Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 5
vestíirska vestfirska 4 Isafjarðarkaopstaðnr íbúðir til sölu Til sölu eru hjá ísafjarðarkaupstað 2 þriggja herbergja íbúðir: Fjarðarstræti 9, 66,5 ferm., Heimabær 5, 81,25 ferm. Upplýsingar gefur Tryggvi Guðmundsson í síma 3740. Frá Húsmæðraskólanum Ósk Eftirtalin námskeið (2 kvöld) standa til boða, ef næg þátttaka fæst. Glóðarsteiking - Gerbakstur - Smáréttir - Síldar- og fiskréttir. Einnig lengri námskeið í bótasaum, spjald- vefnaði og keramik. Kennt er á kvöldin. Upplýsingar í síma 3025 og 4198. SKÓLASTJÓRI DANSLEIKUR í Góðtemplarahúsinu laugardagskvöld 17. mars kl. 23 — 3 Borðapantanir frá kl. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó Ásgeir og félagar SKÍÐAMENN Veitingasalan Skíðheimum býður upp á: Nestispakka Heita og kalda drykki Heimabakaðar kökur Smurt brauð Góðar veitingar — Hóflegt verð SKÍÐHEIMAR Staðreyndir um einingahúsin okkar Vönduð og falleg hús sem bjóða upp á marga möguleika. Allt að 25% ódýrari en hefðbundin steinhús. Einingahús úr timbri er hagkvæmur byggingarmáti og þú sparar tíma og fyrirhöfn. Ef þú kaupir hús af okkur verður flutningskostnaður minni. Þú átt möguleika á að móta húsið að þínum óskum utan sem innan. Ef þú ert að hugsa um að byggja hús, er rétt að hafa samband við okkur. IÐNVERK HF Þórsgötu 12 - 450 Patreksfirði Símar: 94-1174 - 94-1206 [ 1 fRETIABLADID vestfirska fRDTTABLADID Það hefði eitthvert bæjarfé- lag grátið það að missa hefla skipasmíðastöð í vaskinn — rætt við Sævar Birgisson, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar Ekki furða þótt blm. þætti kyrrð- in annarleg. En það er þó langt frá því að menn séu búnir að missa móðinn, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Sævar Birg- isson, skipatæknifræðingur, ber það a.m.k. ekki meö sér. byggðar og vagninn sömuleið- is. Nú er hægt að taka upp skip á stærð við Orra. Þó er slippur- inn reiknaður fyrir 800 þunga- tonn, en það sem kemur eink- um í veg fyrir að skuttogararnir séu teknir upp í hann er að betri útbúnað vantar til að styðja skipin. Búið er að panta hann. ,,Það er mikiö atriði fyrir okk- ur að fá góðan slipp, en þó ekki síður fyrir önnur þjónustufyrir- tæki í bænum. Við missum út úr GRÁTLEGT EF HÆTT VERÐUR AÐ SMÍÐA SKIP Á ÍSAFIRÐI ,,Það er mjög erfitt að reka svona fyrirtæki með svona fá- um mönnum. Þetta er algjört lágmark til að ráða við verkefni, MISSUM MILLJÓNATUGI ÚTÚRBÆNUM ,,Það er búið að vera nóg að gera undanfarið og er nóg eins og er,“ sagði. hann og leit uþp frá teikniborðinu sem hann hafði grúft sig yfir þegar blm. gekk í bæinn. „Við höfum nóg að gera næstu tvo mánuði og þykir satt að segja gott að sjá svo langt fram í tímann. Þetta eru eingöngu viðhaldsverkefni og breytingar,“- sagði hann þegar blm. var sestur með út- sýni yfir slippinn. Enda barst talið að honum „Þegar fer að vora kemur slippurinn til og bjargar okkur með verkefni," sagðihann. ,Ef við erum ekki samkeppnishæfir, þá er það annaðhvort vegna þess að við erum latari." Þess má geta að nú eru í gangi viðræður um yfirtöku bæjarsjóðs á slippnum. í fyrra voru teknir þar upp 50 bátar, og sagði Sævar að það hefði bjargað sumrinu hjá þeim. „Við fáum einnig töluverðar tekjur af slippnum hérna inni í húsinu. Þar er hægt að taka upp 40 tonna bát með möstrum og öllu, og munar miklu að geta unnið við bátana inni.“ — En með nýsmíði? „Við höfum ekki nýsmíða- samning, en það er geysilegur áhugi fyrir nýsmíði hjá útgerð- armönnum. Það er bara enga peninga að hafa, rekstrar- grundvöllur virðist ekki vera fyr- ir hendi, að hluta til vegna kvótakerfisins í Djúpinu," segir Sævar og bendir á teikningu að rækjubát sem hann hefur gert. „Þessi bátur mundi afkasta fjórföldum kvóta.