Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Síða 5
vestfirska
vestfirska
4
rEETTABLAÐID
vestfirska
TECTTABLADID
5
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á ÍSAFIRÐI
Laust starf
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða
nú þegar starfsmann á skrifstofu hálfan
daginn. Góð bókhalds- og vélritunarkunnátta
æskileg.
Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu
sjúkrahússins í síma 3811.
Umsóknir skilist fyrir 15. september n.k. á
skrifstofu sjúkrahússins, Torfnesi, eða í póst-
hólf 114, ísafirði.
Starfsfólk óskast
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða
nú þegar starfsfólk í ýmis störf. Til greina
koma hlutastörf.
Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma
3020.
VEGAGERÐ RÍKISINS
Útboð
Vegagerð ríkisinsóskareftirtilboðum í eftirtal-
in verk:
A. STAÐARDALUR I (Uppýting og
jöfnun, 640 m., 9.000 m3).
B. SELÁ I (Uppýting og jöfnun, 980 m.,
20.500 m3).
Verkunum skal lokið fyrir 1. júní 1985.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Vegagerð-
ar ríkisins, ísafirði frá 3. september n.k. Tilboð-
um skal skilað til Vegagerðar ríkisins, ísafirði
fyrir kl. 14:00 hinn 17. september n.k. Tilboðin
verða opnuð þar að viðstöddum þeim bjóð-
endum, er þess óska, kl. 14:15 sama dag.
Vegamálastjóri.
ÞINGEYRARHREPPUR
Auglýsing
Kveðinn hefur verið upp hjá embaetti Bæjar-
fógetans á ísafirði og sýslumanns ísafjarðar-
sýslu, lögtaksúrskurður fyrir eftirtöldum gjöld-
um til Þingeyrarhrepps, gjaldföllnum 1984: Út-
svari, aðstöðugjaldi, fasteignagjöldum, vatns-
skatti, hafnargjöldum til Þingeyrarhafnar, svo
og öðrum þeim gjöldum sem heimilt er að
taka lögtaki skv. 44. gr. 1 nr. 73 frá 1980.
Sveitarstjóri Þingeyrarhrepps.
Upplyfting
á Vestfjörðum
Flateyri, föstudagskvöld,
31. ágúst kl. 11:00 — 3:00
Félagsheimilinu Hnífsdal, laugardagskvöld,
1. september, kl. 11:00 — 3:00
,;Það er eiginlega tvennt, sem réði því, að ég kom
til ísafjarðar. I fyrsta lagi kom að því, er Menntaskól-
inn hafði starfað í eitt ár, og hann þurfti að skiptast í
kjörsvið, sem þýddi auknar raungreinar. Eg veit ekki
hvemig það gerðist, en Jón Baldvin, þá skólameistari,
kom að máli við mig og sótti það fast, að ég kæmi að
kenna við skólann. Þetta var í deiglunni hjá mér um
sumarmálin ’71, og um haustið lét ég til leiðast. Hin
ástæðan er svona persónulegs eðlis. Afi minn bjó á
ísafirði og móðir mín er fædd hér. Ég var oft héma
sem stráklingur og þekkti staðinn af góðu einu, sem
sannarlega varð ekki til að draga úr að ég kæmi, og
mér hefúr liðið afskaplega vel hér.
Þannig lýsir Axel Carlquist
menntaskólakennari aðdrag-
anda þess, að hann fluttist til
Isafjarðar fyrir þrettán árum.
Áður hafði Áxel verið búsettur í
Reykjavík, en þar er hann
fæddurog uppalinn. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1959, en
þá hélt hann til náms í Þýska-
landi og lauk þar lokaprófi í
eðlisfræði sex árum síðar. Við
báðum Axel að segja hvað hefði
ráðið því að hann fór til Þýska-
lands og að læra eðlisfræði.
„Það hljómar nú kannski eins
og gort. En það var þannig að
þegar ég var í skóla. þá hafði ég
áhuga á flestu, sem boðið var
upp á, en eðlisfræðin heillaði
mig alltaf sérstaklega. Ég held
að það sé ekki skrök að segja, að
ég hafi svona hjalað við sjálfan
mig, — „ef þú ferð í nám, þá
verður það eðlisfræði.“ Svo
gerðist það um sumarnótt, að ég
ákvað að fara utan og læra eðl-
isfræði. En þannig var ástatt um
Háskóla íslands þá, að þar var
ekki hægt að stunda eðlisfræði
til lokaprófs. Hvað réði því að
ég fór til Þýskalands er ekki gott
að segja, en ég býst við að það
hafi ráðið einhverju, að stjúpi
minn hafði verið þar við fram-
haldsnám í læknisfræði."
