Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 8
BREYTTUR OPNUNARTÍMI OPIÐ mánudaga til föstudaga .. kl. 9:00 til 18:00 OPIÐ laugardaga...kl. 10:00 til 12:00 Bókhlaðan Sporthlaðan Aðalstræti 20: Má steypa eða má ekki steypa? Allmikill styr hefur staðið um nýbyggingu Guðmundar Þórð- arsonar að Aðalstræti 20. Á síð- asta bæjarstjórnarfundi lá fyrir fundargerð bygginganefndar bæjarins, þar sem til umfjöllun- ar var umsókn frá Guðmundi Þórðarsyni um að fá að breyta annarri hæð hússins úr skrif- stofuhúsnæði í íbúðir. Hús þetta á að verða 4 hæðir og upphaflega var gert ráð fyrir að einungis tvær efstu hæðirnar yrðu íbúðir. Bygginganefnd vesllirska ~l hefur heyrt bæjarins hafði samþykkt beiðni Guðmundar með 3 atkvæðum gegn 1, á fundi sínum þann 27. ágúst, en áður en bæjarstjórn hafði fengið færi á að fjalla um samþykkt bygginganefndar, á fundi sínum þann 30. ágúst, var Guðmundur búinn að steypa hæðina samkvæmt breyttu teikningunum. Eftir snarpar og heitar um- ræður var sam þykkt einróma að senda Guðmundi skeyti þess efnis að ekki væri búið að sam- þykkja þær breyttu teikningar sem hann var þó búinn að vinna eftir. Málinu var vísað aftur til bygginganefndar og liggja byggingarframkvæmdir niðri á meðan, eða þar til hún afgreiðir málið að nýju til bæjarstjórnar og bæjarstjórn segir af eða á um málið. Meðal þess sem um er deilt hvort leyfa eigi, er svalir á áður en bæjarstjóm hefði af- greitt málið. Guðmundur Ing- ólfsson sagði að hann hefði alla tíð verið á móti því hvernig staðið hefði verið að byggingu þessa húss og m.a. uppfyllti þessi bygging ekki kröfur bygg- ingareglugerðar um fjölda bíla- stæða og leiksvæði fyrir börn við fjölbýlishús. Guðmundur Þórðarson byggingarmeistari taldi að þeg- ar bygginganefnd hafði sam- þykkt umsóknina væri það nánast formsatriði að bæjar- stjórn fjallaði um málið. Hann væri enda búinn að bíða eftir að málið yrði afgreitt og þyrfti að drífa húsið upp fyrir veturinn. Þessvegna segist hann hafa steypt þennan dag, því annars hefði hann þurft að bíða tæpa viku eftir steypu. Um bílastæðin og leiksvæðið AÐ Vestfirska geti verið fyrst með fréttirnar ef því er að skipta. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi voru bæjar- stjórnarmenn sem lýstu furðu sinni yfir því að þeir skyldu fá að frétta það fyrst í V. f. að bæjarstjórn hefði komist að sam- komulagi við Orkubú Vestfjarða um orkurétt- indi í Reykjanesi. AÐ enginn hafi sótt um að taka kiallara Alþýðuhúss- ins á Isafirði á leigu. AÐ skrifvestfirskaumúrvalið í áfengisútsölu ríkisins á ísafirði hafi valdið nokkr- um misskilningi meðal fólks sem fékk þá grillu í hausinn að skýringin lægi í slælegum vinnu- brögðum starfsmanna þar. Það upplýsist hér með að þeir eru í engum tengslum við margrædda 19 manna nefnd sem Al- bert hrósaði svo mjög á dögunum og furðulegt hvað þeir standa sig vel í að eiga áfengi handa þorstlátum, miðað við þröng og óþægileg húsa- kynni. — En hann Guð- mundur Þórðar er að byggja yfir þá? — Svalirnar umdeildu. götuhlið hússins á annarri hæð. Þær standa 160 sm út úr bygg- ingunni og hefðu sumir viljað að þær yrðu dregnar eitthvað inn. Vestfirska hafði samband við Guðmund H. Ingólfsson