Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 1
6. tbl. 10. árg. vestfirska 9. febrúar 1984 FRETTABLADIS FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFLUGVELLI SÍMI 3000 OG 3400 FLUGLEIDIR Fáum ætíð það nýjasta af fatnaði að minnsta kosti vikulega Fatnaður sendur með næsta flugi Verslunin ísafirði sími 3103 BæjarfiiHtúar Sjálfstæðisflokksins: Leggja tíl að bæjarsjóður selji hlutabréf að upphæð 10 m. kr. „Yfirskrift okkar tillagna er varfærni og aöhald,“ sagði Guðmundur Ingóifsson um breytingartillögur bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins við frum- varp að fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs (safjarðar fyrir árið 1984, en seinni umræöa um það fer fram í kvöld. í greinargerð með breyting- artillögum sínum segjast bæj- arfulltrúarnir byggja tillögur sínar á eftirfarandi grundvallar- forsendum: 1. Rekstrarútgjöldum verði hald- ið niðri sem hægt er, og í þeim efnum stuðst við þá stjórn- sýsluskipan er bæjarstjórn samþykkti á liðnu ári. 2. Unnið verði að brýnustu verk- efnum og tilteknum áföngum náð, þó með því að fjárveiting- ar bæjarsjóðs til gjaldfærðrar og eignfærðrar fjárfestingar séu í algjöru lágmarki. 3. Tekist verði á við það sem brýnast er. að leysa verulega úr lánamálum bæjarsjóðs. Öll áhersla verði lögð á að bæta fjárhagsstöðuna með greiðslu skammtímaskulda og lækkun langtímalána. 4. Þrátt fyrir aðhald og ýtrustu gætni í fjármunameðferð bæj- arfélagsins verði vissir þættir mála undirbúnir. þannig að í næstu framtíð verði hægt að marka skynsamlega fram- kvæmdastefnu á traustum fjár- hagslegum grunni. Þá segir í greinargerðinni að með hliðsjón af núverandi stöðu bæjarsjóðs, og þess efnahagsá- stands er nú hafi skapast í land- inu. þyki þeim það liggja ljóst fyrir að lánsfé verði illfáanlegt nema í sérstökum tilfellum. Það sé því ekki hægt að gera ráð fyrir því að útgjöldum verði mætt með lánsfé. Þvert á móti verði að leggja áherslu á að laga sem hægt sé lausafjárstöðu bæjarsjóðs, jafn- framt því að tryggja skilvísa greiðslu afborgana og vaxta af langtímalánum. Með þessari vinnuaðferð telja þeir að hægt sé að byggja upp trausta fjármála- stöðu að nýju, og þar með undir- Framhald á bls. 6 Vestfirðingar hafa verið iðnir við að iðka forna siði uppá síðkastið og blótað þorra af krafti. Þó bendir ýmislegt til þess að menn- ingararfurinn skili sér æ verr til hinna yngri, enda býr nú hver kynslóð í sínu horni og vill helst ekki láta trufla sig í lífsgæðakapphlaupinu. Það er þannig tímanna tákn að kynslóðirnar eiga æ erf- iðara með að ná saman á dansgólfinu. Þessi mynd var tékin á þorrablóti Hnífsdælinga um sfðustu helgi og sýnir menn gæða sér á sviðum, harð- fiski, hangikjöti, hákarli, kviðsviðum og öðru hnoss- gæti ættuðu úr forneskju. Skipta r skoðan ir um sn « jómokstí ir — ófært tíl Suðureyrar síðan fyrir áramót Pia Cramling kemur um helgina: Tekur hún vestfirska karlmenn tíl bæna? Gangi allt eftir mun sænska skákdrottningin Pia Cramling koma hingað til Isafjarðar á laugardaginn að tefla fjöltefli. Hr ráð fyrir þvf gert að hún tefli í Gagnfræðaskólanum á ísa- firði á laugardaginn kl. 15:00 og í Barnaskólanum f Bolung- arvík á sunnudaginn kl. 12:30. Allir skákáhugamenn eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Pia Cramling er tvítug og stiga- hæst allra skákkvenna í heimin- um, með 2405 stig. Heimsmeistar- inn, Maja Chiburg Danibze hefur 2.385 stig, en Pia tók ekki