GRIKKI EÐA ÞJÓÐVERJI
„Já, í Þýskalandi bar ég
nafnið Theódórs, því systkini
föður míns, sem þar bjuggu
höfðu það ættarheiti. Mér er
alltaf minnisstætt að einu sinni
misritaðist nafnið þegar ég var
að tilkynna mig til prófs og ég
varð gerður að Theodoris, sem
var náttúrulega mjög grískt.
Gott ef Axels nafnið misritaðist
ekki líka og hafi verið skrifað
Alex. Þetta hefði því getað verið
Alexander Theodoris. Nú, svo
fer ég í prófið, sem var munn-
legt og þegar liðinn er klukku-
tími, þá stendur prófessorinn
upp. kveikir sér í vindli og spyr
mig síðan: „Herra Theodoris,
eruð þér Grikki eða eruð þér
kannski Þjóðverji.?“ Ég hafði
afskaplega gaman af þessu, því
þarna fékk ég einskonar kvittun
fyrir að hafa a.m.k. lært eitt-
hvað í þýsku.“
Axel getur beitt fyrir sig öðr-
um erlendum tungumálum en
þýsku. Hann hefur lært ensku,
Norðurlandamálin, latínu og að
eigin sögn gæti hann komið
fyrir sig orði á frönsku, lenti
hann í lífsháska eða einhverju
þ.h.
„Þegar ég var í menntaskóla
voru 5 tungumál kennd í stærð-
fræðideild. Ég hafði ekki áhuga
á að gleyma þessu og gerði mitt
til að halda þessu við,“ segir
Axel, en bætir svo við„ —en í
rauninni er íslenskan það eina,
sem ég á, því hún er nokkuð,
sem enginn getur tekið frá
mér.“
EKKI 19. ALDAR MAÐUR
„Jú, ég byrjaði snemma á því
að lesa bækur. Eftir að móðir
mín giftist í annað sinn, þá flutti
ég inn á heimili stjúpa míns, þá
11 ára. Þar var stórt einkabóka-
safn. Ég þurfti ekki annað en að
snúa mér við, þá var ég kominn
með bók í höndina og gat lesið.
Þannig að ég hafði úr miklu að
moða fyrir utan kennslubæk-
urnar, sem mér þótti leiðinlegar
í þá daga.“
„Það er oft talað um kyn-
slóðabil, þjóðfélagsbreytingar
o.þ.h. Viðhorf unga fólksins er
skiljanlega öðruvísi en okkar
sem eldri erum. T.d. var litið á
það sem sjálfsagðan hlut að lesa
bækur, hvort sem það voru
kennslubækur eða ekki á er-
lendu máli ef svo bar undir. En
það er eins og það hafi breyst.
Nú vilja nemendur helst ekki
lesa erlendar kennslubækur.
Þegar ég var 15 — 16 ára, las ég
úrvalsræður Platons á ensku og
fannst ekkert sérstakt við það.“
Axel segir að kennslustarfið
eigi mjög vel við sig nú orðið og
að það hafi ekki verið um-
kvörtunarefni sitt síðustu árin,
að nemendur kæmu ólesnir í
skólann. „Það er alltaf einn og
einn, sem var að gera eitthvað
annað kvöldið áður og þá var
hann ólesinn. Það getur allt
komið upp í prívatlífi fólks, það
tek ég alveg gilt. Ég er ekki að
því leytinu 19. aldar maður, að
ég fari að berja á puttana á
nemendum með reglustiku.“
„Nei, innræting er ekki það
sem nemandinn vill fá. Hann
vill fá upplýsingar, geta leitað til
einhvers og fá frið til að hugsa
málið. Þó er það nú þannig í t.d.
eðlis- og stærðfræði, að þú þarft
að mata, hvort það heitir lög-
mál, kenning eða regla. —
Vitaskuld er hægt að ræða það.
