Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1
SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR Vönduð úr til fermingargjafa SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR SEIKO PULSAR 2inarQu^mnszon kfa í>tW J20Ö - Lfl$ Soluncja’iOíh s Atta inn- brot upplýst Nýverið tókst rannsóknar- deild lögreglunnar á ísafirði að upplýsa 8 innbrot sem náðu allt aftur til daganna milli jóla og nýárs. Að sögn Jónasar Ey- jólfssonar hjá rannsóknarlög- reglunni var hér einkum um eina ákveðna verslun að ræða og áttu sömu menn hlut að máli f flestum innbrotanna. Var það hópur 5—6 unglinga og er nú verið að afla gagna varð- andi bótagreiðslur. Frétt okkar í síðasta blaði um að tekust hefði að upplýsa innbrotin í vefnaðarvörudeild Kaupfélagsins og Vinnuver var því miður á misskilningi byggð. Innbrotin eru enn óupplýst, en lögreglan hefur þó ákveðna menn grunaða. Sólrisuhátíðín hálfnuð — leíkritíð Tilbrigði við önd sýnt á sunnudaginn Listahátíð ísfirðinga, Sólris- an, er nú hálfnuð. Málverkasýning átta vest- firskra málara hefur verið opn- uð og stendur út þessa viku. Þar eru margar fallegar myndir og eru landslagsmyndir frá Vestfjörðum áberandi. Kvöldvaka nemenda var haldin í nýja Menntaskólahús- inu á mánudagskvöld að við- stöddu fjölmenni og tókst á- gætlega, sérstaklega músíkat- riðin. Er greinilegt að mennt- skælingar eiga góðu tónlistar- fólki á að skipa. Á þriðjudagskvöldið var leik- listar- og bókmenntakvöld í Al- þýðuhúsinu þar sem m.a. var fluttur leikþáttur úr Heimsljósi. Á sunnudaginn verður myndin ,,An Officer and a Gentleman” sýnd í Alþýðuhúsinu. Mynd sem stendur fyrir sínu. en getur þó vart flokkast með bestu myndum. Hefði vissulega verið gaman ef tekist hefði að fá hingað „Hrafn- inn flýgur” eða „The Day After" eins og hugmyndir voru uppi um. Svo ekki sé nú minnst á „Atóm- stöðina.” ENN EIGUM VIÐ ÝMISLEGT TIL GÓÐA í kvöld mun Þorgeir Þor- geirsson. rithöfundur, lesa og kynna verk sín á Heimavist M.f. Torfnesi. Annað kvöld verður „Jam-Session“ í Alþýðuhúsinu. Þessi jazz-kvöld hafa notið mik- illa vinsælda á Sólrisu. Á laugar- daginn kl. 15:00 verður AFS kynningarfundur á heimavist. Um kvöldið verða tónleikar og mun hljómsveitin Vonbrigði verða þar í aðalhlutverki, en ís- firskar hljómsveitir munu hita upp. Síðan verður Sólrisuball. Á kvöldvökunni las hún upp bréf til Bandaríkj aforseta. TILBRIGÐi VIÐ ÖND Á SUNNUDAG Alþýðuleikhúsið ætlar að sækja okkur heim og sýna okkur leikrit- ið „Tilbrigði við önd" eftír bandaríska höfundinn David Mamet. Aðeins tveir leikarar koma þar fram, Viðar Eggertsson og Helgi Björnsson. Við höfðum samband við þann síðarnefnda og báðum hann segja okkur eitthvað frá leikritinu „Það fjallar um tvo menn sem eru úti í garði í stórborg, sem er Chicago, en þaðan er höfundur- inn, og þeir eru að ræða um lífið og tilveruna. Samtöl þeirra eru í mjög léttum dúr og byggjast mik- ið á orðaleikjum. Þeir tala til dæmis mikið útfrá önd sem er þarna í garðinum. Þetta er fyrsta leikrit Mamets. hann skrifaði það þegar hann var 23 ára. Mamet er að gera garðinn frægan í New York um þessar mundir. Þar er A1 Pacino að leika í leikriti eftir hann sem heitir American Buffalo og gengur það á Broadway." Helgi sagði að Tilbrigði við önd hefði verið vel tekið, fólk hefði verið ánægt. Hvort hann hlakkaði til að leika í sínum heimabæ? „Jújú, mér líst vel á það. Ég vona bara að ísfirðingar kunni að meta þetta leikrit.