Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 5
vestfirska VBStfirska rRETTABLADID 5 eitthvað af pósti. Reyndar skildi ég ekki alveg hvar Jón ætlaði að lenda þegar við nálguðumst Reykjanes því að ég sá enga flugbraut. Það var ekki fyrr en við vorum alveg að lenda að ég sá brautina, sem lætur lítið yfir sér og er eiginlega í hálfgerðum felubúningi, þar sem hún er grasi vaxin með stórum svell- uðum pollum hér og þar. Það var stutt viðdvöl í Reykjanesi og eftir skamma stund vorum við aftur lentir á Erni um loftin blá ístfirska fréttablaðsins segir frá flugferð með Flugfélaginu Erní Á Patreksfjarðarflugvelli er risin ný flugstöð sem var einmitt vígð í síðustu viku og þarna stoppuðum við í nokkrar mín- útur til að skoða hana og spjalla við Egil Ólafsson, starfsmann flugmálastjómar á Patreksfirði. Hann kvaðst vera ánægður með að vera búinn að fá nýja flug- stöð og líklega hefur Davíð á Þingeyri lýst viðbrigðunum all- vel í þeim orðum að þetta hafi verið eins og að flytja úr torf- kofa í almennilegt hús. Flug- stöðin á Patreksfirði er eins og sú sem er á Þingeyri og eru þær teiknaðar af Benjamín Eiríks- syni en byggðar að mestu leyti af starfsmönnum flugmála- stjómar. Eftir að hafa skoðað húsið hátt og lágt og séð myndir af gömlu flugstöðinni, sem líkt- ist meira skúr en nokkru öðru, var haldið af stað heim á leið. Nú lét Jón vélina klifra rakleitt í 5000 feta hæð og flaug stystu leið til ísafjarðar. Mig minnir að flugið hafi ekki tekið nema 17 mínútur, allavega leið ekki á Jón ívarsson flug- löngu áður en Skutulsfjörður- maður býr sig og inn blasti við okkur í allri sinni vélina undir flug. snjólausu dýrð. Nýja flugstöðin á Patreksfirði er hið glæsilegasta hús. ísafirði. Þar kvaddi ég og þakk- aði fyrir ánægjulega ferð um stóran hluta Vestfjarða, nokk- urs vísari um þau erfiðu skilyrði sem náttúran setur okkur í samgöngumálum og hversu mikilvægt það er fyrir okkur að hafa flugfélag á svæðinu sem veitir okkur jafn góða þjónustu og Ernir gerir. Sérstaklega skal hér minnt á öryggið sem það veitir okkur að hafa þessi tæki við höndina ef slys ber að höndum, en þær eru ófáar ferðirnar sem flugmenn Emis hafa farið með sjúka og slasaða, þrátt fyrir erfiðar aðstæður til flugs. Vonandi á þessi mikil- vægi þáttur í samgöngumálum okkar Vestfirðinga eftir að efl- ast enn á næstu árum, en þá þarf að gera stórátak í upp- byggingu flugvalla á Vestfjörð- um. Tálknafjörð, til Patreksfjarðar og lentum þar á flugvelli, sem er eftir þvi sem Jón sagði, „sjálf- sagt einn besti malarvöllur á landinu.“ E.t.v. er það því að þakka að það er mikill skelja- sandur í brautinni, en ég hef svo sem ekkert fyrir mér í þeim efnum annað en eigin hugar- flug. Flugleiðavélin stóð enn á vellinum og komust því þessir tveir, sem með okkur voru og ætluðu suður, með henni. Þarna fóru einnig farþegarnir tveir frá ísafirði frá borði, svo og allur póstur sem eftir var. Einhver póstur kom í staðinn, sem átti að fara með okkur til baka til ísafjarðar. Nú hélt ég að gamanið væri búið og ætlaði að fara að þakka fyrir, en þá kom í ljós að það þurfti að fara inn í Djúp og sækja þangað tvo menn og var mér boðið með. Nú var skipt um vél og farið á Piper Aztek sem er 6 sæta vél. Þegar komið var út fyrir Arnarnesið tók Jón stefnuna inn Djúp og flaug lágt. Það gafst því gott tækifæri til að virða fyrir sér eyjarnar á Djúp- inu og ýmislegt í landslaginu. Þegar við flugum þama inneftir var ég að hugsa um það hve ummerki ísaldarjökulsins væru skýr á þessum slóðum. Maður gat næstum séð það fyrir sér hvernig hann hefur mjakast niður dali og grafið út firði. Sumsstaðar hefur hann lent á bergi sem var harðara en það sem var í kring, víða sjást t.d. berggangar sem eru upphaflega þannig til orðnir að fljótandi berg hefur storknað í sprungum og glufum á leið sinni upp á yf- irborðið í eldsumbrotum. Þetta berg er harðara en það sem í kringum það er, og því sker það sig víða úr á nokkuð áberandi hátt. Skýrasta dæmið um þetta er líklega kletturinn sem jarð- göngin eru í gegnum, á leiðinni milli Súðavíkur og ísafjarðar. Einnig er áberandi berggangur eftir endilangri eynni Vigur og sést hann áfram, neðansjávar, við báða enda eyjarinnar þegar flogið er yfir í góðu veðri. En þetta var nú útúrdúr. Eftir stutta stund lentum við á Arn- gerðareyri þar sem einn maður beið okkar. Þaðan fórum við rakleitt yfir til Reykjaness þar sem annar maður bættist við og Ætli þetta sé ekki algjört einsdæmi að Sandafellið sé snjólaust í miðjum janúar. TÖLVUMIÐSTÖÐ VESTFJARÐA HF. SILFURGÖTU 5 — ÍSAFIRÐI /4vengeJL. W 1JOTRON Eldvarnarkerfi frá s ServoteKnikkí Viðurkennt fyrir skip af S.R. og er meðal annars um borð í Júlíusi Geirmundssyni. HÖNNUN RAFLAGNA Loran C Línuljósabaujur Miðstöðvar fyrir báta og bíla TÖLVUMIÐSTÖÐ VESTFJARÐA HF. SILFURGÖW 5 - ÍSAFIRÐI - SÍMI3321

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.