Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 2
vestfirska 2 V estfirsk ;a I FRETTABLADZÐ Vikublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Sunnukorinn fimmtugur Sólardagurinn, 25. janúar er einn af árlegum hátíðis- dögum Isfirðinga. Pá sést sólin yfir fjallabrúnirnar frá Silf- urtorgi í fyrsta sinn síðan 17. nóvember. Pennan dag, árið 1934 stofnuðu 28 ísfirðingar Sunnukór- inn, fyrir forgöngu þeirra Jónasar Tómassonar, tónskálds, sr. Sigurgeirs Sigurðssonar, sóknarprests, síðar biskups og Elíasar J. Pálssonar, kaupmanns. Sunnukórinn, sem heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt á þessu ári hefur starfað af miklum þrótti og hefur saga hans verið samofin menningarlífi kaupstaðarins öll þessi ár. Kirkjulegir viðburðir, tónleikar, meiriháttar leikhúsverk, útvarpsdagskrár og hverskonar hátíðlegar athafnir í lífi ís- firðinga, Sunnukórinn er yfirleitt þátttakandi í einhverri mynd. A þessum fimmtíu árum hafa stjórnendur kórsins aðeins verið fimm. Þeir Jónas Tómasson, tónskáld, eldri og Ragn- ar H. Ragnar stjórnuðu kórnum þar af í fjörutíu ár. Aðrir stjórnendur Sunnukórsins hafa verið þeir Hjálmar H. Ragnarsson, Kjartan Sigurjónsson og Jónas Tómasson, sem nú stjórnar kórnum. Það er á engan hallað, þótt fullyrt sé að Sunnukórinn hef- ur verið burðarás í menningarlífi ísafjarðarkaupstaðar þau fimmtíu ár sem hann hefur starfað. Þessi fimmtugi unglingur hyggur á öflugt starf á afmælisár- inu. Afmælishátíðin er nú á laugardaginn og hátíðarfundur verður á hótelinu miðvikudaginn 25. janúar. Afmælistónleikar verða í ísafjarðarkirkju föstudaginn langa og unnið er að undirbúningi utanlandsferðar, sem farin verður í júní í sumar. Vestfirska fréttablaðið óskar Sunnukórnum til hamingju með fimmtugsafmælið og óskar þess fyrir hönd ísfirðinga að starf hans megi á ókomnum árum verða ísfirsku og ís- lensku menningarlífi lyftistöng. r— Smáauglýsingar.— BAHÁ‘1 TRÚIN Upplýsingar um Bahá‘i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, ísafirði. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frákl. 21:00 til 23:00. ALANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstað- arhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæðstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA DEILDIN AA FUNDIR BOLUNGARVÍK kl. 20:30 á fimmtudögum f Kiwanishúsinu á Grundum. AA DEILDIN L JEPPI TIL SÖLU Dodge Ramcharger 1974 í skiptum fyrir fólksbíl, helst station. Upplýsingar í síma 4149. ÁTTHAGAMÖT STRANDAMANNA verður haldið í Gúttó laugar- dag 28. janúar kl. 20:00. Miðapantanir hjá Guðmundi í síma 3387, Gúgú, sími 3338 og Guggu, sími 4280. Nefndin. TIL SÖLU Chevrolet Malibu Classic, mjög vel með farinn, 'argerð 1978. Upplýsingar í síma 4049. TIL SÖLU Yamaha orgel með skemmt- ara. Upplýsingar í síma 3712. TIL LEIGU er ný 4 — 5 herbergja 100 ferm. íbúð. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 3000 (vinna) og 4292 (heima). J FRETTA 3LAEID Orðið er laust --Lesendadálkur- Jens í Kaldalóni: „...hirða milljónahundruð af landsfólkinu...a Það er óhætt að segja það, að Vestfirska fréttablaðið grípur oft á þeim málum, sem heitast brenna á landsfólkinu, — og fréttum sem hvergi kæmu fyrir sjónir manna án þess. í blaði þessu 22. des. s.l. er þar fréttagrein á forsíðu sem að forskrift hljóðar: „Leitað verði leiða til orkusparnaðar við hús- hitun.