“ Leiksýningin hefst kl. 21:00 í Alþýðuhúsinu og stendur í eina klukkustund. Ástand sjávar: Yekur vonir um bætt lífs- skOyrði í sjónum í vor Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var í sjórann- sóknaleiðangri á miðunum umhverfis landið í febrúar. Mælingar voru umfangs- mlnni en oft áður, vegna slæmrar tíðar og stutts út- haldstíma. Þær gefa þó upp- lýsingar um ástand sjávar á miðunum norðanlands og austan, en sunnanlands voru engar mælingar gerðar og verður reynt að bæta úr því f mars. Helstu niðurstöður hita- og seltumælinga eru þessar: Hlýsjórinn fyrir Vestfjörð- um er 4 — 5 ° heitur og áhrifa hans gætir fyrir Norð- urlandi með hitastigi um 2 — 3 ° og seltu nær 35 prómill. Fyrir Austfjörðum er sjávarhiti um 2° og selta var 34.8 pró- mill. Kaldi sjórinn fyrir Norð- ur- og Norðausturlandi með hitastig undir 0° er fremur langt undan og seltan há, þannig að vart er von á hafís úr þeirri átt í vetur og vor. Skilin viö Suðausturland eru að venju við Lónsbug og hitastig á siglingaleið og á loönuslóð grunnt með Suö- urlandi er 6° og lægra. Þessar niöurstöður frá noröur og austurmiðum eru mikil breyting til batnaðar frá því sem var á þessum árstíma undanfarin þrjú ár, þegar enginn hlýsjór fannst fyrir Noröurlandi, og þaö reyndar heldur ekki að vori. Vísbend- ing um að svo mundi e.t.v. verða fékkst í mælingum í nóvember 1983. Hver fram- vindan verður síðar í vetur og í vor er ekki unnt aö fullyrða um fyrir víst, en þó má ætla að ástand sjávar í vor á norð- urmiðum geti einnig orðið betra en var á undanförnum köldum árum, þegar svalsjór ríkti á miðunum og ekki vott- aði fyrir hlýja sjónum. Vekur ástand sjávar nú þannig e.t.v. vonir um bætt lífsskilyrði í sjónum í vor. Kaupfélag Isfirðinga: Beiðni uni rannsókn á hugsan- legum fjár- drættí og skjalafalsi „Beiðni frá kaupfélagsstjóra um opinbera rannsókn á til- teknum fjárreiðum skrifstofu- stjórans barst okkur fyrir há- degi á mánudag og var hann tekinn í vörslu lögreglunnar þá um hádegisbil,” sagði Pétur Hafstein, sýslumaður, um fjár- svikamálið sem komið er upp í Kaupfélagi ísfirðinga. „Gæsluvarðhaldsúrskurður var svo kveðinn upp á hádegi á þriðjudag, innan sólarhrings frá því hann var tekinn, og var til þriggja daga, þannig að við þurfum að vera búnir að taka afstöðu til framhaldsins á há- degi á föstudag. Varðhaldið gæti Ifka orðið styttra ef rann- sókn væri komin það vel á veg, það getur verið mikið rann- sóknarefni eftir í gögnum málsins og bókhaldi þó 'ohætt sé að sleppa manninum,” sagði Pétur. Hann sagði manninn hafa játað á sig fjárdrátt að ein- hverju leyti, spurningin væri hvort það væri meira heldur en hann hefði játað. Ekki vildi Pét- ur segja neitt um það í hverju afbrotið væri fólgið, en sagði að beiðni kaupfélagsstjóra væri um rannsókn á hugsan- legum fjárdrætti og ef til vill skjalafals. Bolungarvík: Æfa finnskt bamaleíkrit í Bolungarvík eru nú hafnar æfingar á barnaleikritinu „Finnur karlinn, kisa og seppi" og er stefnt að frumsýningu á Vordögunum í maí. Þetta er finnskt leikrit í leikgerð Ritva Siikala og þýðingu Kristínar Mántylá. Leikstjóri er Svanhild- ur Jóhannesdóttir, en síðasta verkefni sem hún leikstýrði var Andardráttur Alþýðuleikhús- sins. Ólafur Már Guðmunds- son mun sjá um búninga og leikmynd. Þetta finnska barnaleikrit ku vera fjörugt og líflegt þannig að bolvísk æska á von á góðu. Leikendur eru 10, fullorðnir og unglingar. Því er svo að bæta við frétt- ina af Vordögum í síðasta blaði að Kiwanisklúbburinn Ernir mun ásamt Lion og JC vinna að uppsetningu málverkasýn- ingar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.