Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 8
MJOG ODYRAR danskar bækur um MATREIÐSLU GARÐYRKJU TÓMSTUNDASTÖRF O. FL. Sérstök kostakjör. Dæmi um verð: Áður 665,- nú 240,- Áður 450,- nú 165,- Bókaverslun Jónasar Tómassonar FRETTABLAÐIÐ ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Malarvöllurinn: Fram- kvæmdir að hefjast Framkvæmdir við malarvöll- inn á Torfnesi eru að hefjast, en sem kunnugt er af síðum blaðs- ins lagði íþróttahreyfingin mikla áherslu á að fá hann í gagnið sem fyrst. Búið er að útvega lánsfé til framkvæmdanna og átti íkeyrsla að hefjast í þessari viku. Hið eina sem nú getur tafið framkvæmdir er ofanálagið, en ekki er búið að finna efni í það. Hugsanlega þarf að fá sérstakar vélar til að vinna efnið og er ekki víst að þær fengjust fyrr en í haust. Ekki er því hægt að spá um verklok. Engin tilboð „Það furðulega hefur skeð að enginn hefur boðið í þessar framkvæmdir,“ sagði Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, um útboðið í lóðaframkvæmdir við dagheimilið Eyrargötu, sem auglýst var nýlega. Haraldur sagði útboðið verða auglýst aft- ur. í því felst jarðvinna, girðing- ar, hellulögn, ásamt smíði og uppsetningu leiktækja. Öll jarð- vegsvinna á að klárast í ár, en lokafrágangi og uppsetningu á tækjum, skal lokið fyrir 17. júní 1985. Bærinn hefur frá fyrri tíð enn verktaka að stórum hluta þeirra framkvæmda sem eftir eru við dagheimilið sjálft. Ástæðan er sú að þegar húsið var boðið út á sínum tíma gerðu verktakar þannig tilboð í það að verklok væru opin. Hins vegar á eftir að bjóða út tréverk og annað slíkt og er meiningin að gera það síðla sumars, þannig að fram- kvæmdir við leikskólann geti hafist uppúr miðjum október. Síðan verður haldið áfram uns yfir lýkur. ALLIR í STRÆTO Jæja, þá hafa Strætisvagnar ísafjarðar hafið tilraunastarf- semi sína — Ikarusinn er farinn að rúlla eftir nýviðgerðum göt- um ísfirðinga. Um leið er Silf- urtorg orðið Hlemmur ísfirð- inga. Þar og í Kaupfélaginu Hnífsdal verða væntanlega seld- ir miðar í strætóinn. Á þriðjudaginn var bæjar- búm boðið í ókeypis ökuferð, en framvegis munu fullorðnir þurfa að borga 15 kr. fyrir farið en börn 5 kr. Sala á afsláttar- kortum mun hefjast í næstu viku. Engir skiptimiðar verða notaðir þó menn kunni ein- hvern tíma að þurfa að hafa vagnskipti á þeim tímum þegar tveir vagnar eru í umferð í einu. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni strætóferð- anna kom fram að sú akstursá- ætlun sem auglýst hefur verið verður í stöðugri endurskoðun. Verða breytingarnar auglýstar jafnóðum. Ætlunin er að telja í vögnunum og gera skoðana- kannanir á því hvernig fólki líki þjónustan. Tilraun þessi stendur yfir frammí september. Ljóst er að þó reynslan af akstrinum verði mjög góð verður ekki hægt að fá leigðan vagn til áframhaldandi aksturs í vetur, að sögn Reynis Adólfssonar, formanns undir- búningsnefndarinnar. Ef menn vilja halda áfram akstrinum þarf fjárfesting því að koma til. Með hana þyrfti að bíða a.m.k. frammá næsta fjárhagsár, enda bærinn í blankara lagi. í fjár- hagsáætlun þessa árs voru veittar 200 þús. kr. til að standa straum af kostnaði við tilrauna- aksturinn ef hann stendur ekki undir sér, sem bjartsýnustu menn gera sér þó vonir um. Seldar verða auglýsingar á vagninn og er vonast til að þær verði drjúg tekjulind. Annar vagn hefur verið leigður af Elíasi Sveinssyni til að dekka mestu álagstoppana, á morgnana og í hádeginu. Nú ætti ekki að þurfa að taka puttalinga uppí lengur, a.m.k. ekki ef menn nýta sér hina nýju þjónustu. Strætóinn var þéttsetinn i fyrstu fer&inni á þri&judaginn. E vestfirska Mikill bifreiða- og hjólreiða- dagur á sunnudaginn Á