Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 6
vestfirska FRe’TABLADIÐ Leggja tíl að Framhald af bls. 1 byggja markvissa og skipulega framkvæmdastefnu til næstu framtíðar. „Við gerum ráð fyrir þeim framkvæmdum sem reiknað var með í frumvarpinu og leggjum ekki til neinn niðurskurð á þeim," sagði Guðmundur Ingólfsson. Hins vegar leggja þeir sjálfstæðis- menn til að bætt verði við rekstr- arliði hlutastarfi við byggðasafn. listasafn og friðuðu húsin, og út- gáfu á sögu ísafjarðar. „Báðir þessir liðir stuðla að verndun menningarverðmæta," segir í greinargerðinni, „og við verðum að huga að skipulagi þessara tveggja mála sem hafa verulega hvílt á starfi Sögufélagsins til þessa." Hvað varðar gjaldfærða fjár- festingu fallast fulltrúar sjálfstæð- isflokksins í meginatriðum á til- löguna sem frumvarpið ber með sér en bæta þó inn tveimur lið- um: snjóflóðavörnum og gang- stétt við Bakkaveg í Hnífsdal. Aðeins eru teknar inn tvær breytingar við eignfærða fjárfest- ingu, þ.e. lúkning lóðafram- kvæmda við íbúðir aldraðra og byggingaframlag til stjórnsýslu- húss, sem fjármagnað er með gatnagerðargjaldi. Þá leggja þeir til að liðnum sala fasteigna kr. 2,5 milljónir verði sleppt, þó þeim sé „ljóst að það er stefna bæjarstjórnar að selja hluta þeirra fasteigna sem nú eru í eigu bæjarsjóðs. Við teljum því að sala eigna og kaup annarra ætti að geta mæst að mestu," segir í greinargerðinni. Inn er tekinn nýr liður, sala hlutabréfa að upphæð kr. 10 mill- jónir. Hér er að sögn Guðmundar Ingólfssonar átt við hiut bæjar- sjóðs í ýmsum stórfyrirtækjum bæjarins. I greinargerð með til- lögunni segir að hér sé um stefnu- markandi mál að ræða og sé á þessu stigi ekki hægt að rökstyðja betur einhverja aðra upphæð. Meginmarkmiðið sé það að bæj- arsjóði sé fjár vant, og því sé það freistandi að grípa nú til þessarar eignar þannig að takast megi í raun að leysa fjármálaóvissu þá er nú ríki. Ef leiðir sjálfstæðismanna yrðu samþykktar, mundi rekstraraf- gangur á fjárhagsáætiun verða 7,4 m. kr. eftir að varið hefði verið 14,7 km. kr. til lækkunar skuida. „Þennan rekstrarafgang á síðan að nota til greiðslu lausaskulda og þar með jafna verulega lausafjár- stöðu bæjarsjóðs." segir í greinar- gerð Staðreyndir um ■ ■ ■ ■ ■ ------------- .y- .. ------------------... V'<- ' Vönduð og falleg hús sem bjóða upp á marga möguleika. Allt að 25% ódýrari en hefðbundin steinhús. Einingahús úr timbri er hagkvæmur byggingarmáti og þú sparar tíma og fyrirhöfn. Ef þú kaupir hús af okkur verður flutningskostnaður minni. Þú átt möguleika á að móta húsið að þínum óskum utan sem innan. Ef þú ert að hugsa um að byggja hús, er rétt að hafa samband við okkur. IÐNVERKHF Þórsgötu 12 - 450 Patreksfirði Símar: 94-1174 - 94-1206 Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari Tónleíkar Hlífar Við minnum á tónleika Hlífar Sigurjónsdóttur, fiðluleikara, sem sagt var frá í síðasta blaði. Þetta eru einleikstónleikar og verða í ísafjarðarkirkju á mið- vikudaginn (15. febrúar) kl. 21:00. Skrífstofustarf Óskum að ráða starfsmann á skrifstofu. Hlutastarf. SKIPAAFGREIÐSLA GUNNARS JÓNSSONAR Austurvegur 2 - 400 ísafjörður Sími 3136 Nýbreytni hjá Samvinnuferðum- Landsýn: Vetrarsala í hollensku sumarhúsin Sú nýbreytni var tekin upp hjá Samvinnuferðum — Land- sýn í vetur að hefja