Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 1
VE 38. tbl. 10. arg. 1 m istfirst -n ■ U 16. ágúst1984 FRÉ1 'TABL EjMSKI ■ F tl|J| 15tegundir af fallegum ungbarna skóm Stærðir frá 17 til 27. SinarQuðfcymszon k ý 7200 - if 15 Bol uncja’iúík Tilraunaeldi að hefjast á Reykjanesi Samningaviðræður bæjar- stjórnar ísafjarðar og Orkubús Vestfjarða um það hvorum að- ilanum orkuréttindi í Reykja- nesi til heyri, standa enn yfir. Hinsvegar hefur ísafjarðar- kaupstaður heimilað fyrirtæk- inu íslax hf. og Pétri Bjarnasyni að hefja tilraunaeldi f Reykja- nesi og að nýta í því skyni sjálf- rennandi heitt vatn í tvö ár. Talið er að Orkubúið muni ekki blanda sér í það mál. Að sögn Kristjáns Jóakims- sonar hjá Norðurtanganum hf., verður þessi tilraun gerð til að athuga vaxtarforsendur og prófa hluti eins og t.d. að blanda heitu vatninu beint í sjó, en hætt er við að í heita vatninu séu efni, sem fiskurinn ekki þolir. Ætlunin væri að athuga það, hvort fiskurinn þoli þessa beinu íblöndun í sjóinn. Krist- ján sagði að með þessari tilraun væri verið að reyna að ná í ýmsar grundvallarforsendur áður en farið yrði í að leggja drög að einhverju stærra. „Síðan ætlum við að reyna að koma út flotkví þarna við Reykjanesið í haust með það í huga að ala þar fisk í sjónum í flotkvíum frá júníbyrjun og fram á haust. Við verðum ekki með fisk í þeim núna, heldur verður ýmislegt athugað áður en tekin er áhætta með fisk og fjármuni,“ sagði Kristján. Að lokum sagði Kristján, að ef ekki hefði verið samþykkt að leyfa tilraunaeldi nú, hefði það þýtt seinkun í heilt ár eða jafn- vel lengur, því þessi tilraun þyrfti helst að fara fram yfir veturinn þannig að hægt væri að halda henni áfram um sum- arið. Erkvótinn að klárast Nú um þessar mundir hef- ur nokkuð verið rætt og ritað um kvótamál og fréttir að berast um það að ýmsir séu að klára kvótann. Vestfirska fréttablaðið fór á stúfana og kannaði hvað togarar á Vestfjörðum eiga eftir af kvóta. í ljós kom að kvótinn er sumsstaðar að klárast, þó að allvíða séu líkur á að hægt verði að treina hann út árið og halda þannig uppi fullri atvinnu. Verst virðist ástand- ið vera á Patreksfirði, BHdu- dal, og Súðavík, en á öllum þessum stöðum sjá menn fram á lokun eftir 2 til 3 mánuði. Þá er óljóst hvenær vinnsla stöðvast á Þingeyri þar sem ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um það hvernig sókninni yrði hagað á næstunni. Einnig er búist við lokun hjá Hraðfrystihús- inu í Hnífsdal. Kvennalið ÍBÍ: Tryggðu örugglega setu sína í I. deild Kvennalið ÍBÍ í knattspyrnu tryggði örugglega setu sína í 1. deild, er þær unnu kvennalið Víkings á heimavelli s.l. sunnu- dagskvöld. fsafjarðarstúlkurnar skoruðu hvorki meira né minna en 5 mörk en lið Víkings ekkert. Staðan í hálfleik var 2— 0. Mörkin skoruðu Rósa Valdi- marsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Margrét Geirsdóttir og Ingi- björg Jónsdóttir, en hún skoraði tvö mörk. I \ Æ f 'C ] 1i * Hvað segja útgerðarmenn um aðgerðir ríkisstjórnarinnar Patreksfjörður: Afhending verkamanna- bústaða 1. ágúst voru afhentar 8 tveggja og þriggja herbergja í- búðir í verkamannabústöðum við Sigtún