Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 2
2 vestfirska 1 Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. BililHdWíÞIW'll’H 1 <jördæmisráðstefnur stjórnmálaflokkanna Allir vilja þeir bættan hag sjávarútvegsins — Spurningin er: Fá þeir því ráðið? Nú hafa Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur haldið sínar ráðstefnur í Vest- fjarðakjördæmi og sent frá sér stjórnmálaályktanir. Þar er lýst yfir stuðningi við stefnu flokk- anna og tekið á ýmsum þeim málum sem ofarlega eru á baugi hér á Vestfjörðum og sýnist sitt hverjum, eins og við er að búast. — Menn skiptast jú í flokka vegna mismunandi skoðana. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins fagnar þeim árangri sem ríkisstjórnin hefur náð í viðureign sinni við verðbólg- una, hvetur til þess að gerð séu hallalaus fjárlög, mælir með niðurskurði í ríkisrekstri og lýsir yfir stuðningi við stefnu Sjálf- stæðisflokksins í öryggis- og varnarmálum. Kjördæmisþing framsóknar- manna fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna og bendir á að hann hafi náðst án þess að til atvinnuleysis þyrfti að koma. Þingið gagnrýnir það að „alls konar viðskipta- og þjónustu- starfsemi, einkum á suðvestur- homi landsins, virðist nú bera sig betur en sjávarútvegurinn, og fremur en hann geta greitt há vinnulaun, sem eru í engu sam- ræmi við almenna kjarasamninga.“ í stjórnmálaályktun kjör- dæmisráðstefnu Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum, sem haldin var 25. og 26. ágúst er m.a. bent á að á innan við tveimur árum hafa kjör alls launafólks verið skert um 25 — 30% á meðan verði á vörum og þjónustu hefur verið sleppt lausu. „Þetta bitnar harðast á lágtekjufólki, öryrkjum, öðrum sjúklingum og ellilífeyrisþeg- um, þar sem laun og lífeyris- greiðslur nægja langt í frá orðið til brýnustu lífsnauðsynja.“ í stjórnmálaályktun sinni segir Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins m.a. að við upphaf núverandi stjórnarsamstarfs hafi stjórnarflokkarnir boðað að ráðist skyldi gegn Verðbólg- unni með samvinnu allra í þjóðfélaginu, en raunin hafi hins vegar orðið sú að launþeg- ar hafi orðið að taka megnið af þunganum yfir á sig í formi kjaraskerðingar. Á meðan blómstri verslun og alls kyns milliliðastarfsemi á höfuðborg- arsvæðinu. Alþýðuflokksmenn vilja að gengið verði fram í því að jafna orkuverð til þess að koma í veg fyrir að fólk flýi Vestfirði vegna hárra orku- reikninga. Þrátt fyrir mismunandi skoð- anir og stefnumörkun flokk- anna, virðist þó vera eitt mál sem allir eru á svipuðu máli um, en það eru sjávarútvegsmálin. Allir vilja þeir að gerðar verði ráðstafanir til að bæta rekstrar- stöðu sjávarútvegs í landinu. Alþýðuflokkurinn mótmælir því stefnuleysi í sjávarútvegs- málum sem hefur leitt af sér það kvótakerfi sem nú er í gildi. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi vill vekja sérstaka athygli á þeirri stór-alvarlegu rekstrar- stöðu sem nú ríkir í sjávarútvegi landsmanna. Að þeirra mati eru ástæður vandans margar, m.a. margra ára núllrekstrarstefna vinstri aflanna í landinu, þrengingar á erlendum mörk- uðum og takmarkanir á heimil- uðum afla. „Aðalfundurinn hvetur því til skjótra viðbragða af hálfu stjómvalda er miði að því að skapa heilbrigðan starfs- grundvöll fyrir sjávarútveginn, landi og þjóð til heilla.“ í stjórnmálaályktun kjör- dæmisþings framsóknarmanna á Vestfjörðum segir m.a.: „Þingið óttast að of mikill fjöldi fólks geri sér hvorki ljósa þá hættu sem nú steðjar að undirstöðuatvinnuvegum þjóð- arinnar víðs vegar um land, m.a. vegna verðfalls og sölu- tregðu á fiskafurðum og tak- markaðs þorskafla, né heldur átti það sig á því hvílík nauðsyn sé að útflutningsatvinnuvegun- um sé gert kleift að bera sig, en það geta þeir ekki gert um þessar mundir.“ Kjördæmisráðstefna Al- þýðubandalagsins á Vestfjörð- um segir í stjórnmálaályktun sinni um kjör frumatvinnuveg- anna: „Þrátt fyrir gífurlegar fórnir, sem launafólk hefur verið látið færa, hefur það ekki leitt til bættrar stöðu frumatvinnuveg- anna, sjávarútvegs og landbún- aðar. Frá miðju s.l. ári, hafa tekjur fiskvinnslufyrirtækja hækkað um 6%, en útgjöld þeirra önnur en laun hafa hækkað um yfir 30%. Er nú svo komið, að fjöldi slíkra fyrir- tækja er kominn í þrot.“ Ennfremur segir í ályktun- inni: „Kjördæmisráðstefnan gerir þá kröfu, að rekstrargrundvöll- ur frumatvinnuveganna verði tryggður og jafnframt tryggt að þeir aðilar sem nú hagnast stór- lega á rangri stjórnarstefnu, verði látnir skila þeim ránsfeng til baka og fjármunir notaðir til að tryggja launafólki bætt kjör.“ bit Höfum opnað á ný á fyrstu hæð eftir breytingar og stækkun Þar eru á boðstólum alls kyns ritföng og skólavörur. Jólakort og jóladaga- töl í miklu úrvali hafa verið tekin fram. Á 2. hæð eru Jóla- bækumar, þær berast nú að í stríðum straumum. Opið laugardag 1. des. kl. 10:00 — 16:00 í nýju búðinni: Mikið úrval af mynda- römmum, smellurammar, 12 stærðir, filmur og aðrar ljós- myndavörur Bókav. Sími 3123 Eftir örfáa daga fömm við að taka á móti filmum til framköllunar hjá LEO og þá fáið þið myndirnar af- greiddar eftir einn dag Isafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.