“ Segir þar frá áskorun Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, um að orkujöfnunargjald sem innheimt verður í ríkissjóð sam- kvæmt lögum nr. 12 frá 11. apríl 1980 — skuli óskert renna til lækkunar og jöfnunar húshitun- arkostnaðar í landinu. Já, og hvað haldið þið: framkvæmda- stjórinn gerir sér bara ferð með nesti og nýja skó, þrammandi um háveturinn í öllum rosanum — og útsynningsfjandanum á vit ráðherra og alþingismanna, með bænarskjal uppá vasann, að gera það nú fyrir sig að skila þessum aurum til þeirra nota sem til var ætlast, — og meira að segja, að Bæjarstjórn ísa- fjarðar vaknaði við svo vondan draum, að hún telur að orku- jöfnunargjaldinu öllu eigi að verja til þessara hluta, svo sem auðvitað fer ekkert á milli mála, aö hárrétt er, að til var ætlast að öllu því og meira til skyldi varið til að greiða niður olíuverðið til húshitunar. En ekki nokkurt minnsta kvak, stuna né hósti að komið hefur frá hreppsnefnd- unum eða oddvitum þeirra um þetta mál, enda þótt sumir legðu þar mikið við að komast þar í ráðsmennskustöðuna. Hitt er svo óneitanlega kald- hæðni örlaganna, — þegar út af örkinnl þarf að senda boð- bera réttlætisins til helstu vald- hafa þjóðarinnar með áskorun- arboðskap og bænaskjal, um að þeir haldi og virði sjálfir þau lög og siðareglur, sem þeir sett hafa sjálfum sér og öðrum eftir að fara. Og það sýnist ekki síður hastarleg óskammfeilni hjá einum ráðherra, að hafa til þess vald og eða siðgæðis- kennd í brjósti sér bera, að þverbrjóta lög landsins, svo sem áður er til vitnað, og ráðsk- ast með hundruð milljóna skatt- heimtu af þegnum þessa lands eftir eigin geðþótta, — og þá ekki síst í þessu máli, vitandi vits, — að slík ógnarskelfing sem húshitunarkostnaður útá landsbyggðinni er löngu orðinn svo yfirþyrmandi hár, að við liggur algera neyð, þar sem einn tveggja mánaða reikning- ur fyrir 2 manneskjur í heimili er kominn uppí 15 — 16 þúsund krónur hér hjá Orkubúi Vest- fjarða til að taka. Þetta er nefni- lega miklu stærra mannrétt- indamál en margur gerir sér grein fyrir — þar sem Alþingi leggur sérstakan skatt á allan landslýðinn í því skyni að nota til að milda sárasta broddinn af þeirri ógnarbylgju á olíuverðs- hækkuninni sem einmitt varð þegar lög til aukinnar skatt- heimtu í þessu skyni voru sett, og kaldrifjuð framkvæmd að ræna þessum sjóði, og eða stela honum til allt annarra hluta en til var ætlast, m.ö.o. að notfæra sér sem skálkaskjól þessa gífurlegu olíuhækkun, sem alla ætlaði að drepa, til að leggja milljónaskatt þar á ofan í skjóli þess að jafna þennan kostnað, en hirða hann svo að mestu, og síðast að öllu í eyðsluhít ríkisins. Menn eru tuktaðir og settir í betrunarhús fyrir að ræna eða stela smáskeini í óvitahætti og vitleysugangi, en heilu ráðherr- arnir geta sett lög og reglur til að þverbrjóta og hirða milljóna- hundruð af landsfólkinu langt frá þeim leiðum sem til var ætl- ast, og notið svo frægðarljóm- ans, af að vera ráðherra, í fullu veldi fyrir. Það kom svo einnig fram í tilvitnaðri grein Vestfirska fréttablaðsins að ekki hafi nú allir stjórnarþingmenn verið sáttir við þessa gerð stjórnvalda og jafnvel á oröi haft að sækja málið með aðstoð stjórnarand- stöðunnar sér til fulltingis, og er þá orðið langt gengið, og nefnir þar Þorvald Garðar sem einn af þeim fjórmenningum, sem þann flokk skyldi fylla, sem þá heiðvirðu sál höfðu að geyma, að rétt skyldi vera rétt. Ég veit ekki um annan mann frekar að barist hafi fyrir rétti okkar dreif- býlismanna en einmitt Þorvald Garðar, og er því ekki hissa að hann sé enn sama sinnis og áður verið hefur, í þessu máli. tekjur en áætlað hefði verið, en það er nú 19% og söluskattur- inn 23,5% eða hvorki meira né minna en 42,5% af allri