónusgreiðslum frystihúsa.
Þar sem sagt er frá fjölda
orma er átt við hringorma í kflói
af roðlausum flökum.
HRINGORMUR í ÞORSKI 1963
— 1983
Það var fljótlega upp úr 1960
að nokkur frystihús fóru að
greiða bónus fyrir snyrtingu og
pökkun á fiski. Þá sýndu sýni að
ormur var í þorski og þurfti að
gefa sérstakan tíma fyrir að tína
hann úr. Prufur sýndu einnig að
nokkur munur var á hringorma-
magni eftir veiðisvæðum og sér-
staka athygli vakti að smáþorskur
sem var veiddur á Breiðafirði. úti
af ísafjarðardjúpi og fyrir austan
Horn hafði fleiri orma í sér en frá
öðrum veiðisvæðum.
Þannig var t.d. þorskur sem
veiddur var á dýpri miðum eða
fyrir utan 130 míiur með allt að
0,5 orm og þorskur veiddur á
grunnslóð var með 1 — 1,5 hring-
orm í kg af flökum.
Á árunum milli 1960 og 1970 er
sjáanleg aukning á hringormi 1
Isfirðingar
Vestfirðingar
Erum að fá bakkljós,
vinnuljós, þokuljós og
bremsuljós í afturglugga.
Höfum á lager skíða-
grindur, kúplingsdiska,
hljóðkúta, hjólatékka,
snjókeðjur, defa hitara í
díeselbíla o.m.fl.
Lítið inn, eða hringið og
athugið hvað til er áður
en þér leitið annað.
RAFbílabúð
Seljalandsvegi 20
ísafirði ■ Sími 3279
þorski og sýndu prufur að hann
jókst jafnt og þétt.
Þannig var svo komið að 1971
— 72 sýndu prufur að vertíðar-
þorskur veiddur af línu- og troll-
bátum á Vestfjarðamiðum var
kominn með um 2 hringorma og
þorskur veiddur af smærri bátum
á grynnri miðum með allt að 3 —
4 orma.
Prufur frá 1974 og 1975 sýna að
á þessum árum er ekki umtals-
verð aukning á hringormi í
þorski, en þó sýna prufur að
munur er farinn að verða meiri
eftir hinum ýmsu veiðisvæðum.
Þannig var á þessum árum
hægt að veiða þorsk til vinnslu
með 1 — 2 ormum, en einstöku
daga sýndu prufur að það kom
þorskur til vinnslu með um og
yfir 6 orma í kílói í flaki.
Þegar skoðaðar eru ormaprufur
frá þessu ári kemur í ljós að það
hefur verið allveruleg aukning á
hringormi í þorski.
Á tímabilinu janúar — maí
1983 var hirngormur í togarafiski
frá 3.13 — 3.96 ormar og yfir
sumarmánuðina júni — septemb-
er var hann á bilinu 2.48 — 2.81
ormar og prufur úr þorski veidd-
um í flottroll á Halamiðum um
miðjan október s.l. reyndust vera
með 3.2 orma.
Þetta þýðir að frá jan. — okt.
1983 eru ormar að meðaltali 2.98
í togaraþorski veiddum á Vest-
fjarðamiðum allt austur á
Strandagrunn.
Þegar athugaðar eru prufur af
linu- og handfærafiski er málið
enn alvarlegra, því 1 janúar til
marz s.l. sýna prufur 5.55 — 7.68
orma að meðaltali, en einstaka
prufureru með allt að 12.10 orma
og á tímabilinu júní til október
5.61 — 8.43 orma, en einstaká
prufur sýndu allt að 17.60 hring-
orma í kg. af flökum.
Meðaltal janúar til október
1983 er um 6.70 ormar í kílói af
þorski veiddum á línu og hand-
færi.
Ef athugað er betur október
1983, þar sem ormar í línuþorski
eru 7, kemur í ljós að vinnan við
að tína orma úr fiskinum er 40%
af snyrtingar- og pökkunartíma
fisksins. Það tekur m.ö.o. 1.54
mínútur að tína orma úr 1 kg af
þorskflökum.
Togaraþorskur kom í október
með 3.2 orma, sem er 25.4% af
staðaltíma fyrir snyrtingu og
pökkun sem þýðir að það tekur
0,53 mínútur að tína orma úr
hverju kílói af þorskflökum.
Hraðfrystihús sem hefur á
þessu ári fengið til vinnslu 60%
togaraþorsk og 40% bátaþorsk er
með að meðaltali 4.72 orma í
kílói af flökum og ef þetta frysti-
hús framleiðir á ári 2.000 tonn af
frystum þorskflökum og það tek-
ur 1.03 mínútur að tína hring-
orma úr hverju kílói iítur dæmið
svona út:
Þorskflök 2.000.000 kg. x 1.03 =
2.060.000 : 60 = 34.333 vinnu-
stundir.