sölu i ferð- irnar í sumarhúsin í Hollandi sumarið 1984 strax í október 1983 — og það á sama verði og gilti frá og með 1. júní 1983. Þetta var kleift vegna hag- stæðs samnings við eigendur sumarhúsanna. Viðtökur hafa verið jákvæðar og hafa fjölmargar fjölskyldur nýtt sér þennan ferðamöguleika. Eins og undanfarin ár mun Samvinnuferðir — Landsýn bjóða farþegum sínum aðgang að hagstæðum ferðalánum, þar sem lagt er inn fé mánaðarlega fram að brottför og inneignin ásamt jafn háu iáni og vöxtum af sparn- aðarupphæðinni er síðan tekin út við greiðslu ferðakostnaðarins. Með ferðapöntun strax í vetur er þannig hægt að dreifa kostnaðin- um yfir ll — 13 mánuði. UMBOÐSMAÐUR ferðaskrifstofunnar Sögu er Bergljót V. Jónsdóttir Völusteinsstræti 20 Bolungarvík, sími 7361 V 'estíirskE FONDUR Höfu fengið mikið úrval af föndurvörum. T.d. allt f sokkablóm, glerliti og margt fleira. MIKIÐ ÚRVAL AF PLAYMÓ. Verið velkomin. Verslunin Bimbó Aðalstræti 24, sími4323 Músíkleikfimi og sund Nýtt námskeið fyrir konur hefst mánudaginn 13. febrúar kl. 20:30. Innritun í síma 3696. Sléttuhreppingar Munið þorrablótið sem haldið verður í Fé- lagsheimilinu Hnífsdal n.k. laugardag kl. 20:30. Miða- og borðapantanir í versluninni Seríu Aðalstræti til kl. 20:00 á föstudagskvöld. Nefndin. LUKKUDAGAR Vinningsnúmer í janúar: 21. 49611 1. 33555 11. 56632 22. 5635 2. 24015 12. 12112 23. 1895 3. 33504 13. 33760 24. 37669 4. 19889 14. 18098 25. 22642 5. 24075 15. 3783 26. 9992 6. 24187 16. 36925 27. 4801 7. 47086 17. 31236 28. 56967 8. 33422 18. 20149 29. 24306 9. 59315 19. 48942 30. 8869 10. 50940 20. 38705 31. 56139 Birt án ábyrgðar. Ákveðið er að Blakdeild Knattspyrnufélagsins Víkings muni hvers mánaðar birta vinningsnúmer hvers mánaðar í Dagbls Morgunblaðinu og líklega Tímanum. Sér Sunddeildin því ástæðu til að birta vinningaskrána framvegis. Sunddeild Vestra Snjómokstur Framhald af bls 1 snjór á heiðinni,“ sagði Viðar Már. * Þá kvaðst hann halda að ein- hver tregða í Reykjavík hefði valdið þessu, en ekki vildi Krist- inn Jón gangast inná það, taldi veðurfari um að kenna. Á hreppsnefndarfundi á Suður- eyri í vikunni var rætt um snjó- mokstur og var sú bókun gerð að mönnum sýndist ekki fært að kaupa mokstur á Botnsheiði á móti ríkinu. Þá lögðu menn á- herslu á að mokstur yrði í fastara formi en verið hefði undanfarið, að sögn Viðars Más. sem kvað menn hafa verið nokkuð ánægða með moksturinn fyrir áramótin. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, sagði að almennt væru menn óánægðir með hve illa moksturinn nýttist og vildu láta moka eingöngu með hliðsjón af veðurspám hverju sinni. „Það er þó alveg greinilegt að við njótum ekki sömu þjónustu og aðrir landsmenn,“ sagði Jónas, „það heyrir maðurí útvarpinu. Hér er hægt að hafa ófært mán- uðum saman meðan sums staðar er alltaf verið að moka.“ Jónas sagði að óvenju snjólétt hefði verið í vetur og sagði ekki hægt að kvarta undan mokstri á leiðinni Þingeyri-FIateyri. Síðan 6. janúar hefur Djúpbát- urinn verið í föstum ferðum til Flateyrar og Suðureyrar tvisvar í viku. CAR RENTAL SERVICE - SÆKJUM — SENDUM MITSUBISHi COLT MITSUBISHI GALANT MITSUBISHI GALANT STATION b u» SMIÐJUVECI 44 D - KÓPAVOGI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OC HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.