“ Þessi slippur man timana tvenna. Þegar blm. var í gúmmí- skóm voru flestir bátar bæjarins teknir þar upþ og voru ekki mörg bæjarfélög jafn vel sett að því leyti. — Svo hrakaði þess- um slipp og um hríð var hann ekkert brúkaður. Grotnaði nið- ur og bátar urðu að sigla í önnur byggðarlög til að komast á þurrt. Svo sáu menn að við svo búið mátti ekki standa og hófu endurbætur. Þær gengu seint, enda unnar í íhlauþa- vinnu. Undirstöður voru endur- Asgeir Sigurðsson og Sævar ræða maiin a lagernum. Þegar blaðamaður var á gúmmískóaskeiðinu var mikið sport að spranga um Suður- tanga. Þar var mikið usl, — bátar á kambi eða í slipp, snikkarar og aðrir iðnaðar- menn á þönum; vinnuhljóð úr hverju horni. Sannkallað gós- enland guttans. Þegar blaðamannsræfillinn elti síðan hrágúmmísólaðar tærnar á sér þangað ofaneftir í kafaldsmuggu fyrir skemmstu, kvað við annan tón, lágværari. Snjórinn féll friðsamlega til jarðar og máði út sporin. Já, nú er öldin önnur. Fyrir- tæki Marsellíusar Bernharðs- sonar heitins starfar ekki leng- ur. Enginn bátur verið smíðað- ur í þessari gamalgrónu skipa- smíðastöð síðan Guðlaugur Guðmundsson var afhentur vorið ‘82. Síðastliðið vor keyptu nokkrir afkomendur Marsellíus- ar og makar þeirra hluta af eignum Skipasmíðastöðvar Marsellíusar Berharðssonar og hófu rekstur undir nafninu Skipasmíðastöð Marsellíusar þann 16. apríl s.l. Þá voru aðeins 8 menn í vinnu hjá stöðinni og hafði starfsemin verið í mikilli lægð um skeið. Nú, tæpu ári síðar, eru starfsmenn orðnir 20, en þegar mestur var erillinn og ysinn hjá Skipasmíðastöð M. Bern. störfuðu þar um 60 manns. bænum milljónatugi á ári hverju af því ekki er hægt að taka flotann upp hérna," sagði Sæv- ar. „Það er ómögulegt að reka svona slipp hallalausan, því hér er aðeins hægt að taka upp eitt skip í einu og stöðugjöld eru mjög lág, 850 kr. á dag fyrir skip upp að 50 tonnum. Á flest- um stöðum eiga bæjarfélögin slippana, þeir eru hugsaðir sem hluti af hafnarmannvirkjum." og ég hef stundum velt því fyrir mér hvert við rnundum sækja tækniþekkingu ef við fengjum að smíða skip. Það er nefnilega töluvert tækniafrek að smíða skip og gefur möguleika á upp- byggingu tækniþjónustu á staðnum. Ég held að almennt geri menn sér ekki grein fyrir hvað það er alvarlegt mál að missa þennan þráð niður, og ég er hræddur um að eitthvert bæjarfélag hefði grátið það að missa heila skipasmíðastöð í vaskinn. Einkenniö á skipasmíðastöð er ekki fjöldaframleiðsla, heldur fyrst og fremst samsetningar- vinna, og í Danmörku segja menn að einn maður í skipa- smíðstöð skapi þrjú störf ann- ars staðar. Þess vegna hafa menn víða lagt áherslu á að halda skipasmíðastöðvunum gangandi; skipasmíðin er frum- grein sem er undirstaða margra annarra. Hér á landi hefur ekk- ert fyrirtæki getað byggt af- komu sína á þjónustu við skipa- smíðastöðvar, vegna þess hve miklar sveiflur hafa verið í smíð- inni. Á ísafirði hafa verið smíð- uð skip langa lengi og maður tárast yfir því ef skipasmíði leggst niður hér.“ LÁNIN SKIPTA SKÖPUM „Markaðurinn er nógu stór fyrir íslenskar skipasmíðastöðv- ar, það er ekki þeim að kenna að skipastóllinn er of stór. End- urnýjunarþörf íslenska flotans er um 2.500 — 3.000 rúmlestir á ári miðað við eðlilegt ástand, og það nægði til að halda skipasmíðastöðvunum á fullum afköstum. Þetta er hins vegar allt spurning um peninga. Lánakjörin sem fylgja erlendu skipunum eru eins og dagur og nótt miðað við það sem hér er. Það eru þessi lán sem skipta sköpum." — En eruð þið samkeppnis- hæfir að öðru leyti? „Ef við erum ekki samkeppn- ishæfir, þá er það annað hvort vegna þess að við erum latari, eða þá að við kunnum ekki að skipuleggja vinnu okkar nógu vel. En ef okkur yrðu sköpuð sömu skilyrði og erlendu stöðv- unum er ég sannfærður um að við yrðum samkeppnishæfir. Það getur hins vegar verið að íslensku stöðvarnar hafi ekki staðið sig nógu vel, ég skal ekki segja um það. Rothöggið hér var síðasti bátur. Þá fór verðið uppúr öllu valdi og síðan er eins og enginn hafi viljað tala við