Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 2
2 FRETTABLADID t vestfirska Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjornargrein Landsbyggöar- leiðari í ”Vestfirska” í dag er sagt frá tvennum samtökum, sem hafa það að markmiði að berjast fyrir hags- munum landsbyggðarmanna. Til eru einnig þriðju samtökin, sem sett hafa verið á fót í þessu augnamiði. Þetta eru allt samtök áhugamanna. Lands- hlutasamtök sveitarfélaganna eru svo aftur uppbyggð af kjörnum full- trúum sveitarfélaganna og starfa samkvæmt ákvæðum sveitarstjórn- arlaga og eru mjög mikilvægur tengi- liður á milli sveitarstjórna og ríkis- valdsins. Höfuðtilgangur svona samtaka hlýtur að vera að vinna gegn búsetu- röskun og stuðla að atvinnulegri og félagslegri uppbyggingu í hinum dreifðu byggðum landsins og vinna gegn því aðdráttarafli, sem höfuð- borgarsvæðið virðist hafa, sérstak- lega þó fyrir yngra fólkið. Við hjá Vestfirska fréttablaðinu höfum barist við hlið sveitarstjórna, landshlutasamtaka og annarra, sem hafa látið til sín taka á þessum vett- vangi, beint og óbeint í hartnær tíu ár. Við fögnum framtaki þessara áhuga- manna og látum í Ijósi von um að einörð og heiðarleg barátta megi breyta viðhorfum landsfólksins. Baráttan fyrir uppbyggingu og við- gangi landsbyggðarinnar fer fram al- staðar í þjóðfélaginu og eitt af því, sem gera þarf er að auka hlut lands- byggðarfólks í fjölmiðlun. Stað- bundnar útvarpsstöðvar og héraðs- fréttablöð eru öflug tæki í þessari baráttu, og ekki síður stöðugur fréttaflutningur í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Menn skyldu gera sér grein fyrir mikilvægi þess að lands- menn allir fái tilfinningu fyrir því að lífið á ísiandi er margbrotið, og að hamingja landsfólksins er einmitt fólgin í því að starfa af lífi og sál að sínum hugðarefnum, hvort sem það er í sól og blíðu fyrir austan, eða í slagviðri sunnanlands. Við verðum að breyta því viðhorfi margra fjölmiðla að Reykjavík sé nánast nafli alheimsins og að þar gerist allt, sem vert er að minnast á í þessu þjóðfélagi. Þar með er alls ekki verið að segja að menn eigi að raða sér á "Daginn og veginn” og ausa þar úr sér skömmum, eða ryðja úr sér í kjallaragreinum dagblaðanna. Önnur leið er miklu vænlegri til ár- angurs. Það er að stórauka hvers- kyns fréttafluttning úr byggðar- lögunum, með því einfaldlega að fá fleiri ábyrga atorkumenn til þess að vinna að fréttamennsku fyrir dagblöð og ríkisfjölmiðla. Og vinna auk þess að viðgangi héraðsblaða og stað- bundinna útvarpsstöðva. Það er nauðsynlegt að fólk fái tilfinningu íyrir því að það sé þar sem hlutirnir gerast, því vissulega er það svo. Að mínu mati gæti svona starf, auk á- róðurs, sem reka verður af smekk- vísi og kurteislega orðið vendi- punkturinn í skoðanamyndun og hugsunarhætti landsmanna varð- andi búsetu. Hitt er svo annar þáttur í baráttunni og þar er vettvangur landshlutasam- taka og sveitarstjórna, en það er að vinna að úrbótum í hverskonar félagslegri aðstöðu og þjónustu, sem hið opinbera á að veita sam- kvæmt lögum, en er víða mjög á- bótavant. Þessir aðilar eiga einnig að sinna atvinnumálum af krafti og hlúa ekkert að hverju tækifæri sem gefst til að auka á fjölbreytni og styðja