Svo getur reynst að kenning eða
lögmál missi gildi sitt, því annað
komi í staðinn. Þetta er einn
þátturinn, sem gefur þessum
fræðum og lífi þeirra manna,
sem þau stunda umtalsvert
gildi“
FÉKK FLUGU í HÖFUÐIÐ
Axel hefur verið gefinn fyrir
að grúska sitthvað. „Ég veit ekki
hvort ég á að þora að nefna það,
en s.l. 2 til 3 ár hef ég fengist
dálítið við að þýða. Það byrjaði
nú þannig, að ég hafði tekið að
mér að kenna þýskar bók-
menntir við Menntaskólann. Ég
hafði þann háttinn á, að ég
valdi einn ákveðinn höfund og
reyndi út frá honum að skima í
ýmsar áttir, bæði mér og nem-
endum mínum til gamans og
fróðleiks. Ég vissi eitt og annað
um Friedrich Nietzsche, að
hann hafði verið áhrifamaður á
bókmenntasviðinu og afskap-
lega umdeildur maður að
mörgu leyti. Það varð úr að ég
ákvað að taka hann fyrir í bók-
„Ef ég get með góðu móti gert eitthvað öðru
vísi en aðrir, þá geri ég það ■ — Axel Carlquist í viðtali við V. f.
menntatímunum. Þegar ég ætl-
aði að viða að mér námsefni,
kemst ég að því, að það er ekk-
ert til á íslensku um eða eftir
þennan merka mann. Svo var
það síðdegis einn sunnudag, að
ég lá í sófanum heima með
tærnar upp í loftið og var að
hlusta á síðdegismúsik, að,ég fæ
flugu í höfuðið, geng beint að
skrifborðinu og hefst handa við
að þýða þekktasta verk
Nietzsche „Also sprach
Zarathustra“ og lungann úr
ævisögu hans eftir Stefan
Zweig.“
„Jú, ég vissi að það yrði erfitt,
enda er verkið að mörgu leyti
mjög óvenjulegt. En mig lang-
aði að fást við þetta eins og
sumir vilja fást við krossgátu.
Það vakti alls ekki fyrir mér að
slá um mig, heldur gerði ég
þetta fyrst og fremst ánægjunn-
ar vegna. Kunningjar mínir
hafa þó verið að reka á eftir
mér, að éggerði alvöru úr því að
fá þetta útgefið. Þeir fengu mig
á sínum tíma til að senda þetta
handrit til málsmetandi manna.
En eins og við máttu búast, þar
sem ég er ekki beint þekktur á
Axel á Silfurtorgi. í bakgrunni er húsið nr. 1 við Silfurtorg, en þar leigði Axel ibúð
fyrstu 10 árin hér á ísafirði. Leigjandi hans var frú Bergþóra Árnadóttir, en hennar
minnist Axel með mikium hlýhug.
bókmenntasviðinu, voru undir-
tektir þannig, að ég hálfpartinn
missti áhugann á því, að leita
eitthvað frekar fyrir mér um
það.“
S
BILIÐ MILLI SÉRVISKU OG
SÉRFRÆÐA MJÖG MJÓTT
„Já, ég held að ég sé sérvitur.
Eitt smáatvik get ég nefnt í
þessu sambandi. Einu sinni
henti Bryndís Schram gaman að
einhverju sem ég gerði eða
sagði. Þá ansaði ég henni á
þessa leið: „Ef ég get með góðu
EÐLISFRÆÐIN EKKI BARA
VOND
„Nietzsche fæst við það sem
myndi kallast siðfræðileg efni á
íslensku. Hann er aðallega að
vilja manninum vel og vill reisn
hans og veldi eins og best getur
orðið. Um leið lýsir hann fyrir-
litningu sinni á því sem honum
finnst miður í fari hans og
breytni. Nietzsche var mjög
heimspekilega sinnaður en lík-
lega myndu alvöruheiinspek-
ingar ekki kalla hann heim-
speking. Ætli hann hafi ekki
fyrst og fremst verið gott skáld.
Á viðhorf þitt til mannsins
eitthvað sammerkt með við-
horfum Nietzsche?
„Hvað viðhorf mitt til
mannsins varðar þá er það
fremur einstaklingurinn en
samfélagið sem ég hugsa um.
Ég er ekki marxisti eða félags-
hyggju maður. Það hlýtur að
vera vafasamt að nokkurt sam-
„Ég þykist nú ekki vera beint þhotogen" sagði Axel, þegar myndavélinni var
brugðið á loft.
félag geti orðið gott nema að
einstaklingarnir séu góðir. Ég sé
því einskonar byrjun þar.
Nietzsche vildi einnig losa
manninn við þá þvingun sem
felst í trúarbrögðum. Ein fræg-
asta setning hans er „Guð er
dauður" — farðu að hugsa um
sjálfan þig, túlka ég þetta t.d.“
Ertu trúleysingi?