bæj- arfulltrúa og sagði hann að Guðmundur Þórðarson hefði þverbrotið allar þær leikreglur sem ætti að viðhafa í svona málum, m.a. með því að steypa o.s.frv. sagði hann að þau mál sé alveg hægt að leysa, menn verði bara að koma sér saman um að setjast niður og ræða það. Snorri Hermannsson bæjar- fulltrúi og byggingarnefndar- maður sagði við blaðamann Vf. að stefnt væri að því að leysa málið í þessari viku og mun það þá væntanlega verða afgreitt á fundi bæjarstjórnar í kvöld. © PÓLLINN HF Isafirói Sími3792 ÚTSALA—ÚTSALA—ÚTSALA—ÚTSALA—ÚTSALA HEFST HJA OKKUR I DAG 30 — 80% AFSLÁTTUR STÓRAR PLÖTUR FRÁ 50 KR. vestfirska FRETTABLASIÐ ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Námskeið fyrir barnaskólakennara: Að gera námið meira skapandi í síðustu viku var haldið námskeið í Barnaskóla ísa- fjarðar fyrir kennara 6—9 ára aldursflokka. Námskeiðið var haldið á vegum Kennaraháskóla íslands. Er þetta í fyrsta skipti sem námskeið af þessu tagi er haldið á Vestfjörðum, en áður hefur Kennaraháskólinn staðið fyrir samskonar námskeiðum á Austurlandi og víðar. Námskeiðið stóð yfir í eina viku og var unnið hvern dag frá kl. 9:00 á mornana og langt fram eftir kvöldi. Kennurum var leiðbeint og sýnt með hvaða hætti mætti gera almenna nám- ið meira skapandi og voru kennararnir virkir þátttakend- ur. Þegar Vestfirska leit inn í Barnaskólann, voru kennararn- ir önnum kafnir við iðju sína. Að sögn leiðbeinenda voru ísfirskir kennarar mjög áhuga- samir um það sem þarna fór Áhuginn leyndi sér ekki. fram. Hinsvegar kváðu þau skóla landsins mjög misjafnlega í stakk búna, til að sinna skap- andi störfum nemenda og að víða væri aðstaðan mjög slæm. Afu Núna fara allir sem vett- lingi geta valdið, með vasa- ljós niður í fjöru á kvöldin að veiða smokkfisk. Maður einn sem kom inn á skrifstofu blaðsins sagðist hafa séð fjölda fólks uppi í fjalli að tína ber um helgina og sama fólkið var svo komið niður í fjöru að tína smokkfisk á nóttunni. Hvenær skyldu menn sofa? Krakkar hafa verið að koma með allt niður í einn smokk í Norðurtangann til að leggja þar inn. Þar fá þeir greitt fyrir og nótu því til sönnunar. Aflafréttir eru að þessu sinni teknar saman, degi fyrr en venjulega og kann því að vera um smávægilegar skekkjur að ræða þar sem einhverjir togarar sem sagðir eru á veiðum gætu hugsan- lega hafa komið inn í dag. BESSI er farinn í slipp. GUÐBJARTUR kom inn á | þriðjudaginn með rúm 100 I tonn af karfa. PÁLL PÁLSSON landaði á | föstudaginn rúmlega 100 I tonnum. Af því voru 70 tonn J karfi. JÚLÍUS GEIRMUNDS- I SON landaði á mánudaginn j um 150 tonnum, mest þorski. | GUÐBJÖRG er á veiðum. HEIÐRÚN er á veiðum. DAGRÚN landaði á mánu- | dag 120 til 130 tonnum af | þorski. SÓLRÚN er á rækjuveiðum. , ELÍN ÞORBJARNAR- | DÓTTIR kom inn í gær. FRAMNES I. er á veiðum. SLÉTTANES kom inn á | þriðjudag með 110 til 115 I tonn og var uppistaðan í því þorskur. SÖLVI BJARNASON kom í I land síðasta föstudag með u.þ.b. 65 tonn, aðallega jmrskur. TÁLKNFIRÐINGUR er farinn í slipp. SIGUREY er á veiðum. SNORRI STURLUSON kom í land í dag úr sínum síðasta rækjutúr. Nesvegi 5 — Súöavik — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.