rafork- unni, já einar litlar í ríkiskass- ann og veitir ekki af, þyrfti sennilega að vera meira. En það hefur enginn sá reikningur komið svo frá Orkubúinu Vest- fjarða á s.l. ári, að ekki hafi hver einasti hækkaö frá fyrra reikn- ingi í taxtaverði, þrátt fyrir að þetta okkar stórveldi í raforku- málum fái fimmtu hverja krónu af öllu verðjöfnunargjaldinu af allri raforku landsmanna sem áætlað er 460 — 500 milljónir á ári. En þá er við í sjónvarpinu fyrir jólin sáum svo þetta himin- bjarta andlit iönaðarráðherrans okkar elskulega boða okkur nýja löggjöf um algert bann við að nota olíu til upphitunar húsakofanna okkar lengur, — en að geislandi ylgjafi innlendra orkulinda streymi um allar byggöir þessa lands, — þá var eins og gleðibjarminn í myrkr- um langra vetrarnátta, slægi svo um hugann, aö í mikilli þakkargjörð yrði næsti sendi- boði til hans færður, að í um- boði okkar mætti í djúpri lotn- ingu kyssa á framrétta hönd til líknar og hjálpar þeim hrelldu Fagra- nesið leggst að bryggju í Bæum, einn fagran sumar- dag En hvað haldið þið svo að hinn ágæti boðberi okkar Vest- firðinga hafi komið með til baka í poka sínum frá hinum kær- leiksríku og hjartahlýju stjórn- völdum, jú sko, hvorki meira né minna en loforð já, aldeilis lof- orð, þá jólafríinu lýkur og öllu hangikjötsátinu lýkur, skuli kjöl- ur lagður að spánnýju siðgæð- isfrumvarpi, sem jafna skuli all- an þann ójöfnuð sem við nú höfum mátt þola undanfarin ár, já, og fjórmenningarnir úr sjálf- stæðisflokknum talið sig þar fá eina kostaríkustu gulltryggingu til lækkunar hins margfalda orkukostnaðar á við það sem annar hluti þjóðarinnar býr við, og haldið þið bara að þið verðið í nokkrum vandræðum með að borga olíu og rafmagnsreikn- ingana fyrir síðustu 2 mánuð- ina, ásamt með fasteignagjöld- unum núna um miðjan janúar. Jú sko, það munar um minna í hæsta skammdegismyrkri vetr- arins, — þá er allan desember hefur þannig viörað, að ekki á nokkrum bæ hefur verið hægt að opna fjárhúsdyr til að hleypa út kind sér til hressingar. En hvað sagði ekki hann vin- ur okkar hérna úr Djúpinu, iðn- aðarráðherrann okkar, hann Sverrrir í samtali við DV nýlega: ekkert annað en það, — að sér dytti ekki 1 hug að lækka verð- jöfnunargjald á raforku, þrátt fyrir það að það gæfi mun meiri sálum, sem til þessa hafa mátt peysurnar svo margar dugga til ylgjafar köldum kroppum, eða að öðrum kosti sér til hita skjálfa í frostnepju langra vetr- arveðra. En í alvöru talað, er þetta mál allt svo stórt í afkomu allri og aðstööu landsbyggðafólks, að aldeilis frámunalegt má telja hvernig með hefur verið farið, — og til að fyrirbyggja misskiln- ing, skal þess hér getið, að jöfnunargjald það er hér um ræðir, er það 1,5% sem sölu- skattur var hækkaður um, og sumir vildu hafa 2%, sem Fjórð- ungssamband Vestfjarða vísar til, en ekki aur af þeim 19% jöfnunargjaldi sem lagt er á alla raforku. En hitt er svo jafnvel furðulegast hvað fólkið sjálft, út um hinar dreifðu byggðir þessa lands hefur umborið það mis- rétti sem það hefur veriö beitt, og Fjórðungssamband Vest- fjarða hefði ekki samþykkt um þetta mál áskorun, að ekki vitað hefði rétt okkar vera í fullu tré til þessa framlags, og forstjóri þess, sem staðið þar hefur í fylkingarbrjósti um langan tíma um að fá á því fulla leiðréttingu okkur til handa, þar sem hon- um er þá ekki síst Ijóst hvar eldurinn heitast brennur, og má hann hafa margfaldar þakkir fyrir þá árvekni, en aðrir látið sig of litlu skipta. Jens í Kaldalóni

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.