„Ég er ekki trúlaus, en ég er
guðlaus, þessu er nefnilega oft
ruglað saman. Trú mín felst í
því að binda einhverjar vonir
móti gert eitthvað öðruvísi en
flestir, þá geri ég það.“ Bryndís
varð dálítið undrandi og sagði
ekki neitt en ég held að hún hafi
skilið við hvað ég átti. Annars
held ég að bilið milli sérvisku og
sérfræða sé mjög mjótt.
„Ég vona samt að ég sé ekki
„fagidiot“. Ég hef gaman af því
að lesa ljóð og hlusta á tónlist.
Það veitir mér alveg áreiðan-
lega ekki síðri fyllingu í þessu
hálfömurlega jarðlífi, en
brauðstritið með eðlis- og
við manninn og að hann geri
vel. — Nei, ekki vildi ég nú
segja það, að guðleysi mitt
tengist á einhvern hátt því, að
ég sjái heiminn með gleraugum
raunídsindamannsins. Ég var
oft var við það, þegar ég var er-
lendis, að fólk undraðist að sá
sem stúderar eðlis- og stærð-
fræði gæti haft gaman af skáld-
skap. Sumir flokka eðlisfræði
og stærðfræði ekki sem „Kult-
ur". Það stafar ekki endilega af
þröngsýni heldur af þekkingar-
skorti, tel ég.“
Trúir þú á vísindin?
Nei, ég trúi ekki á vísindin, en
ég trúi því að með vísindum sé
hægt að vinna að reisn og vel-
ferð mannsins. Annað væri
heimska. Vísindin eru eins og
hvert annað verkfæri í höndum
mannsins, afskaplega tvíeggjað.
Ef þú horfir á skrifborðið mitt,
þá eru hér t.d. margir sakleysis-
lega útlítandi hlutir. en það er
líka hægt að drepa mann með
þeim. Ósköp svipað væri að
segja að það sem haldið er að
fólki, sé gagngert notað til þess
að bæta heilsu þess sbr. ýmis
lyf. Þessa hluti má misnota á
hinn herfilegasta hátt. Þannig
að hérna reynir svolítið á dóm-
greind og þroska mannsins. í
þeim skilningi er eðlisfræðin
ekki bara vond, þó að atóm-
bomban hafi verið búin til með
henni."
stærðfræði. — Jú, oft á tíðum
hefur brauðstritið heillað mig.
Ég held að þetta sé ágætt hvort
með öðru og að annað fylli hitt.
Það er til ein ágæt bók á
Menntaskólabókasafninu, sem
heitir „Physics of Music“. Þar er
litið á tónlist frá öðrum endan-
um, sem hreina eðlisfræði,
þ.e.a.s sveiflur o.þ.h. Það má
því segja að þetta blandist mjög
vel og harmoniskt saman, og að
tónlistin höfði til mín á tvennan
hátt.“
Axel á nokkurt plötusafn.
Efst í plötubunkanum hjá hon-
um, eru plötur með Billy Joel,
Bubba Morthens o.fl. Þú sagðir
við mig um daginn að það færi
alveg eftir í hvaða skapi þú
værir, hvort þú hlustaðir á
Bubba eða eitthvað háklassískt.
„Já, þetta gengur svona í
bylgjum. á hvaða tegund tón-
listar ég hlusta. Mér finnst ég
þurfa einhvern smáskammt af
tónlist á hverjum degi svona
einsog gerist með kvöldkaffið.
Ég held það sé ekki rangmæli
að segja að ég hafi alist upp við
músik heima. Faðir minn var
mikill söngmaður og félagi í
Fóstbræðrunum gömlu, og
móðir mín spilaði á píanó. Ég
kynntist því fljótlega í föður-
garði, að hlusta á músik."
„SKEGGIÐ NÆGIR ALVEG“
Eitt útlitseinkenni Axels er
sítt og mikið skegg. „Það var
einskonar slys,“ segir Axel.