sunnudaginn verður mikill bifreiða- og hjólreiðadagur á ísafirði. Hann er á ábyrgð ísa- fjarðardeildar Bindindisfélags Ökunianna. Dagskrá dagsins hefst kl. 13:00 með þríhjóla- keppni þeirra yngstu og hjól- reiðakeppni 12 — 100 ára, en aðrir aldurshópar fengu að spreyta sig í hjólreiðakeppni BFÖ fyrir skemmstu. í hjól- reiðakeppninni verður fólki gef- inn kostur á að spreyta sig á ýmsum þrautum sem gætu vakið kátínu, a.m.k. áhorfenda. Síðan verður keppt í öku- leikni, en í henni er bæði prófað úr umferðarreglum og reynd hæfni manna við stýrið. ís- lands- og Norðurlandameistari í kvennaflokki, Auður Yngva- döttir, mun verða með. Einnig verður efnt til vél- Auður Yngvadóttlr hjólakeppni og verður þá hægt að sjá kappana prjóna sig í gegnum torfærur ýmiskonar. Það þykir mörgum spennandi. Mótið fer fram í Hafnar- stræti, milli Túngötu og Sólgötu og verða léttar veitingar á boð- stólum. Og við höfum hér tvö símanúmer fyrir þá sem vilja skrá sig: 3155 og 3016. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 KENWOOD CAR Hi-Fi MEIRIHÁ TTARHLJÓMTÆKIOGHÁ TALARARÍBÍLINN ■ »SETJUM TÆKINÍBÍLINN • VIÐURKENND VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Færavertíðin er nú í al- gleymingi. Sumir segja að þetta séu skemmtilegustu fiskvei&arnar. Á það verður ekki lagður dómur hér. Hins vegar ætlum við að segja frá mokafla handfærabáta á Patr- eksfirði. Þar komu rúmlega 10 bátar með 50 tonn á land eftir helgina. Komust menn hæst uppí rúm 7 tonn, tveir á og þykir það dágott. Á Flateyri hafa færabátar fiskað vel líka, en í Bolungarvík hefur fiskirí- ið verið misjafnt hjá þeim, mest um 1100 kg yfir daginn. Og þá er það tonnatal togar- anna. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir breytingar á mánudag- inn. Aflinn var 162 tonn og var uppistaðan þorskur. Hermann Skúlason, skipstjóri, lét afar vel af skipinu. GUÐBJÖRG landaði á föstu- daginn 107 tonnum, bróðurp- arturinn þorskur. BESSI landaði 116 tonnum á mánudag, uppistaðan þorskur. GUÐBJARTUR var inni á föstudaginn með 89 tonn, þar af 50 tonn þorskur. PÁLL PÁLSSON landaði á föstudag 114 tonnum, mest þorskur. GYLLIR iagðist uppað Flateyr- arbryggju kl. 8 í gærmorgun með 130 tonn af þorski. FRAMNES I landaði 19. júni 38 tonnum, mest þorskur. SLÉTTANES landaði fyrir helgina, á föstudag, 98 tonnum, uppistaðan þorskur. SÖLVI BJARNASON landaði á mánudag 130 tonnum eftir 9 daga. Þar af 75 tonn af þorski. TÁLKNFIRÐINGUR var í höfn á föstudag með 77 tonn sem skiptust í þorsk og grálúðu. DAGRÚN landaði á mánudag 179tonnum, uppist- aðan þorskur, en 53 tonn af grálúðu. SÓLRÚN kom úr fyrsta túrn- um á mánudag með um 20 tonn af rækju og eitthvað smávegis af öðrum fiski. 20 — 25% af rækjunni voru soðin og fryst og er það stóra rækjan. SNORRI STURLUSON kom í gærmorgun með um 25 tonn af rækju og 12 tonn af grálúðu. hefur heyrt AÐ sumir hafi gert ráö fyrir aö golfvallarmáliö fengi skjóta afgreiðslu. í blaöinu Landi, sem fjallar um inn- lend ferðamál, segir á ein- um stað: „Meðal þess sem feröamenn geta notið í grennd viö ísafjarðarbæ er Tungudalurinn, rétt við bæjardyrnar. Þar er merki- legur blómagarður, þar er qolfvöllur og þar er eina tjaldstæðið á Vestfjörð- um...“ AÐ ekki fái allir yfirmenn jafn veglegar gjafir og Jó- hannes Nordal. ( fyrirtæki nokkru var nýverið gengist fyrir samskotum í afmælis- gjöf handa yfirmanninum. Þegar betlihatturinn kom til baka voru í honum 69,50. Upphæðin var sett í ums- lag og afhent yfirmannin- um. Ekki fara sögur af við- brögðum hans... BILALEIGA Nesveyi 5 — Siióavik — 04-6072-0032 Grensásvejji 77 — Reykjavík — 91-37MW Sendum bflirun Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.