Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 2
2 /estíirska n FRETTABLADID Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Framhaldsmenntun Vinna framhaldsskólanefndar þeirrar er bæjarstjórn ísafj- arðar skipaði í vor hefur nú komið fyrir sjónir manna í formi greinargerðar og tillagna, sem að nokkru er gerð grein fyrir á öðrum stað hér í blaðinu. I greinargerð segir að nefndin hafi kynnt sér vinnu fyrri framhaldsskólanefndar kaupstaðarins, en helstu niður- stöður af starfi þeirrar nefndar, sem starfaði til ársins 1982, voru, hvað varðar framhaldsskólana á ísafirði, að hvorki væri nauðsynlegt né skynsamlegt að sameina þá við núver- andi aðstæður. Vakti framhaldsskóianefndin fyrri sérstaka athygli á að kostnaðarskipting milli ríkis og bæjar væri ísafjarðar- kaupstað mjög óhagstæð í frumvarpi er þá lá fyrir Alþingi um skipan framhaldsskóla. í tillögum starfandi nefndar er lagt til að Iðnskólinn, Menntaskólinn og Húsmæðraskólinn verði Iagðir niður í núverandi mynd, en á ísafirði verði stofnaður nýr skóli, Framhalds- og verkmenntaskóli, eða Fjölbrautaskóli. Verði hann byggður upp sem framhaldsskóli fyrir Vestfirði alla. Pá lýsir nefndin sig andvíga því, að leyfa rekstur fram- haldsdeilda við héraðsskólana á Vestfjörðum og við grunn- skólann á Patreksfirði. Starfandi nefnd tekur undir athugasemdir fyrri framhalds- skólanefndar þess eðlis að gjalda varhuga við valdi emb- ættismanna ráðuneyta og um kostnaðarskiptingu ríkis og bæjar, sem hún telur að kunni að bjóða heim ágreiningi. Vestfirska fréttablaðið telur ekki tímabært að taka afger- andi afstöðu til þessa máls, en bendir á mismunandi álit nefndanna um uppbyggingu framhaldsskóla annars vegar, og samdóma álit þeirra á kostnaðarskiptingu ríkis og bæjar hins vegar. Pá drögum við stórlega í efa réttmæti andstöðu nefndar- innar við starfrekstur framhaldsdeilda við héraðsskólana og við Grunnskólann á Patreksfirði. —Smáauglýsingar—- BAHÁ'I TRÚIN Upplýsingar um Bahá'i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, ísafirði. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöid frákl. 21:00 til 23:00. ALANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, semfengis á við áfengis- vandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðalstræti 42, Hæsta- kaupstaðarhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. í AAFUNDIR I Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- I um og kl. 11:00 á sunnu- | dögum að Aðatstræti 42, I Hæðstakaupstaðarhúsinu. I Sími3411. ■ AA DEILDIN AA FUNDIR BOLUNGARVÍK kl. 20:30 á fimmtudögum í Kiwanishúsinu á Grundum. AA DEILDIN TIL SÚLU Volvo 244, DL. árg. 1978, sjálfskiptur með vökvastýri. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 3515, Skúli. TIL SÖLU Volvo 244 De Luxe 1978, vökvastýrf. Tilboð. Upplýsingar í síma 3653 TILL SÖLU er bifreiðin f-2440 sem er VW Golf, árgerð '79. Ekinn 76000 km. Ný sumardekk fylgja. Útvarp/segulba. + 4 hátalarar. Upplýsingar í síma 3201 á daginn, 3176 á kvöldin. LÍTIL FJÖLSKYLDA óskar eftir 2—3ja herb.íbúð sem fyrst. Upplýsingar í síma 33115 BÍLL TILSÖLU Lada 1600 '79. Góðir greiðsluskilmálar. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 7480. TIL SÖLU gólfslípivél. Upplýsingar í síma 3539 í hádeginu og eftir kl. 19:00. TIL SÖLU fimm sportfelgur og dekk á jeppa. Upplýsingar í síma 4248. vestlirska ntETTABLADID Oröið er laust --Lesendadálkur- Jón á Laugabóli: Um fréttabréf Indriða Þaö er orðinn nokkuð fastur liður vetur hvern, að Indriði Að- alsteinsson á Skjaldfönn sendi frá sér fréttapistil og nú síðast í Vestfirska fréttablaðinu er út kom 5. jan. s.l. í þessum pistlum Indriða hef- ur gamanið oft þótt nokkuð grátt, takmarkað gætt hófs í vafasömum fullyrðingum og jafnvel reynt með persónuleg- um skætingi, að ná sér niðri á mönnum, sem ekki hafa