Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 1
2. tbl. 11. árg. vestfirska 17. jan. 1985 FRÉTTABLAi Alla le,| Sími 3126 * 15tegundir af fallegum ungbarna skóm Stæröir frá 17 til 27. oinarQuhfjinnsson k ý £ími 7200 - IflS Sol untja’iOílz Hlöðuþak fauk burt í heilu lagi — í rokinu á laugardaginn Á laugardaginn gekk mikið hvassviðri yfir ísafjörð og mældist vindhraðinn um og yfir 12 vindstig í verstu hviðunum. Nokkurt tjón varð af völdum veðursins og þá sérstaklega í Hnífsdal. Þar fauk þak af hlöðu í heilu lagi og hluti þaksins losnaði af Rækjuverksmiðjunni hf. Bragi Beinteinsson yfirlög- regluþjónn sagðist hafa verið á heimili sínu í Hnífsdal þegar hann heyrði heljarmikinn há- vaða og þegar hann leit út um gluggann til að athuga hvort hann sæi hvað ylli, sá hann hvar þakið af einni hlöðunni á Búðatúni þyrlaðist í heilu lagi upp og út eftir hlíðinni og sagði hann að það hefði farið upp undir klettabelti. Nokkrir bílar skemmdust þegar á þá fauk ýmislegt lauslegt og skemmdist a.m.k. einn mjög mikið. Ein- hverjir óttuðust að flotbryggjan í Sundahöfn myndi liðast sund- ur í öllum látunum en hún stóð það af sér í þetta skiptið. Starfsmenn Rækjuverksmiðjunnar í Hnífsdal gera við þakið á verksmiðjunni. Innanlandsfargjöld: Flugleiðir bjóða 40% lækkun með Apex Flugleiðir bjóða fram Apex fargjöld á innanlandsleiðum, frá og með föstudeginum 12. jan- úar. Afsláttur frá venjulegu far- gjaldi er 40%. Apex fargjald verður þó ekki í gildi til og frá Akureyri, heldur mun Hopp-far- Eldur kom upp í togaranum I Heiðrúnu frá Bolungarvík á 1 þriðjudaginn klukkan 15:30. 2 Eldurinn var í skorsteins- | húsinu og tókst skipverjum að ■ ráða niðurlögum hans á u.þ.b. 2 einni klukkustund. Skipið var á leið til Njarð- I víkur í skoðun, en því var ■ snúið aftur til Bolungarvíkur L______________________________ gjald verða áfram í boði á flug- leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ámi Sigurðsson sölustjóri innanlandsflugs sagði í samtali þegar eldurinn kom upp. Eitt- hvað af varahlutum var í skorsteinshúsinu og skemmd- ust þeir í eldinum. Skipið leggur aftur af stað til Njarð- víkur á morgun þar sem það verður tekið í slipp á mánu- daginn og verður væntanlega gert við skemmdir, af völdum eldsins þar. við Vf að Flugleiðir hefðu farið útí það að bjóða lægri fargjöld á flugleiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, þ.e. svokölluð hoppfargjöld.'Ekki væri hægt að koma því við á ýmsum leið- um öðrum og hefði því verið á- kveðið að bjóða Apex-fargjöld til reynslu og gefa þannig öðr- um kost á ódýrum flugferðum. Reglur um Apex fargjöld eru fáar og auðskildar. Sem fyrr segir er afsláttur 40% af venju- legu fram og til baka fargjaldi, en ekki er hægt að kaupa Apex miða aðra leið. Börn innan tólf ára fá helmingsafslátt. Bóka þarf far fram og til baka og kaupa farseðil minnst sjö dögum fyrir brottför. Gildistími farseðils er 21 dagur frá upphafi ferðar, en lágmarksdvöl er fimm dagar. Hætti farþegi við flugferð eða mætir ekki til flugs, er heimilt að endurgreiða 50% af andvirði farseðils. Ef veður hamlar flugi þá ferð sem Apex farseðill gildir í, má nota hann í næsta flug eða fá hann endur- greiddan að fullu. Hamli veður J heimflugi, má nota næsta flug eða fá 50% af andvirði farseðils endurgreitt. Sætafjöldi er tak- markaður. Sem dæmi um verð má nefna, að venjulegt fargjald frá ísafirði fram og til baka er kr. 3.232.00, en Apex kostar kr. 1.939.00. Apex fargjöld gilda til og frá þessum stöðum á eftirtöldum dögum og kosta eftirfarandi: Egilsstaðir, fimmtudaga og laugardaga kr. 2.773.00 Hornafjörður, mánudaga og miðvikudaga kr. 2.445.00. Húsavík, mánudaga og mið- vikudaga kr. 2.352.00. Patreksfjörður, mánudaga og miðvikudaga kr. 1.877.00. Sauðárkrókur, þriðjudaga og sunnudaga kr. 1.866.00. Vestmannaeyjar, miðvikudaga og laugardaga kr. 1.349.00. Isafjörður, þriðjudaga og laug- ardaga kr. 1.939.00. Þingeyri, mánudaga' kr. 1.856 .00. Norðfjörður, laugardaga kr. 2.862.00. Flugvallarskattur er ekki inni- falinn í þessu verði. Eldur um borð í Heiðrúnu Atvinnulíf hér er of einhæft — segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Norður á Siglufirði hafa bæj- aryfirvöld gert samning við danskt ráðgjafafyrirtæki um að það geri úttekt á atvinnulífi bæjarins og möguleikum á að stofna til einhvers smáiðnaðar þar. Fyrirtækinu er ætlað að skila inn hugmyndum um einhvern smáiðnað sem einstaklingar eða félög gætu hagnýtt sér, væntan- lega í samráði við bæjaryfirvöld og danska ráðgjafafyrirtækið sem heitir Scan key. Siglufjarð- arbær greiðir fyrir þessa könn- un eitthvað á milli 200 og 300 þúsund krónur, að sögn Óttars Proppé, bæjarstjóra á Siglufirði. í tilefni af ofansögðu hafði Vf samband við Harald L. Haraldsson bæjarstjóra á ísa- firði og spurði hann um hans álit á því hvort ísafjörður eða önnur sveitarfélög hérna á Vestfjörðum gætu farið inn á svipaðar brautir við uppbygg- ingu nýrra atvinnutækifæra. „Mér finnst þetta mjög athyglisvert,“ sagði Haraldur og taldi að með því að koma upp einhverri framleiðslu á neyslu- vörum hér í stað þess að flytja þær frá Reykjavík mætti ná Haraldur L. Haraldsson. niður vöruverði með því að losna við eitthvað af þeim flutningskostnaði sem er býsna stór þáttur í vöruverði hér á Vestfjörðum. Einnig væri það mjög mikilvægt að auka fjöl- breytni í atvinnulífi hér. Har- aldur kvaðst ætla að fylgjast með því hver útkoman yrði í könnun Scan key á Siglufirði og sagðist vera áhugasamur um að þessi mál yrðu athuguð hér fyrir vestan, enda væru það ekki miklir peningar sem þetta kost- aði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.