við- leitni á því sviði. Þá er ógetið mesta hagsmunamáls landsbyggðarinnar, en það er að heimta gjaldeyrisversl- unina úr höndum Seðiabankans og veita frumgreinunum, sem eru mest áberandi á landsbyggðinni yfirráð yf- ir sínu aflafé a.m.k. í einhverjum mæli. Það er ef til vill höfuðorsökin fyrir þeirri slagsíðu, sem er á búsetu íslendinga að skömmtunarstofnun fyrir aflafé okkar, sem staðsett er í höfuðborginni, skuli vera þess um- komin að neyða útflutningsatvinnu- vegina ti! þess langtímum saman að selja aflafé sitt öðrum í hendur gegn lægra verði, en það kostar að afla þess. Við erum orðnir langeygir, lands- byggðarmenn, eftir að heyra eitt- hvað í þessa veru frá fulltrúum okkar við Austurvöll. Gagnfræðaskólinn gæti keypt orðabókina — Opið bréf tii Bæjarstjórnar ísafjarðar Nú virðist enn einu sinni stefna í það að húsnæðismál Gagn- fræðaskólans á ísafirði (við- halds- og nýbyggingarmál) verði látin sitja á hakanum þegar af- greidd er fjárhagsáætlun kaup- staðarins. Kennurum og skóla- stjóra hefur undanfarin ár þótt svo augljós þörfin á verulegum úrbótum að ekki hefur verið samin ítarleg greinargerð til að fylgja málinu eftir, heldur hafa bæjaryfirvöld verið hvött með stuttum bréfum til að taka þessi mál til gaumgæfilegrar athugun- ar og veita til þeirra nokkru fjár- magni. Árangurinn er hingað til nánast enginn. ÁSTANDIÐ Á HÚSNÆÐINU Flestum ísfirðingum er afarvel kunnugt um ástandið á húsnæði Gagnfræðaskólans ekki síst for- ráðamönnum bæjarins. Enda hafa þeir undir höndum marg- víslegar álitsgerðir sem samdar hafa verið um húsnæðismál grunnskólans í heild, þótt þar sé að jafnaði ekki lýst þeirri niður- níðslu sem núverandi húsnæði er í. I einni þessara álitsgerða segir fræðslustjóri Vestfjarða Pétur Bjarnason m.a.: ,,Það er alveg Ijóst að stórátaks er þörf í málefnum grunnskólans hér og þá einkum og sér í lagi gagn- fræðaskólans, en þar hefur lítið breyst í marga áratugi, annað en húsin eldast. Þar er tæpast að- staða til að sinna kennslu sam- kvæmt þeim kennsluháttum og vinnubrögðum sem nú tíðkast og er einna brýnast að úr því verði bætt.” Ljóst er að skv. stöðlum (normum) um skólabyggingar vantar verulegt viðbótarhúsnæði við skólann. Og þó öllum stöðl- um sé sleppt er ekki einu sinni lágmarks viðhald á því húsnæði sem fyrir er. Margir samverkandi þættir orsaka hið lélega ástand húsnæðisins og nægir að nefna að skólinn hefur til skamms tíma verið nokkurs konar félagsheim- ili staðarins með tilheyrandi fundahaldi, æfingum hinna ýmsu félaga, margvíslegri utanaðkom- andi kennslu, kosningum, gist- ingum íþróttahópa o.s.frv. VINNUSTAÐUR 170-190 EINSTAKLINGA Allt hefur þetta hjálpast að, fyrir svo utan að illa útlítandi og hirtur skóli kallar síður en svo á góða umgengni nemenda sinna. Þessi vinnustaður u.