viljað gefa eftir hlut sinn fyrir honum. Þeim sem orðið hafa fyrir þess- um skæruhernaði hans, hefur þótt af honum fnykur, sem best væri í lengstu lög að láta fram hjá fara án andsvara. Okkur kunningjum Indriða þykir þessi málflutningur hans ekki hæfa jafn greindum og annars ágæt- um manni sem hann er, og heldur alls ekki falla inn í mynd þess úrvalsfólks sem hann á kyn til. Vel má vera, að þegar menn búa langvarandi afskekkt í fá- förulu umhverfi taki að þróast með þeim einmanakennd, sem brýst út í ákafri þörf fyrir að láta samfélagið vita, að þeir séu til og til að vekja sem mesta eftir- tekt sé vænlegast að gera það á annarra kostnað. Þótt varla sé ómaksins vert að veita andsvör því, sem Indr- iði víkur að mér vegna grenja- vinnslu, í fyrrnefndum frétta- pistli í Vf., þá verður víst ekki undan komist að gera það ef hafa skal þaö, sem sannara reynist. Það virðist hafa komið illa við hann, að ég sagði í viðtali við Vf. s.l. haust, að hér í hreppi væri dýrbítur, enda grenjavinnsla verið í mesta ó- lestri á undanförnum árum. HEFEKKI NEITAÐ AD VÍSA Á GRENI Skrif Indriða breyta engu um það að þessi ummæli mín eru staðreynd og betur hefði hann látiö ógert að minnast sérstak- lega á framkvæmd grenja- vinnslu hér árin 1978 — 1981, því að einmitt þetta tímabil er mesta blómaskeið í fjölgun refa í Nauteyrarhreppi. Þá er ekki ár eftir ár, leitað á fjölda, jafnvel tugum grenja á byggðum sem óbyggðum jörðum. Þetta kalla ég að standa illa að grenja- vinnslu, en kannski telur Indriði þess betur að henni staðið eftir því sem leitað er á færri grenj- um og fleiri dýr leiða út. Að ég hafi neitað að vísa á grenin eru ekki svaraverð ó- sannindi og mér er heldur ekki kunnugt um annað, en að bændur aðrir hér hafi verið reiðubúnir að vísa á greni í löndum sínum og nærliggjandi eyðijörðum eftir því sem þeir hafa til þekkt. Hitt er svo annað mál, að ekki er hægt að ætlast til þess, að einstakir bændur leggi fram ótakmarkaða aðstoð við grenjaleitir, m.a. á eyðijörðum, án þess að gjald komi fyrir og heldur ekki til þess ætlast frá hendi löggjafans að einhver einn bóndi í sveitarfélaginu beri kostnað umfram einhvern ann- an vegna grenjavinnslu. Það er því sveitarstjórn sjálfri um að kenna ef grenjavinnsla hefur veriö hér í ólestri vegna þess að neitað hafi verið greiðslum til bænda fyrir aðstoð þeirra við grenjaleitir. Persónulega snertir þetta ekki mig, því að ég hef eftir mætti aðstoðað við grenja- leit á minni jörð og nærliggjandi eyðijörð án þess að gera kröfur um endurgjald utan einhvern tíman endur fyrir löngu að þá- verandi refaskytta vildi að ég gerði reikning fyrir útlögðum akstri. Hins vegar veit ég þess dæmi að bóndi einn fór þess á leit að sveitarsjóður greiddi honum eða hans mönnum að- stoð við grenjaleit á eyðijörð og fékk synjun sveitarstjórnar. Ég get vel skilið að það vefðist efti rleiöis fyrir hinum sama bónda, að gera út leiðangur ár eftir ár til aðstoðar við grenjaleit á honum óviðkomandi jörðum án þess að endurgjald kæmi fyrir. Einhverju sinni nefndi ég við Indriða, að það væri fráleitt að láta það standa í vegi fyrir grenjavinnslu að neita að greiða lögmætar kröfur þænda og þá ekki síst vegna grenjaleit- ar þeirra á jörðum þeim óvið- komandi. Hann var þessu and- vígur og sagði að þeir sem byggju næst eyðijörðum hefðu mestra hagsmuna að gæta um grenjaleit á þeim og gætu því lagt fram aðstoð sína án endur- gjalds. Indriða skiptir samkvæmt þessu t.d. engu máli hvernig staðið er að grenjaleit á eyði- jörðinni Lágadal því að tófa sem á greni þar myndi ekki leita fanga út að Skjaldfönn — og sjálfsagt hafa þau gert um það samning sín á milli. HVERJIR ÁTTU AÐ LEITA GRENJA Á EYÐIJÖRÐUM? Það er rétt hjá Indriða, að ég taldi þær refaskyttur sem hann tilgreinir, úr Bolungarvík, ekki ráða við grenjavinnsluna og bæri því