Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 3
vestlirska I mSTTABLADID Hafsteinn landsliðsþjálfari Sigurðsson var nýkominn frá Noregi og Svíþjóð og rétt ófar- inn í keppnisferð til Mið- Evrópu þegar við náðum tali af honum. Hafsteinn er þjálfari í alpa- greinum. ráðinn fyrst og fremst til að undirbúa okkar fólk fyrir Ól- ympíuleikana í Sarajevo í næsta mánuði. — Við vorum á nei- kvæðu bylgjunum og spurðum hvort íslendingar hefðu nokkuð þangað að gera. „Við eigum náttúrlega litla möguleika á efstu sætunum." sagði Hafsteinn, „en við eigum hiklaust að senda fólk á leikana. Það ýtir undir krakkana. hvetur þá til dáða.“ Við spurðum hvort landsliðið væri komið í góða þjálfun. „Já. svona ágæta, en auðvitað verður maður aldrei ánægður." En eigum við möguleika á að komast á alþjóðamælikvarða? „Já, með því að gera meira fyrir okkar fólk. Það þarf að vera með skipulegar æfingar frá byrj- un. — Okkar menn eru líka greinilega á réttri leið, Árni Þór Hafsteinn Sigurðsson landsliðsþjálfari í alpagreinum Árnason varð t.d. í 13. sæti á móti úti í Svíþjóð og Nanna Leifsdóttir 12. í Noregi.“ En er nokkur leið að ná langt á alþjóðamótum nema vera í út- löndum meira og minna allan veturinn? „Nei, eiginlega ekki. Það má segja að það sé önnur grein að skíða á þessum harða snjó úti. Þó hafa aðstæður hér á Islandi lagast mikið með tilkomu troðara." Hafsteinn sagði okkur að snjór- inn þarna úti hefði verið svo harður að þeir hefðu þurft að nota bor til að koma stöngunum niður. Hann sagði einnig að oft hefði verið erfitt að hasla sér völl í brekkunum vegna þess hve mörg landslið voru þar að æfing- um samtímis. Hafsteinn sagðist aðspurður ekki hafa haft mikinn tíma til að skíða sjálfur, hann hefði oftast verið einn með liðið og haft nóg að gera við að sinna sínu fólki. Hann sagði flest hinna liðanna hafa haft gommu af að- stoðarmönnum með sér. Hafsteinn sagði fjárhaginn vera helsta dragbít skíðamannsins. Þannig þyrftu landsliðsmenn að standa straum af mestöllum kostnaði við æfingaferðir og mætti þvi segja að dýrt væri að vera í landsliðinu. Þó hefði verið reynt að útvega liðinu búnað og hefði það oftast tekist. „Við þyrftum að vera aðeins betri til að sleppa betur frá þessu fjárhagslega. þá fengjum við inn peninga. Það er erfiðast að gera Skíðafþróttin eykur vellíðan — rætt við Hafstein Sigurðsson landsliðsþjálfara þetta svona eins og við gerum þetta núna. Annað hvort er að gera þetta vel eða ekki.“ Við spurðum Hafstein hvort skíðaíþróttin sem keppnisgrein væri í lægð á ísafirði. Hann sagði að flestir bestu skíðamenn landsins hefðu hætt keppni á sama tíma fyrir nokkr- um árum og það hefði haft mikil áhrif hér eins og annars staðar; elstu mennirnir núna væru mjög ungir. Þegar krakkarnir væru orðnir svona sautján ára tíndist mjög úr hópnum. en uppað þeim aldri væri mikið af efnilegum krökkum. Þá sagði Hafsteinn að sér fynd- ist mál til komið að bæta aðstöð- una á Dalnum og þá einkum með því að lengja efri lyftuna niður að þeirri neðri og setja á hana sjálf- start. Það yrði mjög hagkvæmt. „Það þarf að auka flutningsget- una. Og síðan finnst mér að við ættum að stefna að því að halda hérna alþjóðamót." Hafsteinn sagðist halda að krakkarnir hérna fengju næga hvatningu. það væru jafnvel of mörg mót og of lítill tími til æfinga. Líf Hafsteins hefur verið meira og minna samofið skíðaíþróttinni frá blautu barnsbeíni og við spurðum hann hvað skíðaíþróttin gæfi manni. „Maður fer víða og kynnist mörgu fólki. Svo hefur það góð áhrif á líkamann að stunda íþrótt- ina og skilar sér í vellíðan. sem er óborganleg." , Við tökum undir þessi orð Haf- steins Sigurðssonar og vonum að hans fólki gangi vel í þeim keppnum sem framundan eru. Einar Ólafsson Skíðamenn standa sig í Skandinavíu Einar Ólafsson hleypur nú allt hvað af tekur í útlöndum og stendur sig vel. Hér eru nýjustu fréttir frá Svíþjóð: Fimmtudaginn 12. janúar kepptu þeir Einar og Gottlieb Konráðsson í 10 km. göngu í Tinderö og urðu úrslit