okkur. Samt segja menn það ekki hafa verið skipasmíða- stöðinni að kenna. Þetta var á miklum verðbólgutímum, doll- arinn hækkaði stöðugt, og svo var smíðin stopp í 9 mánuði — þetta kollvarpaði dærninu." POSTULARNIR ÆTTU AÐ LÍTA HINGAÐ „Þeir postular sem alltaf eru að tala um iðnþróun á Vest- fjörðum ættu að kíkja á mál eins og þessa stöð áður en lengra er haldið. Til að auka iðnþróun á Vestfjörðum fyndist manni eðli- legt að líta fyrst til þessa, vegna þess að skipasmíðastöð kaupir mikla vinnu frá öðrum fyrirtækj- um í bænum. Það er líka stað- reynd að erfitt er að halda góð- um mönnum ef engin nýsmíði fæst. Nýsmíði er aðalmálið, því hér eru allar aðstæður til henn- ar. Hins vegar ef við fáum ekki að smíða skip nema á tveggja eða þriggja ára fresti þá erum við betur sett án skips en hafa þess í stað stöðug viöhalds- verkefni. Annars stöndum við upþi verkefnalausir að nýsmíð- inni lokinni og verðum að fara að lokka kúnnann til okkar aft- ur. Best væri að geta sinnt hvoru tveggja samtímis." Atli Einarsson leggur upp í fyrri ferð stórsvigsins, en þá náði hann öðrum besta tímanum. Piinktamót í svigi og stórsvigi: Atli og Gummi skiptu á milli sín guUverðlaununum Þorramótið fór úr skorðum vegna þess hve veðurguðirnir voru drýldnir á laugardaginn. Varð að fresta keppni fram á sunnudag þannig að mikið var um að vera á Dalnum þá. Keppt var í svigi, stórsvigi og göngu og var framkvæmdin til sóma fyrir Skíðaráð ísafjarðar. Ekki tókst öllum skráðum keppendum að mæta til leiks. I svigi og stórsvigi var búist við að baráttan stæði milli Ólympíufar- anna tveggja, Árna Þórs Árnason- ar og Guðmundar Jóhannssonar, en Daníel Hilmarsson var illa fjarri góðu gamni. í sviginu urðu hins vegar óvænt úrslit, því Atli Einarsson gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur, var rúmum tveim- ur sekúndum á undan næsta manni. Guðmundur og Árni Þór lentu báðir í vandræðum og luku ekki keppni. Úrslitin: 1. Atli Einarsson I 97.19 2. Ólafur Harðarson A 99.46 3. Tryggvi Þorsteinsson R 99.73 4. Guðjón Ólafsson I 102.28 5. Einar V. Kristjánss. I 103.17 6. Rúnar Jónatansson I 108.49 7. Árni Sæmundsson R 113.05 8. Úlfur Guðmundsson f 157.29 Ekki fengu keppendur mikinn tíma til að jafna sig eftir svig- keppnina, því stórsvigið hófst kl. 14:15. Var greinilegt að Olympíu- fararnir ætluðu sér þar stóra hluti. Þeir skoðuðu brautina vel og voru einbeittir í startinu. Spenna í loft- inu. I fyrri ferð startaði Gummi fyrstur. Hann fór brautina af miklu öryggi og fékk tímann 50.91. Næstur var Árni Þór og þó honum tækist ferðin nokkuð vel náði hann ekki að skáka Gumma, fékk tímann 51.83. Atli skaust síðan af stað og ætlaði sér ber- sýnilega að sýna hvað í honum byggi. Hann fór brautina vel og náði öðrum besta tímanum, 51.73. f seinni umferðinni voru menn spenntir að vita hvort ísfirðingun- um tækist að halda fengnum hlut. Það tókst þeim svo sannarlega við mikil fagnaðarlæti heimamanna. Tvöfaldur ísfirskur sigur. 1. Guðm. Jóhannss. f 101.36 2. Atli Einarsson í 102.60 3. Árni Þór Árnason R 103.29 4. Ólafur Harðarson A 103.99 5. Guðjón Ólafsson f 105.95 6. Einar Valur Kristj. f 106.45 7. Rúnar Jónatansson f 109.88 8. Haukur Bjarnason R 109.96 9. Tryggvi Þorsteinsson R 110.15 10. Úlfur Guðmundsson í 116.19 Atli Einarsson var tvímælalaust maður dagsins, krækti sér í eitt gull og eitt silfur. Þegar blm. hitti hann að máli skömmu áður en stórsvigskeppnin hófst sagðist hann vera í mjög góðri æfingu. Hvort hann væri orðinn betri en Ólympíufararnir? — Það kemur í ljós í stórsviginu, svaraði kappinn þá og var farinn upp til að skoða brautina. Bæjarstjórinn hélt keppendum hóf í Skíðheimum að keppni lok- inni. Þar voru verðlaun afhent og sá Gísli Halldórsson, formaður Olympíunefndar um það. Keppendur í stórsviginu stilltu sér upp til myndatöku í blíðunni á sunnudaginn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.