á Patreksfirði. Bygg- ing íbúðanna hófst haustið 1982. í fyrra var hafin smíði samskonar 8 íbúða húss, sem á- ætlað er að afhent verði í maí á næsta ári. Að sögn Úlfars Thoroddsens, sveitarstjóra Patrekshrepps, er mikil ásókn í þessar íbúðir á Patreksfirði, enda væri 90% af kostnaðarverði lánað. Skref í rétta átt, en alltof — segir Einar K. Guðfinnsson Margrét Geirsdóttir „Við erum mjög ánægðar með leikinn. Það er langt síðan við höfum unnið svona stórt." sagði Margrét Geirsdóttir við blaðamann Vf. „Þetta þýðir að ef við vinnum eða náum jafn- tefli í leiknum við KR. þá höf- um við náð 4. sæti." Sá leikur er í kvöld á útivelli. Vestfirska fréttablaðið leitaði álits útgerðarmanna á Vest- fjörðum á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til lausnar vanda útgerðar í landinu. „Skref í rétta átt, en ákaflega stutt,“ sagði Einar K. Guðfinnsson í Bolung- arvík, og þessi orð hans eru jafnvel einkennandi fyrir viðhorf útvegsmanna til aðgerðanna. Einar Oddur Kristjánsson hjá Hjálmi á Flateyri sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar þýddu 2% aukningu á tekjum en útgerðin væri eftir sem áður í buliandi tapi, þó að það munaði um hverja prósentu sem þeir fengju. „Þeir saka okkur um að vera með of mörg og of ný skip, of mikla fjárfestingu, en það er kjaftæði," sagði Bjarni Einars- son útgerðarstjóri á Þingeyri. „Þetta er ekki það sem að er í sjávarútveginum. Það sem að er er það að fjármagnið er ann- arsstaðar í þjóðfélaginu en hjá þeim senr raunverulega búa það til," sagði Bjarni ennfremur. „Þessar aðgerðir miða ekkert að því að bæta reksturinn. Þetta eru skuldbreytingar til að bjarga mestu skuldunum. gefa gálgafrest. Það bætir ekkert reksturinn í dag," sagði Guð- mundur Guðmundsson hjá Hrönn hf. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu segir Einar K. Guðfinnsson að hann hafi ekki mestar áhyggjur af atvinnuleysi vegna kvótans, í Bolungarvík. „Ég hef meiri áhyggjur af fjár- hagsvandanum sem við er að glíma í sjávarútvegi í dag. Ég tel að fyrirtækjum í sjávarútvegi og starfsfólki þeirra stafi meiri hætta af hinni veiku fjárhags- stöðu fyrirtækjanna heldur en takmörkunum sem stafa af kvótanum. Og ég er þeirrar skoðunar að sé unr að ræða stærsta byggðamál Vestfirð- inga, kannski fyrr og síðar, að það reynist unnt að snúa við blaðinu og rétta af fjárhags- stöðu fyrirtækjanna. Það er ljóst að byggðirnar hér, þær lifa og dafna eingöngu í takt við af- komu fyrirtækjanna og sömu StUtt sögu er að segja um afkomu starfsfólksins." Einar sagði að olíuverð væri óeðlilega hátt en langstærsta málið væri, að það þyrfti að koma til umtalsverð tekjuaukning inn í sjávarútveg- inn. „Það er ljóst að ýmis fyrir- tæki og aðilar í þjóðfélaginu hafa komist vel af á sama tíma og það er ójafnvægi í innflutn- ingi og útflutningi. Það er verið að færa til fjármagn frá út- flutningsgreinum, þ.á.m. sjá- varútvegi, til innflutnings. Það ber með einum eða öðrum hætti að snúa dæminu við. Það eru til tvær leiðir, millifærsla og geng- isfelling. Það er auðvitað póli- tísk ákvörðun hvor leiðin verð- ur farin."

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.