þessi: 1. Anders Blomquist Svíþ. 27.56 mín. 2. Toni Pölder Svíþ. 3. Einar Ólafss. ísl. 28.40 mín. 9. Gottlieb Konráðss. fsl. 30,27 mín. Sunnudaginn 15. janúar fór fram svokallað OL—test mót í Storvik. en slík mót halda Svíar um þessar mundir til að velja þátttakendur á Ólympíuleikana. Á þessum mótum keppa þvi allir sterkustu og bestu göngumenn Svía. Sjónvarpað var beint frá þessari 15 km. göngu á sunnudag- inn. Úrslitin: 1. Gunde Svan Svíþ.38,49 mín. 2. Torgny Morgren Svíþ.39.22 mín. 3. Benny Kolberg Svíþ.39.34 min. 7. Ingmar Sömskar Svíþ.40.24 mín. 8. Tomas Wassberg Svíþ.40,27 mín. 22. Einar Ólafss. fsl.42.23 mín. 34. Ulf Nilson Svíþ.43.35 mín. 36. Gottlieb Konráðss. fsl.43,41 mín. Gunde Svan, sem er á aldur við Einar, er mjög sterkur göngumað- ur og hafa Svíar kallað hann Olympíukandidatinn. enda hefur hann að undanförnu verið einn sterkasti landsliðsmaður Svía. Ingmar Sömskar er einnig ungur að árum og er A—landsliðsmað- ur. Ingmar og Ulf Nilsson eru úr heimabæ Kurts Ekroos sem m.a. var þjálfari ísfirðinga í stuttan tíma 1973 og íslenska landsliðsins 1979 og 1980. Hann hefur verið fslendingum innanhandar í Sví- þjóð. Þeir Einar og Gottlieb munu næst keppa 22.. 24. og 25. janúar en ekki er vitað hvar. þar sem mót hafa verið færð til vegna snjóleysis. Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði mun fara út til Svíþjóð- ar 23. janúar og verða þeim köpp- um til aðstoðar fram yfir OL. 30. janúar n.k. fara þeir þremenning- ar með sænska landsliðinu til Da- vos í Sviss og þaðan áfram til Sarajevo þar sem íslenska OL—liðið verður á þessum fjórt- ándu Vetrarólympíuleikum. Þá hafa borist fréttir frá Noregi 3 í FASTEIGNA-] j VIÐSKIPTI j j ÍSAFJÖRÐUR: I Mjallargata 9, einbýlishús B I úr timbri. Stór eignarlóö, I ! laust 1. maí. I Tangagata 8a, 2ja herb. 1 j íbúö á efri hæð, laus 1. des. ] | Hafraholt 18, raöhús ásamt | I bílskúr. Skipti á húseign í I I Hnífsdal koma til greina. I Fjarðarstræti 59, 4ra herb. | I íbúð á 2. hæö, ásamt her- I I bergi í kjallara. íbúðin er ■ ■ laus. J Sundstræti 29, 2ja herb. J | íbúð. Sérinngangur. I Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. I J einbýlishús. Getur losnað J J fljótlega. I Lyngholt 11, fokhelt einbýl- I I ishús ásamt bílskúr. I Silfurgata 12, lítið einbýlis- I J hús. Laust fljótlega. | Góuholt 5, rúmlega fokhelt | I 135 ferm. einbýlishús ásamt I I bílskúr. I Urðarvegur 74, raðhús í p | smíðum. | J Stórholt 9, 4ra herb. íbúð ! ■ með bráðabirgðainnrétting- ■ I um. j Stekkjargata 4, lítið einbýl- J [ ishús. Selst með góðum j I kjörum, ef samið er strax. I | BOLUNGARVÍK: | | Vitastígur, 3ja herb. ibúð I I á neðri hæð í fjórbýlishúsi. ■ I Traðarstígur 3, ca. 160 | I ferm. einbýlishús ásamt bíl- I I skúr og stóru rými f kjallara. I | Laust eftir samkomulagi. | | Skipti á íbúð á ísafirði eða í | I Reykjavík koma til greina. I I Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð I I á jarðhæð. I I Þjóðólfsvegur 14, 3ja ■ ■ herb. íbúð á 2. hæð. I Holtabrún 16, 4ra herb. J I íbúð á 1. hæð. J Heiðarbrún 4, 138 ferm. j ! einbýlishús ásamt bílskúr. j Arnar Geir j j Hinriksson hdl. j ■ Silfurtorgi 1, I ísafirði sími 4144 mmm nS þar sem hópur ísfirskra göngu- manna og kvenna hefur verið frá áramótum. S.l. laugardag kepptu tveir fsfirðingar í héraðsmóti í Hemsedal. Einar Yngvason keppti í 15 km. göngu í c—flokki og varð fyrstur af átta keppend- um. Guðmundur R. Kristjánsson varð annar í 10 km. göngu. Isfirð- ingarnir voru væntanlegir heim s.l. þriðjudag. Nýr leikskóli í Bolungarvík Nýr leikskóli var tekinn í notkun í Bolungarvík 2. janúar síðastliöinn. Er hann í nýju húsi og rúmar 40 börn í tveimur deildum. Ekki er gert ráð fyrir að barn sé lengur en hálfan dag í senn í skólanum. Að sögn Guðmundar Krist- jánssonar bæjarstjóra í Bolung- arvík voru það félagasamtök sem komu húsinu undir þak, en fyrir hálfu öðru ári síðan tók bærinn við og lauk við bygging- una.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.