Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 2
vestfirska rRSTTABLflfllD 41. tbl. 10. árg. 6. sept. 1984. Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Kristján Jóhannsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórn á fimmtudegi Nýsköpun atvinnulífs Nú munu liggja fyrir tillögur um stofnun Þróunarfélags íslands, sem hefði það hlutverk að greiða fyrir nýsköpun atvinnulífs um land allt, hvort sem um væri að ræða nýjar iðngreinar, nýjar bú- greinar eða nýjar vinnsluaðferðir í sjávarútvegi. Þessar tillögur eru frá nefnd, sem formenn stjórn- málaflokkanna skipuðu á síðasta ári til að benda á leiðir til ný- sköpunar í atvinnulífi lands- manna. Á undanförnum áratugum hef- ur orðið bylting í atvinnuháttum hér á landi, sem annars staðar í heiminum. Við horfum líka fram á gífurlegar breytingar á næstu ára- tugum t.d. með framförum í tölvu- tækni, sem áreiðanlega á eftir að ryðja sér mikið til rúms á næstu árum. Um leið og við horfum fram á þessar stökkbreytingar þurfum við að búa okkur undir að fylgjast með og taka þátt í þessum ný- jungum. Ef við ætlum að viðhalda hér svokölluðu velferðarþjóðfé- lagi megum við ekki staðna í úrelt- um vinnubrögðum. Þótt sjávarútvegur sé og verði um ókomna tíð aðalundirstaða vestfirsks atvinnulífs verður að huga að fjölbreyttara atvinnulífi hér á Vestfjörðum til að taka við auknum fólksfjölda. Þetta verður að gera ef hér á að treysta byggð. Benda má á að þetta hefur verið gert í nokkrum mæli nú þegar og er eitt besta dæmið um það nýj- ungar Pólsins hf. á ísafirði í raf- eindatækjum fyrir fiskiðnað, sem nú er framleiddur bæði fyrir inn- lendan og erlendan markað. Vestfirðingar ættu að styðja að stofnun hins væntanlega Þróun- arfélags og hasla sér völl á því sviði. Hér eru margir möguleikar á nýsköpun atvinnulífs og geta þeir byggst m.a. á nýjum búgrein- um, nýtingu hráefna sem nú er hent og nýjum vinnsluaðferðum. Enginn varfi er á því að mögu- leikarnir eru miklir, ef stutt er við bakið á mönnum, sem vilja reyna eitthvað nýtt. Sigur gegn Einherja — Baráttan um fyrstudeildarsæti í algleymingi Á laugardaginn unnu ísfirð- ingar Einherja á heimaveili þeirra síðarnefndu og urðu lokatölur leiksins 3:1. ísfirðingar eru nú í 3. sæti í deildinni á eftir FH og Víði. Næsti leikur er stórleikur í toppbaráttunni. Á laugardag- inn kemur ÍBV hingað vestur til að keppa við ísfirðinga. Þann leik verða ísfirðingar að vinna ef þeir ætla að halda í vonina um fyrstudeildarsæti að ári. Vf. hvétur alla Isfirðinga til að mæta á völlinn og hvetja sína menn. — Og ólíkt væri það nú skemmtilegra að heyra áhorf- endur hvetja liðið fremur en skamma dómarann. Firmakeppni KRÍ lauk á sunnudaginn með leik milli Is- húsfélags Bolungarvíkur og Eiríks og Einars Vals sf. um fyrsta sætið. Bolvíkingarnir unnu og fen- gu fyrir það bikar sem Eiríkur og Einar Valur gáfu, en lið þeirra hafði unnið fyrri bikar til eignar með því að sigra þrjú ár í röð. Um þriðja sætið kepptu Hraðfrystihúsið Norðurtang- inn hf. og bæjarstarfsmenn og vann Norðurtanginn þá viður- eign. Afmælismóti KRÍ er enn ekki að fullu lokið og munum við greina frá úrslitum þess í næsta blaði. Úr leik ÍBÍ og Víðis. Golf: Úrslit í firmakeppni Firmakeppni Golfklúbbs ísa- fjarðar fór fram dagana 18. og 19. ágúst 1984. 