Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 8
Skrifstofuáhöld Rafmagnsritvélar m/leiðr.borða kr. 12.980,00 Rafmagnsritvélar „elektrónískar“ kr. 23.400,00 Reiknivélar OMIC verð frá 4.040,00—5.930,00 Reiknivélar MONROE kr. 6.980,00 Ritvélaborð verð frá 1.960,00—4.100,00 Tölvuborð kr. 4.450,00 BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123 ísafirði vestfirska FRETTABLASID ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEKSA Hljómsveitin Prósent Forgjafarmót í golfi: Einar Valur og Ómar sigruðu Prósent heitir hljómsveit nokkur í Bolungarvík, sem ný- lega hefur verið stofnuð. Hljómsveitina skipa Hrólfur Vagnsson, sem leikur á hljóm- borð, bróðir hans Haukur Vagnsson kitlar húðirnar, Pál- ína Vagnsdóttir systir þeirra bræðra svngur, Jóhann Sigurðs- son, sem einnig syngur Eyjólfur Gunnlaugsson leikur á bassa og Júgóslavinn Gulyas Laslo á gítar. Bakgrunnur meðlima hljóm- sveitarinnar er nokkuð fjöl- breytilegur. Hrólfur og Laslo eru báðir í námi í Vestur- Þýskalandi, Hrólfur er að nema harmonikkuleik, en Laslo gít- arleik. Auk þess eru þeir báðir í almennu tónlistarnámi. Haukur hefur verið við nám í Mennta- skólanum við Sund og í Tón- listarskóla F.Í.H. auk þess hefur hann sótt einkatíma hjá Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara. Jóhann er lík- Áttum að vinna F.H. Já, er það Gísli Magnússon þjálfarl? Já, blessaður, þetta er hjá Vestfirska fréttablaðinu, er ÍBÍ að sækja f sig veðrið? „Ég ætla að vona það. Leik- urinn í Hafnarfirði var mjög góður, einn sá besti sem við höfum átt í sumar. Það var að- elns fyrstu 20 mín. sem FH- ingar áttu meira í leiknum, svo náðum við yfirhöndinni og pressuðum stfft. Ég er mjög á- nægður með mína menn, nema mðrkin létu á sér standa. Við áttum að vinna þennan leik,” sagði Gísli, en leiknum lauk sem kunnugt er með jafntefli, ekkert mark var skorað. fsfirðingar fá Njarðvíkinga í heimsókn á laugardaginn. „Já, sá leikur leggst vel í mig. Við ætlum að fara að vinna á helmavelli,” en strákarnir hafa aðeins unnið einn leik í deildar- keppninni hér heima í sumar. Eftir leikinn á laugardaginn verður hlé til 15. ágúst, en þá verður leikið gegn Völsungum. fBf hefur nú 16 stig eftir 11 lelki og er í miðri deild. lega þekktari sem leikari en söngvari, en sem slíkur hefur hann starfað s.l. 3 ár. Hann hefur þó fjögurra ára söngnám að baki ásamt leiklistarnámi. Eyjólfur hefur líklegast lengst þeirra félaga verið viðloðandi danshljómsveitarbransann, en hann hefur leikið með ýmsum þekktum danshljómsveitum í Reykjavík. Og loks er það Pál- Tilboð í fjórða áfanga Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði voru opnuð á þriðjudaginn. Alls bár- ust fjögur tilboð og kom það lægsta frá Trésmíðaverkstæði Daníels Kristjánssonar. Hljóð- aði það uppá 28,6 milljónir kr. ísverk var með næstlægsta tilboð- ið, 30,3 m.kr., Híbýli á Akureyri voru með 30,59 m.kr. og Jón Friðgeir Einarsson með 30,64 ina, söngkonan, sem starfar hjá Pósti og síma á ísafirði. Hljómsveitin var með fyrsta dansleikinn í Bolungarvík s.l. laugardagskvöld. Ætlunin er að starfa út septembermánuð. Vf. var beðið um að koma því á fram- færi, að óski einhver eftir að fá hljómsveitina til að leika á dans- leikjum, þá hafi sá aðili samband við Hauk eða Hrólf í síma 7183. m.kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 25,1 m.kr. og taldi Sigurður Jóhannsson, form. byggingar- nefndar, hana geta verið svolítið „krítíska,“ þannig að ef hún yrði endurskoðuð myndi hún líklega hækka. Sigurður bjóst við að 3— 4 vikur liðu þangað til verkið yrði veitt. Framkvæmdir