Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 2
vestfirska fRETTABLADID vesttirska 23.tbl. 10. árg. 7. júní 1984. Vestfirska fréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sig- urðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskrift- arverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. RITSTJÓRN Á FIMMTUDEGI: Meginreglur og byggðastefna Vegagerð ríkisins ákvað að undangengnu útboði að taka tii- boði ístaks hf., 92,2% af kostnað- aráætlun, í vinnu við vegabætur á Óshlíð í sumar. Fyrirtæki heimamanna buðu einnig í verkið, en þeirra tilboð var ívið hærra en kostnaðaráætiunin og kom, að sögn talsmanns Vega- gerðar ríkisins, aldrei til greina að samið yrði við þá um verkið. Þarna er fylgt ákveðinni megin- reglu um að taka lægsta tilboði. Sú regla er mjög umdeilanleg i tilvik- um, sem þessu. Við erum að glíma við að halda uppi sem fjölbreyttustu atvinnulífi, og gengur á ýmsu. Verslun og þjónusta á í vök að verjast og í mörgum dreifbýlis- og kauptúna- hreppum vantar sárlega þjónustu í sjálfsögðustu greinum. Stórvirkar vinnuvélar verða ætíð að vera fyrir hendi hér um slóðir, meðal annars vegna aðstæðna sem skapast oft fyrirvarlaust í samgöngum og vegna ýmissa annarra öryggisþátta Þessi atriði og fleiri verða opin- berir aðilar að hafa í huga, þegar þeir ákveða hvernig standa skuli að framkvæmdum. Með byggðarsjónarmið og tekju- sjónarmið sveitarfélaga að leiðar- Ijósi ætti hiklaust að semja við heimaaðila um útboðsverkefni, jafnvel þótt þeirra tilboð, séu ó- verulega hærri. Um þetta verða sveitarfélög og ríki að móta ákveðna stefnu, þann- ig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það eftir hvaða vinnureglum slíkar ákvarðanir eru teknar. Orðið er laust --Lesendadálkur- Er ísafjarðarkaupstaður of fínn fyrir hesta? „Það hefur borið mikið á .því að ökumenn hér í bæ noti ekki stefnuljósin, þegar á að nota þau. Einn- ig er slæmt að keyra á eftir bílum sem gefa alls ekkert merki um að ætlunin sé að beygja inn í bílastæði, hliðargötu. Eða ætla út úr bílastæði og út á akbraut. Ég ætla ekki að nefna nein bílnúmer eða neitt í þá átt- ina. En ég get afsakað smágleymsku, en þegar sama sagan endurtekur sig aftur og aftur, hjá sömu ökumönnum oft bæði dag- lega og sjaldnar! Svo er annað ólíkt mál- efni: Það er varðandi hestafólkið sem er að sýna sig. Hvað er ætlunin að hafa stórt stóð í hesthús- unum í Hnífsdal? Ég veit að sumir menn eiga marga hesta og aðrir fáa. Er ekki vont fyrir hestana að hlauþa á malbiki eins og oftast hefur verið farið, þ.e. frá hesthúsunum inn í þorpið upp Hreggnasa og komið við í Kaupfélaginu og keypt kók og ket, síðan haldið áfram fram Bakka- veginn, snúið víð, kannski á Bakkahól, en í flestum tilvikum er snúió við á enda Bakkavegar og í hesthúsin aftur. Er ekki hægt að fara fram Dalsveginn, þar er nýrri vegur fyrir hestana. Núna s.l. vetur gengu 10 — 12 hestar lausir og fóru í sorptunnurnar og dreifðu innihaldi þeirra um allar götur. Hestamenn voru spurðir af hverju þetta væri. Svörin voru í daufara lagi en sagt að ekki væri til Símamalin: Teikningar Póst og síma oft ónákvæmar Gamall vinnuvélastjóri hafði samband við blaðið útaf frétt um símamál í blaöinu 12. apríl síð- astliðinn, og vildi gera athuga- semd við þau ummæli umdæm- isstjóra Pósts og síma að menn eigi aö kynna sér hvar kaplar liggja áður en farið er að grafa. Vinnuvélstjórinn fyrrverandi vildi benda á að þessar upplýsingar væru oft býsna ónákvæmar. Hann hefði þannig oft lent í því að slíta kapla þar sem þeir ættu ekki að vera samkvæmt teikn- ingum Pósts og síma. „Þeir sem slfta eru því ekki alltaf þeir seku," sagði þessi gamli vinnuvélastjóri. húsnæði fyrir þá. Semsagt of margir hestar og voru líka hálfsveltir. Löggan var kölluð út í'tvö skipti til að athuga hverjir væru eig- endnr en hún fann þá ekki En þegar þeir voru hættir að leita (löggan) þá komu hestarnir aftur