Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 3
vestíirska FRETTABLAsII) FLJOTANDI BORG Það var einkennilegt hvernig skipið stækkaði jafnt og þétt eftir því sem nær dró. Meðan bæjarbúar voru að snæða hádegisverðinn á mið- vikudaginn í síðustu viku, iæddist Evrópa inn fjörðinn með heilt þorp innanborðs og kastaði akkerum útí bugt. Um leið hafði fjölgað um rúman fjórðung í þessum firði milli fjalla, Skutulsfirði. Það leið ekki á löngu uns fjölg- aði á götunum. varð skemmtilega krökkt af fólki og alþjóðlegt and- rúmsloft. Póstkortin ruku út hjá Gulla og vefnaðurinn hjá Guð- rúnu Vigfúsar. Allt var grandskoð- að, meira að segja það sem okkur þykir ómerkilegast alls, og kannski helst það. Áhugi okkar blaðasnápanna beindist þó miklu frekar að skip- inu. Og skömmu áður en það sneri sínum guðdómlega rassi í plássið fengum við náðarsamlegast að fljóta með einum léttbátnum útí það. Vopnaðir myndavélum fylgd- umst við af sveitalegri eftirvænt- ingu með því hvernig skipið stækkaði uppúr öllu valdi eftir því sem við nálguðumst það uns það var á stærð við blokk í Breiðholt- inu, enda 50 m hátt. Okkar var greinilega vænst: „Velkomnir um borð, nafn mitt er Karin Schroeder og ég er Shore Excursion Manager, hversu asna- lega sem það kann að hljóma," Allt í einu vorum við komnir í hálfgert hitabeltisandrúm. sagði glaðleg ung kona, auðheyri- lega þýsk eins og skipið, þó hún talaði ensku. Karin sagðist ætla að fara með okkur í sightlseeing um þetta völundarhús sem í engu minnti á þau skip íslensk sem við höfum séð. „Þetta er bíóið okkar," sagði hún og benti á andstæðu Alþýðu- hússins. „Hérna höldum við líka fyrirlestra og kynningarfundi." Að því búnu fór hún með okkur í lyftu uppá efstu hæð og notaði tímann til að segja okkur að skipið væri fullskipað farþegum, þeir væru 601 og 290 manns í áhöfn og væru áhafnarmeðlimir frá 22 eiginlega að stoppa hérna? en núna spurði enginn þannig og allir voru sáttir við að stoppa á ísafirði. Og á leiðinni vestur voru menn mjög uppteknir af landslaginu sem leið hjá.“ f Evrópu er margt sem okkur gafst ekki kostur á að sjá þessar 40 mínútur sem við stöldruðum við. Þar er leikfimisalur, bókasafn, verslanir, hárgreiðslustofa, nætur- klúbbur, ferðaskrifstofa, svo eitt- hvað sé nefnt. Mönnum ætti því ekki að leiðast. Frá ísafirði átti Evrópa að fara til Akureyrar og Húsavíkur, þaðan norður til Spitzbergen, og síðan suður með Noregi og aftur til Bremen. Hún var hér á fimmta degi ferðarinnar, sem tekur þrjár vikur. Þetta er áttunda árið sem skipið tekur svona Norðurlanda- Þjóðverjarnir komu í hrönnum og trítluðu um allan bæ. þjóðlöndum. Farþegana sagði hún vera nær eingöngu ellilífeyrisþega frá Þýskalandi og Sviss. Einungis 10 únglingar og börn væru um borð. Allt í einu vorum við komin í Miðjarðarhafsandrumsloft1 fólk að svamla í sundlaug, aðrir slöppuðu af á sólbekkjum. Útum gluggana sást í Ernir og Eyrarfjall. Karin benti á glerþakið fyrir ofan okkur: „Þetta er færanlegt þak, svo fólk geti sólað sig þegar sólin skín.“ Alls eru þrjár sund- laugar í skipinu, þar af ein úti- sundlaug afturá sem Karin sagði að yrði notuð þegar skipið færi yfir heimskautsbauginn. Næst fórum við fram í brú. Þar var allt í rólegheitum og vakthaf- andi stýrimaður sagði okkur að skipið væri tveggja og hálfs árs gamalt. Það er 33.819 lestir, 200 m. langt, 29 m. breitt og ristir rúma 8 metra. Tvær vélar eru í skipinu, samtals 28.920 hestöfl og mesti gangur 21 sjómíla. 13 þilför eru í skipinu. Á meðan við þræddum ganga og stiga aftur í skemmtistað skips- ins sagði Karin okkur að stundum kæmi fyrir að fólk villtist i skipinu. Við fylgdum henni fast eftir. Hvort fólk yrði sjóveikt? „Já, það verður það í vondu veðri." — Það virðist vera sama hve stór skip eru, þau mega ekki við hafinu. „Hérna getur fólk dansað á kvöldin ef það vill,“ sagði Karin og benti á dansgólfið. Síðan bauð hún okkur uppá drykk. Hún var spurð hvort það væri mikið að sjá á íslandi. — „Það virðist vera,“ sagði hún, „þátttakan í dagsferð- unum er allavega mjög góð. Ann- ars er mjög misjafnt hversu áhuga- spyrja þeir, hvers vegna erum við spyrja þeir, hvers vegna erum við SIMINN OKKAR ER 4011 l vestfirska I hring. Á öðrum árstímum er það í siglingum um aðra heimshluta. Fargjaldið í þessari ferð er frá um 7000 mörkum upp í um 22000 mörk. Karin athugar hvort hún fari ekki brátt að losna við okkur. FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Lyngholt 11, rúmlega fokhelt einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stórholt 11, 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Urðarvegur 80. Nú eru 4 íbúðir óseldar í fjölbýlishús- inu sem Eiríkur og Einar Val- ur s.f. eru að byggja. Um er að ræða 3 3ja herb. og 1 2ja herb.íbúð sem afhendast til- búnar undir tréverk og máln- ingu fyrir 1. sept. 1985. Aðalstræti — Skipagata, 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í sambýlishúsi sem Guðmund- ur Þórðarson er að byggja. Ibúðirnar verða afhentar til- búnar undir tréverk og máln- ingu fyrir 1.10.1985. Hafraholt 18, raðhús átveim hæðum, ásamt bílskúr. Laust fljótlega. Stórholt 13,4ra herb. íbúð á 2. hæð, ásamt bílskúr. Hrannargata 10, 3ja herb. íbúð á efri hæð. Laus 1. sept. Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð á 2. hæð. íbúðin er lauo. Strandgata 5a, lítið einbýlis- hús. Laust 1. sept. Seljalandsvegur 85, lítið einbýlishús. Strandgata 5, ca. 120 ferm. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus fljótlega. Silfurgata 12, lítið einbýlis- hús. Laust fljótlega. Góuholt 5, rúmlega fokhelt 135 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlis- hús. Selst með góðum kjörum, ef samið er strax. BOLUNGARVÍK: Dísarland 14,156 ferm. ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Höfðastígur 18, ca. 140 ferm. einbýlishús ásamt bíl- skúr og stórri lóð. Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Traðarland 10, 112 fm. ein- býlishús ásamt bílskúr. Hag- stæð greiðslukjör. ARNAR GEIR HINRIKSS0N hdl. Silfurtorgi 1 ísafirði, sími 4144 Það er ýmislegt nýkomið hjá okkur rneðal annars: Hlífðar- og vinnufatnaður, að ógleymdum Dallas-þáttun- um á myndbandi. LÍTIÐINN! OLÍUSAMLAG ÚTVEGSMANNA HAFNARHÚSINU — SÍMI3245 > FRETTABLAÍID

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.