„Sumarið ‘70 fékk ég styrk til að
sækja 2ja mánaða kúrs í Harv-
ard háskólanum í Bandaríkj-
unum. Nú, ég fór náttúrulega
með rakvélina með mér, sem
var með evrópskri kló. Þegar ég
ætlaði að raka mig gekk það
auðvitað ekki. Þetta var um
bláhelgi og allar búðir lokaðar
Þá ákvað ég bara að láta skegg-
ið vaxa og hér hefur það verið
síðan, utan einu sinni, að ég
rakaði það af, en þá varð mér
svo kalt á kjammanum, að ég
leyfði því að vaxa aftur. Annars
er það skemmtilegt við skeggið,
að smákrakkarnir hafa gaman
af þessu og heilsa mér úti á
götu. Eitt sinn er ég var að
versla í Norðurtanganum, þá
segir lítil stúlka, sem var í fylgd
með móður sinni, við mig:
„Ertu jólasveinn?“ „Varstu að
tala við mig?“ segi ég við hana,
„eru jólasveinar ekki venjulega
með hvítt skegg?“ Þá lítur
móðir hennar upp, brosir góð-
látlega til mín og segir: „Skegg-
ið nægir alveg.“
Axel segist aldrei hafa fengist
til að taka bílpróf, vegna þess
að hann hefði orðið þess var að
það þýddi að menn væru óspart
notaðir í snatt. Við spyrjum
hann að því, hvort sama ástæða
liggi að baki því að hann sé ó-
kvæntur.
„Mér hefur nú aldrei dottið
þessi skýring í hug. Nei, néi, ég
vil einfaldlega ekki kvænast.
Það getur verið að það standi í
sambandi við það að ég er ein-
birni til 13 ára aldurs og vandist
því snemma að una mér einn.
— Nei, ekki get ég sagt að mér
hafi leiðst með sjálfum mér, en
vitaskuld hef ég ánægju af
samskiptum við skemmtilegt og
gott fólk.“
HVER ER SÆLL Á SÍNA
VÍSU
„Ég held satt að segja að ein-
hvers konar ígrundun í tilver-
una hafi byrjað eftir að ég
fermdist. Sem fermingarbarn
gekk ég til séra Jóns Auðuns
heitins dómprófasts, sem
reyndar bjó hér á ísafirði í
nokkurn tíma. Þessi maður
opnaði fyrir mér glugga til ó-
líkra átta. Ég minnist þeirra á
allan hátt með miklum hlýhug.
Svo gerðist það að ég fór að
hugsa um trúarjátninguna og
gerði mér grein fyrir því að ég
hafði svarið þarna eið eða unn-
ið heit. Þetta var mér alvarlegt
umhugsunarefni en málin þró-
uðust í þá átt, að ég gat ekki fellt
mig við ýmislegt í þessari trúar-
játningu. — Að ég yrði þá í
rauninni að trúa á það sem ég
gat ekki trúað. Það gat ég ekki
forsvarað fyrir sjálfum mér.
Þannig að framhaldið varð, sem
sennilega gerðist í miðjum
menntaskóla, að þetta fór að
snúast upp í andhverfu sína og
ég forhertist í því sem ég nefndi
áður þ.e. guðleysi."
„Nei, ég hef nú ekki fengið
mig strikaðan út úr kirkjubók-
um. Mér finnst það einfalt
„bureaucratiskt" atriði sem
ekki skipti máli. Hvað mig
varðar er málið það að ég vil
ekki þessa yfirbyggingu sem
heitir guð og læt engan annan
segja mér hvaða guð ég skuli
hafa, en auðvitað er þetta bara
hugtak. Hins vegar lítilsvirði ég
á engan hátt trú annarra. Það
væri meiriháttar ósamræmi í
því að vilja vera ég sjálfur og
leyfa öðrum ekki að vera það,
eða sem heitir á góðri íslensku
„Hver er sæll á sína vísu.“
Menn hefðu ekki farið í stríð ef
trúarbrögð væru ekki einhvers
virði. Við þurfum ekki að líta
lengra en til írlands þar sem
fólk lifir við hörmungar, vegna
þess meðal annars að annar ber
ekki virðingu fyrir trú hins.“
KANNSKI ÁTT AÐ FARA í
VÉFRÉTTINA í DELFÍ
Að lokum Axel, er eitthvað
atvik úr lífi þínu, sem þér er
sérstaklega minnisstætt?
„Það er nú af ýmsu að taka. Svo
ég haldi mér við þann vettvang,
sem ég er staddur á, þá er mér
minnisstætt atvik, þegar ég gekk
fyrst upp stéttina í átt að
Menntaskólanum í Reykjavík.
Ég hikaði á leiðinni og hugsaði
— „ertu á réttri leið Axel?“ Það
kemur alltaf að því að ungt fólk
tekur ákvarðanir, sem skiptir
miklu máli varðandi framtíð-
ina. Ég hélt áfram upp stéttina
og sé ekki eftir því. Það getur vel
verið að eitthvað annað hefði
átt betur við mig. Kannski hefði
ég átt að fara í véfréttina gömlu
í Delfí og spyrja hana að því
hvað ég hefði átt að gera.“