Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 2
vestfirska rRETTABLAtiD 35. tbl. 10. árg. 26. júlí 1984. Vestfirska fréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan Isrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Ritstjórn á fimmtudegi framleiðslu- atvinnuveg- unum og þorra lands- byggðarfólks Það varð enginn hissa, þótt Al- bert þætti nóg um, þegar honum var sagt að B.S.R.B. hyggði á kröfugerð upp a 30% launa- hækkun auk ýmissa smærri lag- færinga í haust. Hins vegar vek- ur það furðu, þegar statistik seg- ir okkur að kaupgeta launanna hafi rýrnað um 25% á einu ári, að þá skuli einkaneysla fremur auk- ast, heldur en dragast saman. Fróðir menn segja að einkum tvennt valdi. Hið fyrra er svokall- að launaskrið, þ.e. frávik frá samningum aðila vinnumarkað- arins í samkomulagi einstakra vinnuveitenda og launamanna. Það er á allra vitorði að í fæstum tilfellum er farið eftir kjarasamn- ingum um launagreiðslur, hvort sem um er að ræða opinbera að- ila eða einkarekstur. Frávikin eru með ýmsum hætti. Laun fyrir aukavinnu sem aldrei er unnin, sérsamkomulag um skipan í launaflokka, sólarlandaferðir, eða kannske jafnvel naut í frysti- kistuna! Sumt af þessu kemur fram í framtölum og bókhaldi, en annað ekki. Hið síðara er afrakstur vinnu, sem hvergi kemur fram. Það er algengt að söluskattur hverfi út úr dæminu við greiðslu reikn- inga hjá smærri þjónustuaðilum og þá e.t.v. einnig upphæðin öll úr veltu og og bókhaldi. Þetta skekkir ekki svo lítið dæmið, þegar reiknimeistarar reyna að átta sig á neyslu- og launa- mynstri þjóðarinnar. Hér er og ekki minnst á fleiri þætti, sem hafa áhrif og allir vita um. Það er löngu orðið Ijóst að við búum við neðanjarðarhag- kerfi á íslandi við hlið hins, sem menn eru að reyna að miða áform sín og áætlanir við. Um þetta mætti hafa mörg fleiri orð. Lögbrotin eru að sjálf- sögðu óhæfa, en frjálsir samn- ingar einstaklinga og fyrirtækja geta verið af hinu góða. En nú er staðan sú, að neðan- jarðarhagkerfið virkar aðallega í milliliða og þjónustugreinum. Þetta gengur því miður út yfir út- flutningsatvinnugreinarnar, sem verða að þola það að búa við vit- lausa gengisskráningu, til þess ásamt með erlendum lántökum að halda uppi fölskum Iffs- kjörum hjá hluta landsmanna. Menn skyldu hafa það í huga við endurskoðun stjórnarsátt- málans, að nú er svo sorfið að framleiðsluatvinnuvegunum og þar með að þorra landsbyggð- arfólks, að ekki verður við unað. Við höfum heyrt háværar ó- ánægjuraddir úr Eyjum, en ef menn halda að íbúar annarra sjávarplássa á landsbyggðinni finni minna fyrir afleiðingum þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið í peningamálum, þá skjátl- ast þeim illa. Oánægjan er megn, og það af gildum ástæðum. Lesendur hafa orðið Guðmundur Helgason segir — slökkviliðsstjóri svarar fyrirspurnum um óbrennanlegt rusl Hvað segir Guðmundur Helgason, slökkviliðsstjóri, um eldiunn í óbrennanlega ruslinu á Sundahöfn? var spurt í síð- asta blaði. Guðmundur Helgason hefur m.a. þetta að segja: „Bæði ég og heilbrigðisfulltrú- inn höfum auglýst á hverju ári að þarna megi ekki henda nema ó- brennanlegu rusli. En það er eins og alltaf þurfi einhverjir að henda þarna slíku rusli og alltaf þurfi einhverjir að kveikja í því. Það er lögbrot að henda þarna brennan- legu rusli og slökkviliðið hefur tvisvar kært það. og slökkviliðið hefur tvisvar kært það. Allur op- inn eldur er bannaður innan bæj- armarkanna. Það er búið að vera ófremdar á- stand í þessum málum síðan haug- arnir voru fluttir af Stakkanesi niðurá Sundahöfn. Við höfum hvað eftir annað orðið að slökkva eld þarna og það hefur orðið þarna verðmætatjón. Við fórum t.d. tvisvar í síðustu viku að nætur- lagi að slökkva. Við höfum reynt að sinna þessu föstu starfsmenn- irnir hér, höfum reynt að hlífa bæjar sjóði við útkalli. því það kostar 40 þúsund kr. En sé mikill eldur og hættulegur hika ég ekki við að setja lúðurinn á. Það er rétt að þeir sem eru að kveikja þarna í geri sér grein fyrir hvaða keðjuverkun þeir geta verið að setja af stað." Guðmundur útskýrir nú fyrir blm. hvað gerst getur þegar neisti kemst í olíugeymi eins og þá sem standa skammt frá haugunum. Ef sprenging verður eiga geymarnir að skjóta af sér þakinu í heilu lagi. Eftir það ætti þá að loga í þeim eins og kerti. Komi sprunga á og olía flói um portið er öruggt að allir geymarnir springa. Þá færi olía í höfnina og þar brynni allt sem brunnið gæti. Og ef geymarn- ir skjóta ekki af sér lokinu er til í dæminu að þeir skjótist i heilu lagi uppí loftið eins og eldflaug. Slíkt hefur gerst. „Og hvar vilja menn fá þá niður aftur?