Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 8
vestfirska FRETTABLADID Þessir tveir heiðurs- nienn voru heiðraðir á sjómannadaginn, fyrir störf sín til sjós. Þetta eru þeir Halldór Krist- jánsson (t.h.) og Jón Egilsson. Báðir fóru þeir kornungir til sjós og stóð Halldór sína plikt framundir 1960 en Jón til 1974. Halldór var lengst af stýrimaður, en Jón vélstjóri. Rannsóknir á surtarbrandi á Vestfjörðum: Varla vert að kosta til stórfé að svo stöddu segir í skýrslu Orkustofnunar og Rannsóknarráðs 22. febrúar 1983 var sam- þykkt á Alþingi þingsályktunar- tillaga þar sem Orkustofnun og Rannsóknarráði ríkisins var fal- in rannsókn á surtarbrandi á Vestfjörðum og skyldi könnunin beinast að nýtingu hans til orkuframleiðslu og iðnaðar. Á aðalfundi Orkubús Vestfjarða fyrir skömmu var lögð fram skýrsla um surtarbrand á Vest- fjörðum, samin af Freysteini Sigurðssyni og Kristjáni Sæ- mundssyni. Niðurstaða þeirra er fremur neikvæð, eða eins og segir í skýrslunni: „Ástæða virðist vera til að fylla í stærstu eyður í þekkingu á surtarbrand- inum með frekari rannsóknum, en þó varla vert að kosta stórfé til að svo stöddu.“ Surtarbrandur finnst víða í blá- grýtismynduninni hér á landi. Einna mest er um hann á Vest- fjörðum. Þegar kolaskorts tók að gæta í heimsstyrjöldinni fyrri og kolaverð rauk uppúr öllu valdi þótti ýmsum sem komið gæti til álita að vinna surtarbrand til end- sneytis. Surtarbrandsvinnsla var þá víða tekin upp. en mun hafa gengið illa og tap orðið á námu- rekstrinum nema á Skarðsströnd. í seinni heimsstyrjöldinni hækkaði verð á kolum aftur og var Sigurður Þórarinsson þá sendur út af örk- inni til að rannsaka aðstæður til surtarbrandsnáms á Vestfjörðum. Aldrei kom þó til þess að vinnsla yrði tekin upp aftur nenia i Botni í Súgandafirði. — Þennan fróðleik er að finna í inngangi skýrslunnar. í niðurstöðum kemur m.a. fram að surtarbrandurinn kemur að Iangmestu leyti fyrir í nokkrum setlagasyrpum í basaltmyndum Vestfjarðakjálkans. Surtarbrands- lögin eru harla óstöðug að þykkt og gerð. Vestan til finnst surtar- brandurinn einkum í bröttum hlíðum. Er þar sums staðar erfitt aðgöngu vegna grjóthruns og hafnleysis. Þykkust surtarbrands- lög virðast vera á eftirtöldum stöð- um: Straumnesfjalli í Sléttu- hreppi. Botni í Súgandafirði. Húsavíkurkleif og Gunnarsstaða- gróf í Steingrímsfirði. Það sem einkum rýrir gildi surt- arbrandsins á Vestfjörðum er m.a. að hitagildi (orka) í honum er aðeins helmingur á við steinkol. Surtarbrand verður að vinna úr neðanjarðarnámum og úr frekar þunnum lögum. Þá eru líkur á því að einungis takmarkað magn sé hægt að vinna á hverjum stað úr ..þykkum" lögum. vegna þess hve ósamfelld lögin eru. Óvíða fara saman vænleg brandlög og hag- stæð skilyrði til útskipunar. Aska er u.þ.b. tvöfalt meiri en í sumum brúnkolum og margföld ávið steinkol. Ennfremur er hugsanlega brennisteinn í verulegum mæli í surtarbrandinum og gæti orðið dýrt að fyrirbyggja mengun af hans völdum við völdum brands- ins. Enn skortir þekkingu um nokk- ur atriði, s.s. efnainnihald surtar- brandsins, samfellu laga, þykkt og gerð, en bora þyrfti ti! að afla fullnæjandi upplýsinga. Þá skortir mat á hentugum aðferðum við námuvinnslu og nýtingu surtar- brands. Tuttugu og fimm kall markið — ísfirðingar skoruðu fjögur mörk í fyrrakvöld Á fyrstu augnablikunum virt- ist Augnablik vera betri aðilinn. Og augnablikin urðu að mínút- um. Tvö núll í hálfleik — þ.e.a.s. 0—0. En í seinni hálfleik tók ÍBÍ leikinn í sínar hendur og skoraði í fjórgang, allt falleg mörk. Þeir sem þar voru að verki voru Atli Einarsson, sem skoraði tvö, Guðmundur Magnússon og Rúnar Vífilsson. Menn fengu því töluvert fyrir hundrað kall- inn þama á þriðjudagskvöldið. Næsti leikur er á móti Tinda- Hátíðahöld sjómannadags- Ins eru að mestu gengin yfir, þó frést hafi af mönnum sem voru að halda uppá þrlðja í sjómannadegi í gær. Eftir þvi sem blaðið kemst næst fóru