Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Qupperneq 1
FRETTABLASIS
Lítið útlitsgallaðar
frystikistur
— Frábært verð —
SinarQuðfjínmzon h.
£<W 1200 - lfl$ Sol uníja’iOíh
Pétur Sigurðsson, forseti ASV:
„Staðiö verði við
samningana,,
„Við erum með þá kröfu, að
staðið verði við samningin frá
því í febrúar. Við erum því alls
ekki að brjóta upp neina
samninga,“ sagði Pétur Sig-
urðsson, forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða í samtali við
Vf. um kröfugerð sambandsins
1. september.
„Við sömdum í febrúar og til
15. apríl um sama kaupmátt og
var á síðasta ársfjórðungi ársins
1983. Við sættum okkur við
þennan kaupmátt, vegna þess
að fyrir lá að ríkisstjórnin og
atvinnurekendur mundu standa
við þennan samning. Á þetta
viljum við reyna og til að þetta
geti staðist, þá þurfa launin að
hækka á milli 7 og 10% 1.
september. Það eru okkar
kröfur.“
Alþýðusambandið hefur sent
Vinnuveitendafélagi Vestfjarða
bréf, þar sem þessar kröfur eru
settar fram. Að sögn Jóns Páls
Halldórssonar, formanns
Vinnuveitendafélagsins, hefur
félagið ekki tekið afstöðu til
þeirra.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
Með fund um
sjávarútvegsmál
Næstkomandi þriðjudag,
þann 4. september klukkan
20:30, verður haldinn fundur
um sjávarútvegsmál í Félags-
heimilinu í Hnífsdal. Fundur-
inn er haldinn í nafni sjávarút-
vegsrðauneytisins og verða
frummælendur þeir Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsrað-
herra og Jakob Jakobsson for-
stjóri Hafrannsóknarstofnunar-
innar.
Það hefur staðið nokkuð len-
gi til að halda þrnnan fund en
ráðherra sem er önnum kafinn,
eins og allir vita hefur ekki séð
sér fært að koma fyrr en nú. Á
þennan fund eru velkomnir all-
ir þeir sem láta sjávarútveg ein-
hverju varða.
F
Iþrótta- og leikja-
námskeið
Nú í þessari viku og þeirri
síðustu hefur staðið yfir íþrótta-
og leikjanámskeið fyrir krakka
á aldrinum 7—14 ára, á vegum
fþrótta- og æskulýðsráðs fsa-
fjarðar.
Blaðamaður Vf. leit við á
íþróttavellinum einn sólskins-
daginn í síðustu viku og spurði
fregna af námskeiðinu.
Katrín Björnsdóttir kennari á
námskeiðinu sagði að þátt-
takendur væru komnir yfir 100
og að það kostaði 200 krónur að
vera á namskeiðinu. Krakkarn-
ir læra og æfa frjálsar íþróttir,
boltaíþróttir og leiki. í dag stóð
yfir keppni í langstökki, há-
stökki, kúluvarpi og 80 metra
hlaupi í öllum aldursflokkum
og báðum kynjum. Á morgun
verður svo farið í skógarferð og
þar fer fram verðlaunaafhend-
ing.
Fjallamaraþon:
ísfirðingar
í 3. sæti
Um síðustu helgi fór fram á
vegum Landssambands hjálpar-
sveita skáta, svonefnt fjalla-
maraþon. Þetta er eins og nafn-
ið gefur til kynna, keppni í
hlaupi um óbyggðir og keppa 2
saman í sveit. Hver sveit þarf að
hafa með sér útbúnað sem dugir
í tveggja daga göngu um ó-
byggðir.
Leiðin sem var gengin að
þessu sinni lá frá Kaldadal að
Laugarvatni, m.a. með við-
komu á tindi Skjaldbreiðar. Alls
var leiðin talin vera um 90 km.
Tveir ísfirðingar, þeir Sig-
urður Jónsson og Sigurður A.
Jónsson tóku þátt í keppninni
og lentu í 3. sæti. 14 sveitir, 6
kvennasveitir og 8 karlasveitir,
lögðu af stað en aðeins 6 luku
keppni. Allt var þetta þraut-
þjálfað lið úr hinum ýmsu
björgunarsveitum á landinu.
Samkomulag um orku-
réttindi í Reykjanesi
Bæjarstjórn Ísafjarðarkaup-
staðar og Orkubú Vestfjarða
hafa náð samkomulagi í deilu
sinni um orkuréttindi í Reykja-
nesi. Sem kunnugt er snerist á-
greiningur þessara aðila um það
hvort afsal ísafjarðarkaupstað-
ar á löndum og jarðhitaréttind-
um til Orkubúsins frá árinu
1978, næði til annars en orku-
öflunar til raforku eða húshit-
unar. Ísafjarðarkaupstaður hélt
því fram að hann hefði ekki af-
salað sér orkuréttindum til fisk-
eldis og ylræktar, en Orkubúið
var á öndverðri skoðun.
Að sögn Ólafs Kristjánsson-
ar, formanns stjórnar Orkubús-
ins, felst í samkomulaginu, að
Orkubúið hafi heimilað Isa-
fjarðarkaupstað að nýta jarð-
hitaréttindi í Reykjanesi til
fiskeldis og ylræktar. Jafnfrpmt
hafi ísafjarðarkaupstaður rétt
til að framselja þessi réttinndi
þriðja aðila. Síðan er ísafjarð-
arkaupstað heimilt að leyfa
hvers konar jarðhitarannsóknir
í landi sínu í Reykjanesi að
höfðu samráði við Órkubúið.
í þessu samkomulagi felst
einnig, að ef Isafjarðarkaup-
staður fengi peningagreiðslu
fyrir landgæði sín í Reykjanesi,
þá er það Orkubúið, sem hefur
rétt til að nýta þá peninga til
rannsókna og uppbyggingar á
sviði jarðhita í Reykjanesi.
Ef Orkubúið fer út í virkjun á
þessu svæði, þá segir í sam-
komulaginu að tekið verði tillit
til þeirra mannvirkja, sem þar
eru fyrir. Hinsvegar munu þau
greiða til Orkubúsins sam-
kvæmt gjaldskrá.
Að sögn Ólafs er þetta sam-
komulag gert til 20 ára, en skal
endurskoðast að 10 árum liðn-
um, óski annar aðilinn eftir því.
Ólafur sagðist halda, að allir
aðilar væru ánægðir með sam-
komulagið og að það yrði
stefnumarkandi í viðræðum við
aðrar sveitarstjórnir.
i Nýtt skip fyrir | ísbergið?
í - B 1 m % ■Hil ¥Á ** isPWTj Æ vsKŒmÆ 1 * J ,r- ' ^ * ' ; "" 1 • 1 í fl* u : ErflriTM 1 m ■ . .. !
1 Útgerðarmenn fsbergsins 1 eru að hugleiða að kaupa 1 nýtt og stærra skip. Björn 1 Haraldsson forstjóri útgerð- | arinnar sagði að skipið sem 1 um er að ræða sé um 800 tonn og beri þrjátíu tuttugu feta gáma. Eins og er annar ísbergið ekki þeim flutningum sem það getur fengið og vilja þeir því fá stærra skip, en ennþá er aðeins um þreifingar að ræða, að sögn Björns.