sveitarstjórn að leita fyrir sér eftir þeim færari mönn- um. Aftur á móti eru það ósann- indi hjá honum að ég hafi barist fyrir því ,,af alefli" að heima- menn yrðu ráðnir. Ég lagði á- herslu á, að ráðnar yrðu aðrar grenjaskyttur í von um betri ár- angur og þá að sjálfsögðu menn með reynslu í grenja- vinnslu, en um slíka menn var ekki að ræða hér meðal heima- manna, — enda var það heldur enginn heimamaður sem tók við grenjavinnslunni vorið 1982, eftir þá Bolvíkinga sem Indriði tilgreinir. Ég kannast við að hafa mælt með því að sá maður yrði ráðinn og ég kann- ast jafnframt við, að hjá honum tókst ekki betur til um grenja- vinnsluna heldur en hjá forver- um hans úr Bolungarvík — og þar með bættist við fimmta árið í röð, sem grenjavinnsla var í algjörum ólestri í hrepþnum. En þá er jafnframt rétt að komi fram, að þessi refaskytta taldi sig víst hafa samið þannig við oddvitann, að bændur leituðu sjálfir grenja, en síðan yrði hún (þ.e. refaskyttan) tilkvödd eftir því sem greni fyndust. Kannski man Indriði að ég benti honum og fleirum á að mér sýndist það misráðið oftraust að ætla bændum að leita hver hjá sér og hverjir áttu svo að leita grenja á eyðijörðum? Ég taldi að refaskyttan ætti að vera með í grenjaleit, en staðkunnugir vísuðu henni á grenin, því að ummerki þess hvort dýr hefði lagt í greni eða ekki væru oft það óljós að ekki Framhald á bls. 7 Tækjahús Pósts og síma í Arnarfirði brann: Slæmt samband við umheimiim — hafði ekki neyðarástand í för með sér EKKINEYÐARÁSTAND Flest sambönd Vestfjarða- kjálkans við umheiminn fara í gegnum Patreksfjörð, þannig að fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum, allt frá Þingeyri, var erfitt að hringja útúr fjórð- ungnum eða til sunnanverðra Vestfjarða. Aðeins var hægt að notast við 9 handvirkar línur í gegnum Bæi, og var því gífur- lega mikið að gera hjá starfs- stúlkum Símstöðvarinnar. „Þegar svona er verður fólk bara að sýna þolinmæði og bíða,“ sagði Erling Sörensen, og sagði ekki hægt að kalla þetta neyðarástand. TÖLVURNAR ÚTI Ein afleiðing bilunarinnar var sú að tölvur sem tengdar eru um símalínu við móðurstöð í Reykja- vík duttu út. Þar voru bæjarfó- getaembættin á ísafirði og í Bol- ungarvík og Flugleiðir á ísafjarð- arflugvelli verst sett. því þau hafa fasta línu. Aftur velja bankarnir sér línu og gátu því grísað á að fá línu. eins og hver annar símnot- andi. en gat það þó reynst mjög erfitt. Tæknilega var líka hægt að láta þá hafa handvirka línu í gegnum stöð. En hvað gerist þegar tölva bilar á tölvuöld? Við könnuðum málið á nokkrum stöðum og kom í ljós að hvergi var um neyðarástand að ræða. þó vissulega ættu menn við við vanda að rjá. Hjá Flugleiðum var ekkert hægt að nota Alex- bókunarkerfið. og varð að taka upp gömlu bókunaraðferðina aft- ur. og fá upplýsingar úr Reykja- vík um allar bókanir sem verið höfðu á leiðinni ísafjörður- Reykjavík, Ísafj.-Akureyri. Gjaldkerinn hjá Bæjarfógetan- um á ísafirði tjáði okkur að al- menn afgreiðsla gengi að mestu eðlilega fyrir sig. nema erfitt væri að sjá hvernig dráttarvextir hefðu verið reiknaðir, eða hvernig á- kveðnum greiðslum hefði verið háttað á síðasta ári. Þar var sem- sagt hluti af fortíðinni týndur. Að sögn Ágústu Marísdóttur í Landsbankanum á ísafirði kom tölvuleysið helst niður á kúnnan- urn í sambandi við ávísana- og hlaupareikninga. ekki var hægt að fá rétta stöðu á reikningunum. Ágústa sagði að þegar svona kæmi uppá yrðu þau að nota flugið. þannig að svo framar- lega sem flogið væri nokkuð reglulega lentu þau ekki í teljandi vandræðunt. í Útvegsbankanum á ísafirði höfðu menn ekki lent í teljandi vandræðum. enda tekist að fá línu. Það er því greinilegt að sam- bandsleysi við umheiminn setur ekki mannlíf á Vestfjörðum á annan endann.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.