í Ijós. En sem betur fer er þetta hætt að sinni. Er ísafjarðarbær of fínn til að hestar séu þar? En allt í lagi að hafa þá í Hnífsdal. Ég veit einnig að tækni- eða skipulagsarki- tekt setti hesthúsin á teikningu. En er ekki hægt aó biðja þá að bakka eitt- hvað? Það er ekki öllum sama hvar þetta og hitt er staðsett þó að einhver fá- mennur hópur í stjórn bæjarins eða utan hennar hafi ráðið staðsetningu húsanna. Þá er komið að restinni. Það hefur mikið borið á því að CB talstöðvar bæði í heimahúsum og bílum og í bátum hafi verið misnot- aðar. Þá sérstaklega rás 6, sem er kallrás, en ekki samtalsrás eins og mikið hefur borið á að undan- förnu. Það er eins og að engin önnur rás sé til. En á þessu verður að taka föst- um tökum og sportbáta- menn verða að hætta að nota rás 6 eða að hafa kallnúmer svo að rétt sé að farið.Rásir6,10,11,12,14 eru rásir sem F.F. hefur verið úthlutað samkv. lög- um, og rás 6 sem uppkall, þ.e. kallað í annað númer. Síðan skipt yfir á aðra rás þegar viðk. hefur svarað. Þá er ég hættur að sinni. 3727—6235 Fargjaldalækkun um Reykjavík Flugleiðir hafa ákveðið enn frekari breytingar á innanlands- fargjöldum í átt til lækkunar. Frá 1. júní er veittur umtalsverður af- sláttur á fargjöldum þeirra er fljúga með Flugleiðum milli landshluta um Reykjavík. Þannig lækkar til dæmis fargjald milli Hornafjarðar og Sauðárkróks fram og til baka um eitt þúsund krónur frá því verði sem verið hefur. Sambærilegur afsláttur gildir frá öllum 10 áfangastöðum Flugleiða út um land. Þessu til viðbótar má síðan veita alla gild- andi afslætti ofan á þennan af- slátt, svo sem fjölskylduafslátt þar sem forsvarsmaður greiðir fullt fargjald, maki hálft fargjald en börn innan 12 ára aðeins 25% af verði farseðils. Gildistími farseðils milli staða innanlands um Reykjavík er eitt ár og farþegar mega hafa ótak- markaða viðdvöl í Reykjavík upp að þeim tíma. Þessi nýi afsláttur kemur til viðbótar þeim lækkunum sem Flugleiðir hafa innleitt fyrr á þessu ári fyrir farþega utan af landi á leið til útlanda. Sama að- alfargjald gildir nú í millilanda- flugi Flugleiða frá öllum áfanga- stöðum félagsins hérlendis. Far- þegar utan af landi sem eru á leið til útlanda á sérfargjaldi fá 35% afslátt af fargjaldi innanlands. Með þessum breytingum hafa Flugleiðir kappkostað að leggja sitt af mörkum til að jafna ferða- kostnað landsmanna. Fréttatilkynning Smáauglýsingar BAHÁ-I TRÚIN Upplýsingar um Bahá-i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, ísafirði. Opið hús að Sund- stræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. AL ANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánu- dagskvöldum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BÍLL TIL SÖLU Chevrolet Malibu Classic árg. 1979. Ekinn 40 þús. km. 8 cylindra, power bremsur og stýri, sumar- og vetrardekk, útvarp og kassettutæki. Skipti koma til greina. Uppl. í síma 6926 eftir kl. 17:00. TIL LEIGU 4ra herb. raðhús við Stórholt. Laust 1. júlí. Uppl. í síma 4338. TILSÖLU Þriggja ára Candy fsskápur, minnsta gerðin. Uppl. í síma 4036. ÍBÚÐ ÓSKAST Óskað eftir lítilli íbúð eða her- bergi á leigu. Uppl. á Hótel ísafjörður. TIL SÖLU Saab 900 GL 1982, græn- sanseraður, 5 gíra, vökva- stýri, bein innspýting, raf- magnslæsingar, sóllúga, út- varp og segulband, 2 vetrar- dekk. Uppl. í síma 3383. Húseignin Brunngata 13 er til sölu. Auglýst er eftir tilboðum. Uppl. hjá Ragnari í síma 4340 eða í Góuholti 14, fyrir 15. þ.m. ATVINNA — ÍBÚÐ 17 ára stelpa óskar eftir atvinnu allan daginn. Einnig er óskað eftir íbúð á leigu fyrir tvær 17 ára stelpur. Uppl. í síma 4194 ÓSKAST KEYPTUR Háþrýstibrennari (helst Bento- lux). Uppl. í síma 3727 á kvöldin. TIL SÖLU Nýr Lurkaketill og Case 580 F grafa. Uppl. i síma 8255 TIL SÖLU Tveggja borða Yamaha raf- magnsorgel með skemmtara. Uppl. I síma 3482 á kvöldin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.