hátíðahöldln hið besta fram á Vestfjörðum og vafalaust víð- ar, enda gerðu veðurguðirnir undantekningu og höfðu gott veður. Við höfum þá trú að sjómenn og aðrir landsmenn hafi flestir skemmt sér vel á sunnudaglnn, þrátt fyrir minnkandi afla og ýmsa aðra vá fyrir dyrum. Allir togarar Vestfirðinga voru i hðfn á sjó- mannadaginn og þátttaka góð í hátíðahöldum. BESSI kom með 21 tonn af þorskl á laugardag. GUÐBJARTUR sigldl í höfn á föstudag með 95 tonn af þorski. PÁLL PÁLSSON kom á laugar- dag með 40 tonn mest þorskur. GUÐBJÖRG landaði 51 tonni á mánudag, uppistaðan þorskur. HEIÐRÚN og DAGRÚN lönd- uðu 45 tonnum hvor á laugar- dag. ELÍN ÞORBJARNARDÖTTIR landaði á föstudag 125 tonnum af þorskl. Hún er nú tll viðgerða á ísafirðl. GYLLIR landaði á mánudag 57 tonnum af þorskl. FRAMNES I. landaðl á laugar- dag 104 tonnum af þorski. SLÉTTANES landaði á mánu- dag 82 tonnum af þorski. SÖLVI BJARNASON kom með 105 tonn á laugardag, mest þorskur. TÁLKNFIRÐINGUR landaðl 165 tonnum 24. maí, uppistað- an grálúða og 95 tonnum af þorski á mánudag. SIGUREY kom með 116 tonn af þorski á föstudag. HAFÞÖR fékk um 10 tonn af rækju í síðasta túr. BJARNI BENEDIKTSSON landaði um 15 tonnum af rækju á föstudag. stól á Sauðárkróki næstkom- andi þriðjudag. Um síðustu helgi léku 4. og 5. flokkur sinn heimaleikinn hvor. 5. flokkur mætti Eyrarbakka og lyktaði leiknum með sigri ÍBÍ, 5 — 4.4. f lokkur tapaði hins vegar fyrir Aftureldingu, 2 — 1. Sig- urmarkið kom á síðustu sek- úndum leiksins, öllum að óvör- um. í kvöld keppa svo ísfirsku stúlkumar við Val í Reykjavík. Margrét Geirsdóttir, fyrirliði, sagði leikinn leggjast alVeg á- gætlega í sig. „Við eigum góða möguleika á að vinna,“ sagði Margrét. — Stelpurnar æfa nú þrisvar í viku undir stjórn Rósu Valdimarsdóttur, en tvisvar þegar leikir eru. t vestíírska hefur heyrt Að leikmenn Augnabliks hafi sýnt skemmtilega takta þegar þeir léku gegn ÍBÍ á þriðju- dagskvöldið og gefið áhorf- endum karamellur. Vakti það mikla lukku, en dugði þó ekki til sigurs... Að bændur í Dýrafirði hafi tekið þátt í róðri á sjómanna- daginn á Þingeyri og borið sigur úr býtum. Þeim er greinilega margt til lista lagt, enda gamlir sjómenn sumir... AÐ einstæð eigendaskipti hafi orðið í Hnífsdal á dögun- um. Kristján G. Jóakimsson, Bakkavegi 6, keypti bíl af Kristjáni Jóakimssyni, Bakka- vegi 12. Skrifstofubáknið ætti að fara létt út úr þessu, því einungis þurfti að skipta um tvo stafi í nafnnúmeri og breyta götunúmeri... Að konur hafi komið töluvert við sögu sjómannadagsins í Bolungarvík á sunnudaginn. Ræðu dagsins hélt Elísabet Kristjánsdóttir og kom m.a. inná stöðu sjómannskonunn- ar. Nú, keppt var í beitningu og keppti þar Guðrún nokkur Ásgeirsdóttir sem beitt hefur hálfan hlut á Jakob Valgeir f vetur. Hún er dóttir Ásgeirs Guðmundssonar sem senni- lega hefur beitt manna mest á Islandi. Hann hefur beitt í hálfa öld og telja menn uppá að lína hans nái nokkrum sinnum til Japan og til baka. Hann átti tvö börn í beitning- unni á sjómannadaginn. Þess má svo geta að önnur kona hefur beitt í Bolungarvík í vet- ur, það er Hólmfríður Guð- jónsdóttir sem beitt hefur á Hugrúnu... Að Júlíus Geirmundsson, sem verið hefur ti! breytinga í Noregi, verði afhentur á morgun. Það má því eiga von á skipinu til ísafjarðar um eða uppúr helginni.... Að Anna Helgadóttir, sem verið hefur bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, hyggist draga sig f hlé. Snorri Hermannsson er fyrsti varafulltrúi Alþýðu- flokksins... Að margir fsfirðingar veigri sér nú við að kalla áfram fs- firðingar þegar þeir fara á völlinn. Ástæðan er sú að varla helmingur leikmanna meistaraflokks ÍBf eru fsfirð- ingar, hinir eru aðkomumenn, sem menn eru nú að reyna að læra nöfnin á... BILALEIGA INcsvcjji 5 — Súðavík — 94-6972-6932 (ironsásvojji 77 — Kcykjavík — 9I-376XX Sencliim bfllnn Opió allan sólarliriiiginii

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.