þátt í undankeppninni á móti henni, þar sem hún var við nám. Pia hefur ekki farið hefð- bundnar leiðir í skákheiminum, fór t.d. strax að keppa á karlamót- um og er alþjóðlegur meistari karla, þó enginn vafi leiki á kyn- ferði hennar. Hún hefur unnið alla sterkustu skákmenn Svía að Anderson undanskildum, og gerði sér sem kunnugt er iítið fyrir og vann Jón L. Árnason á Búnaðar- bankaskákmótinu um daginn, en Jón er nú stigahæstur íslenskra skákmanna. Pia þykir tefla mjög beittan sóknarstíl. og hefur ekki ómerkari maður en Boris Spassky orðið til að hæla taflmennsku hennar. Það er því ekki að furða þótt mestu karlrembusvín nagi sig í handarbökin af ótta við að ein- veldi karla sé að falla í skákinni. Sagði ekki Fischer að konur gætu ekki teflt? Fischer dró sig líka i hlé. Að lokum má geta þess að Reiknistofa Vestfjarða og E.G. í Bolungarvík hafa með fjárfram- lögum gert Taflfélagi ísafjarðar kleift að fá Piu hingað. Meðal Flateyringa og Súg- firðinga hefur verið töluverð ó- aænægja með snjómokstur það sem af er árinu. Það var þannig ekki fyrr en á miðviku- dag í liðinni viku að Breiða- dalsheiðin var opnuð í fyrsta skipti á árinu og þá uppá helm- ingskostnað Þingeyrar og Flat- eyrar á móti Vegagerðinni. Botnsheiði hefur enn ekki verið mokuð á árinu, en til stóð að taka upp mokstursáætlun í þessari viku að sögn Kristins Jóns Jónssonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni. Það er um tveggja daga verk að moka Botnsheiði að sögn Kristins. Hann sagði heiðina ekki hafa verið mokaða í síðustu viku þar eð þeir hefðu verið fram á miðvikudag að opna Breiðadals- heiðina og því einsýnt að komið yrði framundir helgi þegar tækist að opna og mokstursdagur á mánudegi. í reglum um snjómokstur á þessum leiðum er kveðið svo á að opna skuli einu sinni í viku með- an fært þyki vegna veðráttu og snjóþyngsla og heimilt að opna tvisvar í viku meðan snjólétt sé. „Þetta var kannski skiljanlegt Kvennaknattspyma: Setja markið hátt — Rósa Valdimars- dóttir ráðin þjálfari Eins og hraustum, jafnréttis- sinnuðum tuttugustualdar kon- um sæmir ætla ísfirskar stúlk- ur að halda uppl heiðri ísa- fjarðar hvað knattspyrnuna varðar í sumar. Elns og mönn- um er í fersku minni þá unnu þær sig upp í fyrstu deild síð- asta sumar, en strákarnir pompuðu niður í aðra. Stelpurnar ætla að taka málin föstum tökum og æfa nú fyrir íslandsmótið innanhúss, sem haldið verður í lok mánaðarins. Þar verða þær í riðli með Hvera- gerði, Stokkseyri, K.A. og Akra- nesi, en þær síðastnefndu ku orðnar ansi skæðar. Þá hefur verið ráðinn þjálfari fyrir vertíðina. Er það Rósa nokk- ur Valdimarsdóttir, sem leikið hefur með Breiðabliki og var fyr- irliði landsliðsins þangað til í fyrra. Rósa mun taka við liðinu í mars og spila með því líka. Ekki mun verða um afföll að ræða í liðinu, frekar öfugt. Það er semsagt mikill hugur i Isafjarðarstelpunum og víst að þær verða ekki auðveld bráð þeg- ar þær verða komnar í toppform í sumar. framanaf janúar, því þá var alltaf brjálað veður,“ sagði Viðar Már Aðalsteinsson, sveitarstjóri á Suð- ureuyi, „en seinnipart mánaðar- ins var blíða dag eftir dag, og ekkert skeði. Það erum við mjög óhressir með. Náttúrlega er ekk- ert vit í að moka í vitlausu veðri, en þegar menn sjá fram á blíðu dag eftir dag, þá er lágmark að renna hérna eina bunu í gegn. því það er ekkert sérstaklega mikill Frtmhald á bls. 6

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.