Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 2
I vesttirska rRETTABLADlS vestfirska FRETTABLAÐID Vikublad, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. HEYRÐI ÉG ANDVARP? Það þurfti ekkert að kalla. Vanir menn kipptu landgangn- um frá og losuðu síðan að aft- an. Hliðargluggi var skrúfaður niður og hausinn á kallinum birtist. Skuturinn fór að síga frá og þegar skipið hafði myndað hæfilegt horn við kantinn bakk- aði kallinn og framendanum var sleppt. Nokkrir ungir hásetar í lopapeysum og bleikum göllum stóðu sviplausir á dekki og hvalbak. Það var stinningskaldi. Kallinn veifaði vingjarnlega úr glugganum, dró síðan hausinn inn og lokaði. Guðbjörgin var lögð í einn túrinn enn. Nokkrir bílar óku hægt heim á leið. ER VIRKILEGA ENGINN BAR HÉRNA? Ég kom þar að sem unglings- stelpur voru að brúka munn við þrjá stráka um tvítugt. Stóðu þær hins vegar götunnar og göluðu óprenthæf orð hver f kapp við aðra. Strákunum virt- ist af einhverjum ástæðum verða orðfátt. Ég hugðist ganga leiðar minnar en þá kom einn piltanna skokkandi á eftir mér og spurði óðamála: — Do you speak English? Jú, ég þóttist tala ensku. — Hvað eru stelpurnar að segja? spurði hann þá. — Þær tala sóðalega, sagði ég og kvaðst ekki kunna samsvar- andi orðfæri á ensku. Hinir tveir komu nú aðvífandi og dinglaði annar hálffullri brennivínsflösku svo ég hélt sem snöggvast að hann væri íslendingur. En svo var ekki, því sá enskuglaði snaraði svari mínu umsvifalaust yfir á norsku. Aðspurðir sögðust félagarnir vera hásetar á norskum rækju- bát, það væri bilað hjá þeim og beðið eftir að flogið yrði því varahluti vantaði. Big money að veiða rækju, sögðu þeir. Hvort ekki væri eitthvert diskótek hérna? Þetta var seint á mánudags- kvöldi og ég varð að hryggja þá með því að ekkert væri diskóið. Á virkum dögum væru allir lúnír og nenntu ekki að skemmta sér. — En hvað gera krakkarnir þá á kvöldin? Ég yppti öxlum fáviskulega. Sá íslendingslegi færði sig nær og góndi opinmynntur upp í nasirnar á mér, því hann laut fram eins og gangstéttin væri allt í einu farin að halla. Mér leist ekki á hann. UTI BLÁTSN I dag skrífar Rúnar Helgi — Er þá ekki einhver bar hérna sem hægt er að fara á? spurði sá enskuglaði. — Nei, sagði ég, hér eru skemmtistaðir bara opnir um helgar. Þetta er svo lítið pláss skiljiði. — Ekki svo lítið, sagði pilturinn vantrúaður og fór inná sig eftir einhverju til að milda þessa hræðilegu fregn. — Viltu sjúss? Ekki það nei. Amerískt tyggjó kannski? — Er virkilega enginn bar hérna? Ég ítrekaði fyrri svör, hér væri rúmhelgin afskaplega til- breytingarsnauð — og benti inní kirkjugarðinn við hliðina á okkur. Þeir létu sér segjast og reik- uðu svekktir oneftir á ný f-— Smáauglýsingar—- Orðið er lanst ---Lesendadálkur------ Þráinn Arthúrsson: tíl Jóns BAHÁ I TRÚIN Upplýslngar um Bahá'l trúna eru sendar skrlflega, ef óskað er. Utanáskrlft: Pósthólf 172, Isaflrðl. Oplð hús að Sund- stræti 14, síml 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 tll 23:00. I AL ANON FUNDIR J fyrir aðstandendur fólks, sem ■ á við áfenglsvandamál að J strfða, eru kl. 21:00 á mánu- I dagskvðldum að Aðalstræti ■ 42, Hæstakaupstaðarhúslnu. | Upplýsingar veittar í síma | 3411 á sama tíma. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvðld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúslnu. Sími3411. AA DEILDIN AA FUNDIR BOLUNGARViK kl. 20:30 á flmmtudðgum í Kiwanlshúslnu á Grundum. AA DEILDIN .. ......................... TIL SÚLU Eldhúsborð og tveir stólar. Upplýsingar í síma 3838 eða Sólgata 5, N. hæð, norður- enda. TILLEIGU Rúmgott herbergi til leigu að Hrannargötu 4. Upplýsingar veittar á staðn- um. ÓSKA EFTIR að kaupa ódýran vel með far- Inn barnavagn, helst Silvei Cross. Upplýsingar í síma 4014. TIL SÖLU Ljúfur ÍS—609, tveggja tonna bátur. Upplýsingar í síma 4059 og 4342. SAMKOMA Almenn samkoma föstudag 16/3 kl. 8:30. Oskar Jónsson stjórnar.Hjálpræðisherinn Mánagötu 4. Ekki datt mér það í hug, þeg- ar ég var ráðinn til grenja- vinnslu í Nauteyrarhreppi vorið ‘82, að ég þyrfti að standa í blaðaskrifum vegna þess máls, nú tveimur árum síðar. Þó er því nú þannig varið og valda þar um blaðaskrif þess mæta manns: Jóns á Laugabóli. Hann virðist vera pennaglaður maður í meira lagi og kveður svo rammt að þeirri gleði stundum, að hugsunin hefur ekki tíma til að fylgja höndinni eftir — eða hvað skal maður halda þegar sjálfur oddvitinn lætur frá sér fara missagnir og jafnvel helber ósannindi og það á prenti! Ég vil hér á eftir gera fáeinar athugasemdir við skrif Jóns í Vestfirska fréttablaðinu, þann 16. feb. s.l., þarsem hann raun- ar er að svara Indriða á Skjald- fönn, en lætur þó frá sér fara ákveðin ummæli um undirritað- an. Það er rétt hjá Jóni, að heimamaður í Nauteyrarhreppi var ég ekki þegar ég tók að mér grenjavinnsluna þar, sam- kvæmt hans tilmælum, vorið ‘82. Á þessum tíma bjó ég í Ögurhreppi og hafði stundað þessi störf þar í 4 ár. Jón segir orðrétt í grein sinni: ...þessi refaskytta taldi sig víst hafa samið þannig við odd- vitann, að bændur leituðu sjálfir grenja, en síðan yrði hún (þ.e. refaskyttan) tilkvödd eftir því sem greni fyndust." (tilv. lýkur) Ég vil taka það fram, að ég taldi mig ekki hafa samiö við odd- vita, ég samdi þannig við odd- vita, að bændur leituðu sjálfir á greni og kallað yrði á mig ef tófa fyndist á greni. Þetta gekk — en með undantekningum þó. Menn tóku yfirleitt vel í að leita sín lönd og leystu það verkefni með prýði. Á einum bænum lagði meira að segja húsfreyjan upp í leiðangur um sína landareign og gáði á öll þekkt greni og gerði þar með sumum grönnum sínum skömm til — þar á meðal Jóni bónda á Laugabóli. En hann fór ekki á þrjú þekkt greni í Laugabóls- landi; að hans eigin sögn, þá fannst honum of langt að fara, en bílvegur mun þó vera ein- hvern hluta leiðarinnar. Geta menn dæmt um það sjálfir hver áhugi Jóns muni vera fyrir refa- eyðingu. Ja, — nema rebbi hafi náð samningum við Jón, að fá að hafa þessi greni í friði vorið ‘82? En ég verð að segja það, að þá hefur nú tófan hlunnfarið Jón illilega, því á einu greninu sem ég vann í Laugabólslandi, lágu lambshræin hans Jóns á víð og dreif kringum munnana, kannski hefur dýrbíturinn ekki þekkt markið? Ég minnist þess, að Jón var glaður eins og barn á jólum, þegar ég færði honum dýrbítinn dauðan og hans fjölskyldu og finnst mér kveða við annan tón, er hann segir nú að illa hafi tekist til hjá mér við grenja- vinnsluna. Ekki fæ ég þó við það ráðið þótt sorgin yfir refa- fjölskyldunni yrði svo þung hjá Jóni, að gleðin yfir auknum lífs- líkum hjá lömbunum hans yrði að lúta í lægra haldi. Ég vona þó að Jón láti huggast — því eins og sagt er, þá kemur mað- ur í manns stað og vonandi líka refur í refs stað og hlunnindin í refabúskap í Laugabólslandi fara tæpast framhjá neinum meðalskýrum ref. Þar virðist vera sannkölluð refaparadís, nóg að bíta og brenna, fylgsni í J hverju holti og lítið sem ekkert að hræðast. Hvers getur frið- laus útlagi, sem fé er lagt til höfuðs, óskað sér frekar? En ef að því kemur að Jóni þyki ref- irnir farnir að þrengja að sér um of, vil ég benda honum á að taka bændur í Ögurhreppi sér til fyrirmyndar í sambandi við grenjaleit. En þar voru þeir (bændurnir) svo ákafir að nærri lá að það yrði að hefta þá um grenjatímann, svo þeir hlypu ekki allir til fjalla sama daginn. í sambandi við grenjaleit, svona yfirleitt, langar mig að koma því á framfæri að heppi- legast er, að kunnugur maður fylgi skyttunni á grenin. En sé Nýlega gáfu S.G. hljómplötur út sérstæða plötu. Á henni er að finna sönglög flutt af Jóni Kr. Ólafssyni frá Bíldudal. Það er ekki á hverjum degi sem Vestfirðingar gefa út einsöngs- plötur og ennþá sjaldgæfara er að lítil sjávarpláss á borð við Bíldudal leggi lóð á vogaskál listagyðjunnar. Oft er það svo að listin á sér fáa unnendur hvað þá iðkendur á litlum stöð- um þar sem lífið er fiskur. Plata Jóns er ágæt viðleitni til að hefja sig upp úr meðalmennsk- unni. Hún sannar einnig að Jón hefur hin ýmsu tilbrigði söng- listarinnar á vaidi sínu. Söngur hans hljómar nú fyrir eyrum alþjóðar eins og hann hefur gert um árabil á meðal sveit- unga hans við mörg tækifæri. Á plötunni eru mörg lög eins og Myndin eftir Eyþór Stefáns- son, Litli vin eftir Jolson, Taktu skyttan ekki við, er best að tveir menn fari saman á grenin, þannig að annar geti orðið eftir við grenið, til að koma í veg fyrir flutninga fjölskyldunnar, á með- an hinn nær í skyttuna. En þó er ekki mælt með því að maður setjist upp í aðal- munnann, með hestinn tjóðrað- an við bakdyrnar, eins og Jón gerði á dýrbítsgreninu, á með- an ég var sóttur. Þar fór betur en á horfðist, því dýrin höfðu brugðið sér langa bæjarleið til fanga þann daginn. Læt ég þessum pistli hér með lokið, en ef menn langar til að kynna sér eitthvað í sam- bandi við eyðingu refa, vil ég benda þeim á að lesa bókina ,,Á refaslóðum" eftir Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. ísafirði, 12. mars 1984 sorg mína eftir Bjarna Þor- steinsson, Dagný og Tondeleió eftir Sigfús Halldórsson, Heimir eftir Sigvalda Kaldalóns, Ljúf- þítt lag og Unaðsbjarta æsku- tíð, eftir Jón Ástvald Jónsson, Það vorar eftir Sigvalda Kalda- lóns, Til Unu eftir Sigfús Hall- dórsson, Ég lít í anda liðna tíð og Fjallið eina eftir Kaldalóns. Kaldalóns. Undirleik annaðist af kost- gæfni Ólafur Vignir Albertsson. Samspil þeirra Jóns er með miklum glæsibrag Það hlýtur að vera fengur að eignast söng Jóns Kr. á svo góðri plötu sem raun ber vitni. Þeim sem vildu eignast plötuna skal bent á að platan er til sölu hjá söngvaranum sjálfum og síminn er 2186, Bíldudal. Á ísa- firði verður platan til sölu hjá Pétri Bjarnasyni, fræðslustjóra, Fagraholti9. A.H.G. HLIFARKONUR Fundur verður haldinn í Húsmæðraskólan- um, mánudaginn 19. mars kl. 21:00 stund- víslega. Venjuleg fundarstörf. Videósýning frá samsætinu. Stjórnin. Jón Kr. Olafsson M Bfldudal á eínsöngsplötu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.