Tímakaup í dagvinnu var í októ-
berkr. 63.77.
Meðalbónusgreiðslur eru um
30%.
Álögur á taxtakaup samkv. úr-
skurði kjararannsóknarnefndar
1977 voru 47% (Eru ef til vill
hærri í dag).
Tímakaup með launatengdum
gjöldum kr. 112.87.
34.333 vinnustundir á 112.87 =
3.875.165.00 kr.
En ormar í þessum 2.000 tonn-
um af þorskflökum urðu alls 9.44
milljónir talsins.
HRINGORMUR í ÖÐRUM TEG-
UNDUM FISKA
Steinbítur:
Það var um 1970 sem fór að
bera á hringormi í steinbít og var
þá farið að skrá orma vegna út-
Halldór Bemódusson
reiknings á gefnunt tíma fyrir
snyrtingu og pökkun. Prusur frá
árinu 1971 sýndu að þá voru
ormar að meðaltali 0.76. en ein-
stöku dagar sýndu prufur frá 0,22
til 1.83 orma pr. kg. af flökum.
Árið 1974 var meðaltal orma
komið upp í 1.07.
Á tímabilinu jan. — okt. 1975
reyndust að meðaltali 1.08 ormar.
Á tímabilinu jan. — okt. 1983
reyndust 1.2 til 4 ormar í kg. af
flökurn og kemur meðaltal þessa
tímabils út með 2.50 orma.
Hefur hringormur þannig auk-
ist jafnt og þétt í steinbít undan-
farin ár.
Langa:
Þar kemur nokkuð merkilegt
fram: Prufur frá 1971 — 1972
sýna rúmlega 1 orm og prufur frá
1971 — 1972 sýna rúmlega 1 orm
og prufur frá febr. — marz 1983
sýna 1 — 1.25 orma I kg flaka.
Það hefur þannig svo til engin
aukning verið á hringormi í
löngu.
Keila:
f keilu er mikill hringormur en
hún hefur lítið verið fryst. þannig
að fjöldi orma í henni er óljós.
Lúða:
í lúðu fer hringormur vaxandi og
í prufum frá þessu ári kemur í Ijós
að í henni eru tæplega tveir orm-
ar í kg. af flökum.
Karfi:
I karfa hefur undanfarið orðið
vart við hringorma en ekki það
mikið að það þyki ástæða til að
skrá fjölda þeirra.
Ýsa:
Flestir halda sjálfsagt að í ýsu
sé enginn hringormur, en því
miður er það ekki svo. Undan-
farnar vertíðir hefur orðið vart
við hringorma í ýsu en ekki það
mikið að ástæða hafi þótt til að
telja þá.
Þessi greinargerð segir frá því í
grófurn dráttum, hvernig aukning
á hringormi hefur verið í fiski
sem er veiddur á fengsælustu
fiskimiðum hér við land.
Við lestur þessarar greinar sést
að botnfiskar eru sjúkir af hring-
ormi. Hér hefur aðeins verið getið
þess orms sem finnst i holdi fisks-
ins en þar að auki er mikill hring-
ormur í lifrinni. Er full ástæða til
þess að athuga nánar hvort þetta
er ekki ein ástæðan fyrir hægari
vexti fiska því þessi sjúkdómur
hlýtur að draga eitthvað úr þroska
þeirra fiska sem fá í sig mikinn
Leggur og skel
— Fataverslun barnanna
Full búð af nýjum vörum
Fyrir unga herra: Fyrir ungar dömur:
☆ Buxur og vesti, sett ☆ Kjólar
☆ Peysur ☆ Buxur
☆ Skyrtur ☆ Blússur
Leðurbindi, slaufur, belti ☆ Peysur
Náttföt, sloppar
Höfum einnig þroskaieikföng frá Völuskríni
Ungbarnaskór og kuldaskór frá Steinari Waage
VERIÐ VELKOMIN
MYNDBANDALEIGA
Höfum opnað
myndbandaleigu
' l~itur
Ai»
■ 'ejfff' iarð/ O/y
Li'Ur'
f,er&^39 6^£
rif°tið 9 Seoj'rii&&
Mjög gott úrval af myndum
í BETA kerfi
Mikið af góðum myndum í VHS kerfi væntanlegar
Leigjum út videotæki og upptökuvélar
Verslunin
CAiÁ
Isafirði
Vi