77 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Leiknar voru 6 holur á hvert fyrirtæki. Úrslit urðu þessi: Högg 1. Útvegsbanki íslands, ísafirði Kepp.: Þórir Sigurðsson 21 2. Jarðýtur hf. Kepp.: Vignir Jónsson 22 3. -4. Blaðið ísfirðingur Kepp.: Vignir Jónsson 23 3.-4. Tryggvi Guðmundss., lögfr. Kepp.: Arnar Baldursson 23 5.-8. Isafjarðarapótek Kepp.: Einar V. Kristjansson 24 5.-8. Flugfélagið Ernir Kepp.: Bjarki Bjarnason 24 5.-8. Olíusamlag ísfirðinga Kepp.: Arnar Baldursson 24 5.-8. Verslunin Eplið Kepp.: Þórir Sigurðsson 24 9.-11. Flugleiðir Kepp.: Baldur Geirmundsson 25 9.-11. Sporthlaðan Kepp.: Einar V. Kristjánsson 25 9.-11. O. N. Olsen Kepp.: Gunnsteinn Jónsson 25 12.-15. Eimskip Kepp.: Arnar Baldursson 26 12.-15. Pensillinn Kepp.: Bjarki Bjarnason 26 12.-15. Djúpbáturinn Kepp.: Arnar Baldursson 26 12.-15. Bæjarsjóður Kepp.: Sigurður Th. Ingvarss. 26 Frá ritstjórn: Vestfirska fréttablaðið kemur ekki út í næstu viku vegna leyfa starfsfólks. Næsti útgáfudagur verður því 20. september. Rúnar Þórisson sem verið hefur starfsmaður blaðsins í sumar hefur nú látið af störfum við blaðið og er far- inn suður yfir heiðar að mennta sig. Vestfirska óskar honum góðs gengis og þakk- ar um leið vel unnin störf. Smáauglýsingar AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um, kl. 22:30 á föstudags- kvöldum og kl. 10:30 á sunn- udögum aö Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’I TRÚIN Upplýsingar um Bahá’i trúna eru gefnar í síma 4071 eða sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, 400 ísafjörður. TIL SÖLU Volvo DL 244, árgerð 1977. Góðir greiðsiuskilmálar. Upplýsingar í síma 7798. TIL SÖLU sem nýtt Marantz hljómflutn- ingstæki í skáp. Upplýsingar í síma 7161. TIL SÖLU Mazda 323, árgerð 1977. Fall- egur og góður bíll. Upplýsingar í síma 4225 á kvöldin. TIL SÖLU 1 Vfe X 4” einnotað mótatimbur til sölu, einnig uppistöður. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 3341. TIL LEIGU 3 — 4 herbergja íbúð í Hnífsdal til leigu. Upplýsingar gefur Arnar Geir Hinriksson hdl., sími 4144. TIL SÖLU 4 ára, tvískiptur Ignis ís- skápur, 1,55 m. á hæð. Upplýsingar í síma 7480. TIL SÖLU Blazer, árgerð 1974, með 6 cyl. Bens diesei vél. Sjálf- skiptur, vökvastýri, veltistýri, powerbremsur, breið dekk og sportfelgur. Skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 3549. TIL SÖLU innréttingar og peningakassi úr versluninni Skemmunni. Upplýsingar gefur Sigurrós í síma 4251 eða 4024. ÍBÚÐ TIL SÖLU íbúðin Sundstræti 27 e.h. norðurendi er til sölu með góðum greiðslukjörum. Ibúðin er laus. Upplýsingar gefur Ingibjörg Daníelsdóttir í síma 4071. TIL SÖLU A.B.C. arinofn fyrir timbur. Upplýsingar í síma 4143.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.