ættu því að geta hafist með haustinu. Um helgina var haldið for- gjafarmót í golfi á golfvellinum í Hnífsdal. Þar var keppt um Ljónsbikarinn. Leiknar voru 36 holur. í karlaflokki varð Einar Valur Kristjánsson á besta skori, bæði með og án forgjafar. Án forgjafar lék hann 36 holurnar á 158 högg- um. Annað sætið hreppti Sigurður Th. Ingvarss. á 178 höggum án forgjafar, og þriðja Þórólfur Egils- son á 175 höggum án forgjafar. Byggingarnefnd stjórnsýslu hússins á ísafirði hefur borist beiðni frá ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins um að kannað verði hvort koma megi lögreglustöð fyrir í kálfi hússins. Að sögn Brynjólfs Sigurðssonar, Ómar Dagbjartsson varð hlut- skarpastur í unglingaflokki. Hann fór 36 holurnar á 150 höggum án forgjafar. í öðru sæti varð Gunnar Tryggvason og í þriðja Þórður Vagnsson. Án forgjafar varð höggafjöldi Gunnars 170, en Þórð- ar 158. Næsta mót sem verður haldið í Hnífsdal er Afmælismót ÍBÍ, en það mun standa yfir dagana 28. — 29. júní. sem situr í byggingarnefnd, hafa hönnuðir hússins þessa beiðni nú til athugunar, en engin á- kvörðun hefur enn verið tekin. Ekki náðist í ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins í gær. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Vantarþig hljómtæki í bílinn? • Útvörp • Segulbönd • Kraftmagnarar • Tónjafnarar • Hátalarar 5 W— 150 W Yfir 40 gerðir • KENWOOD • SANYO • PHILIPS • BELTEK • ROADSTAR • Loftnet • Tengisnúrur • Setjum tækin í bílinn • Viðurkennd viðgerðarþjónusta Starfsfólk Fiskvinnslunnar á Bíldudal gerði sér glaðan dag á laugardaginn. Þá var verið að taka í notkun nýbyggingu þá við frystihúsið sem við sögðum frá hér í blaðinu í lokjúní. Með henni stórbatnar nefnilega öll aðstaða fyrir starfsfólkið sjálft. Við óskum Bílddælingum til hamingju með þetta. Útgerðarmenn rækjubát- anna eru ekkert alltof hressir útí ísinnsemfréttamennlands- ins hafa haft svo mikið gagn af. Theódór Norðkvist sagði þetta hryllilegt ástand, en hann er aðili að útgerð Snorra Sturlu- sonar. Skipið var tekið á leigu til haustsins, en Theódór bjóst við að hægt yrði að ná samn- ingum um styttri leigutíma ef útí það færi. Uppistaðan í afla togaranna hefur verið þorskur undanfarið, nema náttúrulega þeirra sem eru að basla við rækjuveiðar.. En hér kemur tonnatafið og við vonum að það ali ekki á óæski- legum rembingi milli manna. BESSI landaði á mánudag 106 tonnum. GUÐBJÖRG var í höfn s.l. fimmtudag með 195 tonn. DAGRÚN landaði á þriðjudag 140 tonnum. SÓLRÚN kom aðfaranótt mið- vikudags með um 30 tonn af rækju og 10 tonn af grálúðu. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði s.l. fimmtudag 146 tonnum. SLÉTTANES landaði á þriðju- dag 152 tonnum. FRAMNES fór frá Akureyri á miðvikudag og mun því fljót- lega dýfa veiðarfærum í sjó á ný. SÖLVI BJARNASON landaði 153 tonnum s.l. fimmtudag. TÁLKNFIRÐINGUR landaði á föstudaginn 90 tonnum og aftur á þriðjudaginn, 80 tonnum. Togarinn stoppar nú í hálfan mánuð í kringum verslunarm- annhelgina til að treina kvótann. SIGUREY var að landa um 120 tonnum ígær. PÁLL PÁLSSON hélt til veiða eftir klössun á þriðjudag. SNORRI STURLUSON land- aði 21 tonni af rækju á föstu- dag. BJARNI BENEDIKTSSON landaði 16 tonnum af sams konar afla á þriðjudaginn. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON kom með 200 tonn í gær. GUÐBJARTUR landaði 140 tonnum, líka í gær. BILALEIGA Nesvegi 5 — Súöavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn Sjúkrahúsið: Daníel lægstur Löggan í kálfinn?

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.