þ.b. 170 — 190 nemenda og kennara er nokkuð langt frá því að vera öðr- um bjóðandi, eða hver getur hugsað sér að hafa þar við ó- breytt ástand t.d. skrifstofur eins og bæjarskrifstofur eða skatt- stofur svo eitthvað sé nefnt? Hvers virði eiga nemendur skólans að telja starf sitt og starfsaðstöðu ef allir aðrir telja það ekki meira virði en svo, að það virkar á utanaðkomandi eins og að hverfa 40 ár aftur í tímann að koma inn í skólann? Og þó er húsnæðið e.t.v. öllu verra en þá, því fyrir 40 árum hefur það ef- laust verið snyrtilegra. Hvers vegna ættu líka endilega að vera snagar fyrir alla nem- endur til að hengja yfirhafmr sín- ar á? Eða pláss til að geyma skóna? Og til hvers þurfa nem- endur að geta sest niður ein- hvers staðar þegar eru frímínút- ur, eða þegar þeir bíða eftir skólarútunni? Hvað hafa þeir svo sem að gera með góða loftræst- ingu, lýsingu og snyrtilegt um- hverfi? Og hvers vegna er ekki nóg að rúmlega helmingur kennaranna hafi pláss við kenn- araborðið, sem er allt í senn vinnuborö, kaffistofuborð og skjalageymsla? Þurfa kennar- arnir nokkuð að setjast niður og fara yfir próf, búa til verkefni, eða leiðrétta stíla? Þarf endilega að eiga bækur og svoleiðis í skóla? Hvers vegna þarf skóli endilega að eiga myndband og hljóm- flutningstæki eins og fjölmörg heimili búa yfir? (Það er enginn svo ruglaður að nefna tölvur, hvað þá meira.) SAMBAND ER Á MILLI AÐSTÚÐU SKÓLANNA 0G GÆÐA MENNTUNARINNAR SEM ÞEIR VEITA. Mönnum verður tíðrætt um út- komu Vestfirðinga (og ísfirðinga) á samræmdum prófum og er það í sjálfu sér ekki verri mælikvarði en hver annar til að bera okkur saman við aðra landshluta. En hvers vegna er útkoman hér ekki betri en raun ber vitni? Hafa menn yfirleitt skynjað aðstöðu- muninnsem unnterað sýnafram á varðandi húsnæði, tæki, rétt- indakennara, skólasöfn o.fl. o.fl. Þessi aðstöðumunur er mikill, mjög mikill. Það er hins vegar hægt að vinna gegn honum á ýmsan hátt, ef menn bera gæfu til þess að skilja hann og viður- kenna. Árið 1981 var unnin á vegum Félags skólastjóra og yfirkenn- ara könnun á húsnæði og tækjakosti í grunnskólum. Þarf varla að taka fram að sérstaða skóla á Vestfjörðum var mikil í flestu og jafnan til hins verra. Viktor Guðlaugsson sem vann fyrrgreinda könnun segir m.a.: „Könnun F.S.Y. sýndi mér á- þreifanlega að skólarnir hafa orðið hart úti í samkeppninni um fjármagnið þar sem hart er barist um efnisleg verðmæti. Svo virð- ist sem forráðamenn sveitarfé- laga hafi ekki alls staðar komið auga á það beina samband sem er á milli aðstöðu og búnaðar í skólum og þeirra möguleika sem skólarnir hafa til að veita nem- endum sínum þá fræðslu og uppeldi sem þeim ber.“ SAMANBURÐUR Á ÍSAFIRÐI 0G FÁEINUM ÖÐRUM SVEITARFÉLÖGUM. Auðvitað er ísafjörður skuld- ugt bæjarfélag og margir sem gera kröfur til þeirra króna sem úthlutað er í fjárhagsáætlun, en hversu miklu er eytt í fræðslumál í samanburði við fáein önnur sveitarfélög á landinu: 1981 1982 ísafjörður 10% 10% Siglufjörður 12% 13% Húsavík 11% 13% Selfoss 13% 13% Akranes 16% 20% Meðaltal kaupstaða utan Rvk. 14% 14% Tölur þessar eru komnar frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, en nýrri tölur reyndust ekki haldbærar. E.t.v. er hér ekki um nógu langt tímabil að ræða til að samanburður af þessu tagi sé fullkomlega raunhæfur, en töl- urnar segja þrátt fyrir það sína sögu. Og svona rétt til að nefna dæmi úr fjárhagsáætlun gagn- fræðaskólans: Allur fyrirhugaður kvóti G.í. fyrir liðinn bækur, blöð, tímarit á komandi fjárhagsári dugar til þess að borga ensk-ís- lenska orðabók á fjórum árum,

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.