-- spyr Guð- mundur. „Á Silfurtorg kl. 5 á föstudegi?" Guðmundur bendir á að af dís- elolíu er síst minni sprengihætta en af bensíni, þannig að menn ættu að athuga sinn gang áður en þeir kveikja í óbrennanlegu rusli. Þá sagði Guðmundur að nú væri búið að upplýsa gabbið út Hnífsdal 13. apríl í vor. Heildar- kostnaður við útkallið var 27.942 kr. og verða gabbararnir að borga brúsann. Dýrt spaug það. Að lok um vildi Guðmundur óska fsfirðingum til hamingju með frábæran árangur á þessu ári. Aðeins hafa verið tvö brunaútköll í byggingar á árinu og er það mun minna en á sama tíma og i fyrra. Guðmundur hvatti bæjarbúa til að halda áfram á sömu braut. Bahá’í sumarskóli á ísafirði Bahá’í sumarskólar hafa ver- Ið árviss þáttur í starfsemi Bahá’í samfélaga víða um heim um langt árabil. Að þessu sinni halda ísenskir Bahá’íar sumar- skóla í húsi Gagnræðaskólans á fsafirði dagana 3. — 10. ág- úst. Þetta er reyndar í annð sinn, sem skólinn er haldinn hér, árið 1972 var hann haldnn í Skfðheimum. Bahá’í sumar skólar eru í raun- inni fjölkyldusamkomur. Dagur- inn hefst með bænahaldi eftir morgunverð. Kennslutundir byrja síðan kl. 10. Þá eru erindi fyrir fullorðna og kennsla í tveimur aldurshópum fyrir börn. Eftir há- degi halda fyrirlestrar og umræður fullorðna fólksins áfram, en á meðan er skipulagður leiktími fyr- ir börnin. Skólinn er í raun opinn öllum sem áhuga kunna að hafa. Þótt segja megi að í sumum fyrirlestr- anna kæmi sér betur að vita eitt- hvað um meginatriði Bahá’í trúar- innar fyrir, til þess að hafa fullt gagn af þeim, er því ekki svo farið með öll erindin. Mörg þeirra eiga fullt erindi til hvers sem er, þótt hann sé alls ókunnugur Bahá- ítrúnni. Til dæmis má sérstaklega benda almenningi á tvö erindi um uppeldismál, Mótun æskilegs at- ferlis, flutt af Sigurði Inga Ásgeirs- syni kennara og Forsendur, til- gangur og markmið Bahá-í mennt- unar, sem Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur flytur, og aðalkenn- ari skólans, frú Meherangiz Mun- siff frá Indlandi flytur erindi um hlutverk kvenna nú á tímum og námskeið um bænir og hugleiðslu. Þau erindi sem flutt eru á ensku eru þýdd jafnóðum. Á kvöldin verður líka eitt og annað um að vera, skemmtikvöld, dagskrá frá Færeyjum og Græn- landi, Ferðasögur frú Munsiff, frá- sögn og myndir frá Vínarborg, og fimmtudagskvöldið 9. ágúst verð- ur dagskrá í Gagnfræðaskólanum sérstaklega ætluð almenningi sem langar að kynna sér grundvallarat- riði Bahá-í trúarinnar. í sambandi við skólann hefur verið fenginn hingað sérstakur gestur, frú Meherangiz Munsiff, sem fæddist í Zóróastertrúarsam- félagi í Bombay á Indlandi en Framhald á 6■ síðu .....................1 : Smáauglýsingar AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’TRÚIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172,400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:0. ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir að taka á leigu eða kaupa 2—3 herb. íbúð, helst í góðu standi. uppl. í símum 3549 og 3245. TIL SÖLU Emma Ljunga barnavagn, baðborð, ungbarnastóll með stillanlegu baki, (bak)burð- arpoki og barnarimlarúm. Allt fallegir hlutir. Uppl. í síma 8211. BÁTUR Til sölu er 5 tonna yfirbyggð- ur trébátur, hugsanleg skipti á góðum færabát. Upplýsingar í síma 7572 eftir kl. 20. ÓSKUM AÐ KAUPA notað timbur. Uppl. í síma 3036 og 3326 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU 19 feta Shetland hraðbátur með 130 hestafla vél. Er í mjög góðu ástandi. Uppl. gefur Aðalbjörn í síma 3994. TIL SÖLU vídeótæki, 7 mánaða gamalt Nordmende með fjarstýr- ingu. Selst á góðum kjörum ef samið er strax. Uppl. í síma 4065 á kvöldin. TIL SÖLU Mazda 626 árg. 1980. ekin 37.000 km. Uppl. í síma 3856. TILSÖLU er bifreiðin í-602 sem er Saab 96 arg. ’74. Góður bíll á góðu verði. Uppl. í síma 4254. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu frá og með 1. sept. Skipti á íbúð í Hafnarfirði koma til greina. Uppl. í síma 4244. TIL LEIGU Skrifstofuhúsnæði, ca. 20 ferm. ásamt forstofu og snyrtingu á jarðhæð Hrann- argötu 8 ísafirði. Laus frá 15. ágúst n.k. Uppl. gefur Sigurður Sigurðs- son í síma 95-4287 og Brynjólf- ur Sigurðsson í síma 91- 73322. J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.